Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. DB á ne ytendamarkaði FISKISUPAN SEM ALDREIBREGZT Veizlumatur fyrir innan 10 kr. á mann Sennilega ættum við íslendingar helzt aldrei að borða annan mat en fisk. Við höfum á boðstólum bezta fisk í heimi og getum alltaf fengið hann glænýjan. Samt er engu líkara en að unga fólkið vilji heldur einhvers konar kjötmeti, jiótt vitanlega séu til undantekningar þar frá. — Eftir að hafa dvalið í rúmar fjórar vikur vestur í Bandaríkjunum, þar sem fiskur er ekki daglega á borðum, var dásamleg tilbreyting að koma heim og fá nýjan fisk. Gamaldags fiskisúpa Umsjónarmaður Neytenda- síðunnar tók vitaskuld með sér nýja ýsu vestur um haf, en sóma s'tns vegna gat hann ekki sjálfur etið alla ýsuna. Varð að skilja eitthvað eflir handa þeirn sent ytra búa. En síðan komið var heim hefur nýr fiskur verið á borðum nærri daglega. Eitt af þvi sem okkur finnst allra bezt er soðin lúða i fiskisúpu. Oft búum við til „gamaldags” fiskisúpu með ediki, rúsínum og sveskjum eins og kennt var hjá frú Kress í Miðbæjar- skólanum í gamla daga. Við höfum einnig reynt eina af uppskriftunum úr Vikunni (eftir Þórarin Guðlaugsson yfirmatreiðslunmann á Loftleiða- hótelinu). Hún var stórfín. Okkar eigin fiskisúpa Það er orðin eins konar hefð á heimilinu að þegar útlenda gesti ber að garði, eða landa erlendis frá, að bjóða þeim upp á „okkar eigin fiskisúpu”. Ekki svo að skilja að hún sé ekki oft á borðum endranær, raunar næstum því í hverri einustu viku eða í það minnsta annarri Itverri. Við notum alltal lúðu, sent skorin er i hæfilega slór stykki. I angbezl er að biðja fisksalann um að gera þ;tð, Þegar viA elduðum fiakisúpuna ( „tilrauna- eldhúsinu" var Ijósmyndarinn vlðs fjarri. Við verðum því að láta mynd af þessari stór-lúðu duga með þessari fiskisúpugrein. Við notum ekki svona stóran fisk f okkar fiskisúpur, satt að sogja hef óg aldrei vitaö hvað gert er við svona risafiska! -DB-mynd. því búrhnífar heimilisins vinna ckki nógu vel á lúðubeinunum. — Fiskurinn er soðinn í söltuðu vatni, með nokkrum lárberjablöðum. Gott er að krydda fiskinn með svörtum pipar (möluðum). Ef búa á til mikið magn af súpu bökum við hana upp. Ef aðeins á að nota lítið magn, eins og t.d. handa fjórum, hrærum við hveitijafningi út í. Við erum ekki enn orðin svo for- frömuð á matreiðslubrautinni aðgeta notað aðferð frönsku meistaranna að þykkja súpur með rjóma eingöngu. Það finnst okkur einnig of dýrt. Höfum hins vegar notað þá aðferð stöku sinnum við sósugerð og gefizt mjög vel. Aukakraftur nauðsynlegur Þótt við segjum sjálf frá þá er þessi fiskisúpa alveg frábærlega góð, en nauðsynlegt er að nota i hana aukakraft. Við erum sérlega hrifin af Toro dufti sem við notum í allt sem Eina búðin hérlencflis sem lagar og selur... tegundir af lifrarkæfu Kjötbúð Suðurvers Simi 35645 kynnir eigin framleiðsiu Grófhökkuð áleggskœfa, ein sú allra hez.ta of> Óbökuö lifrarkœfa Bakið sjálf hcima o)> berið kæfitna hcita fram scm forrétt, einnig frábær scm álegg. Tvær stærðir, ca 250 gr og 500 gr. Verzlió hjá vióur- kenndum kjötidnaðar mönnum nöfnum tjáir að nefna, meðal annars fiskisúpuna. Einnig notum við örlitið af hvitlauksdufti (það má ekki vera of mikið — verður að vera hárná- kvæmt), svartan pipar, salt (auðvitað íslenzkt), aromat, edík og siðan soðið af rúsínunum og sveskjunum sem búið var að sjóða i um það bil hálf- tíma í svolitlu vatni. Vera má að e.t.v. þurfi að bæta örlitlu magni af sykri í súpuna, en það fer að sjálf- sögðu eftir smekk hvers og eins. Eigin kartöflur með Siðan við tókum kartöfluræktunina i eigin hendur höfum við soðnar steinseljukartöflur með og einnig bráðið smjör (verður að vera ekta smjör). Það er hins veg- ar mesti óþarfi, en eigin heima- ræktaðar kartöflur og íslenzkt smjör með glænýrri lúðu — nammi namm. Ég fæ alveg vatn í munninn við tilhugsunina eina saman. Og verðið? Á dögunum keyptum við lúðu fyrir 78 kr. Hún dugði handa átta manns. Afgangurinn var látinn i tvö form með hlaupi (aðeins lúða og hlaupið). Það dugði í mat handa fimm manns (og vel borðað). Reikna má með sveskjum og rúsínum fyrir um það bil 16 kr. Krydd og hveiti má reikna á um það bil 50 aura, þannig að heildarkostnaðurinn við þessa lúðumáltið, sem í rauninni dugði sem vel úti látinn há- degisverður fyrir tólf manns var 94.50 kr., eða um 8 kr. á ntann. -A.Bj. Svona fcr fyrir kjíiklingunum i Bandaríkjunum. Frá cggi að stcikarofni cru stöðugar sprautur og náktæmt cftirlit Bandaríkin Hormónum og lyfjum dælt í kjúklingana Þeir Bandaríkjamenn, sem vilja fylgjast með því hvað þeir láta ofan í sig, hafa nú vaxandi áhyggjur af því að kjúklingar eru ekki það sem þeir voru þar í landi. Frá því kjúklingurinn verður til í eggi sínu og þar til hann er kominn á borð neyt- enda, um 8 vikum síðar, er sífellt verið að gefa honum hormóna og lyf I einu formi eða öðru. Talið er að á þessum átta vikum fái kjúklingurinn alls um 20 tegundir af fúkkalyfjum, hormónum og vítaminum sem eiga að auka vöxtinn og koma 1 veg fyrir dauðsföll sem ekki eru ákveðin af slátraranum. í nýlegu bandarísku blaði er einmitt löng grein um þetta mál. Þar er sagt að kjúklingurinn fái meira að segja meðferð áður en hann verður til, því hænan, móðir hans, er alin á hormónum og lyfjum til þess að „framleiða” betri unga og hraustari. Þegar litla greytð kemur svo út úr egginu er það sprautað stöðugt með hvers kyns lyfjum og þeim jafnframt blandað saman við fæðu þess. Kjúklingunum eru einnig gefnir hormónar til þess að auka vöxtinn og til þess að gera þá fallega gula á litinn. Þá fæst betri skorpa í steikingunni. Nákvæmlega er fylgzt með þeim allan vaxtartímann og séð um að þeir fái sprauturnar sínar á réttum tíma og svo framvegis. Öll lyfin sem þeir fá eru samþykkt af matvæla- og lyfjaeftirliti Banda- ríkjanna á þeirri forsendu að ef þeirra nyti ekki við myndi framleiðslan minnka um 80%. Það þarf ekki nema einn kjúkling með smitsjúkdóm í risabúi til þess að allir hinir fái hann. Sett eru þau skilyrði að hætta verði að gefa fuglunum sum lyfin I tiltekinn tima áður en þeim er slátrað til þess að koma í veg fyrir að þeir sem borða fuglana, fái krabbamein. Ekki hér: Páll A. Pálsson yfirdýralæknir var spurður að þvi hvort kjúklingar hér Íandi fengju svipaða meðferð. Hann kvað nei við því. Hér væru þessi lyf öll háð ströngum reglum og kjúklingabændur fengju þau ekki í hendur, enda væri sem betur fer þannig ástatt hjá okkur að þessir sjúkdómar þekktust ekki í sama mæli og víðast annars staðar. Okkur hefði tekizt að koma i veg fyrir að alvar- legustu sjúkdómarnir næðu fótfestu í landinu og vildi Páll þakka það hömlun á eggjainnflutningi. ,,Við erum yfirleitt á eftir nágrönnum okkar í öllum efnum. í þessu tilfelli er það gott, ” sagði Páll. -DS. UpplýsingaseðiU til samanDuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlcga scndið okkur þcnnan svarseðil. Þannig cruð þcr orðinn virkur þátttak- andi I upplýsingamiðlun mcðal almennings um hvcrt sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt hcimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í febrúarmánuði 1981. Matur og hreinlætisvörur kr.____ Annað kr. Alls. kr. m vmw i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.