Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 3
3 DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR9. MARZ 1981. Háskóli íslands: Kosningar ti/ Stúdenta- ráös og Háskólaráös — Umbótasinnar hyggjast einbeita sér að málum sem snerta stúdenta beint en :vem Hringið's,,n® 2702? Electropower leiða dægurþras hjá sér 1578-9832 skrifar: Nú, Þegar líða tekur að kosningum í Háskóla íslands, en kosningar til Stúdentaráðs og Háskólaráðs fara fram 11. marz, hlýtur hinn almenni stúdent að spyrja sig nokkurra spurn- inga. Hann hlýtur að spyrja, hvernig hagsmunamálum stúdenta hafi vegnað, hvernig staðan í þeim málum er í dag og hver sé liklegt að hún verði eftir næstu kosningar. Svarið við fyrstu spurningunni er r Rauði kross Islands: Mikil þörf á sjálf- boðaliðum — til starfa við hin ýmsu verkefni Sjúkravinur hringdi: Mig langar til að spyrja konur sem hafa tima og einnig þær sem eru ein- mana: Vitið þið af kvennadeild Rauða krossins, þar er alltaf þörf fyrir konur á öllum aldri til starfa við bókasöfn, sölu, föndur og margs konar aðstoð við aldraða. Nú er sérstaklega mikil þörf fyrir sjálfboðaliða. Þar getið þið unnið frjálst og ánægjulegt starf sem veita mun ykkur lífsfyllingu. einfalt. Nær ekkert, sem til tíðinda getur talizt, hefur gerzt í baráttumál- um stúdenta um árabil. Nægir þar að nefna að stúdentar greiða margfalt verð i sínu mötuneyti á við verð í mötuneytum flestra starfsstétta, þeir borga háa leigu fyrir óíbúðarhæft húsnæði og hafa litla sem enga ánægju af málgagni sínu, Stúdenta- blaðinu. Ef við vikjum að stöðunni í dag er ljóst að báðar gömlu fylkingarnar, Vinstri menn og Vaka, vígbúast af kappi og hefðu ugglaust tekið upp gamalkunnugt karp sitt nú ef ekki hefði komið til ný vígstaða. Nýtt framboð Umbótasinnaðra stúdenta hefur litið dagsins ljós en að því standa menn úr öllum pólitískum flokkum, auk óháðra, þó að eðlilega fari mest fyrir miðjumönnum enda þeir afskiptir hingað til í stúdenta- pólitík. Þetta framboð hyggst einbeita sér að málum sem snerta stúdenta beint en leiða dægurþras hjá En hvað verður gert eftir kosning- arnar? Ljóst er að stúdentar vilja um- bætur en þeir hafa undanfarin ár ávallt hafnað Vöku sem valkosti í þeim efnum og engar líkur eru til þess Það líður að kosningum í Háskóla Is- lands. að annað gerist nú. Þvi er aðeins ein leið fær ef umbætur eiga að verða: Gerum veg Umbótasinnaðra stúdenta sem mestan í kosningunum næst- komandi miðvikudag. fjöllum Skíðamaður hringdi: Ég var á skíðum uppi í Bláfjöllum um síðustu helgi. Þegar hungrið fór að sækja á mig renndi ég mér að bil frá Aski sem var þarna á svæðinu. Þar sem ég er þar að snæðingi kemur að fólksvangsvörður svæðisins og tjáir mönnunum sem þarna voru að selja veitingar að þvi miður sé þeim ekki leyfilegt að selja þarna, vegna þess að búið sé að neita svo mörgum um leyfi til þess. Mér og fleirum finnst það ansi hart að missa þessa þjónustu og sjáum ekki hvern hún skaðar. GIRMOTORAR RAFMÓTORAR EIGUM JAFNAN TIL GÍRMÓTORA: Ýmsir snúningshraðar lns fasa: 3/4 - 1 1/2 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö RAFMÓTORA: 1400 - 1500 sn/mín. lns fasa: 1/3 - 3 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö Utvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Hartað banna veitinga- söluíBlá- dagsins ú---------------------------i Finnst þór að fara eigi fram almenn atkvæðagreiðsla um nýgerða samninga BSRB og ríkisins? (Starfsmenn Pósts og sfma vifl Austurvöll) Astrid Jensdóttir talsimavörður: Já, það finnst mér. Kristbjörg Rafnsdóttir lalsimavörður: Já, mér finnst að það ætti að fara fram atkvæðagreiðsla um þessa samninga. Jakob Tryggvason skrifstofumaður: Nei, mér finnst alls engin ástæða til þess. Lilja Úlfsdóttir skrifstofumaður: Já, er það ekki iýðræðislegast að láta fara fram kosningar? Hilmar Svavarsson tæknifulltrúi: Já, er það ekki lýðræðislegast að láta fara fram kosningar? Nils Axelsson tæknifulltrúi: Já, mér finnst það bæði eðlilegast og lýðræðis- legast aö fram fari atkvæðagreiðsla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.