Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981.
Sjómenn eruverðir
stærri hluta af kökunni
— umræður um kjör þeirra oft byggðar á misskilningi
Garðar Björgvinsson útgerflarmaflur
á Raufarhöfn skrifar:
Hvers vegna er ætlazt til aö sjó-
menn geri sig ánægða með molana
sem afgangs verða?
í fréttaspegli í sjónvarpi 16. þ.m.
kom það greinilega fram að stjórn-
völd eru þegar búin að ákveöa fisk-
verð. Þessir samningar sem nú standa
yfir um fiskverð eru sýndarmennska.
Þvi ef hækkun fiskverðs verður ekki
innan ákveðins ramma þá springa
efnahagsráðstafanirnar sjálfkrafa.
Vegna þess einfaldlega að 87% af
öllu því sem landsmenn eru sífellt að
bítast um koma beint frá hinni fá-
mennu sjómannastétt, sem fólk al-
mennt álítur að lifi á styrkjum frá
fjöldanum sem stunda þjónustustörf
hvert fyrir annað. Staðreyndin er sú
að það er mikið tekið frá útgerðinni,
þess vegna verður stundum að taka
til baka. Það er heldur ekki sann-
gjarnt af stjórnvöldum, fjölmiðlum
og öðrum slíkum að upplýsa ekki al-
menning um blákaldar staðreyndir.
Ég er ekki tilbúinn að samþykkja
að togaraútgerð sé sett undir sama
þak og smábátaútgerð þegar fjöl-
miölar fjalla um sjávarútveg.
Togaraútgerð er útgerð fólksins sem
er beinlinis stofnuð til að tryggja
stöðuga atvinnu. Þessari útgerð
verður stundum að endurgreiða þegar
Hafis hefur oft valdió landanum búsifjum, hér er togari þeirra Raufarhafnarbúa, Rauðinúpur, lokaður inni vegna hafiss.
búið er að ganga hart að henni. Smá-
útgerðarmaðurinn er aftur á móti sá
sem verður að treysta á sjálfan sig,
þrek sitt og heppni. Á þessu tvennu er
reginmunur sem fólk verður að skilja
áður en það slær fram fullyrðingum.
Þessu til skýringar vil ég taka dæmi:
Veturinn ’79 voru hafþök af ís
fyrir Norðurlandi. Þessi is hamlaði
bæði grásleppu- og þorskveiði. Það
varð gífurlegt veiðarfæratjón af völd-
um issins og svo dlfinnanlegt hjá
sumum að það leit út fyrir að þetta
yrði seinasta úthaldið. Skipuð var
nefnd til að kanna ástandið og var
látið í veðri vaka að reynt yrði að
bæta mönnum tjónið, svipað og
þegar náttúruhamfarir valda tjóni á
eignum fólks. Því raunar eru ís og
eldur staðreyndir sem landsmenn
þekkja, en stjórnvöld gleyma á fjár-
lögum.
Meðan þessi nefnd var aðstörfum
voru tjónþolar öfundaðir af væntan-
legum gróða af netadruslum sem þeir
höfðu sökkt í sjó af ásettu ráði. Þegar
þessi nefnd lauk loks störfum eftir
mikla hrakninga í hríðarveðrum fyrir
norðan, eða svo mætti ætla eftir tím-
anum sem þessi störf tóku, var út-
koman rýr. Niðurstaðan var sú að
þessir smáútgerðarmenn máttu
drepast í friði, þeir gátu fengið okur-
lán sem margfölduðust á stuttum
tíma.
Óþrif naður af hundum:
Gætum fyljstu varúðar
—vörumst þá plágu sem hundaæðið er
G.M. skrifar:
Það er enn við lýði að hundar og
kettir séu um borð í sumum fiski-
skipa okkar. Frá heilbrigðissjónar-
miði er það ófært í svo þröngu sam-
félagi sem sjómenn búa við til sjós.
Skipshundar fara úr hárum svo sem
aðrir hundar og skapast af því gífur-
leg óþrif i íbúðum skipa. Öll sín
stykki gera þeir svo á þilförum skip-
anna. í matvælaiðnaði á að gæta
hreinlætis og fiskiskip eru matvæla-
iðnaðartæki og gefur augaleið að þar
eiga ekki að vera hættuleg og algjör-
lega óþörf húsdýr.
Siglingar fiskiskipa hafa stórlega
færzt í vöxt á hinum síðustu tímum, í
kjölfar rekstrar- og söluerfiðleika
frystihúsanna. Hundaæði, sem betra
er að vera án en hafa.er staðreynd i
Vestur-Evrópu nema Englandi sem
Hvortveggja gott kon-
fekt og syrpuþættir
Ásthildur hringdi:
Vegna lesendabréfs sem birdst í
DB 9. janúar sl. viljum við taka fram
að við erum mjög ánægðar með Vík-
ingskonfektið sem við keyptum. Við
erum hérna fimm konur sem allar
keyptum Vikingskonfekt fyrir jólin
og molarnir voru alls ekki allir með
sama bragði, >eir voru með mjög
mismunandi bragði og mjög góðir.
Það eina sem ekki var nógu gott voru
umbúöirnar, molarnir voru lausir
inni i kassanum, ekki í hólfum eins
og við eigum að venjast.
Einnig viljum við lýsa ánægju
okkar með syrpu-þættina sem eru
eftir hádegið í útvarpi, þeir eru allir
frábærir: Jónas, Svavar, Páll og Þor-
geir. Þetta eru sérstaklega vel heppn-
aði þættir og er skemmtilegt hvernig
stjórnendum tekst aö gera flesta
ánægða með því að velja tónlist af
ýmsu tagi.
telst vera frítt af þeirri plágu. A
íslandi er bannað að flytja inn hunda
nema þeir séu settir í sóttkvi. Á sama
tíma getur skipshundur spókað sig á
erlendri grund og mögulega sýkzt af
hundaæði og verið síöan kominn í
hjarta hvaða þéttbýliskjarna sem er á
íslandi innan viku. Til hvaða ráða
ætti þá að grípa? Bezt er að grípa til
fyrirbyggjandi aðgerða gegn vágesti
þeim sem hundaæði er og lögbjóða
bann við hundum og öðrum húsdýr-
um um borð í öllum skipum og fylgja
því vel eftir.
Hundar geta veriö til ama þó þeir séu ekki stórir, hvað þá ef þeir hafa sýkzt af
hundaæði.
Ilinn vinsæli útvarpsmaður Jónas Jónasson er einn af umsjónarmönnum syrpu-
þáttanna i útvarpi.
Dagskrárþulir óþarfir
—verið að bera í bakkafullan lækinn
Gagnrýnandi, ísafirði, skrifar:
Mig langar til að taka dagskrárþul-
ina í sjónvarpinu á beinið. Dagskrá
sjónvarpsins virðist aldrei vera of vel
kynnt, eða hvað finnst fólki? Þeir er
ráða þessum málum hjá sjónvarpi eru
svo hrifnir af dagskránni hjá sér að
hamra verður á henni bæði í útvarpi
og öllum blöðum, meira að segja sér-
stakt blað fyrir hana. Þá er spurning-
in hvað höfum við við þuli að gera?
Ég bara spyr. Þeir geta sumir hverjir
ekki talað nema með hreim ef á að
segja erlent orð. Svo er það lág-
markskurteisi að kynna dagskrárliði
ef þeim er varpað óvænt milli dag-
skrárliða.
Væri ekki hægt að spara stofnun-
inni stóran pening með því að hætta
þessum eilífu kynningum? Einnig vil
ég benda á gott ráð til að bæta fjár-
hag ríkisútvarpsins, að setja eftirfar-
andi í lög. Allir landsmenn sem eru
orðnir skattskyldir borgi til útvarps
og sjónvarps. Sem sagt að færa inn-
heimtuna inn í skattakerfið. Þannig
yrðum við einni plágunni fátækari,
sem er Innheimtudeild útvarps og
sjónvarps.
i