Dagblaðið - 09.03.1981, Síða 13

Dagblaðið - 09.03.1981, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. ýmsum stöðum á Suðurlandi. Árangur þessara tilrauna bendir eindregið til þess að til séu þær sveitir hér á Iandi þar sem rækta má bygg með góðum árangri í flestum árum. Búnaðarþing samþykkti ályktun þar sem stjórn Búnaðarfélags ísands er hvött til þess að beita áhrifum sínum fyrir aukinni kornrækt meðal bænda, þar sem veðurfar og lands- hættir leyfa. Búnaðarfélag íslands hefur sér- stakan hlunnindaráðunaut er það Árni G. Pétursson fyrrverandi sauðfjárræktarráðunautur. Hann hefur lengi barist fyrir aukinni nýtingu hlunninda og vill að þeim sé meiri sómi sýndur. Ályktun var af- greidd frá Búnaðarþingi um skipulagða vinnslu rekaviðar. Búnaðarfélög og ræktunarsambönd á þeim svæðum er rekavið er að finna eru hvött til að koma sér upp tækjum til vinnslu rekaviðar og koma á skipulagi í sölu og dreifingu þessarar vöru sem er fyrst og fremst girðingastaurar. Bent er á að auka megi verðmæti rekaviðar til mikilla muna frá því sem nú er. Þá var samþykkt áskorun til Stofnlánadeild- ar iandbúnaðarins að lána til mannvirkjagerðar vegna æðarvarps. Það þykir sanngjöm krafa þar sem innheimt er gjald til Stofnlánadeildar afæðardúni. Skógrækt hjá bændum Það má segja að sjaldan hefur verið mikill áhugi á Búnaðarþingi fyrir að efla skógrækt í landinu þó hefur ekki gætt neinnar andstöðu gegn skóg- ræktinni. Á síðasta Búnaðarþingi kom fram almennur vilji búnaðar- þingsfulltrúa að efla ræktun nytja- skógar hjá bændum. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða: „Búnaðarþing telur að hefjast beri handa um ræktun nytjaskóga á völdum stöðum, sem víðast um landiö og beinir því til búnaðar- sambanda í þeim héruðum, sem álitlegust eru til skógræktar, að koma á samstarfi bænda um skógarbúskap eftir ákveðinni áætlun, sem gerð yrði fyrir viðkomandi héruð, (hliðstætt Fljótsdalsáætlun). Þingið álítur, að verulegur stuðningur verði að koma til þess- arar starfsemi af hálfu ríkisins og skorar á Skógrækt ríkisins og Framkvæmdastofnun rikisins að styðja þessa starfsemi myndar- lega og efla á þennan hátt at- vinnulíf sveitanna. Skorar þingið á sveitarfélög og samtök þeirra s að styðja þetta starf, sem auka mundi verulega atvinnu- og fram- tíðarmöguleika i sveitum.” Kjallarinn AgnarGuðnason Fæðingarorlof bændakvenna Eftirfarandi ályktun var samþykkt um fæðingarorlof: „Búnaðarþing telur, að fram- tíðarmarkmið um fæðingarorlof sé það, að allar konur hafi jafnan rétt til fæðingarorlofs og búseta eða störf skipti þar ekki máli. Þingið beinir því til Stéttar- sambands bænda, að það gæti í þessu máli hagsmuna bænda- kvenna, svo sem unnt er. Meðan framkvæmd nú- gildandi laga um fæðingarorlof er í mótun, telur Búnaðarþing að lágmarks meðaltalsréttindi bændakvenna til fæðingarorlofs séu tveir mánuðir og fullt orlof eða þrír mánuðir, til þeirra kvenna er sannað geta vinnuframlag við búrekstur, sem nægir til fullrar orlofsgreiðslu.” Fóðuriðnaður, f isk- eldi og fiskrækt Búnaðarþingsfulltrúar voru sam- málaum að efia beri innlendan fóður- iðnað og í lok Búnaðarþings var kosin þriggja manna nefnd til að endurskoða lögin um grænfóður- verksmiðjur. Þar var ekki dregið úr þýðingu þess að bændur vönduðu vel til heyverkunar og nýttu sem bezt •heimaaflað fóður og söruðú sem mest aðkeypt fóður. Búnaðarþing vill láta Veiðimála- stofnunina kanna möguleika á nýtingu afrennsisvatns frá garðyrkjustöðvum til þess að nota til fiskeldis. Þá var sérstaklega ent á þann möguleika að hefja hér eldi á álum við og í tengslum við ylræktina. Þá beindi Búnaðarþing því einnig til Veiðimálastofnunarinnar, að hún láti gera úttekt, sem allra fyst á möguleikum til aukinnar fiskiræktar sem hugsanlega gæti orðið arðbær á næstu árum, og þáum leið orðið öflug aðstoð fyrir styrkari búsetu og bætta efnahagsafkomu viðkomandi veiðisvæða. Hér hefur aðeins verið drepið á örfá mál sem um var fjallað á Búnaðarþingi. Nú er það stjórnar Búnaðarfélagsins að fylgja þessum máltiin el'lir, og að sjálfsögðu er það komiðiwdir'ilja Alþingis og stjórn- valda hvaö af þessum málum kemur til framkvæmda. Búnaðarþingsfulltrúar vinna mjög vel að afgreiðslu mála, fjöldi manna er kallaður fyrir hinar ýmsu nefndir Búnaðarþings og hverl mál er þraut- kannað áður en það er afgreitt frá nefnd. Þótt kosið sé pólitiskt til Búnaðarþings er mjög sjaldgæft, að fulltrúarnir skiptist eftir flokkum í afstöðu sinni til niála. AgnarGuðnason, blaðafulltrúi. / \ Jöfnuður símgjalda milli höfuð- borgarsvæðisins og dreifbýlisins höfuðborgarsvæðisins minnkaður úr 400 í 300 skref. 1. apríl 1976: Skrefafjöldi dreif- býlisins aukinn úr 525 í 600 skref. Nú eru því innifalinn 300 skref á höfuðborgarsvæðinu og 600 skref í dreifbýlinu. 3. Lækkun langlínugjalda Eins og nefnt var í síðasta kafla voru þær tekjur, sem fækkun skrefa í ársfjórðungsleigunni á höfuðborgar- svæðinu gátu allar notaðar til þess að lækka langlínugjöldin, en auk þess hafa þau verið lækkuð með gjaldskrarbreytingum. Alls hafa langlínugjöldin verið lækkuð í 8 á- föngum á árunum frá 1971 til 1980. Samtals hafa 410 langlínuleiðir verið lækkaðar á þessumlO árum með því að auka skreflengd þeirra. í fyrstu voru 5 gjaldflokkar nr. 1 til nr. 5 fyrir langlínusímtöl með lengdirnar 24, 12, 10,8 og 6 sek. Árið 1971 var þremur nýjum gjald- flokkum A, B og C bætt við með skreflengdirnar 60, 45 og 30 sek. og voru stystu langlínuleiðirnár lækkaðar úr gjaldflokkum 1 og 2 í gjaldflokkana A, B og C. Árið 1978 voru gjaldflokkarnir B, C og nr. 1 með skreflengdirnar 45, 30 og 24 sek. lagðar niður með því að breyta þeim í gjaldflokk A, þ.e.a.s. i skreflengdina 60 sek. og árið 1979 var heitinu á gjaldflokki A breytt í gjaldflokk nr. 1. Eftir þessa breytingu voru öll gjöld milU endastöðva tilheyrandi sömu greinistöð (hnútstöð, svæðis- stöð), eins og með skreflengd 60 sek. virka daga og 120 sek. á kvöldin eftir kl. 19 og um helgar. Árið 1979 var hæsti gjaldflokkurinn nr. 5 með skreflengd 6 sek. lagður niður og skreflengdin lengd í 8 sek. (gjald- flokk nr. 4). Nú eru gjaldflokkar fyrir lang- línusímtöl fjórir nr. 1 til nr. 4 með skreflengdirnar 60, 12, 10 og 8 sek. virka daga og 120, 24, 20 og 15 sek. á kvöldin eftir kl. 19 og frá kl. 15-laug- ardaga til 8. mánudaga. 4. Væntanleg skrefmæling bæjarsímtala Skrefmæling bæjarsímtala bæði á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýlinu hefur verið ákveðin m.a. til þess að jafna enn meir símagjöld þessara svæða. Ákveðið hefur verið að beita nætur- og helgartöxtum við skrefmælingu bæjarsímtala og er liklegt að eftir kl. 19 virka daga og frá kl. 15 laugardaga til kl. 8 mánudaga verði sami taxti og nú gildir fyrir bæjarsímtöl látinn gilda, þ.e. ein talning fyrir hvert símtal ó- háðtímalengd. Akvörðun um skreflengd innanbæjar virka daga hefur enn ekki verið tekin, en ef 6 mín. skref- lengd væri tekin sem dæmi, myndi það líkast til valda því að heildar- talningar fyrir bæjar-, langlínu- og útlandastímtöl ykjust um eitthvað innan við 15%. Þessi talningaraukn- ing á’ ekki að auka heildartekjur stofnunarinnar og verður henni því skilað aftur til símnotenda sem lækkun á gjöldum. Hver sú lækkun verður er ekki ákveðið enn en til greina kemur að lækka sjálft skrefgjaldið eða einhverja langlínu- taxta eða líklegast hvort tveggja. Auk þess að leiða til meiri jafnaðar gjalda milli höfuðborgar- svæðsins og dreifbýlisins hefur skref- mælingin eftirfarandi kosti: 1. Aðeins 14—18% símnotenda geta samtímis notað sjálfvirku símstöðvarnar og við þær aðstæður er réttlátast að greiða notkunina samkvæmt notkunar- tíma. 2. Til viðbótar við talnotkun er farið að nota bæjarsímstöðvarnar til flutnings á myndum, gögnum fyrir tölvur o. fl. (t.d. telex eða supertelex og viewdata). Skref- mælingin leiðir til réttlátari gjald töku fyrir slíka notkun. 3. Skrefmæling innanbæjar bætir nýtingu símakerfisins með því að stytta og fækka simtölum virka ,daga og fjölga og lengja þau á kvöldin eftir kl. 19 og um helgar. Á þenmnan hátt dreifist álag símstöðvanna á lengri tíma og frá- vísunin vegna 14—18% há- marksins minnkar. Þetta síðasta atriði kemur sérstaklega atvinnu- og verslunarsímum til góða, en þeir þurfa aðallega að nota símakerfið milli kl. 8 og 19 virka daga. 4. Aldraðir og öryrkjar bæði á höfuðborgarsvæðinu og í dreif- býlinu þurfa oft að hringja lang- línusímtöl. Tilgangur skrefntæl- ingarinnar er m.a. að gera lang-i linusímtölin ódýrari. Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur hjá Póst- og simamálastofnuninni. nálægt þeim hverfum.sem verst hafa orðið úti heldur láta alla illa særða deyja drottni sínum aðstoðarlausa og skjóta þá sem kynnu að vera með eitthvert múður. Maður spur sjálfan sig: Er þetla martröð eða reifari eða heilaspuni geðsjúklinga? Nei, ekki aldeilis, þetta eru ráðleggingar bresku almannavarna- nefndarinnar sem sjálf ætlar svo að sitja í sprengjuheldum neðanjarðar- byrgjum og stjórna aðgerðum. Maður starir á þennan hrylling og sú spuming verður áleitin að þetta geti ekki verið raunveruleiki, það geti ekki verið til í heiminum slíkir menn að þeir undirbúi slíkar hörmungar meðbræðrum sínum til handa með köldu blóði — ,,Svo aldauði muni ekki mannúð og æra” — eins og Arnulf överlatid sagði fyrir síðustu heimsstyrjöld. „Margt átt þú bróðir enn að læra,” sagði hann enn fremur er hann lýsti undirbúningi „þriðja ríkisins”, sem var að undirbúa kross- ferð sína á hendur kommúnismanum á fjórða áratug þessarar aldar. Hver byrjar? Já, sjónvarpsáhorfendur áttu eftir að sjá meira. Frá bresku almanna- varnarnefndinni lá leiðin þangað sem Bandaríkjamenn stjórna árásarvíg- búnaði sínum. Vélrænum hreyfingum og með steingerð andlit stjórna þeir tökkum og tólum og telja aftur á bak, allt niður í núll. Staldrað er við þar sem þeir uppgötvuðu bilun í tölvu í fyrra þegar þeir höfðu næstum hafið heimsstyrjöld af slysni (en í því liggur e.t.v. mesta hættan). Þá kemur í ljós að þriðja heims- styrjöldin hefjist trúlega án þess að leitað verði samþykkis Bandaríkja- forseta. „Til þess verður tíminn of naumur,” sagði viðmælandi kvik- myndagerðarmannsins. Og áfram er haldið. Maður fær að vita að eftir nokkrar mínútur verði svo og svo margar milljónir manna dauðar i Sovétrikjunum, samkvæmt þessum útreikningum. Að vísu er öðru hvoru látið svo heita í þessari mynd að Bandaríkin muni ekki hefja þennan hildarleik heldur muni það verða Sovétríkin. Allt annað má þó lesa út úr allri atburðarás myndarinnar og eitt sinn er kvikmyndagerðar- maðurinn var að skoða hin nýju árásarvopn Bandaríkjanna, sem eiga samkv. áætlun að verða tilbúin til notkunar árið 1983, spurði hann: „Ætlið þið þá að byrja?” „Svo kynni að fara” var svarið. Þá var fróðlegt að heyra svar breska varnarmálaráðherrans i lok myndarinnar þegar kvikmynda- gerðarmaðurinn ræddi við hann. Hann dró enga dul á að allt þetta væri gert til að hefta útbreiðslu kommúnismans. Kvikmyndagerðar- maðurinn spurði hvort hann virkilega teldi kommúnismann svo slæman að betra væri að vera „dauður en rauður”. Ráðherrann hélt það nú og kom með innfjálga lýsingu á því hvernig þjóðir heims hefðu fórnað lífinu fyrir frelsið í síðari heims- styrjöld. Hinsvegar láðist ráðherran- um að geta þess hvert var kjörorð þeirra sem hófu síðari heims- styrjöldina en þá hafði Hitlers Þýska- land, sem kunnugt er, stofnað hernaðarbandalag með Ítalíu og Japan, sem þeir nefndu And- kommúníska bandalagið_ og það var nákvæmlega undir kjörorði andkommúnismans sem sú styrjöld var háð af hálfu Möndkiveldanna, þ.e. Þýskalands og Japan. Þessi mynd minnti mann því að ýmsu leyti óþyrmilega á áróóur Hitlers áður en sú styrjöld hófst. Ég er komin það til ára minna að ég man glöggt eftir þeim áróðri sem þakti síður Morgun- blaðsins á þeim árum og raunar bókasafn og lesa íslensk blöð frá fjölmiðla, að ógleymdu útvarpinu. Það væri vissulega fróðlegt fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þann málflutning að fara ofan á Lands- bókaafn og lesa íslensk blöð frá þessum tímum. Ekki skal því heldur gleymt að í síðari heimsstyrjöldinni misstu Sovétríkin 20 milljón manns og þurftu að byggja ríflega hluta borga sinna úr rústum að henni lokinni. Fröðlegt er einnig að minnast þess að árið 1949 lagði Churchill til að varpað yrði kjarn- orkusprengju á Sovétríkin, á meðan þau væru enn í sárum eftir styrjöldina og hefðu ekki komið sér upp kjarnorkusprengju sjálf, til að hefta útbreiðslu kommúnismans, eins og hann sagði. Og hvað er svo þessi kommúnismi sem ráðmönnum hinna vestrænu auðvaldsríkja er svo mikið í mun að koma fyrir kattarnef? Ég ætla ekki að fara langt út í það, ég trúi því ekki að sósíalískum ríkjum hafi tekist að skapa himnaríki á jörð fremur en öðrum dauðlegum mönnum. En nokkrar staðreyndir eru áþreifanlegar. Þeim hefur tekist að búa öllum þegnum sinum fjár- hagslegt öryggi frá vöggu til grafar, ókeypis menntun, ókeypis heilsugæslu og lífvænlegan ellilífeyri og útrýma atvinnuleysi. Þetta eru áþreifanleg dæmi um árangur þrátt fyrir að þessar þjóðir hafa staðið í styrjöldum sem t.d. Bandaríkin hafa losnað við. Þetta er sérstaklega at- hyglisvert nú þegar Bandaríkin og Bretland eru önnum kafin við að skera niður félagslega þjónustu og bætur almenningi til handa. En þetta var nú útúrdúr. Mypdin skilur eftir eina stóra spurningu. Hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir að þær hrellingar sem myndin sýndi, eigi eftir að henda okkur? Getum við máske ekkert gert, erum við algerlega ofurseld þessum örlögum? Fjölmargt fólk, þar á meðal vísindamenn, trúir þvi staðfastlega að hægt sé að koma í veg fyrir þetta en til þess þurfi sameinað átak allra þeirra sem gera sér hættuna ljósa. í heiminum fer nú fram geysilega mikill áróður fyrir friði. Friðargöngur eru farnar með þátttöku fleira fólks en áður hefur þekkst. Ef hver einasti maður sem vill ekki láta slátra sér til lofs og dýrðar hergagnaframleiðendum leggur sitt af mörkum til að varðveita friðinn I heiminum þá kynni það að takast. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að kynna sér hættuna svo hægt se að berjast gegn henni. Ég vil að lokum þakka sjónvarpinu fyrir að hafa sýnt okkur þessa mynd og vona að hún verði endurtekin. María Þorsteinsdóttir. þessa. „Á sjónvarpsskerminum gat aö líta þá mestu hrollvekju sem ég hef séö til

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.