Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 10
10 fxjálst, óháð daghlað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aðstoðarrítstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómor. Jóhannes Reykdal. Iþróttir. Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur PAIsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, AtJi Stelnarsson, Ásgei.r Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristjón Mér Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamleifu. Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorrí Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. GjakJkerí: Þréinn ÞorleHsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Halldórs- son. DreHingarstjórí: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, óskriftadeild.ttuölýaingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Sotning og umbrot Dogblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. ÁskrHtarverfl ó mónufli kr. 70,00. Verfl i lausasölu kr. 4,00. Marktækarhreyfíngar Dagblaðið hefur gert þrjár skoðana- kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna, síðan kosið var til þings í desember 1979. í þessum könnunum hafa samtals 1800 manns verið spurðir. Sé litið á niðurstöður þessara skoðanakannana, sem heild, koma í ljós mjög marktækar breytingar á fylgi, þar sem kannanirnar styrkja hver aðra. Annars vegar er, að miklu fleiri telja sig standa næst Sjálfstæðisflokknum en nam atkvæðafylgi sjálf- stæðismanna í síðustu kosningum. Á hinn bóginn er augljóst mikið fylgistap Alþýðuflokksins frá kosningunum, raunverulegt fylgishrun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur í þessum könnunum verið á bilinu 43,4—46,2 prósent, sem samsvarar 27—28 þingmönnum. Fylgi lista sjálfstæðis- manna í þingkosningunum var samtals 37,3 prósent, og fengu þeir 22 þingmenn. Þegar haft er hugfast, að slík fylgisaukning hefur komið fram í skoðana- könnunum Dagblaðsins með samtals 1800 manna úr- taki, mun enginn væntanlega bera brigður á, að miklu fleiri landsmenn telja sig nú „sjálfstæðismenn” en gerðu við síðustu þingkosningar. Sama er að segja um fylgishrun Alþýðuflokks. í könnunum Dagblaðsins hefur fylgi Alþýðu- flokksins verið á bilinu 10,7—13,0 prósent, sem sam- svarar 6—8 þingmönnum. Alþýðuflokkurinn fékk í þingkosningunum 17,4 prósent atkvæða og 10 þing- menn. Fylgishrunið síðan er staðfest í könnun eftir könnun og virðist nú fara vaxandi, enda hafa deilur forystumanna flokksins i tengslum við flokksþing hans hrakið marga frá flokknum. Ekki kemur á óvart, að „sjálfstæðismönnum” hafi fjölgað frá kosningunum. Álkunna er, að fylgi Sjálfstæðisflokksins var orðið miklu meira nokkrum vikum fyrir kosningarnar, í lok stjórnartíðar vinstri stjórnarinnar, en fylgið reyndist í kosningunum. Því olli hin misheppnaða „leiftursókn” Sjálfstæðisflokksins, sem fól sumpart í sér óljósar hug- myndir um úrbætur en var svo illa grunduð og fram sett, að kjósendur skelfdust og flýðu Sjálfstæðis- flokkinn. Þessir kjósendur leituðu meðal annars á náðir Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði á þessu miklu fylgi undir lok kosningabaráttunnar, en Alþýðuflokkurinn jók fylgi sitt í lokin, og varð fylgis- tap hans frá hinum mikla sigri hans í kosningunum 1978 því mun minna en ella. Þetta munu flestir viðurkenna, sem fylgdust vel með kosningabaráttunni 1979. Mikið fylgi sjálfstæðismanna nú á einnig rætur til þess að rekja, að ólíkir hópar telja sig standa Sjálf- stæðisflokknum næst um þessar mundir. Eðlilegt er að spurt sé fyrst og fremst: Hvaða Sjálfstæðisflokk styður þetta fólk? Flokkurinn er svo sundraður, að rökstyðja mætti að þar væru á ferð tveir, ef ekki þrír flokkar. Engum getum skal að því leitt, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn gæti hlotið slíkt fylgi, ef brátt væri gengið til kosninga. Það hlyti að byggjast á, hvernig til tækist um samstarf þeirra, sem nú berast á banaspjót, skipun framboðslista og svo framvegis. Skoðanakönnun Dagblaðsins sýnir nú sem fyrr, að þriðji hver kjósandi eða fleiri eru óákveðnir í afstöðu til flokka, og -lýsa mjög margir andúð á öllum flokkum. Þegar gengið verður til kosninga, veltur að sjálfsögu mikið á, hvernig frambjóðendum tekst að skírskota til þessa stóra hóps. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981. Kveikjum eld, kátt hann brennur v /* Skattar hafa hœkkað verulega Einu sinni gerðist það í bæ einum úti í heimi, að slökkviliði bæjarins var legið á hálsi fyrir heldur slælega frammistöðu, þegar eldsvoðar urðu. Kvað svo rammt að þessu, að um það var talað meðal bæjarbúa, að líklega væri rétt að segja öllum slökkviliðs- mönnunum upp og ráða nýja. Slökkviliðsmennirnir ræddu þessi ótíðindi nokkra hríð, en komu sér svo saman um að taka til sinna ráða. í stað þess að bíða eftir útkalli kveiktu þeir sjálfir í nokkrum húsum og komu síðan að vörmu spori, björguðu íbúum og jafnvel sumum húsanna. Fyrir þetta fengu þeir mikið þakklæti bæjarbúa, sem í fyrstu átt- uðu sig ekki á því hvers kyns var. Ríkisstjórnin slekkur í eigin eldi Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég heyrði boðskap ríkis- Stjórnarinnar í bráðabirgðalögunum á gamlársdag. Með aðgerðaleysi sínu annars vegar og rikisútþenslustefnu hins vegar lagði rikisstjórnin sjálf grundvöllinn að efnahagshorfum, sem birtust í 70—80% verðbólguspá á þessu ári. Eftir margítrekaðar til- raunir stjórnarandstöðunnar á þingi til að kalla fram aðgerðir í tengslum við gjaldmiðilsbreytinguna var Al- þingi sent heim í jólafrí. Ríkisstjórnin setur síðan bráðabirgðalög, sem hún segir vera vegna nýs gjaldmiðils, sem þurfi að verja áföllum, en eru í raun aðeins tilraun til að halda verðbólg- unni á sama stigi og hún var á síðasta ári og árinu þar áður, þegar vinstri stjórnin sprakk vegna óðaverðbólgu. Á sama hátt og slökkviliðsmönn- unum í sögunni tókst að slökkva i húsunum, sem þeir kveiktu sjálfir í, virðist ríkisstjórninni ætla að takast að koma verðbólgunni niður í það stig, sem hún var í, þegar stjórnin tók við, úr því stigi, sem spáð var að hún myndi fara í, ef óbreyttri stefnu ríkis- stjórnarinnar hefði verið fylgt. Og á sama hátt og bæjarbúar voru þakk- látir fyrir það, að slökkviliðsmenn- irnir skyldu slökkva eldinn, sem þeir kveiktu sjálfir, hlýtur islenzkur al- menningur að vera ríkisstjórninni þakklátur fyrir að hafa hætt við að þenja verðbólguna upp í 70—80%. Þetta sýnir m.a. skoðanakönnun Dagblaðsins. Það er dálítið broslegt, þegar ráð- herrarnir segjast hafa lækkað verð- bólgustigið um 20—30% með þessum aðgerðum, því að samkvæmt þeirra eigin upplýsingum var verðbólgan liðlega 50% á síðasta ári og verður um það bil 50% á þessu ári. Staðreyndin er sú, að ríkisstjórnin gengur á giidandi kjarasamninga til þess eins að hjakka í sama verðbólgu- farinu. Á móti lofar hún að hækka verðbólguna á síðari hluta ársins. Þannig er árangrinum fyrri hluta árs- ins komið fyrir kattarnef fyrir næstu áramót. Ríkisstjórnin lofar að lækka skatta til að mæta launalækkununum. Þegar loforðið er skoðað ofan í kjöi- inn, reynist skattalækkunin byggjast á því, að i stað þess að hækka skatta um 20 milljarða gamalla króna ætlar hún „aðeins” að hækka þá um 13 milljónir. Og þá er mælt í föstu verð- gildi fjárlagafrumvarps Ragnars Arnalds sjálfs. Fyrir þetta á almenn- ingur að vera þakklátur og auðvitað er þetta betra en engar aðgerðir. Það heldur hins vegar áfram að vera stað- reynd, að skattar hækka verulega, þegar miðað er við hlutfali síðasta árs. Slíkt hefur hingað til ekki verið kallað kjarabót hér á landi. Aukin lántaka ríkissjóðs Einn stuðningsmanna ríkisstjórn- arinnarsagði um daginn, að þaðværi óþarfi að vera að fetta fingur út í uppbætur ríkisstjórninarinnar, til at- vinnuveganna, sem greiddar verða til ^ „í staö þess aö bíða eftir útkalli kveiktu þeir sjálfír í nokkrum húsum og komu síöan aö vörmu spori....” Háskaleg stóriðjustefna Sigmar E. Arnórsson skrifar mjög athyglisverða kjallaragrein i DB 20. ■des. sl. um stóriðjumál. Hann sýnir mjög greinilega fram á hversu óhag- kvæm álverið og járnblendiverk- smiðjan eru fyrir almenning á fslandi. Hann birtir m.a. töiur yfir umtalsverðar afborganir af erlendum skuldum, sem stofnað er til vegna stóriðjunnar. Hann segir almenna notendur í Reykjavík greiða 14 sinnum hærra verð fyrir raforkuna en álverið í Straumsvík (3,71 og 55,30 gkr.) Grundartangaverksmiðjan borgar sáralítið hærra verð (4,00 gkr) og leggur enn þyngri skuldabagga á þjóðina enálverið. Árið 1979 keypti álverið 160 mega- vött af raforku á 2,3 milljarða gkr. Samkvæmt útreikningum Sigmars hefði mátt spara olíukaup til landsins fyrir u.þ.b. 10 milljarða gkr., ef þetta magn af raforku hefði verið notað til hitunar húsa fjarri jarðvarma og til þurrkunar mjöls í fiskimjölsverk- smiðjum. Varia verður dæmið hagstæðara í vetur, þegar framleiða þarf raforku með dísilvélum í stórum stíl og selja eftir sem áður meira en helmingraf- orkunnar fyrir spottprís til erlendra auðhringa. Alusuisse launar svo gjafmildina með því að fela gróða á auðvirðilegan hátt og svikja stórfé undan skatti. Lítil er sæmd þeirra íslenskra ráðamanna, sem vilja taka á svona stórfelldu svikamáli með lin- kind. Stóriðjudraumar sumra ráða- manna stefna að mínum dómi að því að hneppa þjóðina í álíka fjötra erlends valds og danska einokunar- verslunin gerði forðum. Skynsam- legra væri að nota raforkuna og jarð- varmann fyrst og fremst til að gera okkur sem óháðust innfluttri olíu. Á því sviði er mikill markaður fyrir inn- lenda orku ónýttur. Öll stóriðja, sem reist verður, ætti að þjóna islenskum markaði að meginhluta, nýta að stórum hluta íslenskt hráefni, lúta almennum íslenskum lögum og ekki hafa nein umtalsverð forréttindi umfram annan atvinnuekstur í landinu. Sementsverksmiðjan og áburðar- „Stóriðjudraumar sumra ráðamanna stefna að mínum dómi að því að hneppa þjóðina í álíka fjötra erlends valds og danska einokunarverslunin gerði forðum.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.