Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 10
m DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. MARZ 1981. ( Erlent Erlent_______________Erlent _______________Erlent______ ) Hinn nýi forsætisráðherra Noregs var valinn maður mánaðarins af les- endum norska Dagblaðsins fyrir síð- asta mánuð. Það þarf engum að koma á óvart. Frami hennar á sviði stjórnmálanna hefur verið með ólík- indum skjótur. Hundruð erlendra blaðamanna slást um að fá viðtal við hana og er aðstaða hennar í því efni ekki svo ólík þeirri er forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heur búið við undanfarna mánuði enda þykir það tiðindum sæta um allan heim ef kvenmaður gegnir hvort heldur er forseta- eða forsætisráðherraemb- ætti þjóðar sinnar. Hér fer á eftir við- tal er norska Dagblaðið átti við Gro Harlem Brundtland í tilefni af því að hún var kosin maður mánaðarins af lesendum blaðsins. — Hvernig bregzt þú við þeirri miklu athygli sem það hefur vakið að forsætisráðherrann skuli vera kona? „Ég er ekki viss um að munurinn sé svo mikill þegar um er að ræða áhugann á persónum og umhverfi þeirra. Marit Nordli (eiginkona Od- vars Nordli, fyrrum forsætisráð- herra), dóttirin og barnabarnið voru einnig fréttaefni. Ég minnist þess þegar Korvald varð forsætisráðherra að heilt fjölskyldualbúm með mynd- um allt frá því að hann var í vöggu var dregið fram i dagsljósið.” — Hver vaskar upp heima hjá þér? „Maðurinn minn og börnin bera þungann af heimilisstörfunum. Og það er í sjálfu sér enginn stórvið- burður. Er ég varð umhverfismála- ráðherra talaði hann um skipulag í heimilishaldinu. Sem dæmi um það má nefna að þegar komið var niður af annarri hæð, skyldi nota ferðina og koma með eitthvað niður með sér, t.d. notaða bolla eða þvíumlikt.” „Alta-máliú hel'ur tekiú ntikinn tíma.” — HvererGro? „Staðreyndin er sú að fólk hefur áhuga á því hvernig ráðherra hagar lífi sínu. Fólk spyr: Hver er þessi manneskja og hvernig er hún? Ég kýs að líta jákvætt á þessa forvitni, þetta snertir einnig áhuga fólks á náungan- um. Er öllum afskiptum mætt með bros á vör? Ekki alltaf. Fyrstu vik- urnar hringdi síminn stanzlaust allan sólarhringinn meira að segja voru tekin viðtöl við börnin. Það var mikil áreynsla. Það er ekki hægt að komast hjá þvi að hafa leynilegt símanúmer. Annars eru margar blikur á lofti nú. Framundan er mikil vinna fyrir kosningaslaginn.” — Hvernig heldurðu út svona vinnudag? „Vinnan er krefjandi en mjög áhugavekjandi. Þess vegna verður maður ekki svo þreyttur. En eina meginreglu hef ég sett mér varðandi líkamlega hvíld: Nægur svefn. Á þessum þrem vikum sem ég hef verið ráðherra hef ég aðeins þrjár nætur ekki fengið nægan svefn. Ein af þess- um nóttum var nóttin eftir að sú ákvörðun var tekin að mér var falið að taka að mér forsætisráðherraemb- ættið. Þá var ég andvaka og var að velta hinum ýmsu vandamálum fyrir mér, hvað myndi nú gerast o.s.frv. Mér varð hugsað til allra þeirra ákvarðana sem ég yrði nú að taka og yrði að gerast strax. Ég sofnaði þá fyrst undir morgun.” — Hversu margra tíma svefns þarfnast ráðherrann? „Læknisfræðileg þekking mín kemur sér hér vel. Ég þarfnast sjö tíma svefns. Eitt sinn hef ég fengið mér síðdegisblund, það var á mánu- degi, gert í þeim tilgangi að vinna upp svefnleysi helgarinnar.” — Þú hefur fengið orð á þig fyrir að vera harður verkstjóri?” „Það veit ég ekki. En þetta er krefjandi vinnuaðstaða. Við þurfum að ganga frá þýðingarmiklum, póli- tískum stefnuskrám á fáeinum vikum, þar á meðal langtímaáætlun- um. Það eru aðeins sjö mánuðir fram að kosningum og það verður erfiður tími. Auk þess eru nýir ráðherrar í ríkisstjórninni. Alta-málið hefur einnig krafizt sérstakrar umfjöllunar á þessum fáu vikum. Við verðum því að vinna eins og við frekast getum. Frá því verður ekki komizt og við viljum vinna. Því held ég að sam- starfsmenn mínir i ríkisstjórninni séu alveg sammála.” — Hvcrnig er vinnudegi þínum háttað? „Enginn dagur er öðrum likur. Ég get þó tekið sem dæmi að um síðustu heigi var ég á fundi Verkamanna- flokksins í Norður-Þrændalögum. Þangað var mér tilkynnt um morðin á Hadeland. Á sunnudaginn klukkan tvö hélt ég ávarp á ráðstefnu lands- sambands kvenna og um kvöldið tók ég þátt i ráðstefnu ríkisstjórnarinnar um Alta-málið. Þetta var erfið helgi.” „Kg hafúi ekki gert ntér grein fvrir þvi htaú þaú vekur uiikla athvgli aú kona skuli vera forsætisráúherra.” — Finnst þér að áhuginn sem bcinist að þér sé að stórum hluta til kominn vegna þess að þú ert kona? „Þetta er bara staðreynd. Þeir hafa rétt fyrir sér sem benda á að ég er fyrsta konan á Norðurlöndum sem gegnir embætti forsætisráðherra. Sjálf hafði ég ekki gert mér grein fyrir hversu mikla athygli það mundi vekja. Þegar Reiulf (formaður norska Verkamannaflokksins) kynnti mig á fyrsta blaðamannafundinum eftir útnefninguna og sagði að ég væri ein af fimm konum í heiminum sem gegndi forsætisráðherraembætti hrökk ég í kút. Ég hafði ekki hugsað um þetta á slikan máta. En smám saman hef ég gert mér grein fyrir þessu. Blaðamenn alis staðar að úr heiminum hópast að. Fram að þessu höfum við fengið þrjú hundruð beiðnir um viðtöl erlendis frá.” — Við vitum að þú hefur ánægju af að fara á skíði. Hefurðu einhvern tima til þess núna? Fyrsta konan íforsætisráðherrastól á Norðurlöndum vekur heimsathygli: Þrjú hundruð erlendir blaðamenn hafa beðið Brundtland um viðtal „Kg kýs aú lita jákvætt á þessa forvitni.” „Ég fór á skíði helgina áður en spurningin um nýjan forsætisráð- herra kom upp. Síðan hef ég því miður ekki haft tíma til þess.” — Þú hefur kannski ekki tíma til að lesa bækur heldur? „Síðustu bókina ias ég um jólin. Það var bók Trygve Brattelis, Fangi í nótt og þoku. Ég byrjaði einnig á minningum Kissingers en sú bók ligg- ur enn hálflesin á náttborðinu. Það verður sífellt minni tími fyrir fagur- bókmenntir. Mest eru það þvi ævi- minningar, bækur um málefni líð- andi stundar og pólitísk heimspeki sem ég les. En ég er ánægð með að börnin lesa mikið af fagurbókmennt- um og hafa á þeim áhuga. Það hefur síðan áhrif á mig. Einkum hafa það verið Hamsun og Dostojevski upp á síðkastið.” — Ferðu i kvikmyndahús og leik- hús? „Aðeins við opinber tækifæri. í fyrradag fór ég raunar á Edith Piaff- sýninguna ásamt syni mínum. Það var stórkostleg upplifun bæði fyrir hann og mig. Það var sýning, sem ég get heils hugar hrósað og kem til með aðmunaeftir.” — Tónlist? „Ég kunni á sínum tíma að meta glamurtónlist og á tímabili var það „rómantísk” tónlist, eins og Doris Day. Smám saman varð ég síðan hrifnust af sígildri tónlist. í dag finnst mér það fullmikið af því góða þegar ég kem heim og heyri þrjú stereotæki á fuliu. Þá vildi ég frekar hlusta á plötu með Evert Taube eða Tsjaikovski.” — Bjórogáfengi? „Það getur hentað við viss tæki- færi en á þessu sviði verðum við að gæta hófsemi. Ég vil gjarnan leggja áherzlu á að það er ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur af aukinni áfengisneyzlu í norsku þjóðfélagi. Eitt af stærstu vandamálunum á sviði heilsugæzlu á níunda áratugnum er að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á áfengisneyzlunni. Svarið hlýtur að felast í því að tekið sé mið af þeirri heilbrigðu hefð sem dreif- býlið hefur haldið við, þ.e. útivist og reglusemi. Lifsvenjur okkar hafa grundvallarþýðingu varðandi þær aðstæður sem við ætlum að búa komandi kynslóð.” (Dagbladet).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.