Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 9. MARZ 1981. MMBIAÐIB írjálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aðstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri rítstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hailur Sfmonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Páisson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar HaOdórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sfg- urfleson, Dóra Stefánsdóttk, Elín Albertsdóttir, Qfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Slgurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormófleson. Skrífstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. HaKdórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. RHstjóm: Sfflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsfmi blaflsins er 27022 (10 Ifnur). Aronsku íalmannavörnum Sjónvarpsáhorfendur sáu í síðustu viku hrollvekjandi þátt um möguleika á kjarnorkustríði og afleiðingar þess og síðan umræðuþátt íslendinga um stöðu almannavarna hér á landi. Fram kom í umræðuþættinum enn einu sinni, hversu hörmulega illa við stöndum að almannavörnum, ekki einungis gagnvart hugsanlegu heimsstríði, heldur einnig ef til tíðinda dregur með Suðurlandsskjálfta, Kötlugosi eða öðrum meiri háttar náttúruhamförum. Vandamál almannavarna er ekki svo mjög hvernig forráðamenn þeirra standa að þeim heldur fjárskortur- inn, sem hvarvetna heldur þeim niðri. Forystumenn almannavarna röktu, að í reynd þyrfti ekki svo ýkja stórar byrðar, ef ráðrúm gæfist til að safna þeim skipulega á nokkrum árum. Almannavarnir væru nú allvel búnar, ef til þessa verks hefði verið gengið fyrir svo sem tíu árum og árlega lagður fyrir skammtur, og var nefndur hluti af tekjum Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Sjónvarpsáhorfendur munu eftir þessa þætti betur skilja, hversu mikið verkefni er óunnið í almannavörnum hér á landi. Þeim er væntan- lega einnig ljóst, að íslenzk stjórnvöld, sem jafnan láta reka á reiðanum og „redda” stóru málunum aðeins frá degi til dags, eru ekki líkleg til að beina nauðsynlegu fjármagni til almannavarna. Sannast sagna má ganga út frá, að stjórnvöld geri það ekki og við stöndum svipað og nú eftir næstu tíu ár, ef við höfum þá ráðrúm til þeirrar biðar. Hvað er þá til ráða? munu menn spyrja. Svarið mun þjóðinni ekki á móti skapi, miðað við skoðanakannan- ir. Við eigum að láta „aronskuna” ráða ferðinni. Við eigum að krefja Bandaríkjamenn um fjármuni til að byggja upp almannavarnirnar. Núverandi forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, bar fyrir nokkrum árum fram athyglisverðar tillögur í þessu efni, þar sem leitað var nokkurs konar málamiðl- unar við aronskuna. í tillögum Gunnars Thoroddsen fólst, að afnumin yrðu ýmis fríðindi, sem varnarlið hefur, og það taki þátt í kostnaði við almannavarnir. Gunnar sagði meðal annars: ,,í öllum löndum Norður-Atlantshafsbandalagsins er ekki aðeins séð fyrir landvörnum, heldur einnig hugað að vörnum fyrir fólkið sjálft, almannavörnum . . . Þessu mikilvæga verkefni höfum við íslendingar ekki sinnt sem skyldi, fyrst og fremst vegna kostnaðar. Margs konar varnar- viðbúnað fyrir fólkið vantar. . . . Ef til ófriðarátaka kemur, eru borgararnir ofurseldir hættu og hörmung- um, séu þessum málum ekki gerð skil . . . Allar slíkar varnaraðgerðir vegna fólksins sjálfs kosta mikið fé. Þótt þær yrðu að sjálfsögðu undir stjórn íslendinga sjálfra, þá eru þær hluti af vörnum íslands og því eðlilegt, að undir þeim útgjöldum verði staðið í samræmi við það ...” Ekkert hefur breytzt, síðan þetta var mælt, sem ætti að valda stefnubreytingu hjá forsætisráðherra. í þess- um efnum voru tillögur hans í samræmi við aronsk- una, sem byggir á því, að varnarliðið skuli leggja nokk- uð af mörkum fyrir þá aðstöðu sem við veitum því hér. Rökrétt er, að Bandaríkjamenn líti á það sem þátt i landvörnum íslands, sem þeir telja sig annast, að byggja upp varnaraðstöðu þá fyrir fólkið sjálft, sem forsætisráðherra nefnir. Við lausn vanda almanna- varna á íslandi á að leita til aronskunnar. Tímamótaniðurstöð ur Búnaðarþings r Skömmu eftir að Búnaðarþing kom saman í Reykjavík um miðjan febrúar sl. sendi Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins þingfuUtrúum og bændum landsins vinsamlegar kveðjur eins og hans var von og visa. Þar sem hann taldi að Búnaðarþing mundi standa i einn mánuð og fulltrúarnir heföu stólpakaup, frítt fæði og húsnæði allan tímann, þá verð ég að upplýsa hann og lesendur Dagblaðsins að Búnaðarþing stóð aðeins í tvær vikur og búnaðarþing- fulltrúar höfðu lítiö kaup. Starfstimi fulltrúanna var aö jafnaði um 12 klst. á dag, jafnt helgidaga sem virka daga. Það sem Jónas skrifaði um Búnaðarþing var jafnvel undirbyggt og annað sem hann hefur látið frá sér fara um land- búnaðinn og málefni bændastétt- arinnar. Þaö er rúmlega helmingur ósatt. Eftir þennan nauðsynlega for- mála er ætlunin að skýra nokkuð frá afgreiðslu mála á síðasta Búnaðar- þingi. Samdráttur íhefðbund- inni framleiðslu Mjög mikið var rætt á Búnaðar- þingi um leiðir til að auka fjölbreytni í atvinnulífi sveitanna. Menn voru sammála um að nauðsynlegt væri að treysta byggð í sveitunum og stuðla að uppbyggingu nýrra búgreina. Athyglin beinist fyrst og fremst að loðdýraræktinni og á einum fyrstu dögum þingsins var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Búnaðarþing telur liklegt, að framundan sé vaxtarskeið i loðdýrarækt hérlendis, og að því beri að stuöla. Þingið telur, aö nú sé réttur tími til að móta þá stefnu, sem þróun þessarar búgreinar tekur í framtíðinni, og leggur á það rika áherzlu, að hún verði felld í þann farveg, að vera fyrst og fremst aukabúgrein á sveitabýlum, er tryggi afkomu og styrki búsetu í dreifbýli vegna samdráttar eða vaxtarstöðvunar I hefðbundnum búgreinum. Búnaðarþing felur stjóm Búnaðarfélags fslands að skipa nefnd, er vinni að því að gera tillögur til stjórnvalda um sam- ræmda tilhögun þeirra þátta, er ráða munu þróun loðdýra- búskaparins, og bjóða Stéttar- sambandi bænda aðild að nefndinni.” Kornrækt og hlunnindi Undanfarin ár hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með kornrækt á Á síðustu 10 árum hefur ýmislegt veriö gert til þess að jafna símagjöld milli höfuðborgarsvæðsins og dreif- býlisins. Ástæður fyrir þessum breytingum eru þær geysilega hag- stæðu aðstæður í simamálum, sem höfuðborgarsvæðið hefur haft samanborið við dreifbýlið. Þrátt fyrir stærð höfuðborgarsvæðisins hafa allar símstöðvar í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík og Mosfellssveit verið samtengdar eins og um eina símstöð væri að ræða og bæjarsímtalagjald látið gilda fyrir allt svælðið eins og um einn bæ væri að ræða, þ.e.a.s. ein talning fyrir hvert slmtal innan svæðisins óháð tímalengd símtalsins. Á þessu svæði eru 2/3 allra uppsettra símanúmera á ísalndi. Á þessu svæði er öll stjórn- sýsla landsins og aöalstöðvar nær allra stærstu fyrirtækja og þjónustustofnana landsins. Á þessu svæði eru símstöðvar á 6 mismunandi stöðum og eru þessar simstöðvar allar samtengdar með miklum fjölda millistöðvalína. Þetta gerir símakerfi þessa svæðis hlutfallslega miklu dýrara en nokkurt tilsvarandi síma- kerfi í dreifbýlinu. Af þessum ástæðum hefur lengi verið talin þörf á að jafna símakostnaðinum milli höfuðborgarsvæðisins og dreif- býlisins, og hafa t.d. samtök sveita- stjórna margoft ítrekað það. Dreif- býlið hefur þurft að hringja mjög mikið til höfuðborgarsvæðsins og af þeim ástæðum hafa langlinugjöld verið miklu stærri liöur að meðaltali i reikningum til íbúa dreifbýlisins heldur en höfuðborgarsvæðisins. Allar lækkanir á langlinugjöldum hafa því orsakað meiri jöfnuð I gjöldum milli dreifbýlisins og höfuðborgarsvæðsins. Hér skulu Kjallarinn ÞorvarðurJónsson nefndar nokkrar þeirra aðgerða, sem framkvæmdar hafa verið á síðustu 10 árum og eru nú á næsta leiti: 1. Nætur-og helgar- taxtinn 1. ágúst 1971 ákvað samgöngu- ráðherra að taka upp lægra gjald fyrir sjálfvirk langlínusamtöl um kvöld og helgar. 1. desember 1971 var nætur- og helgar- taxtinn tekinn í notkun með um hálfu gjaldi á timabilinu frá kl. 22 til kl. 7 mánudaga til föstudaga og frá kl. 15 á laugardögum til kl. 7 mánudaga. 1. júní 1973 var nætur- og helgar- taxtinn látinn hefjast kl. 20 og ljúka kl. 8 á virkum dögum og kl. 15 á laugardögum til kl. 8 á mánudögum. 1. janúar 1977 var nætur- og helgar- taxtinn lengdur um eina klukkustund og látinn hefjast kl. 19 í stað kl. 20 virka daga en óbreytt að öðru leyti. 2. Innifalin skref í ársfjórðungsgjaldi Skrefafjöldi í ársfjórðungs- gjaldinu hefur verð minnkaður á höfuðborgarsvæðinu og hefur öll sú tekjuaukning sem með því hefur fengist verið notuð til þess að lækka langlínugjöldin. 1. apríl 1972: Innifalinn skrefa- fjöldi í ársfjórðungsgjaldinu á höfuðborgarsvæðinu lækkaður úr 525 í 400 skref, endreifbýlið hélt á- fram að hafa 525 skref innifalin. 1. janúar 1974: Skrefafjöldi r í SKUGGA HEL- SPRENGJUNNAR Undanfarna áratugi höfum við lifað við jafnvægi óttans í skugga helsprengjunnar. Við höfum vanist þeirri hugsun að vígbúnaðurinn I heiminum sé orðinn svo hrikalegur að árás á einn muni þýða eigin tor- • timingu. Mánudaginn 2. mars gaf að lita á sjónvarpsskerminum þá mestu hrollvekju sem ég hef séð til þessa, eða hvernig umhorfs verður í heimi hér „þegar sprengjurnar falla” og þriðja heimsstyrjöldin er hafin. Kenndi þar margra grasa, m.a. kom þar fram á hvern hátt breska al- mannavarnanefndin hyggst „vernda” óbreytta borgara Bret- lands í slíkum hildarleik. Fólki er ráðlagt að safnast saman í neðanjarðarskýlum eða kjöllurum og hafa með sér mat til tveggja vikna. Engu máli virtist skipta i þessu sambandi að reiknað er með að hild- arleikurinn hefjist á nokkrum min- útum, svo lítill timi mun gefast til Kjallarinn María Þorsteinsdóttir að viða að sér matvælum. Nei, takið með ykkur mat og gleymið ekki dósahníf og flöskulykli! segir í myndinni. Þá er gert ráð fyrir að heilu borgarhverfin verði lögð í rúst, svo örlög þeirra sem þar hafast við neðanjarðar hljóta að verða þau að grafast undir rústunum. Ráðlcgging- ar eru gefnar um hvemig eigi að meðhöndla lik hinna dauðu sem smám saman hljóti að deyja í þessum neðanjarðarafdrepum. Það á sem sé að vefja þau í dúk (væntanlega á að taka hann með sér llka þegar farið er i þessi skýli) og merkja þau vandlega, enda kemur brátt í Ijós að aðalvandamálið muni verða að jarða þá sem láta lífið ofanjarðar og neðan. Þá er sagt að sjúkrahús muni verða fá eftir fyrstu árásina og liðfá eftir því, svo þau verði illa i stakk búin til að taka við særðu fólki. Hjálparsveitum skal þvi bannað að liðsinna öðrum en þeim sem eru lítið særðir og þær skulu ekki koma

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.