Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 6
wipac ARMULA 7 - SIMI 84450 *• Q* CABtO rx-M FX-310 BÝDURUPP Á: • Algebra og 50 visindalegir möguleikar. • Slekkur á sjálfri sér og minn- ið þurrkast ekki út. • Tvær rafhlöður sem endast i 1000 tíma orkunotkun. • Almenn brot og brotabrot. • Aðeins 7 mm þykkt i veski. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. Verð: 487,- B-811 BÝÐUR UPP Á: • Klukkutima, mín., sek. • Mánaðardag, vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu um mánaðamót. • Rafhlöðu sem endist í ca 5 ár. • Er högghelt og vatnshelt. • Ljóshnappur til aflestrar i myrkri. • Ryðfritt stál. • 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón- usta. Verð: 544,50 CASIO-EINKAUMBOÐIÐ BANKASTRÆTI8, SÍMI27510. GÚMMlKLÆDD - VATNSHELD VINNUVÉLAUÓS aástoðar Jóhanns llelcasonar, Björgvins llalldórssonar, Raenhildar Gísladóttur oe lleleu Möller. -DB-nivndir: Kinar Ólason. mafsmk xssmím ægmm* mmvmm NiiiB IIEiilOB Til notkunar í báta og vinnuvélar. Varagler fyr- irliggjandi. FARSTÖÐVA EIGENDUR! • Aukið notagildi ttalstöðvarinnar CB/FR Á bílinn - í bátinn - á húsið Jafnmikið eða meira langdrægi með styttri stöng Heildsala — smásala Raáíó og sjónvarpsstofan Selfossi - Sími 99-1492 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. VANTA" FRAMRUÐU? Ath. hvort viðgetum aðstoðað. ísetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN SgSog2™ Hressilegt rokklag verðlaunað í söngvakeppni sjónvarpsins: „Þetta kemur auðvitað skemmtilega á óvart” — segir höf undur sigurlagsins, Guðmundur Ingólf sson, 27 ára sálf ræðinemi við Háskóla íslands Höfundar sigurlaganna þriggja i Söngvakeppni sjónvarpsins: Guðmundur Ingólfsson, Ingvi Steinn Sigtryggsson og Vignir Bergmann. Þeir Ingvi Steinn og Vignir eru gamalreyndir tónlistarmenn frá Keflavik — léku t.d. báðir með hljómsveitinni Júdas. Guömundur hefur hins vegar ekki fengi/.t við hljóðfæraleik — en sigraði með glans í söngvakeppninni. „Þetta kom manni auðvitað mjög skemmtilega óvart,” sagði Guðmundur Ingólfsson höfundur lags og texta Af litlum neista sem sigraði með miklum yfirburðum i Söngva- keppni sjónvarpsins, en úrslit hennar voru í beinni útsendingu sl. laugardags- kvöld. Guðmundur sagðist vera alveg ánægður með þá meðferð sem lagið hlaut hjá hljómsveitinni og söngvaranum Pálma Gunnarssyni, Guðmundur er 27 ára og leggur stund á nám i sálfræði við Háskóla íslands. Hann er uppalinn á Hvamms- tanga, en hefur verið búsettur í Rvik sl. lOár. Lagið samdi Guðmundur á kassagít- ar og spilaði það inná kassettu ásamt Magnúsi Haraldssyni, sem samdi textann með honum. Aðstoðarmaður þeirra félaga við upptökuna var Eyjólfur Guðmundsson. Það að Af listlum neista skyldi sigra kom víst fáum jafn mikið á óvart og Guðmundi sjálfum. Guðmundur sagðist að visu hafa samið nokkur fleiri lög, en ekkert al þeim hefur heyrst opinberlega eða hvað þá kveikt jafn rækilega í fólki eins og Af litlum neista gerði sl. laugardagskvöld. í öðru sæti keppninnar var lag Kefl- víkingsins Ingva Steins Sigtryggssonar Ástarfundur og i þriðja sæti var lag annars Keflvíkings, Vignis Bergmanns, Á áfangastað. Pálmi Gunnarsson söng 011 þrjú sigurlögin og kemur hann óneitanlega út sem annar sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins 1981. -GSE. BARA VE TALIN AF — tveir bræður f rá Vestmannaeyjum voru um borð Leit að Báru VE—141 hefur nú verið hætt. Tveir bræður voru um borð og eru þeir taldir af. Þeir hétu Bjarni Guðmundsson, fæddur 10. ágúst 1938, ókvæntur og Jóel Guðmundsson, fæddur 1. júlí 1936, kvæntur og fjögurra barna faðir. Þeir voru báðir Vestmannaeyingar en búsettir í Garðinum. Báturinn var gerður út frá Sandgerði. Hann var 12 tonna eikarbátur, smíðaður í Vest- mannaeyjum árið 1970. Síðast spurðist til bátsins um kl. 16 sl. miðvikudag. Var hann þá staddur um 32 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Þá voru 7—8 vindstig á því svæði. Leit hófst þá þegar um kvöldið og daginn eftir leituðu um 30 bátar auk flugvélar. Að sögn Hannesar Hafstein hjá Slysavarnafélaginu var leitarsvæðið fínkembt þann daginn. -KMU.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.