Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 GUNNLAUGUR A. JÓNSSON Gíslarnir styöji Sakharov *-____ Sovézki rithöfundurinn og andófs- maðurinn Georgy Vladimov, hvatti í gær bandarísku gíslana 52 til að tala máli mannréttindabaráttumannsins Andrei Sakharov nú á eins árs útlegðar- afmæli hans. Hinn 59 ára gamli vísindamaður og nóbelsverðlaunahafi, Andrei Sakharov var rekinn í útlegð frá Moskvu 22. janúar í fyrra og dvelst hann nú í borginni Gorku við Volgu. Kona hans segir að Iögregluvörður sé stöðugt við íbúð hans og hann fái ekki að taka á móti gestum. Hún hefur látið í ljós ótta um heilsu hans. Pólskir verkamenn, sem krefjast fimm daga og fjörtíu stunda vinnu- viku, hyggja á frekari verkföll í dag. Stjórnvöld íhuga sáttatillögu Ein- ingar um 41,5 stunda vinnuviku. Fjögurra stunda aðvörunarverk- föll eru skipulögð víða í Póllandi í dag, í verksmiðjum, háskólum og meðal flugvallarstarfsmanna. Strætisvagnabílstjórar í höfuðborg- inni hafa einnig hótað verkfalli. Hundruð þúsunda verkamanna fóru í verkföll víðs vegar um PóIIand í gær til að mótmæla tregðu stjórn- valda til að fallast á fjörutíu stunda vinnuviku. Verkamenn segja að stjórnvöld séu þar með að ganga á bak loforða sinna frá í sumar en stjórnvöld segja að fjörutíu stunda vinnuvika muni einungis leiða til versnandi lífskjara i landinu. Jozef Barecki, talsmaður pólsku stjórnarinnar, gaf í gærkvöldi til kynna að stjórnvöld kynnu að fallast á sáttatillögu Einingar. Hann sagði að það mundi þó þýða endurskoðun fjárlagafrumvarpsins og hafa í för með sér versnandi lífskjör. Donna Summer gerist trúuð „I BeUeve in Jesus”, eða Ég trúi á Jesú. Þannig syngur söngkonan heims- þekkta á nýjustu plötu sinni og greinir þar frá trú sinni. Kristin tónUst er nú sögð eiga auknum vinsældum að fagna í Bandaríkjunum og meðal þekktra söngvara sem boða trú í lögum sínum er Bob Dylan. Talinn er markaður fyrir slíka tónlist í Bandaríkjunum enda sýnir nýleg Gallup skoðanakönnun, að 19 prósent Bandaríkjamanna telji sig endurfædda til trúar á Krist. Eining krefst einnig aðgangs að verkalýðssamtaka bænda og að póli- fjölmiðlum, lögleiðingar sjálfstæðra tiskir fangar verði látnir lausir. Pólsk stjórnvöld segja að 40 stunda vinnuvika muni leiða til versnandi lifskjara i landinu. INorska landhelgisgæzlan er svo fáliðuð og illa búin tækjum að henní gengur ákallega ertiólega ao koma I veg fyrir ítrekuð landhelgisbrot sjómanna frá löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Enginn veit hve mikið er fiskaö ólöglega i norskri landhelgi en sérfræðingar eru sammála um að það sé mjög mikið. Einbýlis eða raðhús Höfum fjársterkan kaupanda að einbýlis- eða raðhúsi í Reykjavík, Kópavogi eða Seltjarnarnesi. Útborgun allt að ein milljón nýkróna. Eignanaust Laugavegi 96, sími 29555 Veiöiþjófamir gera Norömöm- um lífið leitt Verzlunarhúsnæði og íbúð óskast í skiptum fyrir stórt þriggja hæða einbýlishús í vesturbæ. Eignanaust Laugavegi 96, sími 29555 Höfum mikið úrval eigna á söluskrá og kaupendur að öllum stærðum eigna. Eignanaust Laugavegi 96, sími 29555 —Norska landhelgisgæzlan er svo fáliðuð að hún fær ekki við neitt ráðið. Vaxandi spenna á milli Norðmanna ogsjómanna f rá Efnahagsbandalagslöndunum Útlendir veiðiþjófar hafa að undan- förnu gert mikinn usla i norskri land- helgi og eru Norðmenn mjög áhyggju- fullir vegna þeirrar þróunar. Norska landhelgisgæzlan þykir engan veginn nægilega öflug og stendur hún nánasl ráðalaus frammi fyrir veiðiþjófunum vegna þess hversu fáliðuð hún er og illa búin tækjum. Norska Dagblaðið fjallaði nýverið um þetta mál. Þar segir meðal annars að enginn viti hve ólöglegur afli út- lendinga innan norskrar landhelgi sé mikill en sérfræðingar í sjávarútvegi séu sannfærðir um að hann sé mjög mikill. Blaðið segir að undanfarið hafi spennan aukizt á milli sjómanna frá Efnahagslöndunum og Norðmanna. Fyrir hálfum mánuði varð norska land- helgisgæzlan að hóta að skjóta á skozkan togara, sem hafði reynzt ákaf- lega viðskotaillur. Þar sem Efnahagsbandalagið hefur enn ekki staðfest samkomulag við Norðmenn um fiskveiðar hafa Norðmenn ákveðið að norska land- helgin skuli algjörlega lokuð veiðiskipum frá Efnahagsbandalags- löndunum. Strandgæzlunni gengur hins vegar illa að framfylgja þeirri stefnu vegna þess hve fáliðuð hún er og á meðan halda veiðiþjófar áfram veiðum í norskri landhelgi í stórum stíl og þá einkum i Norðursjónum. Dagblaðið norska segir að í fyrra hafi aðildarlönd Efnahagsbandalagsins veitt að minnsta kosti 200 prósent meiri makríl í norskri landhelgi en þeim var heimilt. Erlent Erlent Erlent Erlent Aukinn firami Nabavis Þvi er spáð af ýmsum þeim er gerst þekkja til mála í íran að Behzad Nabavi, aðalsamningamaður írana i gísladeilunni, kunni að eiga aukinn frama í vændum vegna góðrar frammi- stöðu í gísladeilunni. Er því jafnvel spáð að Nabavi, sem á sæti í irönsku stjórninni, verði orðinn forsætisráð- herra landsins innan skamms. Nabavi er talinn i hópi harðlínu- manna i íran. Yoko Ono þakkar fyrirsig Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennons, birti um helgina opið bréf i formi heilsíðuauglýsinga í New York Times, Washington Post og Sunday Times, þar sem hún hvetur alla þá er syrgja John Lennon til þess að láta dauða hans verða sér hvatningu til að vinna að friði í heiminum. ,,Ég þakka ykkur fyrir bréf, skeyti og hugsanir ykkar,” skrifar Yoko. ,,Ég þakka ykkur fyrir reiði ykkar yfir dauða Johns. Ég á hlutdeild í þeirri reiði. Ég er reið sjálfri mér fyrir að hafa ekki getað varið John. Ég er reið okkur öllum fyrir að láta samfélagið falla saman á þennan hátt. Eina hefnd okkar er í því fólgin að breyta samfélaginu í tæka tíð, breyta þvi í samfélag byggt á kærleika og til- litssemi. Þannig fannst John að það gæti orðið. Mér fannst ég skulda ykkur þettabréf,” skrifar Yoko. REUTER Áframhaldandi ólga í Póllandi Hundruð þúsunda TOKO I IIAhLfo11 — Stjómvöldíhuga | dl d | Wl#l Imldill sáttatillöguEiningar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.