Dagblaðið - 20.03.1981, Síða 16
Guðrún Svava ásamt myndum og fiðrildi. (DB-mynd Einar Ólason frá Húsavik)
heillegasta sýning sem Þorbjörg
hefur haldið. Glíman við gömlu
meistarana hefur liðkað hana alla og
margar myndir hennar eru gerðar
með leikandi léttu hugarfari sem
smitar út frá sér.
Slyngur
sáttasemjari
Hin harða geómetría virðist hvergi
sem kækur eða uppáþrengjandi stíl-
Myndlist
AÐALSTEÍNN
INGÓLFSSON
RAUNSÆI í NÁLÆGD OG FJARLÆGÐ
bragð, heldur gegnir hún sínu hlut-
verki í hverri mynd. Einna mest
fannst mér til tveggja „gólf”-mynda
hennar koma, í hólf og gólf (nr. 9)
og Gólf við sundin (nr. 10), en þar
sýnist mér Þorbjörg gerast slyngur
sáttasemjari milli veru og óveru,
afstrakt forma og áþreifanlegra
hluta. Meira af slíku, takk.
Myndir Guðrúnar Svövu skiptast í
tvennt, í stakar myndir og myndraðir
um frelsið. Nokkur stök málverk
hennar hafa áður verið til sýnis, en
þau eru af fjölskyldu hennar og vin-
um við ýmis tækifæri, elskulegar
minningar fremur en stórar yfirlýs-
ingar um lífið og listina.
Þær er hins vegar að finna í mynd-
röðum hennar, eins og áður hefur
verið vikið að. Mig minnir að kím
þessara mynda hafi verið að finna á
samsýningu í SÚM fyrir þremur
árum, en þar sýndi Guðrún Svava
teikningar af höndum og blómum.
Þá hrifust margir, þ.á m. undirrit-
aður, af einföldum'líkingum hennar
og hvernig hún fylgdi þeim eftir.
Þokki þeirra mynda réðst m.a. af
smæð þeirra og hinni fíngerðu teikn-
ingu.
Af mikilli dirfsku hefur Guðrún
Svava nú stækkað þessi smáljóð sín
upp í hetjukvæði og bálka og þótt ég
dáist að hugrekki hennar, þá er ég
ekki viss um að táknmál listakon-
unnar standi undir þessum stærðum.
Á gangi um sýninguna fann ég áhuga
á stóru röðunum dvina strax eftir
fyrstu yfirferð, en litlu raðirnar héldu
aðdráttarafli sínu. Prófi nú hver á
sjálfumsér. -AI.
Sýning Guðrúnar Svövu og Þorbjargar Höskuldsdóttur að Kjarvalsstöðum
Það má ávallt reiða sig á að finna
gamlar og góðar malerískar dyggðir
á sýningum þeirra Þorbjargar Hösk-
uldsdóttur og Guðrúnar Svövu
Svavarsdóttur, hvort sem þær sýna
einar sér eða saman, eins og nú að
Kjarvalsstöðum (til 29. mars nk.).
Báðar meðhöndla þær pentskúf og
blýant af mikilli leikni, skírskota til
staðreynda eða veruleika sem áhorf-
andinn telur sig þekkja, eða a.m.k.
kannast við, og báðar byggja þær
myndir sínar upp skýrt og skil-
merkilega.
Þótt myndlistarleg sjónarmið
þeirra virðist í fyrstu býsna ólík, þá er
ýmislegt líkt með verkum þeirra ef
grannt er skoðað. Raunsæi Guðrúnar
Svövu, svo harðsoðið sem það sýnist
úr fjarlægð, er í raun og veru ákaf-
lega ljóðrænt. Útlinur allar eru
mjúkar, litirnir mildir og sjónhorn
listakonunnar er yfirleitt þess eðlis að
áhorfandanum detta í hug ýmsir
túlkunarmöguleikar, sem er einkenni
á ljóðrænu margræði.
Draumar og
veruleiki
Að því leyti eiga þær vel saman,
Guðrún Svava og Þorbjörg, þar sem
sú síðarnefnda,hefur nánast sérhæft
sig í ljóðrænum draumsýnum. Jarð-
bundin og raunsæ er Þorbjörg hins
vegar i skopskyni sínu.
Einnig má greina skyldleika með
inntaki margra verka þeirra beggja.
Mestan metnað leggur Guðrún Svava
i —
í myndraðir, stórar og smáar, um
frelsið. Þar notar hún tákn eins og
blóm og fiðrildi fyrir allt sem lifir
frjálst og eðlilega, en rimlar og
krepptir hnefar eru fyrirboðar kúg-
unar og ófrelsis. Þorbjörg fer að vísu
ekki eins bókstaflega í sakirnar, en
þó finnst mér alls ekki úr vegi að líta
sömu augum á hinar skörpu and-
stæður í verkum hennar,
einstrengingslega reglustikun á móti
lifandi náttúru og mannlífi, — sem
yfirlýsingar um frelsið og lofsöng um
allt sem gengur þvert á þaulskipulag
nútimans.
Að stríða listjötnum
Myndir Þorbjargar eru annars
afrakstur Ítalíuferðar á Menningar-
sjóðsstyrk og eru þær uppfullar af
ítalskri endurreisn, sérílagi Michel-
angeló og Leónardó. Hún hefur þann
hátt á að fá að láni búta úr verkum
þeirra og fella þá inn í nýtt samhengi.
Þetta er góð og gild súrrealísk aðferð
sem Þorbjörgu tekst mætavel að nota
sér i sumum myndum sínum. Hinar
vígreifu mannverur Michelangelós
verða skelfing melódramatiskar
þegar þær eru komnar á þann stað
sem Þorbjörg hefur valið þeim, og
kannski er það einmitt ætlun hennar
að stríða þessum ofurmennum listar-
innar svolítið. Aðrar myndir af þessu
tagi virðast fremur gerðar af skyldu-
rækni en nauðsyn, svona til að kvitta
fyrir sig.
Ef á heildina er litið, er þetta ein
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2Ó. MARZ 1981.
Menning
Menning
Menning
Menning
Verkalýðsins sveit
Tónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins (Háskóla-
b(ói 14. mars.
Stjórnandi: Ellert Karlsson.
Hungurlús
Þegar líður á góu hefst að venju
vorvertíð áhugahópa í hljóðfæraleik
og söng sem sýna afrakstur vetrar-
starfsins. Lúðrasveit verkalýðsins
hélt árlega tónleika sína í Háskóla-
bíói síðastliðinn laugardag.
Dæmigert er það, að þegar lúðrasveit
hyggst halda hljómleika í Reykjavík
er ekki í annað hús að venda en Há-
skólabíó. Þess ber að vísu að geta að
eina hljómsveitartegundin sem nær
að hljóma sæmilega í því húsi, er ein-
mitt lúðrasveit, en tæplega er það þó
á fátæka lúðrasveit leggjandi að
þurfa að leigja eitt dýrseldasta hús
landsins undir tónleika. I Reykjavík
er samt ekki um annað að velja.
Músíkpavillon á Klambratúni, sem
rætt var um fyrir tveimur áratugum
reyndist skipulags- og kosningabrella.
Höfuðborgin sjálf státar ekki nema
af þremur lúðrasveitum og er að
líkindum einna neðst á lista yfir þau
sveilarfélög sem lúðrasveitastarfsemi
styrkja, ef mælt er í krónum.
Höfuðborgin veitir lúðrasveitununr
lúsarstyrk, en fær í staðinn tvær
spilamennskur á ári og ætla ég að það
sé einhver ódýrasta þjónusta sem hún
kaupir. Manni liggur því við að
hrópa bravó, þegar lúðrasveit heldur
tónleika í Háskólabíói þrátt fyrir
allt.
Af sem áður var
Lúðrasveit verkalýðsins blés á
laugardaginn dæmigerðan lúðrasveit-
arkopsert eins og nú gerist. Á efnis-
skránni var til dæmis aðeins eitt
íslenskt lag, ef frá er talin syrpa af
lögum eftir Jón Múla Árnason.
íslenskar lúðrasveitir leggja litla rækt
við innlenda hefð í leik sínum og
aðeins tvær lúðrasveitir hafa afrekað
það að flytja frumsamin tónverk að
því er ég best veit. Sú var þó tíðin að
Lúðrasveit verkalýðsins lagði allra
lúðrasveita mest rækt við íslensk lög.
En nú byggjast efnisskrárnar að
miklu leyti á fremur léttu fóðri,
vesturheimsku, eða í vestrænum stíl.
Oft á tíðum vinsælir slagarar sem
verða hvorki popp né lúðramúsík í
meðförum lúðrasveitar. Undan-
tekning frá reglunni var þó bitlalagið
Yellow Submarine. Ég þóttist kenna
þar handbragð Arthur Wilkinsons,
útsetjarans snjalla sem tókst að
bregða lögum Bitlanna í allra
kvikinda iíki.
Og „Nallann" vantaði
Leikur Lúðrasveitar verkalýðsins
var býsna skemmtilegur á að hlýða,
þótt efnisskráin þætti mér heldur af
þynnri endanum. Hún réð vel við
verkefni sitt, er orðin léttleikandi og
leikur hreint. En framfarirnar og
öryggið hafa orðið á k'óstnað
kraftsins. Það vantar snerpu í leikinn
og styrkleikabrigði eru lítil sem
engin. En sveitin, sem er að mestu
leyti skipuð ungum og bráðefnilegum
blásurum, með fáeinum gömlum og
reyndum jöxlum í bland, ætti með
góðri vinnu að geta orðið að fyrir-
taks lúðrasveit á skömmum tíma, til
þess hefur hún alla burði. En til þess
að viðhalda anda nafns síns finnst
mér að hún ætti að halda fast við að
spila „Nallann” (eins og lnterna-
sjónalinn nefnist á lúðrasveitarmáli)
eða einhvern annan viðurkenndan
verkalýðssöng bæði í byrjun og lok
hljómleika sinna. Annars getur hún
vart talist verkalýðsins sveit. -EM.
Richard Strauss - „ánægjuhrollurinn
hrislast niður hrygginn”.
Tónlist
‘Tónloikar Sinfóníuhljómsveitar íslands ( Há-
skólabíói 1Z mars
Stjórnandi: Gilbort I. Lovino.
Einleikari: Horbort Baumann.
Efnisskrá: Wolfgang Amadous Mozart:
Forloikur að Töfraflautunni; Richard Strauss:
Hornkonsort nr. 2 í Es-dúr; Antonin Dvorak;
Sinfónía nr. 7 í d-moll.
Að æra upp í
manni sultinn
Mörgum tóniistarunnandanum er
það jafngildi heilags sakramentis að
njóta Töfraflautunnar. Forleikurinn
kemur þá í stað þess að draga skó af
fótum sér áður en athöfnin sjálf
hefst. Svo yndisleg músík sem for-
leikurinn er, finnst mér samt að hann
standi ekki nægilega vel, sjálfur og
einn. Eða réttara sagt!— að fá for-
leikinn einan, og annað ekki, sé til
þess eins að æra upp í manni sultinn.
Jón Múli, — syrpa hans í meðförum lúðrasveitar.
Hljómsveitin lék Töfraflautuforleik-
inn agað og skipulega og kom
flestum atriðum vel til skila. En
leikur hennar var full stífur til að
kitla eyru min að marki.
Þegar ánægjuhroll-
urinn hrtslast niður
eftir hryggnum
Hápunktur kvöldsins var horn-
leikur Hermanns Baumann. Það er
stórkostlegt að heyra hvernig hann
aðlagar hina gömlu tækni stopp-
hornsins að leik á hið nútímalega tvö-
falda horn. En ekki er það tæknin ein
sem hrífur — öll atriði leiks
Baumanns eru heillandi og eiga sér
vart hliðstæðu. Það er svo sannar-
lega munaður að fá gest sem veldur
-því að ánægjuhrollurinn hríslast
Baumann og
Sinfónían
niður eftir hryggnum á manni við að
hlýða á leik hans. Jafn jákvæður
maður og Baumann hefur líka smit-
andi áhrif á félagana. .Þannig áttu
kollegarnir í hornunum sinn besta
leik í vetur og hljómsveitin i heild
sína bestu tilraun við tónlist Richards
Strauss.
Mættisætari vera
Lokasennan stóð við sjöundu
Dvorak. Tviefid eftir góðan leik í
Strausskonsertinum lagði hljóm-
sveitin til atlögu við þessa mögnuðu
sinfóníu. Glíman við Dvorak fór
vel. Hljómsveitin hefði að visu mátt
leika hana heldur sætar, sérstaklega
blásararnir. Þannig er Dvorak leikinn
af löndum sínum og engin goðgá þótt
við líkjum ögn eftir þeim þegar við á.
Gilbert Levine er enn á ný mættur
á pallinn. Ekki fer það fram hjá
neinum að þessi dugmikli stjórnandi
hefur öðlast virðingu hljóm-
sveitarinnar. Hann hefur lag á að ná
út úr henni ótrúlega miklum og
góðum hljómi þótt stundum kosti
það helst til of mikla spennu í leik. En
hann tekur verkin sínum eigin tökum, og
stefna hans virðist falla vel að leikmáta
hljómsveitarinnar. -EM.