Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 1
íríálst aháð dagblað 7. ARG. — MANUDAGUR 9. MARZ 1981 — 57. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AKGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Skíðadagur fjölskyldunnar á laugardaginn: GREINILEGT AÐ SKÍÐAGANGA A VAXANDIFYLGIAÐ FAGNA — mikill fjöldi fólks kom og naut góða veðursins á Miklatúni Á annað þúsund manns komu í góðviðrinu á laugardaginn á Skíða- dag fjölskyldunnar á Miklatúni. Það er greinilegt að skíðaganga á vaxandi fylgi að fagna og mátti sjá jafnt unga sem aldna á göngu á Miklatúni á laugardaginn. Einnig voru börnin með sleða og snjóþotur og skemmtu sér vel á meðan fullorðna fólkið naut veðurblíðunnar. í gærdag var einnig mikið um að fólk notfærði sér göngubrautirnar á Miklatúni. Margir þeirra sem komu á Mikla- tún á laugardaginn létu þau orð falla að þeim hefði hreinlega ekki dottið í hug að ganga á skíðum hér innan borgarinnar. Einn kunnan skíðá- kappa hittum við þegar hann var búinn að hlaupa tiu hringi um Mikla- tún og sagðist hann svo sannarlega ætla að notfæra sér þessa braut næstu daga á meðan snjór héldist i stað þess að æða upp á fjöll. -DB-mynd: Sigurður Þorri — sjá nánar á bls. 14-19 EkkjaBhuttosí vitoröimeð fiug- vélarræningjunum — sjá erlendar fréftir bls.8-9 Ingemarréðekki við Phil Mahre í Aspen — sjáíþróttiríopnu Fiskisúpan sem aldreibregzt — sjá DB á neytenda- markaði bls.4 Endurholdgun: Bamsakaði morðingja sinn — sjá bls. 28 Kom mjögskemmti- foGTO O Áua&h segirsigurvegarinn fGjfrCf Cf Uruf I ísöngvakeppninni Alls óþckktur sönnvahöfunilur, Ciuömunúur Inf-ólfsson, 27 ára sál- frœðinemi við lláskólann, varð si/fur- veffari í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór í heinni útsendinnu á laupardaffskvöldið. Lafi Guómundar, rokklaffið Af litlum neista hlaut lann- flest atkvœði þeirra tœplega 500 dóm- nefndarmanna sem sjónvarpið hafði komið fyrir víðs veffar um landið. Myndin var tekin af Guðmundi á heim- ili hans i yær og þarna flayyar hann verðlaunapripnum oy „ávisun " upp á 5000 krónur — hálfa milljón yamalla króna. DB-mynd: Einar Ólason — sjánánarábls.6 Karpov og Kortsnoj ákveða sigídag: MOGULEIKARISLANDS HUÓTA AÐ VERA GÓDiR” —segirdr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands íslands Mér heyrðist á fulltrúa Kortsnojs að hann muni ákveða sig um hádegis- bilið. Ég er mjög spenntur en veit ekki hvernig málin standa,” sagði dr. Ingimar Jónsson forseti Skáksam- bands íslands er blaðamaður DB hafði samband við hann í morgun. í dag munu þeir Karpov og Kortsnoj velja úr þeim þremur stöðum sem boðizt hafa til að sjá um einvígi þeirra. „Karpov hefur ekki sýnt áhuga. Við höfum reiknað með að hann velji Las Palmas og að Kortsnoj velji Merano og að fsland verði í báðum tilfellum númer tvö,” sagði dr. Ingi- mar og bætti því við, að í því til- fellli hlytu möguleikar íslands að vera góðir. „Fulltrúi Kortsnojs var ánægður með aðstæður hér, Þjóðleikhúsið og hótelin. Það var á honum að skilja, að aðstæður hér væru sizt lakari en á hinum stöðunum og raunar skildist mér á honum að aðstæður á Las Palmas væru ekki nándar nærri eins góðar,” sagði dr. Ingimar. Hann sagði að Skáksambandinu væri ekkert að vanbúnaði að taka einvigið að sér. Fjármálin hefðu verið_ tryggð með stuðningi ríkisins. Dr. Ingimar sagði að kostnaðarhliðin hljóðaði upp á tæpar sex milljónir en í henni væru vissir óvissuþættir. Það væri til dæmis alveg óljóst hvaðan dómararnir kæmu. Hann lagði áherzlu á að þó stuðningur ríkisins kæmi til væri Ijóst að skáksambands- menn yrðu að vera duglegir við að afla fjár svo endar næðu saman.-GAJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.