Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 09.03.1981, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. MARZ 1981. Með dauðann á hælunum Spennandi, ný bandarísk kvikmynd, tekin í skíðapara- dís Colorado. Aðalhlutverk: Britt Ekland, Eric Braeden Sýnd kl. 5,7 og 9 Bönnuð innan14 ára Brubaker Fangaverðirnir vilja nýja fangelsisstjórann feigan. Hörkumynd með hörkuleik- urum, byggð á sönnum at- burðum. Ein af beztu mynd- um ársins, sögðu gagnrýn- endur vestanhafs. Aðalhlutverk: Rohert Redford Yaphet Kotto Jane Alexander Sýnd kl. 5,7.15 og 9.30. Bönnuð börnum. Hækkað verð. ■BORGARv DáOið MM0AIVC04 1 HOf SIMI4U01 Ný hörkuspennandi mynd um ævintýramanninn Harry Black og glæpamenn sem svifast einskis til að ná tak- marki sínu. Leikstjóri: Henry Neill Aðalhlutverk: Vic Morrow Charlotte Rampling Caesar Romero Vlctor Buono íslenzkur texli Bönnuð innan 14 ára Sýnd kl. 5,7,9og II. Nú kemur „langbeztsótta” Clint Eastwoodmyndin frá upphafi: Viltu slást? (Every Whlch Way But Loose) Hörkuspennandi og bráð- fyndin, ný, bandarísk kvik-| mynd í litum. Aðalhlutverk: Clint Eastwood Sandra Locke og apinn Clyde ísl. texti. Bönnuð innan 12ára. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.15. Hækkað verð. Greifarnir (The Lords of Flatbush) íslenzkur texti Skemmtileg, spennandi og fjörug ný amerísk kvikmynd í litum um vandamál og gleði- stundir æskunnar. Aðalhlut- verk: Perry King, Sylvester Stallone, Henry Winker, Paul Mace. Sýnd kl. 5,9og 11. Aukamynd frá rokktímabil- inu með Bill Haley og fleir- um. Midnight Express Heimsfræg verðlaunakvikmynd. Sýnd kl.7. Bönnuð innan 16 ára. íslenzkur texti 1UGARÁS i=ira Simi3207S Seðlaránið Ný, hörkuspennandi saka- málamynd um rán sem framið er af mönnum sem hafa seðlaflutning að atvinnu. Aðalhlutverk: Terry Donovan og Ed Devereaux Sýnd kl. 5,9.10og 11. Bönnuð innan 16 ára íslenzkur texti Blúsbræðurnir Fjörug og skcmmtileg gaman- mynd. Aðalhlutverk John Beluchi Sýnd kl. 7. iÆURBÍÍ* ^fcT-r.r-^ Sim, 50 } 84 , Olíupallaránið Ný, hörkuspennandi mynd, gerð eftir sögu Jack Davies. ,,Þegar næstu 12 tímar geta kostað þig yfir 1000 milljónir punda og lif 600 manna, þá þarftu á að halda manni sem' lifir eftir skeiðklukku.” Aðalhlutverk: Roger Moore, James Mason og Anthony Perkins. íslenzkur texti Sýnd kl. 9. Dagblað án ríkisstyrks BIAÐIÐ fijálst, úháð dagblað Fílamaðurinn Stórbrotin og hrifandi ný ensk kvikmynd sem nú fer sigurför um heiminn — Mynd sem ekki er auðvelt að gleyma. Anthony Hopkins John Hurt o.m.fl. íslenzkur texti. Sýnd kl. 3,6,9 og 11.20. Hækkað verð. -------B-------------- Hettu- morðinginn Hörkuspennandi litmynd, byggð á sönnum atburðum. Bönnuð innan 16ára. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05,9.05 og 11.05. Hershöfðinginn The General, frægasta og tal- in einhver allra bezta mynd Bustcr Keaton. Það leiðist engum á Bustcr Keaton-mynd Sýnd kl. 3,5,7, 9og 11. TÓNABÍÓ Simi J 1 1 82 HAlR HAiR HAlR Hárið „Kraftaverkin gerast enn . . . Hárið slær allar aðrar myndir út sem við höfum séð ...” Politiken „Áhorfendur koma út af myndinni í sjöunda himni . . . Langtum betri en söngleikurinn. ★ ★★★★★ B.T. Myndin er tekin upp í Dolby. Sýnd með nýjum 4 rása Star- scope stereotækjum. Aðalhlutverk: John Savage Treat Williams Leikstjóri: Milos Forman D. Maurarfkið Spennandi litmynd, full af óhugnaði, eftir sögu H.G. Wells, með Joan Collins. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15,9.15 og 11.15. Mánudagsmyndin Picture Showman Afbragðsgóð áströlsk mynd um fyrstu daga kvikmynd- anna. Gullfalleg og hrifandi. Mynd sem hefur hlotið mikið lof. Leikstjóri John Power. Síðasta sinn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÍIKÍL Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Meistarinn Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. C Útvarp Sjónvarp REIKISTJARNAN JÚPITER - sjónvarp kl. 22,05: DAGURINN ÞAR ER 10 KLST. LANGUR í kvöld verður sýnd í sjónvarpinu brezk heimildamynd um plánetuna Júpíter. Myndin er byggð á þeim upplýsingum sem bandarísk geimför hafa aflað að undanförnu og vísinda- mennvinna nú úr. Júpíter er stærsta reikistjarnan í okkar sólkerfi. Massi Júpíters er 316 sinnum meiri en massi Jarðar og stærðin 1300 sinnum meiri. Umferð- artíminn umhverfis sólu er 11 ár og 315 dagar en hver dagur á Júpíter er ekki nema um 10 klukkustunda lang- ur. Vitað var um 11 tungl umhverfis Júpíter áður en bandarísku geimförin lögðu upp í langferð sína en ekki er að vita nema fleiri hafi fundizt nýlega vegna þeirra upplýsinga sem fengizt hafa frá geimförunum. Júpíter er með bjartari reikistjörn- um. Aðeins Venus og stundum Marz sjást betur frá Jörðu. - KMU Könnuði I skotið á loft frá Kennedy- höfða. Nokkru seinna var Könnuður II sendur á loft en geimförin eru nú á ferð um víðáttur geimsins. MEÐVITUÐ VIKK- UNÁPERSÓNU Ný slagsmálamynd með Clint Eastwood Every Which Way But Looso (Viltu slást?) Leikstjóri: James Fargo Lelkendur: Clint Eastwood, Sondra Locke, Geoffrey Lewis, Beverly d'Angelo og apinn Clyde Sýningarstaður AusturbœjarbkS Clint Eastwood hefur undanfarin ár reynt mikið til að losna úr sínu hefðbundna hlutverki sem hinn þögli, einmana, fortíðarlausi aksjón- maður. Einhvern veginn finnst mér það dapurleg skipti að þurfa að fá hann í glórulausum gamanmyndum, en hvað um það. Viltu slást? er East- wood framleiðsla, leikstýrð af James Fargo, sem er nokkurs konar per- sónulegur leikstjóri Eastwoods. Viltu slást? er frekar venjuleg kvik- mynd, sem þó veitir allverulega af- þreyingu. Að mörgu leyti minnir þessi mynd mig á siðustu kvikmyndir Burt Reynolds, t.d. Smokey and the Bandit. Hér er sami hrossahúmorinn við völd og í bakgrunninum glymja kántrí ballöður. Óborganlegir brandarar Viltu slást? fjallar um götuboxara að nafni Philo. Líkt og í einföldustu kántrí ballöðum fjallar myndin um, að Philo verður ástfanginn af stúlku sem vill ekkert með hann hafa. Philo er maður sem er fljótur að verða sér úti um óvini og þegar hann ákveður Kvik 1 myndir að elta hina heittelskuðu þá verða margir til að reyna að setja stein í götu hans (eða kúlu í hausinn). Inn í margbrotinn eltingaleik fléttast svo bezti vinur Philo og api nokkur, Clyde að nafni. Meginpart þessa einfalda sögu- þráðar er kvikmyndin oft mjög fynd- in.Gamansemin snýst nú ekki mikið um Eastwood, en þó sýnir hann nokkur tilþrif.aðallega er grínið byggt í kringum hinn óborganlega apa Clyde. Clyde þessi stelur á tíðum senunni og sýnir oft næstum mann- lega vitsmuni. Aðrir leikarar eru kunnar týpur, en eitt er furðulegt, hversu margir af leikurum myndar- innar eru fastir kunningjar úr East- wood-myndum. Ég nefni sem dæmi um þetta Geoffrey Lewis. Hann er í allflestum Eastwood-myndum sem ég Philo og Clyde. Clint Eastwood er til hægri. hef séð og er hann ávallt velkominn í allar kvikmyndir. Skemmtun Fyrir Alla Fjölskylduna Það eru engin sérstök snilldartil- þrif sýnd í þessari kvikmynd, en allt er þó gert hnökralaust. Eins og vera ber með gamanmyndir rennnur Viltu slást? áreynslulaust áfram, hvergi dauðan punkt að finna. Mörgum kann eflaust að þykja húmorinn í myndinni lítt vitsmunalegur, en hann er sem betur fer af því tagi að ekki er hægt að venjast hlátri. Einsog ég hef áður getið er það apinn Clyde sem á köflum bjargar myndinni og óhætt er að segja að hann er frábær. Clint Eastwood hefur lengi verið einn af uppáhalds karlrembusvinum mínum og er gaman að vita tii þess, að hann sé að reyna að víkka sína persónu á hvita tjaldinu. Sennilega verð ég að bíða eftir mynd hans Broncho Billy til að geta dæmt um tilraunir hans. Það ætti að vera öllum augljóst að Eastwood er að reyna að víkka persónu sína, enda færist aldurinn yfir hann eins og aðra, því væri það miður ef hann mætti ósveigjanleika aðdáenda sinna við þá tilburði. Á skalanum 1 til 10 gefur Viltu slást? lága tölu sem Eastwood-mynd, en ef gefa á einkunn fyrir afþreyingu og gamansemi fær myndin tölu sem nálgast mun meira tveggja stafa töl- una. Ef undan er skilið ofbeldið, er kvikmyndin að mörgu leyti lík Disneymyndum. Svipað og margar Disneymyndirnar er Viltu slást? óborganleg afþreying og víst er, að enn á ný er hægt að heimsækja Austurbæjarbíó til að hlæja af sér höfuðið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.