Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. íþróttir Iþróttir iþróttir íþróttir Iþrótt Celtic og Rangers í undanúrslitin Stóru Glasgow-félögin tryggðu sér auðveldlega rétt í undanúrslit skozku bikarkeppninnar um helgina. Úrslit urðu þessi. DundeeUtd.—Notherwell 6—1 Rangers—Hibernian 3—I Cellic—East Stirling 2—0 Morton—Clydebank frestað Úrslit í úrvalsdeildinni urðu þessi. Aberdeen-Hearts 4—1 Airdrie—Partick 2—0 St. Mirren—Kilmarnock 1—1 Gunnar var kjörinn beztur Á lokahófi KKÍ, sem fram fór að Hótel Sögu á laugardagskvöld voru nokkrum einstaklingum afhent verð- laun, eins og venja hefur verið hjá sam- bandinu mörg undanfarin ár. Garðar Jóhannsson, KR, varð stigahæsti leik- maðurinn (þ.e. af Íslendingunum) á mótinu, Gunnar Þorvarðarson var kjörinn bezti íslenzki leikmaðurinn, Danny Shouse hlaut titilinn „bezti”. Vítaskylta varð Kristján Ágústsson og Jónas Jóhannesson hlaut titilinn „prúðasti leikmaðurinn”. Þá hlaut Jón Otti Ólafsson verðlaun sem bezti dóm- arinn. Ennfremur veitti Karfan Gunn- ari Þorvarðarsyni verðlaun, sem „mosl valuable player”. -SSv. Úrslit á Englandi Þrir lcikir voru háðir í ensku deilda- keppninni í gær, sunnudag. Úrslit urðu þessi. 3. deild Millwall—Reading 2—I 4. deild Bradford—Rochdale 2—I Darlington—Hereford 2—I Ingi fékk gullmerki Það voru fleiri en leikmenn, sem voru heiðraðir á lokahófi KKÍ. Ingi Gunnarsson fékk gullmerki KKI fyrir frábær störf i þágu körfuknattleiksins hérlendis og eftirtaldir hlutu silfur- merki: Guðmundur Sigurðsson, Borgarnesi, Hörður Tulinius, Akur- eyri, Helgi Hólm, Keflavík, Guðrún Ólafsdóttir, ÍR, Birgir Örn Birgis, Jón Otti Ólafsson og Sigurður Helgason, Valsmaður með miklu meiru. -SSv. Austurrfsk stúlka vann íbruni Austurriska stúlkan Elizabet Kirchl- er varð sigurvegari i brunkeppni kvenna i heimsbikarnum í Aspen í Bandarikjunum á laugardag. Keppni var mjög hörð. Úrslit. 1. E. Kirchler, Austurr. 1:25.07 2. R. Mösenlechner, V-Þýzkal. 1:25.12 3. Cindy Nelson, USA, 1:25.16 4. Holly Flanders, USA, 1:25.38 5. Sylvia Eder, Austurr. 1:25.65 Maria-Theresa Nadig, Sviss, hefur fyrir löngu sigrað i keppni heimsbikars- ins. Hefur hlotið 275 stig. í öðru sæti er einnig svissnesk stúlka, Erika Hess með 201 stig. Hanni Wenzel, Lichtenstein, sem sigraði i þessari keppni í fyrra og var fremst allra á ólympíuleikunum í Lake Placid, er komin i þriðja sæti ineð 172 stig. Hún hafði ákveðið að hætta keppni. Snerist hugur en það var of seint til þess hún gæti varið titil sinn. í fjórða sæti er Perrine Pelen, Frakk- landi, 167 stig. Síðan kemur Kinshofer Vestur-Þýzkalandi, með 165 stig. Irene Epple, V-Þýzkalandi, hefur 162 stig og Christin Cooper, USA, er í sjö- unda sæti með 161 stig. Fabienne Serrat, Frakklandi, hefur 153 stig og siðan koma bandarísku stúlkurnar Tamara McKinney og Cindy Nelson með 135 stig hvor. íslandsmeistarar Njaróvíkinga í 5. flokki ásamt þjálfara sínum. Aftari röö frá vinstri: Halldór Jónsson. Viktor lljartarson, Jón Magnússon, Eövarö Eðvarðsson, Hrann- ar Arason, Kristinn Einarsson, fvrirliði, og Danny Shouse, þjálfari liðsins. Fremri röð frá vinstri: Helgi Arnarsson, 'l'eitur Örlygsson, Lárus Gunnarsson og Árni Arason. Stór dagur í Niðurlöndum: Pétur, Arnór og Karl skoruðu allir „Það var vissulega gaman að skora mark eftir hina löngu bið,” sagði Pétur Pétursson, glaður i bragði í gærkvöld, er DB ræddi við hann að heimili hans i Puttershoek, úthverfi Rotterdam. „Mér tókst að skora með góðum skalla á 13. minútu eftir hornspyrnu og hafnaði boltinn efst í markhorninu — nokkuð gott mark að mér fannst,” sagði Pétur ennfremur. Feyenoord náði forystu með þessu marki Péturs en Roda jafnaði innan skamms. Þjóðverj- inn Kaczor náði forystu fyrir Feye- noord fyrir hlé en Roda jafnaði er langt var liðið á leikinn. Úrslitin í Hollandi urðu þessi: Sparta—Utrecht 2—3 Deventer—Willem 11 4—2 Roda—Feyenoord 2—2 Wageningen—Twente 0—1 NAC Brcda—Maastricht 4—0 PSV Eindhoven—Ajax 3—1 Excelsior—NEC Nijmegen 2—0 Groningen—PEC Zwolle 4—2 Den Haag—AZ '67 0—4 AZ ’67 er gersamlega óstöðvandi og vann Den Haag auðveldlega með mörkum Nygaard, Tol, Kist og Jonkers. Þá sigraði PSV Eindhoven Ajax með mörkum Paul Postuma, sem skoraði tvívegis og Jan Poortvliet. Daninn Sören Lerby skoraði eina mark Ajax. AZ ’67 hefur nú 41 stig úr 21 leik — hefur aðeins tapað einu stigi I vetur. Feyenoord kemur næst með 32 stig úr 22 leikjum og síðan Utrecht með 30 stig úr 21 leik. Þar á eftir eru svo PSV og Twente með 25 stig úr 21 leik. Belgía Arnór Guðjohnsen skoraði annað marka Lokeren gegn Courtrai á útivelli en það dugði skammt því heim;l ið sigraði 4-2. Standard Liege Ásgeirs Sigurvinssonar tapaði aftur — nú 0-2. fyrir Beveren. Fyrra mark Bevern var hreinn klaufaskapur hjá markverði Standard — knötturinn hoppaði yfir hann eftir langa stungusendingu fram völlinn. Blakið umhelgina: ÍS og Hveragerði áf ram f bikarnum Litið var um að vera á blaksviðinu um helgina. í bikarkeppninni átlu tveir leikir að fara fram, í Neskaupstað léku heimamenn við lið Stúdenta og var þar um einstefnu að ræða. ÍS vann yfir- burðasigur 3-0. í Hveragerði áttu heimamenn að leika við Víkinga. Víkingur mætti ekki til leiks og úrskurðaði dómarinn því Hvergerðinga sigurvegara eins og lög gera ráð fyrir. Auk þess að útvega hús undir leikinn höfðu Hvergerðingar boðizt til að greiða helming ferðakostn- aðar Víkingsliðsins en Víkingarnir kröfðust þess að Hvergerðingar borg- uðu hann að fullu. Leikurinn átti að fara fram sl. mið- vikudag í Reykjavík en var þá frestað vegna ófærðar. Sömdu liðin sama dag um að leika þennan leik næsta sunnu- dag, þ.e.a.s. í gær, í Hveragerði, þrátt fyrir að um heimaleik Víkings væri að ræða. En Víkingarnir fengu bakþanka og ákváðu að gera fjárkröfur á hendur Hvergerðingum og það kostaði þá sigurinn. Er ekki ólíklegt að hér verði um kærumál að ræða. Eyjamenn léku tvo leiki í 2. deildinni um helgina og unnu báða. Á laugar- dag mættu þeir HK í Vogaskóla og unnu 3-0 og í gær lögðu þeir Samhygð með 3-1 sigri. ÍBV er því komið í úrslitakeppni 2. deildar. -KMU. Karl Þórðarson var í essinu sínu er La Louviere lagði Charleroi 4-1 á heimavelli að viðstöddum 15.000 áhorfendum. „Þetta var bezti leikur minn eftir meiðslin,” sagði Karl við DB í gærkvöld. „Ég skoraði síðasta mark okkar og fiskaði að auki viti, sem við skoruðum úr. Við höfum nú 23 stig en efsta liðið, Tongerem, er með 31. Sigur í næstu tveimur leikjum myndi iyfta okkur upp um 3-4 sæti og þá erum við komnir í hóp efstu liða,” bætti hann við. Úrslitin í Belgíu í gær: Molenbeek—FC Brugge 2—2 Courtrai—Lokeren 4—2 Beerschot—Beringen 2—2 FC Liege—Antwerp>en 4—0 Beveren—Standard 2—0 Berchem—Gent 0—0 CS Brugge—Waregem 2—1 Winterslág—Anderlecht 1 — 1 Lierse—Waterschei 2—0 Anderlecht er sem fyrr langefst. Hefur 41 stig. Beveren hefur 34 og Lokeren 30. Standard, sem fyrr með 29. -SSv. íþróttir Austurríkismaður varð brunmeistari — Harti Weirather sigraði á síðasta brunmóti heimsbikarsins í Aspen Austurríkismaðurinn Harti Weirath- er var sigurvegari i brunkeppni heims- bikarsins í alpagreinum. Sigraði eftir gifurlega keppni við Kanadamanninn Steve Podborski. Sigur og annað sæti Austurríkismannsins í Aspen í Colo- rado í Bandaríkjunum færðu honum sigur samanlagt i brunkeppninni. Hann hlaut þar 115 stig en Podborski varð i öðru sæti með 110 stig. Tvö síðustu brunmót vetrarins í keppni heimsbikarsins fóru fram í Aspen. Hið síðara á föstudag. Fyrir keppnina voru Weirather og Podgorski jafnir að stigum. Þetta var því ein- göngu innbyrðiskeppni milli þeirra. Sá, sem yrði á undan, hlyti sigurverð- launin. Keppni þeirra var mjög hörð og þeir urðu á undan öðrum í mark. Sáaustur- ríski sigraði og hlaut þvi þau fimm stig, sem hann gat bætt við sig. Sá kanadíski sat eftir með sárt ennið. Varð i öðru sæti en það skipti engu máli fyrst hann varð á eftir Weirather. Fyrir mótin tvö i Aspen virtist allt stefna í það að Steve Podborski yrði fyrsti maðurinn utan Evrópu, sem sigraði í bruni heims- bikarsins. Það var ekki. Enn einu sinni sigur Austurríkismanns — sá fyrsti síðan Franz Klammer varð brun- meistari 1978. Podborski var meðal fyrstu manna, sem kepptu í bruninu á föstudag. Hann var með beztan tíma 1:52.49 mín. þegar þrettán höfðu lokið keppni. En þá kom að Weirather. Hann keyrði brautina á ógnarhraða. Þar fór ekki milli mála að bezti maðurinn var i brautinni. Engin mistök og sigurinn var hans. Úrslit. 1. Harti Weirather, Aus. 1:52.21 2. S. Podborski, Kanada, 1:52.49 3. Franz Heinzer, Sviss 1:52.59 4. Toni Buergler, Sviss, 1:52.84 5. Peter Múller, Sviss, 1:53.05 Eins og áður segir hlaut Weirather 115 stig. Podborski 110 stig. Peter Múller varð I þriðja sæti með 95 stig. Haukarupp í 1. deildina Haukar tryggðu sér sæti i 1. deild- inni i körfuknattleik um helgina er þeir unnu úrslitakeppni 2. deildar. Þeir sigr- uðu Tindastól 95-73 o| KFÍ 85-72. Tindastóll sigraði svo KFl með 61-50. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.