Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981. Kristján Valdimarsson:.fá þannig upplýsingar um það hve flokksbrot Geirs Hallgrimssonar er stórt”. Kristján Valdimarsson starfsmaður Alþýðubandalagsins: KRATARNIR KOMN- BjörgÐnarsdóttir formaðurHvatar: KANNANIR DB EKKI TRAUSTVEKJANDI „Frá mínum bæjardyrum séð eru skoðanakannanir DB ekki nægjan- lega trúverðugar. Upplýsingar skortir um undirstöðu þeirra og útfærslu. Hvernig er úrtakið fundið? Hvernig eru spurningarnar mótaðar? Hvernig eru þær bornar fram? Ég hefi heyrt gagnrýni frá fólki, sem hefur lent í úrtaki DB um hvernig spyrlarnir tala kringum spurningarnar og draga síðan álykt- anir þvert á álit svarenda,” sagði Björg Einarsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. „Erlendis er þekkt að skoðana- kannanir eru mótandi fyrir álit al- mennings. Þess vegna er það skýlaus réttur landsmanna að þeim megi treysta, þegar þær eru viðhafðar hér á landi. Einn ábyrgur aðili hafi þær með höndum, vísindamenn móti spurn- ingarnar eftir fræðilegum aðferðum til þess að leiða í ljós raunverulegt ástand, en ekki til að þjóna fyrirfram ákveðnum tilgangi. Brýnt er að setja lög um skoðanakannanir hér á landi og tryggja að fólk sé ekki haft að leiksoppi. Skoðanakannanir DB bera að mínu mati annars vegar keim af hreinni sölumennsku hjá blaðinu og hins vegar miklum „feber” hjá ein- hverjum, sem liggur á að telja fólki trú um að eitthvert ákveðið ástand sé rikjandi — án tillits til hvort það er sannleikanum samkvæmt eða ekki. Með öðrum orðum — skoðana- kannanir DB skírskota ekki til mín sem traustvekjandi fyrirbæri og þess vegna læt ég hjá líða að tjá mig um útkomuna úr þeim. ” Björg Einarsdóttir: Skoðanakann- anir Dagblaðsins bera keim af hreinni sölumennsku hjá blaðinu. A kjörstað: stöðugt fleiri segjast engan flokk styðja og skv. skoðanakönnun DB fcr einnig vaxandi fjöldi þcirra, sem ekki geta gert upp hug sinn til stjórnmála- flokkanna. Guðni Ágústsson formaður Sambands ungra f ramsóknarmanna: Fólk treystir ekki krötunum „Staða Framsóknarflokksins er sterk, ég gæti trúað að hann myndi bæta við sig fylgi ef kosið yrði til þings núna, miðað við þingkosning- arnar i desember 1979,” sagði Guðni Ágústsson formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Guðni er starfsmaður Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi. „Rikisstjórnarflokkarnir standa vel miðað við úrslit skoðanakönn- unar Dagblaðsins, en Alþýðuflokk- urinn hrapar niður úr öllu valdi. Fólk hefur áttað sig á krötunum og treystir þeim ekki. Það hefur horft upp á vígaferlin innan Alþýðuflokksins og nú er ekki annað að heyra á sumum krötum en að áframhaldandi víga- ferli séu þar í vændum. Lítið mark er takandi á fylgisaukningu Sjálfstæðis- flokksins þar sem hann er bæði i stjórn og stjórnarandstöðu. Sjálf- stæðisflokkurinn virðist koma mun betur út vegna stjórnarþátttöku Gunnars og hans manna. Mér sýnist Gunnarsfylgið vera vaxandi í Sjálf- stæðisflokknum og menn treysti Gunnari betur. Svo virðist sem for- ystumenn flokksins séu hliðhollir Geir, en almennir sjálfstæðiskjós- IR Á BOTNINN „Það sem er sláandi við þessa skoðanakönnun er útkoma krat- anna,” sagði Kristján Valdimarsson starfsmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. „Þeir eru nú komnir á þann botn, sem þeir hafa áður komizt. Þróunin hjá Alþýðuflokkn- um er stöðug niður á við og með sama áframhaldi verður lítið eftir af þessum flokki. í öðru lagi er það stuðningurinn við Sjálfstæðisflokkinn. Ef þessi stuðningur nú er borinn saman við skoðanakönnun DB um stuðning manna við ríkisstjórnina, þá virðist margt benda til þess að stór hluti flokksins styðji Gunnar Thoroddsen og má þá telja þann hluta stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar. Hvað Alþýðubandalagið snertir, þá er fylgið lítið breytt. Almennt hefur Alþýðubandalagið komið út með heldur hærra hlutfall í kosning- um en þessar kannanir hafa sýnt. Þeir sem eru óákveðnir virðast nokkuð stöðugt hlutfall í þessum könnunum. Leiða má getur að því að þessi hópur vilji bíða og sjá hvað rikisstjórnin gerir í kringum 1. marz. Það er eðlilegt að um 30% manna hafi ekki gert upp hug sinn. Það væri hins vegar fróðlegt að fá að sjá skiptinguna innan Sjálfstæðis- flokksins og fá þannig upplýsingar um það, hve flokksbrot Geirs Hall- grímssonar er stórt.” - JH Ragnar Stef ánsson talsmaður Fylkingarinnar: endur hliðhollir Gunnari. Góð útkoma ríkisstjórnarinnar og efnahagsráðstafananna í skoðana- könnun Dagblaðsins er í samræmi við það sem heyra má almennt. Ríkis- stjórnin nýtur víðtæks stuðnings fólks og það ætlast til góðs af henni. Ég á von á að stjórnin starfi út kjör- tímabilið.” - ARH Ragnar Stefánsson: „Þaö er mikið afrek Gunnara Thoroddsens að fá Al- þýðubandalagið i rikisstjórn og siðan i kauprán. Þetta hlýtur allt ihaldsfólk að þakka honum.” stæðisflokkurinn nær nú betur yfir lausafylgið, sem kosið hefur Alþýðu- flokkinn og það kemur ekki á óvart. Það kom í ljós í könnun Dag- blaðsins á dögunum að stjórnin nýtur furðumikils stuðnings þrátt fyrir kjaraskerðingaráform og kaupráns- lög. Slíkt er athyglisvert og bendir til þess að fólk trúi því ennþá að það fái til baka 7% kaupskerðingu, sem er fyrirhuguð 1. marz. Hlutfall hinna óákveðnu þarf ekki að benda til óánægju, heldur þess að flokkarnir eru orðnir svo svipaðir. Hins vegar endurspegla þeir sem eng- an flokk vilja, óánægju með ;átsandið. Meirihluti fólks sér ekki annan valkost nú en þessa ríkisstjórn. Ef við lítum á setningu bráðabirgða- laganna, þá virðast hvorki Sjálf- stæðisflokkurinn né Alþýðuflokkur- inn hafa neitt á móti kjaraskerðing- unni, heldur þvert á móti. Þeir styðja þannig rikisstjórnina. Menn sjá því ekki að ríkisstjórn Alþýðuflokksins og Geirsarms Sjálfstæðisflokksins sé skárri kostur. Það er mikið afrek Gunnars Thor- oddséns að fá Alþýðubandalagið í ríkisstjórn og síðan í kauprán. Þetta hlýtur allt íhaldsfólk að þakka hon- um.” -JH „Það kemur ekki á óvart að fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst, en Alþýðuflokksins minnkar,” sagði Ragnar Stefánsson talsmaður Fylk- ingarinnar. „Hið mikla fylgi, sem kratarnir fengu er ótraust. Stóra málið er það, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur tilhneigingu til þess að stækka. Klofningurinn þar kemur út sem breikkun á flokknum. Sjálf- KLOFNINGUR SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS KEMUR ÚT SEM BRQKKUN Á FLOKKNUM 7 ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.