Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 24
Leitað aðstoðar verkamanna í erlendum haf narborgum ef til sjómannaverkfalls kemur9.ogl6.febrúar: „ERFID AKVORDUN AD KASTA STRDSHANZKA” — segir Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambandsins „Það er erfið ákvörðun fyrir sjö- mannasamtökin að kasta striðs- hanzkanum, en við höfum reynt allar leiðir til að fá viðsemjendur okkar til viðræðna og eigum engan annan kost eftir en verkfallsboðun. Við erum nánast reknir út i aðgerðir en vonum jafnframt að til vinnustöðvunar þurfi ekki að koma til að sjómenn fái kjarasamninga sína endurnýjáða eins og aðrir launamenn,” sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasam- bands íslands, í samtali við Dag- blaðið í morgun. Stjórn Sjómannasambandsins Verkalýðsféiögin sem aðild eiga að samningum starfsmanna í ríkis- verksmiðjunum, Sementsverksmiðj- unni og Áburðarverksmiðjunni, auk Kisiliðjunnar við Mývatn, ákváðu seint i gærkvöldi að fresta boðuðu verkfalli sem átii að hefjast á mið- beinir því til aðildarfélaga sinna að þau boði verkfall á togurum, innan við 500 brúttórúmlestir, frá og með 9. febrúar. Ennfremur að boðað verði verkfall á bátaflotanum frá og með 16. febrúar. Athygli vekur að aðgerðir eru boðaðar með svo löngum fyrirvara, en að sögn Óskars Vigfússonar eru á- stæður þess helzt þessar: „Umþóttunartími útgerðarmanna er þannig langur svo þeir fái góðan tíma til að hugsa sinn gang. Aust- firðingar óskuðu líka eftir að fyrir- nætti síðastliðnu. Fundur stóð um samningamálin í gær og lauk ekki fyrr en á fjórða tímanum i nótt. Næsti fundur er boðaður síðdegis á ntánudaginn. Samningamenn beggja megin borðs rnunu unt helgina kanna stöðuna og varinn yrði svo ríflegur og sömuleiðis komu þessar dagsetningar sér betur fyrir félaga okkar í Farmanna- og fiskimannasambandinu sem standa að aðgerðunum með okkur.” Óskar tók fram að verkfall þyrfti ekki endilega að koma til fram- kvæmda strax 9. og 16. febrúar, þar sem útgerðarmenn „reyna að komast hjá verkfalli með því að útbúa skip til veiða rétt áður en það skellur á.” Fræðilegur möguleiki er á að skip stöðvist fyrst vegna verkfalls 27 dögum eftir að það er boðað. Er þá gert ráð fyrir að það fari til veiða rétt ráðfæra sig við umbjóðendur sina. Verkfalli i verksmiðjunum er frestað urn óákveðinn tíma, en verði það boðað á ný þarf það að gerast með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara. Tólf félðg innan Alþýðu- sainbandsins eiga aðild að rikisverk- áður en verkfall skellur á og fari í söluferð til útlanda. Aðsöluferð lok- inni þarf skipið að koma til hafnar á fslandi og stöðvast þá fyrst. En Sjó- mannasambandið hyggst reyna að koma i veg fyrir að söluferðir á verk- fallstímum verði útgerðarmönnum til fjár. Að sögn forseta þess verður nú í fyrsta sinn leitað til Alþjóða flutn- ingaverkamannasambandsins, sem Sjómannasambandið á aðild að, og það beðið að beita sér fyrir verkbanni hafnarverkamanna á íslenzk fiskiskip á meðan verkfall varir. smiðjusamnihgunum og eitt félag utan ASÍ, Vélstjórafélag íslands. Tekizt hafa samningar við ASÍ- félögin i aðalatriðum, en ósamið er við vélstjórana, um röðun i launa- flokka. -ARH. frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 23. JANUAR 1981. Hllmar Helgason: íslendingar fremstir á sviði aðstoðar við áfengissjúklinga. Bandarískur öldungadeildarþing- maður óskar eftir íslenzkri aðstoð til handa drykkju- sjúklingum ÍUSA: Villaö Hilmar stofni SÁÁ- deildir vestra „Jú, þetta er rétt, ég er á förum til Bandaríkjanna að beiðni öldunga- deildarþingmannsins Harold Hughes, sem sýnt hefur málum SÁÁ mikinn áhuga,” sagði Hilmar Helgason, for- maður SÁÁ, en hann fer til USA á morgun til viðræðna um hugsanlegt starf sem bíður hans þar. Farið hefur verið á leit við Hilmar að hann komi til USA og stofni svipuð félög og SÁÁ á íslandi. „Ég mun aðeins ræða málin í þessari ferð. Verk- efnið er heillandi og há laun í boði og mér finnst það skylda min að athuga þetta nánar. En ég er kvíðinn, maður er hræddur við allt sem maður þekkir ekki. Þetta yrði vissulega til þess að ég myndi flytja út,” sagði Hilmar. — Hefur þetta mál verið lengi til umræðu? ,,Síðan í fyrrasumar. Ég var þá staddur í Bandaríkjunum með fjöl- skyldu minni og fyrir algjöra tilviljun hitti ég þennan mann. Hann er sjálfur alkóhólisti og hefur barizt mikið gegn áfengisvandamálum í USA, m.a. flutt mörg frumvörp á þingi. Áfengisvanda- málið barst í tal hjá okkur og ég sagði honum frá starfseminni hér.Það varðtil þess að hann hefur fylgzt mikið með henni síðan og oft rætt við mig. Við erum á einhvern hátt andlega skyldlr. Harold var á því að þar sem leiðir okkar lágu saman á óskiljanlegan hátt væri fyrirfram ákveðið að við hittumst, og sú kynning ætti að koma í ljós á ein- hvern hátt þó síðar væri. Ég mundi segja að íslendingar væru með foryst- una í baráttunni við áfengisvandamál- in, t.d. er engin stofnun i USA rekin eins og SÁÁ. Þeir eru að vísu með fræðslu og upplýsingar í sambandi við alkóhólista, en enga meðferð í fram- haldi af því rekna af einkaaðilum. Mér finnst skylda min að fara núna út og athuga málið, en ég veit ekki hvort það verður úr að ég taki þetta að mér,” sagði Hilmar Helgason. -ELA Fjöldauppsagnir í kókverksmiðjunni: Fundum með starfsfólki og ræðum við forstjóra - segir fomtaður Iðju. Mikill samdráttur í sölu gosdrykkja vegna 30% vðrugjalds „Við munum fylgjast með þessu máli og ræða við trúnaðarmenn á vinnustöðum, jafnvel halda fundi með starfsfólki og einnig ræða við forstjóra þessara fyrirtækja um hvað þeir hyggjast fyrir í þessum efnum,” sagði Bjarni Jakobsson formaður Iðju, félags verksmiðjufólks í morg- un. Vífilfell, framleiðandi Coca-Cola á íslandi, tilkynnti í gær uppsagnir 60 starfsmanna og taka uppsagnirnar gildi frá og með 1. febrúar. Aðrar gosdrykkjaverksmiðjur, Sanitas/- Sana og ölgerðin Egill Skallagríms- son hf. hyggja á uppsagnir ef sam- dráttur i sölu öls og gosdrykkja heldur áfram. Hjá Vífilfelli vinna 165 manns, en þeir sem fengu uppsagnarbréf í gær vinna allir í gosdrykkjaverksmiðju. Hjá Ölgerðinni vinna um 130 manns og hjá Sanitas/Sana 75—80 manns. Forstjórar fyrirtækjanna segja að samdráttur í gosdrykkjasölu frá ára- mótum nemi 27% og sé hann aöal- lega til kominn vegna 30% vöru- gjalds, sem ríkisstjórnin setti á gos- drykki um áramót. í hlut ríkisins fara nú 53% af hverri kókflösku. „Ég ræddi við trúnaðarmenn á þessum vinnustöðum i gær,” sagði Bjarni Jakobsson. „Þeir höfðu þá ekki fengið upplýsingar um uppsagn- irnar, en höfðu hugmynd um að þetta væri í bígerð. Þeir báru mikinn ugg i brjósti vegna mikils samdráttar og mér skildist að í bígerð væri beiðni frá starfsfólki til ríkisstjórnar um niðurfeilingu vörugjaldsins. Ég spurði trúnaðarmennina hvort hugsanlegt væri að forráðamenn fyrirtækjanna væru að beita starfs- fólki fyrir vagninn og þrýsta þannig á ríkisvaldið um aðgerðir, en þeir töldu það af og frá. Samdrátturinn í sölu væri verulegur.” - JH - ARH Þi’lla cr önggtena ekkifyrsta skiptid. scm þcssi sjómaður prilur úr hút sínum upp i hrygfu'una þarsem ijósmyndari DB varstaddur. Rikisverksmiðjurnar: Verkfallsf restun á síðustu stundu DB-mynd: Siy. Þorri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.