Dagblaðið - 09.03.1981, Page 9

Dagblaðið - 09.03.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 9. MARZ 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent i Kkkert lát virðist ætla að verða á morðöldunni i Atlanta í Bandarikjunum. Nú fyrir heluina fannst lík enn eins blökkubarns og eru þau þá orðin tuttugu. Lögreglan stendur enn sem fyrr ráðþrota og veit ekki, hvort öll morðin eru framin af sama mann- inum. Morðin eiga það sameiginlegt, að öll fórnarlömbin hafa verið svört börn á aldr- inum sjö til fimmtán ára. Útgöngubann er i gildi í Atlanta eftir klukkan sjö á kvöldin fyrir börn undir sautján ára aldri en allt kemur fyrir ekki. Börnin hverfa jafnt um miðjan dag. MINNINGARPLATA UM JOHN LENNON Nú er hins vegar fullyrt að margar af þekktustu rokkstjörnum heimsins muni sameina krafta sína til heiðurs Lennon og gefa saman út plötu í minn- ingu Bítilsins fyrrverandi, sem myrtur var í New York 8. desember sl. Meðal þeirra, sem spila munu inn á plötuna eru nefndir Rod Stewart, Eric Clapton, Keith Richard úr Rolling Stones og Bitlarnir fyrrverandi Ringo Starr og Paul McCartney. Allur ágóði af plötunni á að renna til friðarsjóðs Yoko Onos og John Lenn- on. Þá munu þau Yoko Ono og hinn sautján ára gamli sonur Johns Lennon, Julian, nú vinna saman að því að ljúka við LP-plötu sem Lennon var að vinna að þegar hann var myrtur. Stjórn Scmidts tapar fylgi sínu Enn á ný er fullyrt í erlendum blöðum að í bígerð sé að gefa út minn- ingarplötu um hinn látna Bítil John Lennon. Nýlega var greint frá því að Bítlarnir þrír sem eftir lifa hygðust gefa út slíka plötu. Því hefur Bítillinn Paul McCartney neitað staðfastlega og sagt að Bítlarnir muni aldrei koma saman framar. John Lennon. Skoðanakannanir' sýna að fylgi sam- steypustjórnarinnar í Vestur-Þýzka- landi hefur dvinað mjög síðan hún vann kosningasigur sinn i október- mánuði síðastliðnum. Skoðanakönnun Wickert-stofnunar- innar sýnir að Jafnaðarmannaflokkur Helmuts Schmidt kanslara fengi nú aðeins 38,2 prósent atkvæða í stað 42,9 prósent í kosningunum í október. Hinn stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn (FDP), fengi nú 10,1 pró- sent i stað 10,6 í kosningunum. Samkvæmt skoðanakönnuninni ættu kristilegir demókratar nú að fá 48,5 prósent í stað 44,5 prósent í kosn- ingunum, sem var lakasti árangur þeirra siðan sambandslýðveldið var stofnað árið 1949. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar eru taldar endurspegla óánægju kjós- enda með deilur þær sem eru innan Jafnaðarmannaflokksins um varnar- mál, vopnasölu og stefnu í orkumálum. Helmut Schmidt Erlendar fréttir RAFMAGNSSTÓLUNN í NOTKUN AÐ NÝJU —fjórða aftakan í Bandaríkjunum síðan 1967 Prestar og aðrir andstæðingar ekki mann deyða. Steven Judy hefur sú fjórða sent fram fer síðan 1967. dauðarefsingar i Bandaríkjunum lýst því yfir að hann óski eftir því að Siðastur var tekinn af lífi Jesse söfnuðust í nótt fyrir framan rikis- fá að deyja. Hann var dæmdur til Bishop i október 1979. Hann lét lífið fangelsið i Indiana þar sem 24 ára dauða fyrir að hafa nauðgað og myrt í gasklefa í Nevada. gamall morðingi, Steven Judy, beið unga móður og drekkt fjórum börn- þess að láta lifið i rafmagnsstól. Af- um hennar. Á sama tíma og prestarnir mót- taka hans átti að fara fram fyrir dög- mæltu dauðarefsingunni var fundur un í morgun. Dauðarefsingu hefur ekki verið haldinn í hinum enda borgarinnar Prestarnir héldu á logandi kertum beitt oft í Bandaríkjunum á undan- Þar sem krafizt var aukinnar beit- og skiltum með áletruninni: Þú skalt förnum árum og verður aftaka Judys >ngar dauðarefsingar. ___Jil viðskiptamanna__ banka og sparisjóóa Verðtryggð spariinnlán til 6 mánaða Innstæða óhreyfð í 6 almanaksmánuði er að fullu verðtryggð í hlutfalli við breytingu lánskjaravísitölu og ber auk þess 1 % ársvexti. Verðbæturnar færast mánaðarlega á innlánin. Innstæða er sjálfkrafa laus til útborgunar einn almanaksmánuð á sex mánaða fresti, óski eigandi að ráðstafa henni. Vakin er sérstök athygli á því, að frá 1. apríl geta eigéndur bundinna innlánsreikninga flutt innstæður sínar án uppsagnar inn á 6 mánaða verðtryggð inn- lán. Beiðnir um slíka flutninga mega nú berast í marsmánuði, vegna vísitölutryggingar í apríl. Eig- andi verður sjálfur að koma í stofnunina (eða maður með skriflegt umboð hans) til þess að sjá um flutn- inginn. Reglur um 3ja mánaða vaxtaaukainnlán eru þó óbreyttar og kalla á uppsögn sem fyrr. Binditími tveggja ára verðtryggðra reikninga er stofnaðir voru frá 1. júlí 1980 hefur verið styttur í sex mánuði og falla þeir sjálfkrafa undir sex mánaða verðtryggð spariinnlán. Starfsfólk banka og sparisjóða er reiðubúið með leið- sögn, og skriflegar upplýsingar liggja frammi. 6. mars 1981 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa-'

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.