Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 32
Flugleiðavél íflugtaki á Aðaldalsflugvelli: Annar hreyfill bilaði á hættulegu augnabliki —39 manns um borð — lending tókst vel og engan sakaði Rétt eftir að Fokker-vél frá Flug- leiðum hafði hafið sig til flugs frá Aðaldalsflugvelli sl. laugardag bilaði annar hreyfill vélarinnar. Flugstjór- inn, Gylfi Jónsson, flaug vélinni einn hring í kringum fiugvöllinn en lenti svo. Tókst lendingin í alla staði vel og sakaði engan. 36 farþegar voru um borðásamt þriggja manna áhöfn. Atburðurinn átti sér stað um eitt- leytið á laugardag. Báðir hreyflar gáfu fullt afl í flugtaksbruninu en skömmu eftir að vélin var komin á loft, í um 500 feta hæð, tóku flug- mennirnir eftir þvi að annar hreyfill- inn hitnaði of mikið. Að sögn Þor- geirs Magnússonar, sem var að- stoðarflugmaður í þessari ferð, var reynt að kæla hreyfilinn en við það missti hann afl svo ákveðið var'að lenda strax. Öryggiskröfur gera ráð fyrir þvi að tveggja hreyfla vélar séu ekki hlaðnar meira en svo að hægt sé að taka þær á loft og fljúga, á aðeins öðrum hreyflinum. Kom það sér vel í þetta sinn. Flugmenn fá einnig mikla þjálfun I að stjórna vél við slíkar aðstæður. Þegar hreyfUl á öðrum væng dettur út myndast ójafnvægi sem flug- maðurinn þarf að vinna á móti með því að beita stjórnflötum, aðallega stélstýri. Tvær Twin Otter-vélar, frá Arnar- flugi og Flugfélagi Norðurlands, voru sendar til Húsavíkur seinna um daginn til aðsækja farþegana. í gærmorgun fór önnur Fokker-vél norður til Húsavíkur með aukahreyf- il um borð og 7 flugvirkja. Skiptu flugvirkjarnir um hreyfil í gær og í gærkvöldi var vélinni sem bilaði flogið suður. Orsök bilunarinnar er óljós en flugvirki sem DB ræddi við og vann að viðgerð taldi ekki ólíklegt að túrbína hefði bilað. Hreyfillinn bilaði verður sendur við fyrsta tæki- færi til Rolls Royce-fyrirtækisins í Bretlandi sem mun annast viðgerð á honum. Vegna þessa óhapps varð nokkur röskun á innanlandsfluginu og var þota notuð í Akureyrarflug um helg- ina af þeim sökum. - KMU Opinberir starf smenn í Bretlandi í verkfalli og f lugumf erð á brezku yf irráðasvæði liggur niðri: SETUR EKKISTRIK í REIKNING FLUGLEIÐA og umf erð um íslenzka svæðið eykst ekki í dag Allsherjarverkfall hálfrar milljón- ar opinberra starfsmanna á Bret- landseyjum, sem m.a. lokar Heat- hrow-flugvelli i London í dag, setur ekki strik i reikninginn hjá Flugleið- um. Samkvæmt upplýsingum DB í morgun eru engar flugferðir fyrir- hugaðar milli íslands og Bretlands í dag en ferð til London er á áætlun Flugleiða í fyrramálið. Á miðnætti hófst verkfallið I Bret- landi og stendur til miðnættis næst- komandi. Atvinnulíf í landinu er lamað, enda eru yfirleitt allir opin- berir starfsmenn þátttakendur I verk- fallinu, allt frá skrifstofumönnum með jafnvirði 70.000 ísl. krónur í árs- laun til yfirmanna í ráðuneytum með jafnvirði 485.000 ísl. króna í árslaun. Krafizt er 15% hækkunar launa en ríkisstjórn Margaret Thatchers býður mest 7% hækkun. Búizt er við frek- ari átökum stjórnarinnar við starfs- menn hins opinbera. Heathrow-flugvöllur er sem fyrr segir algerlega lokaður í dag, i fyrsta sinn frá þvi hann var opnaður fyrir 35 árum. Umferð til og frá brezka fugumferðarstjómarsvæðinu liggur niðri. Flugumferð yfir Atlantshafið verður þvi að beinast að leiðum sunn • an eða norðan brezka svæðisins, í síðarnefnda tilvikinu um islenzkt og norskt umsjónarsvæði. Norðmenn takmarka hins vegar umferðaraukn- ingu aðeins við eina flugvél á klukku- stund og af þeim sökum var í morgun ekki búizt við að umferð i lofti við ísland ykist í dag, heldur jafnvel að hún yrði minni en venjulega. -ARH. (ianfixlcllir höfudbornarinnar hufa ckki hcinlínis i crið nrciöfœrar a<) undanförnu. Oftar cn ckki hcfur rcrið hcinlínis lifshiciiulcn hulku ú þcim cða snjóruðninxar. Konan ú myndinni lœlur fœrðina ckkcrl ó sin fú «K kcmst lciðar sinnar mcð hyrði scm maryur karimuðurinn mælli lcljasl jullsæmdur af. DK-mynd: h'.inar Ólason. frfálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR9. MARZ 1981. Banaslys íKópavogi —16 ára stúlka lézt af völdum áverka Á laugardagskvöld lézt 16 ára stúlka, Hafdís Viborg Georgsdóttir, Króka- hrauni 8 Hafnarfirði, af völdum meiðsla er hún hlaut er hún varð fyrir bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Atvik voru þau að stúlkan var að fara úr bíl á leið austur Nýbýlaveg og var á leið yfir götuna þegar bill kom vestur Nýbýlaveg og lenti á henni. Ungur maður, félagi stúlkunnar, var rétt á undan henni yfir götuna en hann slapp. Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir sjónarvottum aðslysinu. Á Akranesi varð 18 ára stúlka fyrir bíl á Innnesvegi um kl. 3.40aðfaranótt sunnudags. Ökumaður bílsins yfirgaf slysstað áður en lögreglan kom að. Konu, sem sá atburðinn og lét lögregl- una vita, sýndist bifreiðin vera stór gul fólksbifreið. Stúlkan meiddist talsvert en líður nú eftir atvikum. Lögreglan á Akranesi lýsir eftir sjónarvottumaðslysinu. -GSE Jón V. Jónsson og lögmenn hans: „Ekki tilefni til opin- berrar kæru” — segir ríkissaksóknari Ríkissaksóknari metur rannsóknar- gögn í kærumáli Jóns V. Jónssonar, verktaka í Hafnarfirði, þannig, að þau gefi ekki tilefni til opinberrar máls- höfðunar gegn tveim lögmönnum sem verktakinn hafi krafizt rannsóknar á vegna starfa þeirra i hans þágu. Gerði verktakinn þungorðar kröfur um opinbera rannsókn, meða! annars á meintu skjalafalsi og fjárdrætti Þor- valdar Lúðvíkssonar og Svans Þórs Vil- hjálmssonar lögmanna er þeir höfðu með höndum margvísleg erindi fyrir hann. Meðal annars önnuðust þeir að talsverðu leyti fjárreiður fyrir Jón V. Jónsson er hann var verktaki á Grund- artanga. Rannsóknarlögregla ríkisins ann- aðist hina umbeðnu rannsókn. Er niðurstaða ríkissaksóknara byggð á henni. Verktakinn rekur nú einkamál fyrir borgardómi Reykjavikur gegn áður- nefndum lögmönnum þar sem hann gerir kröfur um skaðabætur á hendur þeim. - BS Féll á milli skips ogbryggju Ungur skipverji féll á milli skips og bryggju og i sjóinn um kl. hálffimm að morgni laugardags. Atburðurinn átti sér stað úti á Granda, við svokallaða hafskipabryggju. Maðurinn komst af eigin rammleik aftur upp á bryggjuna en lögreglan, sem kom í sama mund á staðinn, færði hann til öryggis á slysadeild. - KMU diet pepsi iVIINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU | Sanilas __________Z_________

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.