Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981.
9
( Erlent Erlent Erlent Erlent j
Munum virða
samkomulagið
— segir stjórn Reagans, en ill meðferð gíslanna auðveldar
þaðekki
Hin nýja ríkisstjórn Ronalds
Reagan hefur lýst því yfir að hún
muni fyllilega virða samkomulag það
sem gert var við írani í gísladeilunni,
svo framarlega sem samkomuiagið
stangist ekki á við bandarísk og al-
þjóðleg lög. Talsmaður stjórnarinnar
bætti því við að fréttir af illri með-'
ferð gíslanna geri það ekki auðveld-
ara að standa við samkomulagið.
Bandarísku gíslarnir hafa skýrt frá
því að þeir hafi sætt mun verri með-
ferð í íran en hingað til hefur verið
talið. Margir þeirra segjast hafa verið
barðirj pyntaðir og beittir tilfinninga-
iegu harðræði og persónulegri niður-
lægingu. Oft voru þeir látnir standa í
þeirri trú að aftaka þeirra stæði fyrir
dyrum. Einu sinni voru sumir þeirra
klæddir úr ölium fötum, látnir leggj-
ast með andlitið í gólFið. Síðan
heyrðu þeir smell eins og tekið væri í
byssugikk.
Behzad Nabavi, aðalsamninga-
maður fransstjórnar, hefur neitað
ásökunum um illa meðferð gíslanna
og sakar Bandaríkjastjórn um að
reyna að finna átyllu til að brjóta
samkomulagið.
hhí
Hin sögulega stund þegar varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Warren Christopher (til vinstri), og utanrikisráðherra
Alsir, Mohamcd Ben Yahia, undirrita samkomulagið i gfsladeilunni. Christopher hefur fengið mikið hrós fyrir sinn þátt til
lausnar málinu og Bandarikjamenn hrósa Alsirmönnum einnig fyrir þeirra þátt i máiinu.
Áður en bandarisku gislunum var leyft að fara frá íran voru þcir skoAaðir af
alsírskum læknum. Sjónvarpað var frá þeirri athöfn og gættu íranar þess
vandlega að sjónvarpsvélarnar beindust að mynd af trúarleiðtoga þjóðarinnar
Ayatollah Khomeini.
Tímasetningin
ekki tilviljun
Það var ekki nein tilviljun að
bandarísku gíslarnir lögðu upp frá
Teheran eftir að Carter hafði látið af
embætti forseta Bandaríkjanna og
Reagan tekiðvið.
Sendiherra V-Þýzkalands í íran
segir að íransstjórn hefði ekki viljað
reita andstæðinga samkomulagsins í
íran til reiði með því að láta einhvern
heiður falla Carter í skaut, en margir
íranar litu á hann sem holdtekningu
Satans. Hann sagði að ákvörðunin
um að skila gislunum hefði verið
tekin af Khomeini trúarleiðtoga.
Það hefur nú komið fram að ríkis-
stjórn Helmut Schmidt I V-Þýzka-
landi gegndi þýöingarmiklu en leyni-
legu hlutverki við lausn deilunnar.
Carter segir að v-þýzka stjórnin
„hjálpaði okkur á þann hátt að ekki
verður unnt að skýra frá því opinber-
lega.”
Ný tilraun til að
snúa „Kiellandn
Norsk oliutryggingafélög íhuga nú, að gera nýja tilraun til að snúa íbúðarpallin-
um Alexander Kielland við. Tilraunum þessum var hætt siðastliðið haust en nú er
talið að þeim er ráða ferðinni i þessum málum hafi snúizt hugur. Ástæðan er ein-
faldlega sú að ibúðarpallur sem Alexander Kielland er svo dýr að ekki þykir ann-
að verjandi ‘n að reyna til þrautar að bjarga honum. Þeir eru enda fjölmargir sem
telja að i haust hafi engan veginn verið fullreynt hvort hægt sé að bjarga pall-
inum. Komið hefur til tals að stjórnvöld leggi fram fjárhagslega tryggingu ef til-
raunin misheppnast.
Nú er um það bil ár iiðið frá þvi að ein undirstaða ibúðarpallsins Alexander
Kielland gaf sig með þeim afleiðingum að pallinum hvolfdi og um hundrað manns
fórust með honum.
PENINGA'
SKÁPAR
fyrír heimili og fyrírtæki
Vorum að fá eldtrausta peninga-
skápa á hagstæðu verði.
Skáparnir eru
bandarískir með
talnalás og laglegir
útfíts. Margar
stærðir og gerðir.
Sími
1515$
ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR
RAUÐI KROSS ÍSLANDS BORGARSPÍTALINN
NÁMSKEIÐ í SJÚKRAFLUTNINGUM
Dagana 28. marz—4. apríl 1981 verður haldið námskeið í sjúkraflutningum á veg-
um Borgarspítalans í Reykjavík og Rauða kross íslands. Kennslan fer að mestu
fram í Borgarspítalanum. Meðal kennsluefnis verður endurlífgun, flutningar
sjúkra og slasaðra, björgun slasaðra úr bílflökum, helztu atriði í líffærafræði.
Kennarar verða úr starfsliði Borgarspítalans, frá lögreglu og slökkviliði.
Skilyrði fyrir þátttöku er að starfa við sjúkraflutninga og hafa áður tekið þátt í
skyndihjálparnámskeiði.
Þátttökugjald er kr. 1.000,00. Þátttakendur eiga kost á hádegismat við vægu verði,
en þurfa sjálfir að sjá um gistingu.
Umsóknir skulu berast fyrir 10. febrúar til skrifstofu Rauða kross íslands, Nóatúni
21 Reykjavík, merkt „Námskeið í sjúkraflutningum” eða til Margrétar Magnús-
dóttur, skrifstofu Borgarspítalans, sími 81200 — 366. Nánari upplýsingar er einnig
að fá á sama stað.