Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. MARZ 1981. Kenneth East, sendiherra Breta, er á förum: Æ tlar að lesa sögu á eftirlaunum Sentliherrar og sendiráðsfólk eru hinar mestu flökkukindur, ,,alltaf á leiðinni” eins og segir i slagaranum, sifellt að kveðja vini eftir tiltölulega stulla viðkynningu. En væntanlega gerir þelta fólk sér grein fyrir þcssum annmörkum ástarfi sínu. Nú er einmitt á förum hinn geð- þekki fulltrúi brezku krúnunnar hér á landi, Kenneth East sendiherra. Hann hefur verið óvenjulega ötull þátltakandi í því sem nefnt hefur verið „íslenzkt menningarlíf” og fvlgzt með ýmiss konar listviðburð- um. Tónlisl er mikið áhugamál sendi- herrans og hefur hann verið faslur gestur á lónleikum hér í bæ, en auk þcss hafa ntenn orðið varir við að Itann er vel lesinn í bókmennlunt og sögu. Í kveðjuhófi, sent East sendi- Iterra hélt um daginn, náði DB lali al' lionum og spurði Itvers hann mundi sakna Itéðan l'rá íslandi. Talsvert fyrir göngur ,,Ég Iteld ég konri til með að sakna alls,” sagði sendiherrann. ,,Ég er lalsvert mikið fyrir göngur og þvi mun ég sérstaklega sakna islcnzkrar nátlúru sent er engu öðru lik. Ég kent lieldur ekki lil með aðgleyma öllu þvi ágæla fólki sent ég hef kynnzl.” Kenneth East sendiherra: — Þeir ieyna á sór margir hverjir, segir hann um starfsbræður sina. Það verður bara að gefa þeim tækifæri tii að njóta sin. DB-mynd: Sigurður Þorri. j East sendiherra er nú kominn á eftirlaunaaldur og verður því ekki á frekara flandri út um lönd sem dipló- mat. DB spurði hann hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur þegar hann settist í helgan stein. Einbeiti mér að brezkri sögu ,,Ég er með ýmislegt í huga. Fyrst og fremst ætla ég að stunda bók- lestur. Það er ekki ýkja langt síðan ég fór að stúdera mannkynssögu eftir langi hlé og komst þá að því hvað ég vissi lítið. Nú ætla ég að einbeita mér að brezkri sögu og er kominn á kaf i sögu Rómarveldis sem er ágætur undirbúningur.” DB bar undir East sendiherra þá skoðun ýmissa að diplómatar væru margir lítt menningarlega sinnaðir ef á heildina væri litið. „Þeir leyna á sér, margir hverjir,” sagði sendiherrann og brosti breitt, „það verður bara að gefa þeim tæki- færi til að njóta sin.” Al Reynir, Þórður, Asgeir og Tómas með tónleika í Stúdentakjallaranum — Rætt við Tómas Tómasson um „starfsmálin „Þessi kvartett hefur legið í dvala um nokkurt skeið — alveg síðan í desember. En við erum nú að fara af stað aftur og byrjum með tónleikum í Stúdentakjallaranum í kvöld. Við stefnum síðan á að vera þar á sama tíma næstu vikurnar,” sagði Tómas Tómasson bassaleikari í samtali við blaðamann DB. í kvartettinum eru auk Tómasar þeir Ásgeir Óskarsson, Þórður Árna- son og Reynir Sigurðsson. „Við lékum undir nafninu Jasskvartett Reynis Sigurðssonar á siðasta ári en ég veit ekki hvort við stöndum undir nafni lengur. En við ætlum samt að FÓLK AÐALSTEINN INGÓLFSSON áJ/ gera okkar bezta,” sagði Tómas. „Kvartettinn lifir bara fyrir liðandi stund. Þetta er engin hljómsveit í þeim skilningi orðsins.” Þursarar vakna með vorinu Eins og kunnugt er leikur Tómas í Þursaflokknum ásamt þeim Ásgeiri og Þórði (og að sjálfsögðu Agli Ólafssyni). Hann sagði að venjuleg starfsemi Þursaflokksins hafi legið niðri nú um langt skeið vegna söngleiksinsGrettis. ,,Við tökum að sjálfsögðu upp þráðinn að nýju, þegar sýningum á Gretti lýkur,” sagði Tómas. „Við stefnum á að taka upp plötu með vorinu og halda eitthvað af hljómleikum. Tvö síðastliðin ár höfum við farið um Iandið og haldið tónleika í skólum og víðar. Það er ljóst að af því getur ekki orðið að þessu sinni, en við reiknum með að geta farið eitthvað um. Með Gunnari og Björgvin á Vesturslóð Auk þess að leika með Þursa- flokknum og jasskvartettinum kemur Tómas fram tvisvar í viku á veitinga- staðnum Veturslóð. Þar leikur hann country & western tónlist ásamt Gunnari Þórðarsyni og Björgvini Halldórssyni. Hann kvaðst hafa gaman af að fást við það verkefni og að sér virtist sem fólk kynni vel að meta þessa spilamennsku þeirra. Að minnsta kosti fer gestum Vestur- slóðar fjölgandi. „Maður verður að reyna að skapa sér starfsvettvang sem víðast,” sagði I spilamennskunni, Tómas. „Við sem höfum atvinnu af | hornúti.” verðum að hafa öll -ÁT- i i . > : í 'i i i J’ i t i Firmakeppni í kanttspyrnu á Skaganum: Auglýstu sína stofnun Bœjaruarfsmcnn báru sif’ur úr býluni i innanhússknattspyrnumóti fyrir- Uvkja á Akranesifyrir nokkru. Kcppt var i tvcimur riólum op sipruóu hœjar- starfsmcnn í sinum op starfsmcnn hjá skipasmtóastöd Þnrpcirs oy Ellcrts í hinum. Úrslitalcikurinn milliþcirra tvcyyja fór slöan 4— Nú hefði kcppni þessi tœpast þótt fréttncem éfckki hcfði komið til auplýsinp- in á háninyum bœjarstarfsmanna. Þcir auglýstu að sjálfsöyðu sína stofnun mcð tcxtanum Greiðið gjöldin! ilvaó skyldi svo hafa staðið framan á lcik- mönnum Þorpcirs np Ellerts? Kannski Skröpum botna? l.jósm.: fítvjarhlaðið. Akrancsi. fólk Lánað? Nei, hann œtlaði sko að borga strax! Það þóttu og þykja enn miklir kjarkmenn sem kaupa óséð hross og þykja treysta vel orðum náungans. Bílasölu má að mörgu leyti kalla hestakaup nútímans en lítið er um að menn kaupi bíla óséð, en kemur þó fyrir. Fyrir nokkru hringdi bóndi utan af landi til Bifreiða og landbúnaðar- véla og spurðist fyrir um bil: „Þið eigið þarna til Lada Sport, er það ekki?” Sölumaðurinn sem fyrir svörum varð, kvað svo vera og gaf nánari upplýsingar um verð. „Já, ég ætla að fá einn svoleiðis,” sagði bóndi. Sölumaðurinn gekk þá frá því hvaða lit bóndi vildi hafa á bílnum og öðru smálegu. „Heyrðu,” sagði þá bóndinn, „þið voruð að auglýsa nýjan fólksbíl, hvað kostar hann?” Sölumaðurinn leysti greiðlega úr því við bónda. „Já, heyrðu, ég ætla að fá einn svoleiðis líka,” bætti þá bóndinn við. Aftur upphófst rullan um hvaða litur ætti að vera á bílnum, hvenær þeir yrðu tilbúnir til afgreiðslu og annað sem tilheyrir slíkum kaupum. Að endingu spurði sölumaðurinn hvað kaupandinn teldi sig þurfa að fá lánað af kaupverðinu. „Lánað!” sagði bóndi, „ég ætla sko ekkert að fá lánað, að sjálfsögðu ætla ég að borgabílana strax!” Faraldur á ritstjórn Dagblaðið Tíminn á sem kunnugt er í fjárhagserfiðleikum og kemur þar margt til. Sumir telja að hluta erfiðleikanna megi rekja til rit- stjórnar blaðsins sem skipuð er þremur ritstjórum, ritstjórnar- fulltrúa, fréttastjórá, umsjónar- manni Heimilis-Tímans, umsjónar- manni Dödens magasin, umsjónar- manni Byggða-Timans og þremur blaðamönnum. Glöggir menn telja að starfsmenn ritstjórnar, eða meirihluti þeirra, þjáist af veiki sem nefnd er SÚFilis. Nokkuð lýsir hann sér öðruvísi en önnur veiki sem hefur ypsilon sem annan staf. Til dæmis byrjar SÚFilisinn þar sem hinn endar, í höfðinu. Niður Laugaveg, upp Hverfisgötu, niður Laugaveg, upp Hverfisgötu, niður... upp... Nýtt leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs er gengið í giidi. Kópa- vogstíðindi skýrðu frá breytingunni á forsiðu undir fyrirsögninni Bylting í þjónustu strætisvagnanna. Síðan voru kostir nýja kerfisins raktir í rúmlega fjörutíu sentimetra langri grein. Ritara þessa pistils þótti ein breyting á kerfi SVK öðrum betri, samkvæmt frásögn Kópavogs- tiðinda: „Fram til klukkan níu að morgni aka vagnar númer 20, það eru þeir sem til Reykjavíkur aka, Kringlumýr- arbraut og Laugaveg niður á Hlemm, þaðan niður Laugaveg og upp Hverfisgötu og síðan frá Hlemmi, þaðan niður Laugaveg og upp Hverfisgötu og síðan frá Hlemmi, þaðan niður Laugaveg og upp Hverfisgötu og síðan frá Hlemmi um Laugaveg og Kringlumýrarbraut, eins og gert er nú.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.