Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. 1 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Ljótt tap Dortmund og vonin um UEFA-sæti dvínar frekar — Hamborg náði tveggja stiga forystu í Bundesligunni um helgina D Frá Hilmar Oddssyni, fréttaritara DBí Miinchen: Óvæntustu úrslitin í Bundesligunni í langan tima áttu sér stað á laugardag er Bayer Leverkusen tók meistara Bayern Miinchen í kennslustund og sigraði 3— 0. Sigurinn var fyrir margra hluta sakir merkilegur, m.a. þær að Leverkusen hafði ekki sigrað í síðustu 12 leikjum sínum og svo að öll mörkin komu á fyrstu 24 minútum leiksins. Það var Norðmaðurinn Lars Arne Ökland, í liði I.everkusen, sem stal gersamlega senunni gegn Bayern. Hann átti stór- leik og fékk 6 í einkunn hjá BILD fyrir frammistöðu sína. Ofan á ailt skoraði hann öll mörkLeverkusen. Það fyrsta á 4. mínútu af vítateig og siðan bætti hann öðru við á 19. minútu. Þrennuna fullkomnaði hann siðan á 24. minútu með skalla. Leikmenn Bayern vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið en hinir 16.000 áhorfendur í Leverkusen, út- borg Köinar, léku á als oddi. Að sögn þýzkra fjölmiðla var leikurinn mjög góður og aðeins vantaði betri frammistöðu Bayern til að hann yrði frábær. Við þessi úrslit náði Hamborg tveggja stiga forskoti i baráttunni um meistaratitilinn með sigri gegn Mönchengladbach, en hér koma úr- slitin: Leverkusen-Bayern 3—0 Hamborg-Gladbach 2—1 1860 Miinchen-Frankfurt 0—2 Bochum-Köln 1 — 1 Duisburg-Kaiserslautern 1—1 Karlsruhe-Núrnberg 4—1 Bielefeld-Dortmund 1—0 Shcalke04—DOsseldord 0—4 Stuttgart-Uerdingen 3—2 Hamborg náði tveggja stiga forskoti með sigri á Gladbach að viðstöddum 25.000 áhorfendum. Ivan Buljan náði forystunni fyrir HSV á 29. mínútu eftir homspyrnu Kaspar Hemering og á 42. mínútu bætti Eelix Magath öðru marki Hamborgar við eftir fyrirgjöf Memering. Hannes minnkaði muninn fyrir Gladbach á 70. minútu úr víta- spyrnu, en sigur Hamborgar var öruggur þrátt fyrir að Jakobs og Hrubesch lékju ekki með. Gengi Borussia Dortmund hefur verið slakt undanfarið og engin breyting varð á á laugardag. Þá mátti Dortmund þola 0—1 tap fyrir Bielefeld á útivelli. Bielefeld er neðst í Bundes- ligunni eins og er og hefur reyndar Sú svissneska í algerum sérflokki Svissneska stúlkan, Denise Biellmann, sigraði með nokkrum yfir- burðum i heimsmeistarakeppninni í listhlaupum á skautum í Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum á laugar- dag. Hún varð Evrópumeistari i Innsbruck á dögunum. í öðru sæti í keppninni á laugardag varð bandaríska stúlkan Elaine Zayak — rúmum þremur stigum á eftir þeirri svissnesku — en rétt á undan Claudiu Kristofics- Binder, Austurríki. í fjórða sæti varð Debbie Cottrill, LBretlandi. Fimmta varð Katarine Witt, Austur-Þýzka- landi, en finnska stúlkan Kristina VVeglius varð i sjötta sæti. Eyja-Þór aftur upp í 2. deild — eftir 13-12 sigur á Gróttunni Þórarar úr Eyjum tryggðu sér sæti sitt f 2. deildinni á nýjan leik er þeir sigruðu Gróttu 13—12 í sannkölluðum úrslitaleik i Eyjum á föstudagskvöld. Áður hafði Stjarnan tryggt sér sæti í 2. deildinni fyrir nokkru en jafntefli í þessari viðureign hefði að líkindum dugað Gróttumönnum til sætis í 2. deild eftir 18—18 jafntefli gegn Sljörnunni um fyrri helgi. Það var Herbert Þorleifsson, sem var stjarna Þórarar á föstudag. Hann Tap hjá Viggó og Gústa Svavars Viggó Sigurðsson og lið hans, Bayer Leverkusen, fékk skell á heimavelli sinum á laugardag, er Uðið mætti Grosswallstadt. Gestirnir sigruðu 17— 13, en önnur úrslit i Bundesligunni urðu þessi: Milbertsh.-Heppenheim 18—17 Kiel-Göppingen 18—16 Hiittenberg-Nettelstedt 18—14 Gunzburg-Hofweier 18—18 Gummersbach-Dietzenbach 23—16 -HO, Munchen. lék þarna sinn 100. leik með félaginu og að þeim loknum hefur hann skorað 303 mörk og 300. mark hans var einmitt 9. mark Þórs í leiknum. Herbert hefur leikið alla meistaraflokksleiki Þórs frá því félagið hóf að leika í deilda- keppninni 1976 — sannkallaður mátt- arstólpi. Herbert fór á kostum þegar mest reið á og skoraði 4 af 6 síðustu mörkum Þórara. Þór fékk óskabyrjun og komst í 5— 2, en skoraði síðan ekki mark í næstu 15 mínútur og Grótta lagaði stöðuna í 4—5 fyrir leikhlé. Strákarnir af nesinu mættu síðan tvíefldir til leiks í síðari hálfleiknum og komust í 10—7, en þá var komið að þætti Herberts, sem áður er lýst. Hann skoraði sigurmark Þórs er 44 sek. voru til leiksloka og þrátt fyrir ákafar tilraunir í þá átt tókst Gróttunni ekki að jafna metin. Mörkin. Þór: Albert Agústsson 5, Herbert Þorleifsson 4, Böðvar Bergþórsson 3, Óskar Brynjólfsson 1. Grótta: Sverrir Sverrisson 6, Jóhann Pétursson 3, Jóhannes Gunnarsson 2 og Gauti Grétarsson 1. Rétt er að geta markvarðanna hjá liðinum en þeir Sigmar Þröstur hjá Þór og Ragnar Halldórsson I marki Gróttu vörðu geysilega vel, báðir m.a. tvö vítaköst. -FÓVASSv. Þór og KR leika íkvöld Einn leikur fer fram i bikarkeppni HSÍ í kvöld. Mætast þá Þór og KR í Eyjum og hefst leikur liðanna kl. 201 ' vermt botninn í allan vetur. Það var Sackewitz sem skoraði eina mark leiksins á 78. mínútu. Atli Eðvaldsson var tekinn útaf á 65. mínútu en fékk á- gæta dóma fyrir leik sinn. Dortmund hrapaði við tapið úr 7. sæti í það 9. og vonirnar um UEFA-sætið eru orðnar litlar. Schalke 04 steinlá á heimavelli sínum fyrir Dússeldorf og kom tapið verulega á óvart eftir gott gengi liðsins undanfarið. Klaus Allofs kom Dússeldorf á bragðið á 13. minútu og bróðir hans, Thomas, bætti öðru marki við á 35. mínútu. Tvö mörk Weikl i síðari hálfleiknum innsigluðu öruggan sigur hinum 38.000 áhorf- endum til vonbrigða. Geysilegt fjör var i Stuttgart loka- kafla leiks heimamanna og Uerdingen. Strax á4. mínútu varði Höselbach víta- spyrnu Hans Múller, en Stuttgart náði forystu á 29. min. með marki Szatmari. Síðan kom ekki mark fyrr en á 72. mín., er Múller bætti öðru marki Stutt- gart við. Mínútu siðar svaraði Hofman fyrir Uerdingen og á 85. mínútu jafnaði hin 39 ára gamla kempa Sigi Held. Sælan varð þó skammvinn því Túfecki tryggði Stuttgart bæði stigin mínútu síðar. Nickel skoraði bæði mörk Frankfurt í Múnchen þar sem 32.000 áhorfendur horfðu á 1860 leika. Áhorf- endur eru oft lítið færri á leikjum 1860 en Bayern. Tony Woodcock skoraði mark Kölnar gegn Bochum fyrir hverja Blau svaraði. Manfred Dietz skoraði mark Bochum, en Melzer jafnaði fyrir Kaiserslautern. Wiesener skoraði fyrst fyrir Karlsruhe áður en Oberracher jafnaði fyrir Núrnberg. Mörk frá þeim Eder (sjálfsmark), Bold og Gross tryggðu Karlsruhe, sem tekið hefur geysilegt stökk að undanförnu, örugg- an sigur. í 2. deildinni léku bæði Homburg og Fortuna Köln. Fortuna sigraði Hannover 96 3—0 á sama tíma og Homburg steinlá heima fyrir Bayreuth 1—3. Gengi Fortuna er afar skrykkjótt — hreint óútreiknanlegt lið Staðan í Bundesligunni: Hamborg 23 16 4 3 53—25 36 Bayern 23 14 6 3 55—32 34 Stuttgart 22 11 6 5 44—31 28 Frankfurt 23 1 6 6 43—35 28 Kaiserslautern 21 10 6 5 39—35 26 Köln 23 9 7 7 41—35 25 Karlsruhe 23 7 10 6 36—40 24 Bochum 22 6 11 5 36—29 23 Dortmund 23 8 7 8 46—40 23 Gladbach 22 8 5 9 38—43 21 Duisburg 23 6 8 9 29—36 20 Leverkusen 22 5 9 8 31—34 19 Dússeldorf 23 6 7 10 42—47 19 Núrnberg 23 7 4 12 34—42 18 Uerdingen 23 6 5 12 36—46 17 1860 Múnchen23 6 5 12 32—47 17 Schalke04 23 5 6 12 33—63 16 Bielefeld 23 4 6 13 31—49 14 Sigi Held, sem lék með Þjóöverjunum í HM-keppninni í Englandi 1966, lætur ekki á sjá þrátt fyrir 39 ár að baki. og skoraði annað marka Uerdingen gegn Stuttgart. Brezka parið sigraði Enska parið Jayne Torvill og Christofer Dean frá Nottinham urðu heimsmeistarar i ísdansi á heimsmeist- aramótinu i Hartford í Bandarikjunum á föstudagskvöld. í öðru sæti urðu Irina Moisseeva og Andrei Minenkov, Sovétríkjunum og í þriðja sæti Judy Blumberg og Michael Seibert, Banda- ríkjunum. Sovézk pör urðu i fjórða og sjötta sæti en I .indariska parið, Carol Fox og Richard Dalley, i fimmta sæti. Karen Barber og Nicholas Slater, Rretlandi, i sjöunda sæti. FERÐAÞJÓNUSTA Á ÍSLANDI RÁÐSTEFNA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM12. MARZ1981 DAGSKRÁ Kl. 12.15—13.00 Hádegisverður í Víkingasal 13.00—13.30 Ávarp: Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra. Kristalssalur: 13.30— 14.00 Skilyrði til ferðaþjónustu á tslandi: Steinn Lárusson, for- maður FÍF. 14.00—14.30 Þáttur ferðaþjónustu í þjóðar- búskap tslendinga: Bjarni Snæ- björn Jónsson, hagfræðingur Ví. 14.30— 15.30 Framtíð ferðaþjónustu — möguleikar Íslands sem ferða- mannalands: Heimir Hannes- son, formaður Ferðamálaráðs, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf., Áslaug Alfreðs- dóttir, formaður SVG. 15.30— 17.30 Kaffi. Álmennar umræður. Ályktanir. 17.30 Ráðstefnuslit. Siuurður ÁslauK Vinsamlegast tilkynn- ið þátttöku til Verzl- unarráðs íslands í síma 11555. FEL ÍSL. FERÐASKRIFSTOFA VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.