Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 31
31 Utvarp DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ1981. Mads litli á við vandamál að striða sem veldur honuni hugarkvölum. ÞAÐ ER SVO MARGT í HENNIVERÖLD - sjónvarp kl. 21,15: LÍTILL STRÁKUR Á í SÁLRÆNU STRÍÐI — þrátt fyrir ást og umhyggju f oreldranna Oft eiga börn, sem eiga við það vandamál að stríða að væta rúmið, í miklu sálrænu stríði. Slíkt veldur þeim verulegum áhyggjum, oft hreinum sálarkvölum. í kvöld verður sýnt í sjón- varpinu danskt sjónvarpsleikrit um þetta efni. Það fjallar um lítinn strák, Mads að nafni, sem virðist hvorki skorta ást né umhyggju foreldra sinna. En hann á við þann vanda að glíma að væta rúmið sitt. Það veldur ekki aðeins honum áhyggjum heldur foreldrunum líka sem er umhugað um strákinn sinn. Þau vilja allt fyrir hann gera og það kemur að því að þau ákveða að leita ráða læknis. Og farið er með Mads litla á sjúkrahús til rannsóknar. Þetta er eitt af þeim lejkritum sem sumir kalla í frekar niðrandi tón „vandamálaleikrit”. Opinber kvik- myndaiðnaður á Norðurlöndum hefur mikið fengizt við þess lags kvikmynda- gerð eins og islenzkir sjónvarpsáhorf- endur kannast mæta vel við. Minni áherzla hefur aftur á móti verið lögð á hreinar afþreyingarkvikmyndir og einkaaðilum látið slíkt eftir. Leikritið er eftir Bille August sem einnig er leikstjóri. Dóra Hafsteins- dóttir er þýðandi. - KMU ' Mánudagur 9. mars 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Mánudagssyrpa — Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson. 15.20 Miödegissagan: „Litla væna Lillí”. Guðrún Guðlaugsdóttir les úr minningum þýsku leikkonunn- ar Lilli Palmer i þýðingu Vilborg- ar Bickel-ísleifsdóttur (4). 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Elly Ameling syngur ljóðasöngva eftir Franz Schubert. Dalton Baldwin leikur með á píanó. / Maurizio Pollini leikur Píanósónötu nr. 1 t fis-moll op. 11 eftir Robert Schu- mann. 17.20 Ragnheiður Jónsdóttir og bækur hennar. Guðbjörg Þóris- dóttir tekur saman. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Böðvar Guð- mundssón flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Úlfar Þorsteinsson skrifstofumaður tal- ar. 20.00 Bertold Brecht og söngljóð hans. Gisela May syngur lög eftir Weill, Dessau og Eisler við ljóð eftir Brecht; Kristin Anna Þórar- insdóttir les ljóðið „Til hinna óbornu” eftir Brecht í þýðingu Sigfúsar Daðasonar. Kristján Árnason flytur inngang og kynn- ingar. (Áður útv. í okt. 1971). 20.40 Lög unga fólksins. Hildur Eiríksdóttir kynnir. 21.45 Útvarpssagan: „Basilíó frændi” eftir José Maria Eca de Queiros. Erlingur E. Halldórsson les þýðingu sína (2). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíu- sálma. Lesari: Ingibjörg Stephen- sen(19). 22.40 Hreppamál — þáttur um mál- efni sveitarfélaga. Stjórnendur: Árni Sigfússon og Kristján Hjalta- son. 23.00 Kvöldtónleikar: Frá tónlistar- hátiðinni i Schwelzingen i júlí sl. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit út- varpsins í Stuttgart undir stjórn Paul Sachers og Blásarasveitin í Mainz. a. Metamorphosen (1945) eftir Richard Strauss. b. Fjórir þættir úr „Carmina burana” eftir Carl Orff. c. „Petite valse Eur- opéenne” eftir Jean Francaix. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 10. mars 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. . 7.15 Leikfimi. 7.25 Morgunpósturinn. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dag- bl. (útdr.). Dagskrá. Morgunorð: Haraldur Ólafsson talar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Böðvars Guðmundssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ferð- ir Sindbaðs farmanns. Björg Árnadóttir les þýðingu Steingrims Thorsteinssonar (2). 9.20 Leikfími. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Sjávarútvegur og siglingar. Umsjón: Ingólfur Arnarson. Rætt er við Emil Ragnarsson skipaverk- fræðing um athuganir tækni- deildar Fiskifélags íslands á olíu- notkun fiskiskipa. 10.40 Gítarkonsert eftlr Stephen Dodgson. John Williams leikur með Ensku kammersveitinni; Charles Groves stj. 11.00 „Áður fyrr á árunum”. Ágústa Björnsdóttir sér um þátt- inn. Lesinn verður „Þáttur af Þórunni Sigurðardóttur” eftir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi. 11.30 Morguntónleikar. Glenn Gould leikur Píanópartitu nr. 6 í e-moll ettir J.S. Bach. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12- ^réttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa — Jónas Jónasson. 15.20 Miðdegissagan: „Litla væna Lillí”. Guðrún Guðlaugsdóttir les úr minningum þýsku leikkonunn- ar Lilli Palmer í þýðingu Vilborg- ar Bickel-Ísleifsdóttur (5). 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. I Sjónvarp & Mánudagur 9. mars 19.45 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttirogveður. 20.25 Auglýsíngarogdagskrá. 20.35 Sponni og Sparði. Tékknesk teiknimynd. Þýðandi og sögu- maöur Guðni Kolbeinsson. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður Jón B. Stefánsson. 21.15 Það er svo margt í henni ver- öld. Danskt sjónvarpsleikrit eftir Bille August, sem einnig er leik- stjóri. Aðalhlutverk Mikkel Koch, Peter Schröder og Helle Merete Sörensen. Mads iitla virðist hvorki skorta ást né umhyggju foreldra sinna. En hann á viö þann vanda að etja að hann vætir rúmið sitt, og þar kemur að hann fer á sjúkrahús til rannsóknar. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nord- vision — Danska sjónvarpið). 22.05 Reikistjarnan Júpíter. Júpíter er 1300 sinnum stærri en jörðin. Þar geisa hrikalegir fellibyljir, eld- ingar leiftra og roða slær á himin- inn. Þessi breska heimildamynd lýsir þeim margháttuðu upplýsing- unt, sem bandarísk geimskip hafa aflað og visindamenn cru enn að vinna úr. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok. Sjónvarp BERT0LD BRECHT 0G SÖNGUÓÐ HANS — útvarp kl. 20: Varð f rægur fyrir Túskild- ingsóperuna í kvöld verður endurflutt dagskrá frá árinu 1971 um Bertold Brecht og söngljóð hans. Gisela May syngur þá lög við ljóð eftir Brecht og Kristín Bertold Brecht (1898—1956). Anna Þórarinsdóttir les Ijóð hans, Til hinna óbornu, sem Sigfús Daða- son þýddi. Inngang flytur Kristján Árnason og hann kynnir einnig at- riðin. Nafn Bertolds Brecht er vel þekkt hérlendis. Mörg af leikritum hans hafa verið sett hér á svið, má nefna Túskildingsóperuna, Góðu sálina í Sesúan og Púntilla og Matta. Brecht fæddist árið 1898, í Augs- burg í Þýzkalandi. í fyrri heimsstyrj- öldinni starfaði hann á hersjúkrahúsi en hann hafði lagt stund á læknis- fræði. Þar kynntist hann af eigin raun hvernig stríð var í raun og veru og átti það eftir að hafa mikil áhrif á hann. Árið 1933, þegar nasistar eru að komast til valda, flúði Brecht til Rússlands þar sem hann m.a. gaf út blað í baráttunni gegn nasistum. 1941 fór hann til Bandaríkjanna þar sem hann dvaldi næstu árin. Brecht hafði orðið fyrir marxísk- um áhrifum og koma þau fram í nokkrum verka hans, aðallega í þeim seinni. Brecht varð fyrst verulega þekktur er hann sendi frásér Túskild- ingsóperuna árið 1928 en hann notaði oft söngva í leikritum sínum, aðallega til dramatískrar áherzlu. Bertold Brecht lézt í Austur-Berlín árið 1956. -KMU Trésmíðaverkstæði— trésmíðavé/ar Til sölu trésmíðaverkstæði með góðum vélakosti í 300 ferm leiguhúsnæði. Til greina kemur að selja vélarnar sér. Vinsamlegast hringið í auglþj. DB í síma 27022 el tir kl. 13 fyrir 15. marz. H-505 Hárgreids/usto/an SPARTA ii horni Auslurbrimur <>/> Noriiurhrúnar fe. i Sími 31755 v y Opid verdur fermingardagana Tímapantanir Ctústa Hreins. - BrynilisXiudjónsil. VIDEO * * * * nen Kv VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásamt mynd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru til leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í mjög miklu úrvali i stuttum og löngum útgáfum. bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin. Walt Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- orðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease. God- father, Chinetown o.fl. Filmur til sölu og skipia. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga nema sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin) KVIKMYNDIR * ¥ ¥ ¥ |

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.