Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 8
FYRIRLIGGJANDI YÐAR EIGIN BANKAHÓLF Eldtraustir peningaskápar með þjófavarnarhringingu. Vœntanlegir 3744 kr. 3618 kr. 3333 kr. RAFIÐJAN Kirkjustræti 8 Sími 19294 C PRENTARAR > PRENTSMIÐJUEIGENDUR Ryobi 2800 Japönsk hönnun Japönsk gæði Sýni næstu 3 vikurnar Ryobi 2800 offsetprentvél. Nánari uppl. í síma 54666. Prentvörur Reykjavíkurvegi 62 Sími 54666 Kúrekastígvél a dömur og herra aiiwith realIeather ru Keime Utur: Hvitt laöur vmrOkr, 564,85 'M Postsendum SKOVERZLUN ÞORÐAR PETURSSONAR Laugavegi 95 — Sími 13570 — Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Simi 14181 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. I Erlent % Erlent Flugvélarræningjar halda enn 111 farþegum ígíslingu: Ekkja Bhuttos tatin í vitorði með ræningjunum — pakistanska flugvélin er komin til Damaskus Sýrlenskir embættismenn hafa haft talstöðvasamband við flugvélaræn- ingjana þrjá sem komu í nótt til Damaskus með flugvélinni sem þeir rændu í innanlandsflugi í Pakistan. Þeir halda enn 111 farþegum í gísl- ingu og einn myrtu þeir meðan flug- vélin hafði viðdvöl í Kabúl. Vika er nú liðin frá því að ræningj- arnir rændu vélinni sem var í innan- landsflugi í Pakistan. Þeir hafa kraf- izt þess að um nitíu fangar, sem eru í haldi í fangelsum í Pakistan, verði látnir lausir. Ríkisstjórn Pakistan hefur lýst því yfir að hún muni senda samninga- nefnd til Damaskus til viðræðna við ræningjana sem hótuðu að sprengja flugvélina í loft upp í Kabúl í gær ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Til þess kom þó ekki. Ekkja Bhuttos fyrrum forsætisráð- herra Pakistan var handtekin í gær, grunuð um að vera í vitorði með ræningjunum. Stjórnvöld hafa þó ekki viljað viðurkenna að handtaka hennar standi í sambandi við flug- vélarránið en halda því fram að sonur Bhuttos, Murtaza, stjórni ræningjun- um. Dóttir Bhuttos og þrjátíu aðrir félagar í Þjóðarflokki Bhuttos hafa og verið handteknir. Ræningjarnir segjast tilheyra Al- Zulfikar hreyfingunni, sem verndi hina fátæku í Pakistan. Karl Bretaprins er að vonunt léttur i spori þessa dagana enda búinn að tryggja sér kvonfang sent brezka þjóðin hefur virzt ákallega ánægð með. Myndirnar hér að ofan ;ýna Karl taka nokkur létt dansspor fyrir Ijósmyndara. Nú hefur verið ákveðið að hjónavigsla hans og lafði Diönu Spencer fari fram 29. júli tiæstkomandi i St. Pauls kirkjunni í London en ekki í West- minster Abbey eins og tenjan hefur verið með konungleg brúðkaup. Ástæðan til þessarar breytingar ntun vera sú, að búizt er við ntun fleiri gcstum nú en við önnur konunglcg brúðkaup. HESSFÆRÁFRAM AÐ DÚSA Æðsti dómstóll Vestur-Þýzkalands hefur hafnað kröfu um að rikisstjórn Vestur-Þýzkalands verði þvinguð til að krefjast náðunar til handa hinum Rudolf Hess, INNI 86 ára gamla Rudolf Hess, fyrrum staðgengli Hitlers. Áður hafði dómstóllinn í Miinster hafnað sömu kröfu árið 1979 sem lögfræðingur Hess, Alfred Seidl fyrrum innanríkisráðherra í Bayern, setti fram. Hann hélt því fram að Hess ætti sem þýzkur ríkisborgari að njóta réttarverndar gagnvart útlandinu. Hann hélt því einnig fram, að stríðs- glæparéttarhöldin i Nurnberg hefðu ekki byggt á neinum lögum og dómurinn yfir Hess hefði því ekkert gildi. Sýknun væri því eðlileg, ekki aðeins frá mannúðarsjónarmiði heldur einnig í réttarlegu tilliti. Seidl hélt því og fram að vestur-þýzka stjórnin ætti að krefjast þess að Mannréttindadómstóllinn tæki málið upp. Hess hefur setið i Spandaufangels- inu síðan 1946, síðustu tólf árin al- einn. Gensher og Reagan ræðast við Hans-Dieter Genscher, utanríkisráð- herra V-Þýzkalands, sem kominn er til Bandaríkjanna mun hitta Ronald Regan forseta að máli í dag. Er búizt við að hann muni láta í ljós áhyggjur vegna kólnandi sambúðar Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna og hvetja til þess að viðræðum stórveldanna um afvopnunarmál verði haldið áfram. Helmut Schmidt kanslari V-Þýzka- lands hvatti Reagan í gær til að taka boði Bréznefs, forseta Sovétríkjanna, um fund leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.