Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1981. DB a ne ytendamarkaði Spörum orkuna: Slökkvum I jósin í auðum herbergjum Ráðtil raforkusparnaðar 1. Venjum okkur á að slökkva Ijósin þegar við yfirgefum vistarverur. Þetta á bæði við um glóperur og flúrljós. 2. Lýsingin þarf að vera rétt. Hún má hvorki vera of lítil né valda of- birtu. Bezt er að hún beinist sem mest að því sem horft er á en ekki framan í áhorfandann. Auk þess þarf að vera hæfileg birta i her- berginu. Ljósir fletir endurkasta birtunni miklu betur en dökkir. Veljum því fremur ljósa liti en dökka, þá þarf minni lýsingu. í lampa sem eingöngu eru til skrauts er bezt að nota perur sem taka litinn straum, t.d. 15 vatta. 3. Flúrpípur gefa um 6 sinnum meira ljós en glóperur miðað við sömu raforkunotkun. *► Þegar lesið er við Ijós á það að skina á bókina en ekki framan í þann sem les. DB-mynd Sigurður Þorri. frá 40 vatta spegilperu er svipuð og frá 75 vatta venjulegri glóperu 4. Spegilperur safna ljósinu saman og beina því í ákveöna átt. Birta en nær til minna svæðis. Notum spegilperur þar sem við á, t.d. geta þær hentað í leslampa og önnur vinnuljós. 5. Ryk, fita og önnur óhreinindi á perum og skermum getur minnkað Ijósið um allt að 30%. Hreinsum því lampa og perur reglulega. 6. Það þarf um 30% minni orku við að laga kaffi í kaffivél en þegar „hellt er upp á könnuna”. Auk þess er ekki hitað meira vatn en notað er. 7. Notum hitakönnu til að halda kaffinu heitu en ekki hitaplötuna á kaffivélinni. 8. Sjóðum kartöflur, grænmeti og egg i eins litl.u vatni og mögulegt er. Á hitaveitusvæðum er hag- kvæmt að nota heitt kranavatn við suðu matvæla. 9. Þegar matreitt er í hraðsuðupotti styttist tíminn sem matreiðslan tekur allt niður í þriðjung. Með þessu móti minnkar raforku- notkunin um allt að 40%. Raf- orkusparnaður næst þó fyrst þegar suðutíminn er yfir 30 mínútur í venjulegum potti. 10. Við suðu á vatni er notuð um helmingi minni orka ef notaður er hraðsuðuketill í stað potts. Auk þess er suðutíminn mun styttri. Verðlaun íhöfuðvígi bókhaldsins: „Ætla aö halda bókhaldinu áfram” V — segir ung húsmóðir á Bolungarvík ,,Ég vil byrja á því að þakka Dag- blaðinu kærlega fyrir og sömuleiðis verzlun Einars Guðfinnssonar,” sagði Herdís Ormarsdóttir á Bolungarvík sem fékk október- vinninginn í neytendabókhaldi Dag- blaðsins. Herdís fékk til umráða 160 þúsund gamlar krónur eða 1600 nýkrónur og átti fyrir þá upphæð að velja sér eitthvað. Hún valdi kaffivél og mínútugrill úr verzlun Einars Guðfinnssonar og vantaði þá 12 þúsund gamalla króna upp á að upp- hæðin nægði. Það gaf hins vegar verzlunin henni fyrir gott starf á liðnu ári. Herdís vinnur einmitt i matardeildinni. Herdís og maður hennar, Jósteinn Ólafsson rafiðnaöarnemi, fluttu til Bolungarvíkur fyrir ári frá Akranesi. Finnst þeim Bolungarvík mun meira aðlaðandi staður og hafa ekki hugsað sér að fara þaðan í bráð. Á Bolungar- vík er einmitt eitt helzta vígi Neyt- endasíðunnar hvað bókhald varðar. Herdis brá sér úr afgreiðslusloppnum I matardeildinni og skellti sér inn fyrir borðið i búsáhaldadeildinni og eru verðlaun hennar á borðinu. DB-mynd Kristján Friðþjófsson. JOLAMANUÐURINN DÝRARIEN HINIR A. H. skrifar: Loksins sendi ég upplýsingaseðil- inn fyrir desember. Ég biðst afsökunar á trassaskapnum. Jóla- mánuðurinn er greinilega dýrari en hinir mánuðurnir, þó reynt væri að spara eins og kostur var. Liðurinn annað er svimandi hár vegna þess að viðkeyptumokkur bíl og kostnaður- inn við það var 2,4 milljónir gamalla króna. Svo óska ég ykkur alls góðs á nýjaárinu. Þó staðurinn sé ekki stór berast þaðan mun fieiri seðlar en til dæmis frá Akureyri sem er mun stærri staður. Eftir þessu að dæma hugsar fólk á Bolungarvík meira um verðlag og heimilishald en gerist og gengur. ,,Ég ætla að halda bókhaldinu áfram” sagði Herdís. „Með því fylgist maður mun betur með verð- laginu.” Raddsr neytenda Hjá eiganda Bolungarvíkur Herdís vinnur eins og áður sagði í verzlun Einars Guðfinnssonar. Gárunginn hérna fyrir sunnan segir að Einar eigi Bolungarvík en þar rekur hann með sonum sinum auk verzlunarinnar frystihús, loðnuverk- smiðju, saltfiskverkun og útgerð. Verzlun hans er stór og glæsileg enda kcmur fólk þangað iðulega frá ísa- firði til þess að verzla. Einar verzlar með mat, vefnaðarvöru, búsáhöld og sportvöru. Auk þess er bakað hjá honum brauð og selt. Verzlunarstjóri er Kristján Jónatansson. -DS/KF, Bolungarvík. Upplýsingaseðill til samanburöar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseöil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks__ Kostnaður í desembermánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m i iii i v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.