Dagblaðið - 10.04.1981, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981.
.1
Mannólar:
Niðurbinding á sál og líkama
Pönktónlist:
Ekkert
nema
frumstætt
öskur út
floftið
— eftir að mesta hellan
erfarin úreyrunum
þá komið þið til með
að kunna að meta
diskótónlist
Magnús, Birgir og Samúel hringdu:
Kæru öskuráhugamenn og aðrir
heilalausir aðdáendur pönktónlistar
ef hægt er að kalla pönk tónlist.
Okkur hefur lengi langað til að
senda þetta bréf en ekki þorað
vegna hættunnar á aðkasti frá vissum
aðilum. Það hefur lengi þótt flott að
hlusta á pönk sem er ekkert annað
en misheppnuð tilraun misheppnaðra
tónlistarmanna til að draga að sér
athygli.
Við erum ákafir aðdáendur
diskótónlistar, þar teljum við allt það
bezta sem á boðstólum er um þessar
mundir koma fram.
Hvernig væri að hætta aðeins að
hlusta á þessa öskurapa. Við erum
vissir um að eftir að mesta hellan er
farin úr eyrunum þá komið þið til
með að kunna að meta diskótónlist
sem er hin eina sanna tónlist.
Bræðurnir Gibb verða ekki kenndir
við pönktónlist né heldur eru þeir
dæmigerðir fulltrúar diskótónlistar
eins og hún er um þessar mundir. En
engu að siður hefur diskóbylgján
skolað þeim þangað sem þeir eru nú.
— „eftir útlendum sið apar sig skoff ínið og segist dóttir sjóla”
J.P. skrifar:
Mannólar: Niðurbinding á sál og
líkama.
Síðasta afrekið hjá ráðamönnum
umferðarmála er að gera gælur við
að fá þingmenn til að samþykkja
niðurbindingu á fólki í bifreiðum.
Þetta er talið komið í lög einhvers-
staðar úti í heimi og „eftir útlendum
sið apar sig skoffínið og segist dóttir
sjóla” segir í ljóðinu. En hvergi í
heiminum mun vera Iögboðin niður-
binding þar sem hámarkshraði er
aðeins 70 km á klst. í flestum til-
vikum og miklu lægri í þéttbýli.
Þessir menn virðast ekkert hafa heyrt
um það að bannað er í öðrum
löndum að hafa búfé á vegunum og
liggja stórsektir við. Ekki virðast þeir
háu herrar heldur telja það nokkurs
vert að skrá hverja bifreið sem til
landsins kemur með ákveðnu númeri
sem hún heldur svo þar til hún er af-
skráð og margt fleira má telja, sem til
bóta mætti gera en ekki er hreyft við.
Mannólarnar, sem sumir kalla bíl-
belti, en er algert rangnefni vegna
þess að því nafni heita belti á snjó-
bílum, voru á sínum tíma samþykkt
að tillögu þingmanns nokkurs, sem
varð fyrir slysi en talið var að það
hefði orðið fyrst og fremst vegna
slæmrar merkingar á hættulegum
stað. Þá var og álitið að slysið hefði
orðið minna ef fólkið hefði verið
bundið við bílinn. Siðan þetta gerðist
hefur mikið vatn runnið til sjávar og
sumt meira en litið gruggugt. Nú á að
gera atlögu að þessum málum á ný og
skipa fólki að binda sig niður með
þessum andstyggilegu ólum. Síðan
verður svo, þegar í ljós kemur að
þetta er svo tilgangslaust og getur í
sumum tilfellum verið hættulegt, að
lögbjóða fólki sem ferðast í bílum að
vera með hjálm á höfði og þar næst í
brynju og er hvort um sig sennilega
gagnlegra en ólarnar. Ef ekið er með
allt öðrum hætti en lög og reglur
segja til um má liklegt telja að
stundum geti ólarnar dregið úr
slysum á fólki en ef ekið er á eðli-
legan hátt eru þær sem betur fer
gagnslausar því á þær reynir ekki, og
geta þar að auki verið hættulegar. í
„rally” akstri og öðrum slíkum er
enginn vafi á að mannólar, hjálmar
og brynjur geta verið nauðsynlegar
en í venjulegum akstri ekki sem betur
fer.
Ef ökukennslan í ríkisfjölmiðlun-
um og í hinum ríkisstyrktu blöðum á
að vera í formi „rally” aksturs og
teljast til íþrótta þá er þessi varúð
áríðandi en ef þessir áhrifamiklu
miðlar sneru hins vegar af villu síns
vegar og færu að kenna hvernig á að
aka bifreið þá mundu umferðarmálin
smátt og smátt þokast í rétta átt. Þótt
það óhapp gerðist að mannólarnar
yrðu lögboðnar verða þar gerðar ótal
undantekningar og frávik og það
þarf að sjálfsögðu stóraukna lög-
gæzlu til að fylgjast með því að
lögum og reglum sé hlýtt. En það
þarf ekki að spara þann kostnað því
honum má jafna niður á bíleigendur
og hann fer ekki inn í vísitöluna.
Ótal margt fleira má segja um hin
fáránlegu umferðarmál hér á landi en
nú er sennilega kominn tími til að
bregða plötu á fóninn.
Bréfritari vill kalla bílbeltin mannólar.
Spurning
dagsins
Hver er uppáhalds-
útvarpsþátturinn
þinn?
Mlkael Jónsson múrari: Íþrótta-
þættirnir, íþróttir eru númer eitt.
Friðgerður Jónsdóttir nemi: Eg hlusta
nú lítið á útvarp. Lög unga fólksins eru
minn uppáhaldsútvarpsþáttur.
Elisabet Rlchter húsmóðlr: Ég veit það
nú eiginlega ekki. Jú, annars, Út og
suður er góður þáttur og
Morgunpósturinn hjá honum Páli
Heiðari er líka mjög góður.
Magnús Slgurðsson læknir: Ég hlusta
litið á útvarp, jú, ég hlusta á
Morgunpóstinn ef ég hef tækifæri til.
Elin Rósa Guðmundsdóttir neml:
Syrpuþættirnir hjá Þorgeiri Ástvalds-
syni og Páli Þorsteinssyni á mánu-
dögum og fimmtudögum.
Benedikt Aðalstelnsson sjómaður: Ég
hef fá tækifærí til þess að hlusta á út-
varp, en ég missi ógjarnan af þættinum
Á frívaktinni. Einnig hlusta ég á
Morgunpóstinn ef ég get.