Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1981.
Spurning
dagsins
3
Bréfrítara finnst Utangarðsmönnum og Bubba Morthens ckki nægur gaumur gefinn l sjónvarpi.
SJÓNVARPK) SNIÐGENGUR
—alveg ungu popparana hérlendis
4913-1038 skrifar:
Sjónvarpið hefur verið gagnrýnt að
undanförnu fyrir að sniðganga alveg
ungu popparana hérlendis. Þessi
gagnrýni á við rök að styðjast. Eitt
lag hefur verið spilað (af plötu) i
sjónvarpinu með langvinsælustu
hljómsveit síðasta árs, Utangarðs-
mönnum & Bubba Morthens, en
aðrar nýbylgjuhljómsveitir hafa ekki
sézt áskjánum.
Það vekur þvi nokkra athygii að i
sex þátta sönglagasyrpu sjónvarpsins
heldur sjónvarpið áfram á sömu
braut. Þeir söngvarar sem sjónvarpið
hefur valið til að syngja i þessum
þáttum eru allir af gamla skólanum.
Jafnframt eru flestir þeirra svokall-
aðir fastagestir í islenzkum
„skemmtiþáttum” sjónvarpsins i
gegnum árin.
Nú er ég ekki að meina að flestir
sjónvarpsgláparar séu orðnir alveg
hundleiðir á þessum gömlu söngvur-
um. Siður en svo. Maður hefði bara
haldið að það væri fyrir löngu komið
tækifæri til að leyfa ungu poppurun-
um að spreyta sig. Þeir hafa margir
hverjir sýnt að þeir eru stórkostlegir
söngvarar. Ég nefni sem dæmi Bubba
Morthens, Tolla, Magnús í Þey og
Sævar Sverrisson.
í rauninni er það aðeins Egill yfir-
þursari Ólafsson sem á sjens I að
skáka þessum piltum. Fyrir utan
góða rödd þá eru þessir ungu söngv-
arar ekki aðeins sjálfstæðir, ferskir
og lifandi í söngnum, heldur eru þeir
einnig blessunarlega lausir við þá
væmni og tilgerð sem einkennt hefur
svo marga af okkar eldri poppurum.
Með tilliti til alls þessa verður
maður að lýsa furðu yfir því að sjón-
varpið skuli halda áfram að snið-
ganga nýbylgjuna svona gróflega.
Hljómplata Leik-
bræðra endurútgefin
— væntanleg um f
miðjan febrúar
Á lesendasíðu DB 14. janúar sl. var
óskað eftir upplýsingum um hvar
hægt væri að komast yfir hljómplötu
Leikbræðra. Skilaboð hafa borizt frá
SG-hljómplötum þess efnis að plata
þeirra Leikbræðra hafi verið ófánleg
um nokkúrt skeið en hún verði
endurútgefin og er væntanleg á
markaðum miðjan febrúar.
Myndin er af framhlið plötuumslags
þeirra Leikbræðra og myndirnar af
þeim. Þeir eru: Gunnar Einarsson,
Astvaldur Magnússon, Torfi Magnús-
son og Friðjón Þórðarson.
Hvað finnst þér
skemmtilegast í sjón-
varpinu?
(Börn 1 Æfinga- og tllraunaskóla KHÍ).
Davið örn HaUdðrason: Tommi og
Jenni og svo bamatiminn.
Sigurður Þðrðaraon: Mér finnst
Tommi og Jenni skemmtilegastir, svo
barnatíminn, Landnemarnir og glæpa-
myndir.
Hulda Pálsdðttir: Barnatiminn og svo
teiknimyndir.
Inga Freyja Amardóttir: Mér finnst
Stundin okkar skemmtilegust.
Sunna Rós Svansdðttlr: Landnemarnir
og svo finnst mér Stundin okkar
skemmtileg.
Henrík Thor Eiriksson: Tommi og
Jenni og svo horfi ég stundum á
fréttirnar.