Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. MARZ 1981. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Tottenham í undanúrslitin —og Ipswich, Man. City og Úlf arnir f ærðust skref i nær ef tir jaf ntef li í Nottingham, Liverpool og Middlesbrough. í 1. deild hef ur Aston Villa náð Ipswich að stigum Það var mikil spenna í 6. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardag. Aðeins Tottenham tryggði sér sæti í undanúrslitum en Ipswich, Man. City og Úlfarnir komust skrefi nær með þvi að ná jafntefli i útileikjunum erfiðu i Nottingham, Livcrpool og Middles- brough. Likurnar á því, að þessi lið komist í undanúrslit ásamt Tottenham eru mun meiri en áður. Exeter úr 3. deild stóð lengi vel í Tottenham á White Hart Lane í Lundúnum. Lék sterkan varnarleik og byggði síðan á skyndisóknum. Ekki tókst liðinu að skora og það var ekki fyrr en á 63. mín. að Lundúnaliðið skoraði. Varnarmaðurinn Graham Roberts skoraði þá með skalla og annar varnarmaður, Paul Miller, gulltryggði svo sigur Tottenham með marki tíu min. siðar. En lítum á úrslitin í 6. umferð. Everton-Man. City 2—2 Middlesbro-Wolves l —I Nottm. For.-Ipswich 3-3 Tottenham-Exeter 2—0 Það var hörkuleikur í Nottingham og metaðsókn á leiktimabilinu, tæplega 35 þúsund áhorfendur. Eftir aðeins 23 mín. stóð 0—2 fyrir Ipswich og liðið sterka frá Angliu virtist stefna á auðveldan sigur. Á 14. mín. sótti Alan Brazil að svarta bakverðinum Viv And- erson hjá Forest. Bakvörðurinn ætlaði að gefa aftur á Peter Shilton markvörð en tókst ekki betur en svo, að Paul Mariner náði knettinum. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir hann. 0—1. Á 23. mín. gaf Arnold Múhren knöttinn inn í vítateig Forest og vesalings Anderson skallaði i eigið mark. 0—2. Hann vár tekinn út af eftir leikhléið og Rar mondo Ponte, Svisslendingurinn snjalli fór í framlínuna. Gary Miils var færður aftur sem bakvörður. Ekki var Anderson tekinn út af vegna mistaka sinna. Hann meiddist á öxl. En þó staðan væri ljót gafst Forest ekki upp. Tókst að jafna fyrir hálfleik. Fyrra markið skoraði Trevor Francis, sem átti mjög góðan leik og hann átti einnig allan heiður af því síðara. Brauzt upp kantinn. Tætti vörn Ipswich í sundur áður en hann gaf á Colin Walsh, sem skoraði. Það var á fertugustu mín. Á 51. mín. náði Forest forustunni, 3—2, þegar dæmd var víta- spyrna á John Wark. Knettinum spyrnt í handlegg hans og þótti fréttamönnum það harður dómur. Robertson skoraði úr vítinu. Ipswich lagði allt í sölurnar til að jafna. Bakvörðurinn McCall var tekinn út af og sóknarmaðurinn O’Callaghan settur inn á. Eric Gates misnotaði gullið tækifæri til að jafna á 74. min. en á 82. mín. sendi Franz Thjissen knöttinn framhjá Shilton i markið með frábæru lágskoti. Knötturinn snérist inn í hornið án þess að markvörðurinn snjalli kæmi við nokkrum vörnum. Leikmenn Ipswich fögnuðu mjög og fleiri mörk voru ekki skoruð i þessum skemmtilega leik. Liðin leika á ný í Ipswich á þriðjudag. Liðin Nottm. Forest, Shilton, Ander- son (Ponte), Frank Fray, Burns, Gunn, Stewart Gray, Walsh, Mills, Wallace Francis og Robertson. Ipswich, Cooper, McCall (O’Callaghan), Mills, Osman, Butcher, Thjissen, Wark, Múhren, Gates, Mariner, Brazil. Leikurinn á Goodison Park var einnig bráðskemmtilegur. Man. City mun betra liðið framan af en Everton náði óverðskuldað forustu á 30. mín. þegar Peter Eastoe skoraði. Steve McKenzie hafði áður spyrnt knettinum í þverslá marks Everton — John Gidman náði knettinum af Reeves, miðherja City, gaf fram á Eastoe, sem skoraði. Gerry Gow tókst að jafna fyrir Manchester-liðið fyrir hlé. Á 49. mín. var dæmd vítaspyrna á Man. City. Miðvörðurinn Caton hélt Varadi innan vítateigs, þegar leikmaðurinn eldsnöggi — af ungverskum ættum — var að komast í færi. Trevor Ross skoraði úr vítinu en það var spenna þegar hann tók það. Everton hafði misnotað tvær vítaspyrnur í leiknum á undan — gegn Crystal Palace. Fyrirliði City, Paul Power, tókst að jafna sex mín. fyrir leikslok og mín. síðar var bakverði Everton, Kevin Ratcliffe, vísað af velli fyrir að slá Tommy Hutchison. Þannig skýrðu fréttamenn BBC frá atvikunum — hjá Reuter er hins vegar sagt, að bakvörðurinn hafi fyrst verið rekinn út af. Power jafnaði 60 sek. síðar. Liðin leika á ný á miðvikudag á Maine Road í Manchester. Úlfarnir byrjuðu vel í Middles- brough. Andy Gray skoraði eftir aðeins átta mín. með skalla eftir fyrirgjöf Mel Eves og sóknarloturnar buldu á vörn heimaliðsins. Jim Platt varði hins vegar mjög vel frá Eves og John Richards. Middlesbrough einum færri í 14. mín: David Armstrong meiddist en kom inn. á aftur. Leikurinn jafnaðist og írski landsliðsmaðurinn Terry Cochrane jafnaði. Mikil barátta var í rigningunni 1 síðari hálfleik en fleiri urðu ekki mörkin. Miðvörðurinn Berry bjargaði þó Úlfunum rétt undir lokin, þegaf knötturinn vaf á'leið í markið. Spyrnti frá og á þriðjudag ættu Úlfarnir r— þetta mikla bikarlið — að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Middlesbrough hefur aldrei unnið til verðlauna í 104 ára sögu félagsins. Villa náði Ipswich Deildaleikirnir féllu mjög í skugga bikarkeppninnar. Aston Villa náði Ipswich að stigum í 1. deild með sigri í Sunderland. Villa fékk óskabyrjun. Alan Evans skoraði eftir aðeins 90. sek. með skalla eftir fyrirgjöf Morley. A 20. mín. komst Aston Villa í 0—2. Dennis Mortimer, fyrirliði, skoraði eftir undir- búning Shaw og Cowans. Það virtist stefna í stórsigur Birmingham-liðsins gegn Sunderland, sem var með marga varamenn i liðinu sínu vegna meiðsla. En það varð ekki og í lokin voru leik- menn Villa fegnir, þegar dómarinn flautaði leikslok. Joe Hinnigan, bak- Viv Anderson, þar I enska landsliðs- búningnum, gaf Ipswich tvö mörk á laugardag. vörður, minnkaði muninn í 1—2 á 70. min. Síðan mikil barátta, en Villa varð fyrir áfalli í lokin. Miðvörðurinn sterki, Ken McNaught, borinn af velli. Úrslit í deildunum. 1. deild Brighton-Coventry 4—1 Leicester-Arsenal 1—0 Sunderland-A. Villa 1—2 Southampton-Man. Utd. 1—0 WBA-Crystal Palace 1—0 2. deild Bristol City-Grimsby frestað Cambridge-Bristol Rov. 1—3 Chelsea-Bolton 2—0 Notts. Co.-Luton 0—1 Preston-Orient 3—0 QPR-Blackburn 1—1 Sheff. Wed.-Derby 0—0 Shreswbury-Oldham 2—2 Watford-Cardiff 4—2 West Ham-Newcastle 1—0 Swansea-Wrexham 3—1 -3. deild Burnley-Fulham 3—0 Carlisle-Walsall 1—1 Charlton-Barnsley 1 — 1 Chester-Swindon 1—0 Chester field-Portsmo uth 3—0 Colchester-Huddersfield 1—2 Gillingham-Blackpool 3—1 Newport-Brentford 1 — 1 Oxford-Hull City 1 — 1 Plymouth-Sheff. Utd. frestað 4. deild Aldershot-Hartlepool 2—1 Bury-Peterbro 1—1 Crewe-Bradford 1—0 Halifax-Torguay 2—1 Lincoln-Doncaster 1 — 1 Mansfield-Southend 0—1 Port Vale-York 2—0 Scunthorpe-Bournemouth 1 — 1 Stockport-Northampton 1—2 Wigan-Rochdale 0—1 Wimbledon-Tranmere 2—1 Heldur betur er farið að halla undan fæti hjá Man. Utd. Tap í Southampton, þar sem Kevin Keegan skoraði eina mark leiksins á þriðju mín. Sjötti tapleikur United i röð á úti- velli og liðið hefur aðeins hlotið þrjú stig af síðustu 14 mögulegum. Með sama áframhaldi kemst það í fallhættu. Allan Ball lék að nýju með Dýrlingunum og átti góðan leik, 35 ára. Liðið hafði yfirburði framan af. Hefði þá átt að bæta við markatöluna. Það tókst hins vegar ekki og litlu munaði að Steve Coppell næði stigi fyrir United í lokin. Peter Wells varði hins vegar frá- bærlega frá honum. Leikmönnum United gengur illa að skora þrátt fyrir tvo landsliðsmiðherja. Joe Jordan og Gary Birtles. Liðið hefur aðeins skorað tvö mörk i síðustu átta leikjunum. Botnliðunum gekk vel á laugardag, nema Palace sem er svo gott sem fallið í 2. deild. Brighton vann stórsigur á Coventry á heimavelli. Mike Robinson skoraði tvívegis, Gordon Smith og Giles Stille hin mörkin. Leicester hefði náð báðum stigunum af Arsenal. Tommy Williams bakvörður skoraði eina mark leiksins. Bryan Robson skoraði sigurmark WBA — Alister Brown var einnig orðaður við það mark. í 2. deild skoraði David Cross eina mark West Ham gegn Newcastle. Það var á 2. mín. og nægði til sigurs. 29. mark Cross á leiktímabilinu. Luton vann óvænt í Nottinghan gegn County. Brian Stean skoraði eina mark leiksins. Spennan er mikil hvaða lið fylgja West Ham upp í 1. deild. Terry Curran hjá Sheff. Wed. fór illa að ráði sínu gegn Derby. Misnotaði vitaspyrnu og jafntefli varðO—0. Loks vann Chelsea. Walker og Mayes skoruðu. Malcoln Poskett, tvö og Luther Blissett, tvö, skoruðu mörk Watford. í 3. deild er Charlton efst með 48 stig. Rotherham hefur 45 stig, Huddersfield 45, Barnsley 43 ásamt Portsmouth, en Chesterfield og Burnley hafa 42 stig. Enski landsliðs- maðurinn Martin Dobson, áður Everton, skoraði tvö af mörkum Burnley á laugardag. Annar frægur kappi, Brian ,,Pop” Bobson, sem Sunderland hefur selt til Carlise, átti allan heiður af marki liðs síns gegn Walsall. í 4. deild er Southend efst með 55 stig. Lincoln hefur 51, Doncaster 43, Mansfield 41 og Aldershot 40. Ekki byrjaði Larry Lloyd vel hjá Wigan. Tap í fyrsta leiknum. Staðan er nú þannig: 1. deild Ipswich 31 19 10 2 62—25 48 A. Villa 32 21 6 5 55—27 48 WBA 32 15 11 6 44—30 41 Liverpool 32 13 14 5 65—37 40 Nottm. Ford. 32 15 9 8 49—33 39 Southampton 32 15 8 9 61—47 38 Arsenal 33 12 13 8 47—40 37 Tottenham 32 12 11 9 57—41 35 Man. Utd. 33 8 16 9 37—30 32 Everton 30 12 7 11 46—39 31 Middlesbro 32 13 5 14 45—44 31 Leeds 32 12 7 13 27—41 31 Man. City 31 11 8 12 42—43 30 Birmingham 32 10 10 12 42—48 30 Stoke 31 8 13 10 36—46 29 Coventry 33 10 8 15 39—55 28 Sunderland 33 10 7 16 41—42 27 Wolves 31 9 8 14 31—43 26 Brighton 33 10 5 18 41—57 25 Leicester 33 10 3 20 25 —49 23 Norwich 32 8 6 18 35—61 22 C. Palace 33 5 5 23 39—68 15 2. deild West Ham 33 22 7 4 63—26 51 Notts. Co. 32 14 13 5 42—30 41 Sheff. Wed. 32 15 8 9 42—30 38 Chelsea 33 14 9 10 46—31 37 Blackburn 32 12 13 7 34—26 37 Derby 33 12 13 8 48—43 37 Swansea 32 13 10 9 49—37 36 Grimsby 32 12 12 8 35—26 36 Luton 32 13 9 10 45—38 35 QPR 33 12 10 11 43—31 34 Cambridge 32 15 4 13 39—44 34 Orient 32 11 10 11 41—42 32 Watford 33 11 9 13 38—38 31 Newcastle 32 10 11 11 21—36 31 Bolton 33 11 6 16 50—53 28 Wrexham 32 9 10 1 13 309—37 28 Cardiff 33 10 8 15 36—48 28 Preston 32 8 12 12 31—48 28 Oldham 33 8 11 14 28—40 27 Shrewsbury 33 6 13 14 31—39 25 Bristol City 31 5 12 14 20—37 22 Bristol Rov. 33 3 12 18 27—52 1 8 -hsim. B0DDÍ-HLUTIR Eigum fyrirliggjandi bretti i eftirtaldar bifreiðar: Audi ’80, Passat, Golf, Fiesta, Cor- olla 20, Renault 4-5, M. Benz ’68- ’77, Saab 96-99, Volvo 144 ’67-’74, Volvo 244 ’75, Simra 1100 og 130, Old R. ’67-’77, Escort ’72-’77, Fiat 125p, 127, 128, 131 og 132, Lada 1200, BMW ’67-’74, 2ja dyra. Hurðarbyrði fyrir Lada og Fiat 127. Stuðarar og grill i margar gerðir o.fl. Varahlutir - Ármúla 24 - Sími 36510. Fjöleign hf. félag ahugamanna um fiúgrekstur hel'ur opr félagahugamanna um flúgrekstur hefuropnaðskril'stol'u aö Rauöarárstig 3I (áðurbilaleigan Falurl. Skrifstofan verður opin vikulega mánudaga til lostudaga. kl. 2-6 eftir hádegi. — Sinii 26822. Þeir sem enn óska eftir að gerast hluthafar geta siiúið sér til skril stofunnar og fengið þar algreiðslu. Einnig eru vcitlar allar upplýsingar um hel/.tu viðlangsefni lclagsins. Stjórnin. Verkstjóri - Frystihús Höfum verið beðnir að leita eftir verkstjóra í stórt frystihús á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar veita Gísli Erlendsson eða Sævar Hjálmarsson. n njrekstrartækni sf. U SiSumúla 37 - Sími 85311 Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Gjöf Jóns Sigurðssonar Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar hefur lil ráðstöfunar á árinu 1981 um I30 þús. kr. Samkvæmt reglum skal verja fénu lil ..vcrðlauna fyrir vel unnin vísindaleg rit, og annars kostar til þess aðstyrkja útgáfur merkilegra heimildarrita". Heimilt er og að „verja fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa visindarit i smíðum". Öll skulu rit þessi „lúta aðsögu Islands. bókmenntum þess, lögum. stjórn og framförum". Verðlaunanel'nd Gjal'ar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér meðeftir umsókn- um um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stílaðar til verðlaunanefnd- arinnar. ogsendar forsætisráðuneytinu. Stjórnarráðshúsi. I0I Reykjavik. fyrir l. maí 1981. Umsóknum skulu fylgja rit. rilgerðir eða greinargerðir um rit í smiðum. Reykjavík i marsmánuði 1981. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar. Magnús Már Lárusson Óskar Halldórsson Þór Vilhjálmsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.