Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. Börn segja f rá fyrra líf i sínu: STÚLKAN KVAÐST VERA FLUGMAÐUR SEM SKOTINN VAR NIÐUR í STRÍÐINU athyglisverður f yrirlestur dr. lans Stevensons um rann- sóknir á endurholdgun hjá Sálarrannsóknarfélagi íslands Dr. lan Stevenson, geðlæknir og prófessor við Virginíuháskóla í Banda- ríkjunum, er staddur á íslandi um þess- ar mundir og flutti erindi á vegum Sál- arrannsóknarfélags tslands miðviku- daginn 4. marz um „Rannsóknir á endurminningum barna um fyrri líf”. Dr. Stevenson hefur unnið að athug- unum á þessu efni, ásamt öðrum svo- nefndum dulrænum fyrirbærum, um margra ára skeið og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir vísindastörf sín, bækur og greinar. Hann hefur einkum einbeitt sér að rannsóknum á börnum er á aldrinum 2—4 ára hafa gefið til kynna endurminningar um fyrra líf eða eru sögð endurborin. Þessi hópur var talinn æskilegastur til rannsókna af þessu tagi þar eð hann er ekki líklegur til þess að hafa utanaðkomandi upplýs- ingar eða vitneskju svo neinu nemur né að vera að ráði markaður af umhverfi sínu hvað þennan þátt varðar. íslendingar í hópnum Grundvöllur þessa erindis eru athug- anir á um 1800 einstaklingum, að 2/3 frá Suðaustur-Asíu og Asíu yfirleitt, en þar hefur dr. Stevenson unnið hvað mest að þessu verkefni. Jafnframt eru meðtaldir einir 90 frá Bandaríkjun- um, 50 frá Evrópu og þar af 4—5 frá íslandi. Flestir koma samt frá svæðum þar sem trúað er á endurholdgun. Til dæmis hafa fjölmargir verið rannsak- aðir á Norður-lndlandi en einungis einn frá Suður-Indlandi. Vegna þessa, sagði dr. Stevenson, eru ýmsir þeirrar skoðunar að hugmyndaflug sé allauð- ugt á Norður-Indlandi. Hann telur að um aðra skýringu geti verið að ræða, eða þá að þar hófust þessar rannsóknir og hafa farið fram um margra ára skeið. Vísbendingar þær er farið hefur verið eftir hafa verið t.d. fregnir af barni er á aldrinum 1 1/2 til 2 ára, eða um það bil og það fer að tala, hefur komið með upplýsingar eitthvað á þessa leið: ,,Ég á ekki heima hér — mitt hús er stærra.” „Ég vil fara til minna raunverulegu foreldra.” „Þetta hús er með flötu þaki. Þakið á minu húsi er svona.” (Og myndar þá reist þak með höndunum.). Oft skortir börnin nauð- synleg orð til þess að tjá sig um þessa hluti og grípa þá til ýmissa bendinga. Síðar meir er málþroski eykst greina þau frá smáatriðum og koma með t.d. nöfn. Leitaði í annan ættflokk Iðulega verður vart við framkomu sem er ekki í samræmi við umhverfi barnsins. Á Shp-Lanka vildi stúlka af Singal ætt þannig helzt umgangast fólk af Tamil ættflokki og neyta Tamil matar, en hátterni og mataræði þessara tveggja hópa eru mjög ólík. Jafnframt var hún með tvö ör, eða bletti, á eyrum sem gátu svarað til eyrnahringa er tíðk- ast hjá Tamilum en ekki Singölum. Slík börn greina einnig oft frá því hvernig dauða þeirra bar að höndum, oft með voveiflegum hætti, og óttast það vopn er beitt var ef því var að skipta. Dr. Stevenson telur að óskýran- legur ótti við ákveðna hluti eða staði kunni stundum að eiga rætur að rekja til fyrra lífs og að það sama geti átt við hið öndverða þar sem að baki liggur já- kvæð reynsla sem lýsir sér í ánægju af sérstökum hlutum, hæfileikum eða áhuga. Eftirfarandi eru fáein dæmi um hugsanlega endurholdgun. Fann sitt gamla heimili Á Indlandi, sunnan við Calcutta, tók þriggja ára telpa upp á því að vilja klæðast fötum bróður síns. Móðirin ávít- aði hana en sú litla vildi ekki gefa sig og kvaðst vera drengur. Upp frá þessu fór skrautvörum fyrir ferminguna Hringiö í dagogvið póstsendum strax Sálmabók m/nafnK.vllinKU......... 70,30 kr. Vasaklútar í sálmabók.............frá 10,00 kr. Hvítar slæður.................... 29,00 kr. Hvítir crepehanskar.............. 33,00 kr. 50 stk. servfettur med nafni og ferm- ingardegi áprentað................81,00 kr. Stórt fermingarkerti m/mynd...... 26,00 kr. Kertastjaki f. f. kerti.......frá 17,00 kr. Kertahringur úr blómum............40,00 kr. Kökustyttur...................frá 16.25 kr. Blómahárkambar................frá 14.10 kr. Fermingarkort...........frá 2,45 til 11,60 kr. Biblía.skinnband, 18Xl3cm....... 185.25 kr. KIRKJUFELL Klapparstíg 27 sími 91 21090 Hefurðu lifað áður? Dr. lan Stevenson: rannsakaðir hafa verið. hún að segja frá lífi unglings eða ungs manns og næstu vikurnar greindi hún frá einum 40 atvikum og smáatriðum úr lífi þessa manns, m.a. kvaðst hún hafa búið í Burduan sem er nálægt Cal- cutta en í um 90 km fjarlægð frá henn- ar núveandi heimili. Þangað hafði fjöl- skylda hennar aldrei komið og minntist ekki þess að þekkja neinn þaðan. Um síðir var farið með stúlkuna til Burduan því hún sagðist geta fundið sitt gamla heimili. Henni tókst það ekki í fyrstu tilraun en þó í annarri. Hún fékk að ganga um húsið og sagði nánar frá ýmsum herbergjum þess, tiltók m.a. hvar hún hefði verið vön að sitja við nám. 95% af því sem hún hafði staðhæft reyndist sannanlegt. Til dæmis hafði þessi fjölskylda misst son er æxli hafði að öllum líkindum leitt til bana. Þetta var auðugt fólk sem tor- tryggði söguna því fjölskylda stúlkunn- ar var fátæk og það óttaðist að tilgang- urinn væri að hafa af sér peninga. Sam- gangur varð þvi enginn fram yfir þessa einu heimsókn. Á kynvilla rætur að rekja til fyrra lífs? Dr. Stevenson bjóst við að telpan hætti að ganga í drengjafötum með timanum því flest börn, sem halda sig vera af hinu kyninu, sætta sig síðar við sitt meðfædda kyn. Er hann kom aftur einum 5—6 árum síðar klæddist hún samt enn eins og drengur. Aðspurður kvaðst dr. Stevenson ekki vilja þver- taka fyrir að kynvilla gæti í sumum til- vikum átt rætur að rekja til fyrra lífs. Stúlka nokkur í Burma sagðist hafa verið hermaður í fyrra lífi og kvaðst hafa látizt í flugvél er skotin var niður á stríðsárunum. Hún var karlmannleg í fasi og hafði gjörsamlega neitað að klæðast telpufötum í skóla eða annars staðar. Vegna þessa var henni vikið frá námi. Hún þótti raunar hafa japanskt útlit og hræddist flugvélar. Hún var orðin 19 ára er dr. Stevenson frétti af henni og ekki reyndist unnt hvorki að sanna né afsanna sögu hennar. Þess má geta að hún sagði það velkoið að drepa sig á hvaða máta sem væri ef hún gæti endurfæðzt sem karlmaður. í flestum tilvikum jafna börn sig 4—5 Islendingar i hópi þeirra sem DB-mynd Einar Ólason. samt og sætta sig við orðinn hlut að fullu um 8—9 ára aldur, þótt ýmsir hlutir loði samt stundum áfram við þau; hræðsla við eitt og annað eða áhugamál. Barn sakaði morðingja sinn Dr. Stevenson kvaðst ekki geta til- greint neinn aðila sem fullnægði öllum þeim kröfum er hann og samstarfs- hópur hans gera til ótvíræðra sannana um endurholdgun en sagði að líklegasta dæmið um þetta fyrirbæri, er hann þekkti til og hefði rannsakað, væri svo- hljóðandi: Maður var ákærður af barni sem kvað hann hafa myrt sig í fyrra lífi og sagði það frá nánari málsatvikum. Á grundvelli þessa játaði hinn ákærði á sig umrætt morð og var fangelsaður fyrir. Dr. Stevenson ræddi við morð- ingjann í fangelsinu og við fjölskyldur þær er hlut áttu að máli. Enginn grunur hafði fallið á morðingjann fyrr en barnið óx úr grasi og ákærði hann. í því sambandi má geta þess að um með- göngutímann dreymdi móður þessa barns að til sín kæmi maður, blóði drif- inn vegna stungusára. Þegar atvik sem þessi eru rannsökuð er vitaskuld reynt að ná eins miklum upplýsingum og unnt er og er þá farið eftir ýmsum reglum. M.a. er reynt að hafa upp á dánarvottorðum, fæðingar- vottorðum, skýrslum sjúkrastofnana og öllu þesslegu. Jafnframt er reynt að sjá við hugsanlegum svikum og prett- um. I stuttu máli eru gerðar allýtarlegar kröfur sem slíkar sögur þurfa að stand- ast til þess að þær séu rannsakaðar sem hugsanleg vísbending um endurholdg- un. - FG Dr. Ian Stevenson hefur beðið DB að koma því á framfæri að þekki fólk dæmi um endurholdgun eða fyrirbæri, sem mætti túlka sem sllkt, þá láti það vita bréflega (á ensku eða Islenzku) til: Dr. lan Stevenson c/o Dagblaðið - Franzisca Gunnarsdóttir. SKÍÐAKENNSLA SKÍÐASKÓLI SIGURÐAR JÓNSSONAR 3ja daga námskeið byrja hvert þriðjudags- kvöld. Ferðir, lyftur, kennsla: Allt inni- falið. Verð220kr. INNRITUN í SÍMA 76740 EFTIR KL: 17.00 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem verða til sýnis þriðjudaginn 10. mars 1981, kl. 13—16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Chevrolet Nova fólksbifrcið Mercury Comet fólksbifreið Ford Escort fólksbifreið Chevrolet Sport Van Ford Bronco Ford Bronco Ford Bronco Volvo P144 fólksbifreið Land Rover bensín Land Rover dísil Land Rover bensin Land Rover bensin Land Rover disil Land Rover dísil Land Rover dísil Chevrolet sendiferðabifreið Volkswagen 1200 fólksbifreið Ford 4X4 pick-up Volkswagen Combi fólksbifreið (skemmd) Ford D 300 vörubifrcið Lada station Scania vörubifreið BMW mótorhjól Evinrude vélslcði, ógangfær Johnson vélsleði, ógangfær arg. 1977 1976 1976 1976 1974 1974 1973 1973 1970 1973 1973 1973 1974 1975 1975 1973 1973 1973 1978 1967 1977 1967 1965 Til sýnis hjá véladeild Vegagerðar ríkisins, Akureyri: Volkswagen 1200 fólksbifreið Volkswagen 1200 fólksbifreið Land Rover disil Land Rover bensín / árg. 1972 — 1972 — 1974 — 1973 Tilboðin verða opnuð sama dag, kl. 16.30, að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.