Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981. <§ Útvarp SKONROK(K) — sjónvarp kl. 20,50: 31 Sjónvarp i Smurbrauðstofan BJORNINN Njáisgötu 49 — fimi ljlOS Jack Nicholson leikur oliubormanninn Bobby. INNAN STOKKS OG (JTAN - útvarp kl. 15,00: RÆTT VK) BUND HJÓN SEM HALDA HEIMILI — Einnigf jallað um Hússtjórnarskóla Reykjavíkur Sigurveig Jónsdóttir stjórnar þætt- inum Innan stokks og utan sem er á dagskrá útvarps í dag kl. 15. Megnið af þættinum fer 1 að fjalla um Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og verður reynt að gefa góða mynd af því sem þar fer fram. Verður í þætt- inum rætt við tvo nemendur, unga stúlku sem er í 5 mánaða námi og karlmann sem er að ljúka 5 vikna kvöldnámskeiði í matreiðslu. Því næst hyggst Sigurveig ræða við blind hjón um það hvernig sé að halda heimili með engan sjáandi á heimilinu. -KMU Verkamannafélagið Dagsbrún 75 ára í tilefni 75 ára afmælis Dagsbrúnar verður opið hús og veitingar í Lindarbæ sunnudaginn 25. janúar frá kl. 3 til 6 eftir hádegi fyrir Dagsbrúnarmenn og maka þeirra og vel- unnara félagsins. Stjórn Dagsbrúnar. VIDEO SPÖRUM RAFORKU Orkusparnaður — þinn hagur — þjóðarhagur VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásamt mynd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru jtil leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í mjög miklu úrvali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- lorðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease, God- father, Chinatown o.fl. Filmur til sölu og skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga ^ -^C nema sunnudaga. K vikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustíg 19 (Klapparslígsmegin) KVIKMYNDIR spörum RAFORKU „DAUFASTITÍMINN í P0PPINU” —segir umsjónarmaður Skonrok(k)sf Þorgeir Ástvaldsson „Það hefur heldur verið erfitt um aðdrætti undanfarið enda er þetta daufasti tími ársins í poppinu,” sagði Þorgeir Ástvaldsson er DB ræddi við hann um Skonrok(k)ið en það er ein- mitt á dagskrá sjónvarps í kvöld. Þorgeir sagðist ætla að sýna myndir sem urðu útundan á síðasta ári en einnig þungar, nýjar. Segja má að þátt- urinn sé tvískiptur, annars vegar létt ,,dans- og skemmtipopp”, s.s. Earfh, Wind and Fire og Noian systur. Hins vegar verða á dagskrá hljómsveitir eins og Stranglers, Clash og Cure. Þátturinn í kvöld er sá 38. og hefur Þorgeir annazt þá alla. Hann gerði ráð fyrir því að efnisöflunin færi nú að hressast af dvala sem oft er í poppinu upp úr jólum. -KMU Stranglers verða m.a. I Skonrok(k)i i kvöld. spörum RAFORKU AF FINGRUM FRAM - sjónvarp kl. 22,30: EIN AF BEZT LEIKNU MYNDUM ÁRSINS 70 — um olíubormann sem hvergi festir yndi Biómynd sjónvarpsins í kvöld fjall- Einn daginn kemur systir hans í ar um mann sem starfar við olíubor- heimsókn og biður hann um að koma un. Honum finnst þessi vinna hund- h'eim þvi faðir hans hafi fengið siag. leiðinleg og varla sér samboðin, enda Hann snýr heim og þar er mættur er hann ákaflega eirðarlaus. Hann bróðir hans með vinkonu sinni. Olíu- festir hvergi yndi og lifir aðeins fyrir bormaðurinn girnist vinkonu bróður daginn í dag. Foreldrar hans eru vel síns en meira viljum við ekki segja. efnum búnir og sjálfur er hann ekki Jack Nicholson fer með aðalhlut- illa menntaður, t.d. hefur hann verið verkið í þessari mynd.Eins og flestir í tónlistarnámi. Hann býr með stúlku muna sjálfsagt fékk Nicholson ósk- sem frekar er vitgrönn. arsverðlaunin fyrir leik sinn í Gauks- hreiðrinu (One Flew Over the Cookoo’s Nest). Nicholson fékk einnig mikið hrós fyrir leik sinn í myndinni í kvöld sem reyndar var talin með b.ezt leiknu kvikmyndum ársins 1970. Karen Black og Susan Anspach er líka hrósað fyrir góðan leik. Leikstjóri er Bob Rafelson en Kristmann Eiðsson er þýðandi mynd- arinnar. -KMU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.