Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 1
frjálst, dagblað 1. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981 - 19. TBU RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022. AHUGAMANNAREGLUR KSI BROTNAR ÍBAKOC FYRIR —og er þar ekkert 1. deildarfélag undanskilið „Öll 1. deildarliðin i knattspyrnu kaupa eða lokka til sin leikmenn með cinum eða öðrum ráðum. Þau fara aðeins misjafnlega áberandi að því.” Þetta eru ummteli þekkts I. deildar- leikmanns i spjalli viö DB. Á íþróttasíðum blaðsins í dag er að finna grein um hvernig áhuga- mannalög KSÍ eru brotin í bak og fyrir og um þá hálfatvinnumennsku sem er að ryðja sér til rúms hérlendis. Þarsegirm.a.: .......Samfara þessum auknu félagaskiptum færist það mjög í vöxt að félögin bjóði leikmönnum fríðindi af ýmsu tagi. Þar er um að ræða greiðslu húsaleigu, góða atvinnu, þar sem menn geta veriö iausir hvenær sem henta þykir og jafnvel reiðufé. Séu leikmenn i fasteignahug- leiðingum hefur það einnig þekkzt að félögin hafi útvegað þeim mutt hærri lán en þeir hefðu annars fengið undir eðlilegum kringumstæðum. Bila- styrkir, greiðslur fyrir vinnutap, dag- peningar vegna ferðalaga erlendis, allt þekkist þetta í 1. deildinni.” ......Knattspyrnan hérlendis, a.m.k. í 1. deild erekki lenguráhugá- mennskan uppmáluð eins og haldið hefur verið fram. Viö erunt smám saman að færast i áttina að hálfat- vinnumennsku, hvort sent okkur líkar það betur eða verr.” -SSv. sjánánaríþróttirbls. 12-21 Hvaðeráseyði umhelgina? Frumsýning helgarínnar: ÓTEMJAN í IÐNÓ Skemmtun helgarinnar: VOR- OG SUMAR- TÍZKAN í H0LLYW00D Veitingahús vikunnar: NAUST Bækur vikunnar: SKÁLDSÖGUR BARBÖRU PYM — sjá Helgardag- bókDB ábls. 13-20 Heimsmeist- ararV-Þjóð- verjalagðir áheimavelli - ísland sigraði 13-11 ígærkvöld — sjá íþróttir á bls. 12 og 21 Síðustuforvöð aðkjósaí vinsældavalinu — atkvæðaseðill á bls. 24 Þorrinn gengur i garð í dag. Hann er fjórði mánuður vetrar að forníslenzku tímatali og hefst á föstudegi í 13. viku vetrar (19.-25. janúar). ^_ í gamla daga var það venja að hafa einhvern mannfagnað á heimilum á fyrsta dag þorra. Átti bóndinn þá að fara fyrstur manna á bænum á fætur. Skyldi hann fara út og hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn á skyrtunni einni, bæði berlæraður og i berfættur en fara í aðra brókar- skálmina og draga hina á eftir sér. Fagnaður á fyrsta degi þorra var kallaður þorrablót. Fyrsta þorrablót í nýjum siö sem vitað er um var haldið á vegum stúdenta í Kaupmannahöfn árið 1873. Upp úr því fara þorrablótin að verða vinsæl hérlendis en það er ekki fyrr en eftir 1960 sem þau fá á sig þá mynd, sem þau eru i dag. T.d. sást orðið þorramatur ekki á prenti fyrr en 1958. í dag bjóða veitingastaðir og verzlanir upp á þorramat. Hólagarður í Breiðholti býður 16 tegundir á bakka, í kringum kg á þyngd, á 45 kr., Kjötmið- stöðin Laugalæk er með 15 tegundir á bakka, 750—800 gr á 35 kr., í Kjöt- verzlun Tómasar er hægt að fá allar tegundir af þorramat, bæði t lausu og í lokuðum fötum. Fatan kostar 65 kr. og er ætluð 4—6 manns. -KMU. Hve margar klukkustundir varstþú við heimilis- störf vikuna24.-30. jan? — sagt frá manntalinu á bls. 5 tnœr voru sturfsmenn Múlakuffis i óða önn aö útbúa þorramatinn. Þar er hœfít aö.fó 1200—1300 Rr I kassafyrir 75 kr. og þorramáltíð á staðnum fyrir sama verð. DB-mvnd: Siyurður Þorri. Þ0RRINN GENGINN í GARD

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.