Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981. Kjallarinn Friðrik Sophusson að halda genginu föstu. Hann sagði, að tími væri kominn til að stjórnin endurgreiddi þannig skattana, sem hún hefur tekið af atvinnurekstrin- um. Hér er á ferðinni alvarlegur mis- skilningur, því að ríkisstjórnin ætlar að taka lán til að standa undir milli- færslunni. Hún ætlar ekki að skera niður ríkisútgjöldin. Lán þarf að borga til baka síðar. Og endurgreiðsl- urnar verða sóttar í formi nýrra skatta á atvinnuvegi og einstaklinga. Það þarf meira að segja að endur- greiða nýja lánið hans Ragnars, sem hann tók í London um daginn. Það gera skattgreiðendur árið 2016. Þá verður núverandi fjármálaráðherra 78 ára og forsætisráðherrann 106 ára. Og guð einn veit, hvað þeir þurfa að bera mikinn þunga af þeirri skatt- byrði. Hver er árangurinn? Almenningur er þakklátur ríkis- stjórninni fyrir að vakna af 11 mánaða þyrnirósarsvefni. En stjórn- in hefur varla efni á að gleðjast mikið yfir árangrinum í baráttunni við verðbólguna, þegar það er rifjað upp, að í upphafi ferils síns lofaði ríkisstjórnin að koma verðbólgunni í árslok niður í — ekki 50% — heldur 19%. Ríkisstjórnin hefur sem sagt ákveðið að hætta að moka kolum á verðbólgubálið um sinn. Síðari hluta ársins hyggst hún hins vegar hefja sönginn á ný: „Kveikjumn eld, kveikjum eld, kátt hann brennur!” Svo koma ný áramót. Hver veit nema þá verði aftur „skipt á sléttu”? Friðrik Sophusson alþingismaður. Kjallarinn Þorvaldur Örn Árnason verksmiðjan eru dæmi um þess konar stóriðju og einnig fyrirhuguð salt- verksmiðja og járnbræðsla, ef þær verksmiðjur verða hafðar af hóflegri stærð. Það er varasamt að selja fáeinum embættismönnum og pólitíkusum sjálfdæmi til mótunar stóriðjustefnu. Margir þeirra eru undir áhrifum og þrýstingi voldugra erlendra auð- hringa og sumir standa i leynilegu samningamakki við þá. Saga Sturlungaaldarinnar kennir okkur að treysta ekki stórlöxum einum fyrir fjöreggi þjóðarinnar, þ.e. efnahags- legu og stjórnarfarslegu sjálfstæði. ÞorvaldurÖrn Árnason kennari ísafirði. Fjórtán f jölskyldna stjómin í El Salvador: ORYGGISSVEITIR STJORNAR- INNAR BERA ÁBYRGD Á 80 PRÓSENT ALLRA MORDANNA —segja kirkjunnar menn í El Salvador. Mannrettindabrot hvergi eins mikil ogíEISalvador Litla Mið-Ameríkuríkið E1 Salvador hefur verið mjög í fréttum undanfarna mánuði og ekki að á- stæðulausu. Þar hefur borgara- styrjöld sett mjög mark sitt á líf íbúánna og um áramótin var E1 Salvador efst á blaði yfir þau lönd þar sem flest mannréttindabrot voru framin á síðastliðnu ári. Tölum um mannfall þar i landi af völdum borg- arastyrjaldarinnar bar ekki saman, en ljóst virðist að fjöldi fallinna er einhvers staðar á bilinu tíu til tuttugu þúsund og það sem af er þessu ári gefur ekki til kynna að neitt lát ætli að verða þar á. íbúar E1 Salvador eru 5,5 milljónir og herforingjastjórnir hafa farið þar með völdin í nærri fimmtíu ár. Þrír fjórðu hlutar landsins eru í eigu fámennisstjórnar, sem kölluð hefur verið „fjölskyldurnar fjórtán”, sem ekki aðeins stjórna fjármálum þjóðarinnar, heldur einnig hernum. Samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna frá 1976 þjáðust 75 prósent barna undir Fimm ára aldri af van- næringu, 63 prósent íbúanna höfðu ekki aðgang að hreinu vatni, at- vinnuleysi var um 50 prósent og 90 prósent íbúanna höfðu minna en svarar 600 íslenzkum nýkrónum á ári. í október 1979 var herforingja- stjórn Carlos Humberto Romeros leyst af hólmi af herforingjastjórn sem einn herforingjanna, Adolfo Majano, lýsti sem nútíma vinstri- Á siðastliðnu ári voru framin á milli tiu og tuttugu þúsund morð í F.l Salvador. Kirkjunnar menn þar i landi segja að öryggissveitir stjórnarinnar beri ábyrgð á 80 prósent þessara morða. hreyfingu. Hún hafði safnað saman mönnum með ólíkar pólitiskar skoðanir. Ríkisstjórnin var viðurkennd af Bandaríkjunum, sem buðust til að aðstoða við endurbót á landbúnaðarkerfi landsins. Stjórnin átti ákaflega erfitt uppdráttar og gafst að lokum upp fyrir ofbeldisverkunum í landinu. Ný herforingjastjórn tók við völdum, samansett af hægriöflum innan Kristilega demókrataflokksins og fulltrúum hersins. Forseti varð Jose Napoleon Bonaparte, úr flokki kristilegra demókrata, með Jaime Abdul Guttierez hershöfðingia sem varaforseta. Sem mótvægi við sífellt auk- inni hægrisveiflu í stjórn landsins hafa óháðir kommúnistar, sósíaldemókratar og hægfara kristilegir demókratar myndað bandalag, FDR. Þetta bandalag hefur pólitíska forystu fyrir skæruliðahreyfingunni FMNL, sem er samtök fjögurra vinstri sinnaðra skæruliðaflokka. Opinberlega for- dæmir ríkisstjórnin öll pólitísk morð í landinu og skrifar þau á reikning hægri og vinsri sinnaðra öfgahreyfinga í landinu, sem herinn hafi ekki stjórn á. En mannréttindahreyfingar í landinu halda því fram að öryggis- sveitir stjórnarinnar beri ábyrgð á flestum morðunum. Upplýsingar frá kirkjunnar mönnum i landinu benda til að 80 prósent af öllum morðunum séu framin af öryggissveitum landsins. Bandaríkin, sem vildu koma í veg fyrir að E1 Salvador fylgdi í fótspor Nicaragua inn á braut byltingar, studdu ríkisstjórnina með 90 milljónum dollara á síðastliðnu ári. Er fjórar bandarískar nunnur voru drepnar í desember síðastliðnum voru hergagnasendingar að andvirði 5,4 millj. dollara stöðvar. Það liðu þó ekki nema fjórar vikur þar til að Carter ákvað að láta stjórnina í E1 Salvador þann stuðning einnig i té. í Banda- ríkjunum hafa þessar sendingar verið réttlættar með því að skæruliðar i E1 Salvador fái vopn frá Sovétríkjunum og Kúbu og einnig frá róttækutji hreyfingum í Mexíkó, Costa Rica og Nicaragua. Stjórn E1 Salvador segist nýverið hafa hrakið á flótta hundrað skæruliða er komu með bátum frá nágrannalandinu Nicaragua. Þar í landi hefur því hins vegar verið neitað. (Dagbladet) Ibúum fækkar í Tókíó Það eru fleiri en Reykvíkingar sem kvarta undan hárrí leigu og húsnæðiseklu Nýlega birtu japönsk stjórnvöld tölur um fólksfjöldann í Japan 1. október sl. Taldist þeim til að Japanir væru hvorki fleiri né færri en 117.057.484 sem er aðeins 4,6% aukning sl. 5 ár. Eins og í fyrri tíiln- ingum kom í ljós að enn streymir fólkið frá dreifbýlinu til borgarkjarn- anna en þó með einni undantekn- ingu. í fyrsta skipti síðan eftir siðari heimsstyrjöldina sýndu tölur frá Tókíó fólksfækkun sem nam um 0,5%. Nú búa á Tókiósvæðinu um 10% þjóðarinnar eða 11.615.069 manns. Meginástæðan fyrir þessari fólks- fækkun í Tókíó er húsnæðisleysi. Gífurlega erfitt er að fá húsnæði leigt og verð á fasteignum er svo hátt að hinn almenni borgari á litla mögu- leika að eignast sitt eigið húsnæði. Byggð er orðin svo þétt í Tókíó að eina leiðin til að minnka húsnæðis- skortinn er að byggja upp en sakir hárra öryggisstaðla gagnvart jarð- skjálftum er byggingarkostnaður há- Baldur Hjaltason skrifar frá Japan hýsa hár og einnig margir sem vilja ekki búa í háhýsum af fyrrgreindri ástæðu. Þess ber að gæta að ekki er nema rúmur áratugur síðan leyft var að byggja skýjakljúfa í Tókíó vegna jarðskjálftahættu. Nýársdagur í Meiji-Jingu 1 Tókió sér farsæls nýs árs. en 2 milljónir manna komu þangað til að óska Enn eru fáir skýjakjúfar i Tókió, en fer fjölgandi. Þessir eru i Shinjuku. (DB-myndir BH). „Tatami" ístað fermetra Þeir sem eru svo heppnir að fá íbúð eða herbergi með eldunaraðstöðu á leigu þurfa yfirleitt að borga háa leigu. Hér miðar fólk ekki við fer- metrafjölda heldur „tatami”, sem eru strámottur sem eru notaðar á gólfum á japönskum heimilum í stað teppis eða dúks á Vesturlöndum. Ein- staklingar gera sig yfirleitt ánægða með 6—8 tatami herbergi (um 10—14 m!) með eldunaraðstöðu og margir byrja raunar sinn búskap í svona litlu húsnæði. Fyrir þetta húsnæði verður að borga um 1100 nýkrónur á mán- uði í leigu. En þar með er sagan ekki öil. Hér borgar fólk svokallaða trygg- ingu sem nemur 2—3 mánaða leigu sem í flestum tilvikum endurgreiðist að leigutíma loknum. Þar að auki verður leigutaki að borga það sem ég kalla mútugreiðslur, þ.e. 2—3 mánaða leigu sem endurgreiðist ekki. Fyrirframgreiðsla er aftur á móti litil, aðeins 1—2 mánuðir, stundum engin. Þegar þetta er tekið saman verður leigutaki að punga út með 7—8 þús- und nýkrónur áður en hann flytur í sitt 10—15 fermetra herbergi. Auð- vitað eru til undantekningar og þetta er háð því hve langt frá kjarna borg- arinnar þú vilt búa. í úthverfum Tókíóborgar má allt að því helminga þessa upphæð en þá verður þú að sætta þig við að sitja kannski um 2— 3 tíma á dag í lest til og frá vinnu. Japan sjötta fjöl- mennasta þjóð heims Ef litið er á dagblöðin má lesa langa dálka af auglýsingum þar sem boðnar eru til leigu íbúðir innréttaðar á vestrænan máta. Leiguverð þessara íbúða (3—6 herbergi yfirleitt) er um 10.000 nýkrónur á mánúði. Aftur á móti er leiguverð íbúða sem eru inn- réttaðar á japanskan máta mun lægra og ofangreindar ibúðir eru lúxus- ibúðir margar hverjar. Af þessu má sjá að engin furða er þótt fólki uggi við að flytja til Tókíó. Svo litið sé aftur á fólksfjöldann í Japan kemur i ljós að Japan er komið í sjötta sæti yfir fjölmennustu þjóðir heims. Féll Japan niður um eitt sæti frá fyrri talningu og er nú á eftir Kína, Indlandi, Rússlandi, Banda- ríkjunum, Indónesíu og Brasilíu. Aftur á móti er fólksfjöldi á ferkíló- metra 314 sem gerir Japan að fimmta þéttbýlasta landi heims. Sakir jtess hve hægt hefur á fólksfjölgun í Japan kemur upp annað alvarlegt vanda- mál. Innan fárra ára verður stór hluti japönsku þjóðarinnar kominn á eftir- launaaldur meðan sá hópur sem borgar skattana sem standa undir eftirlaunakerfinu fer minnkandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.