Dagblaðið - 10.04.1981, Side 4

Dagblaðið - 10.04.1981, Side 4
4 • DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981. Barnabflstóll fyrir börn upp til sex ára Á bílasýningunni Auto ’81 kynnti Veltir hf. nýjan barnabílstól. Stóllinn er festur í hægra framsæti eða í aftur- sæti þannig að bakið snúi gegnt akstursstefnu. Stóllinn er ætlaður börnum frá 9 mánaða aldi i upp í sex ára. Þá kynnti Veltir einnig öryggis- belti fyrir börn eldri en sex ára. Af 65 börnum sem létu lífið í bif- reiðaslysum i Svíþjóð 1973-75 létust a.m.k. 20 vegna þess að þau köstuðust út úr bílnum. Afgreiðslumaður hjá Velti vissi ekki hvort hægt væri að nota stóla þessa í allar tegundir bíla, hann bjóst þó við að svo væri. Stóllinn er uppseldur hjá þeim núna en er væntanlegur aftur og kostar hann um 1100 krónur með festingum. -ELA. Þannig er bílstóllinn sem Veltir kynnti á bílasýningunni. Hann er væntanlegur og kostar um 1100 krónur með festingum. Gæta ber þess að vökva plöntuna vel hálfri klukkustund fyrir umpottun. Ef nota á leirpott, þarf hann að liggja í bleyti drjúga stund fyrir notkun, helzt yfir nótt. Enginn munur er á leirpotti og plastpottí að öðru leyti en þvi að oftar þarf að vökva plöntu i Hafsteinn skellti pottinum við borðbrúnina þannig að plantan losnaði úr pottinum. Þvi næst er öllu skeilt í vatnsfötu, moldin losuð af rótunum og þær þvegnar vel. Þegar búið er að skola moldinni af rótunum eru skemmdar rætur (brúnar og brotnar) klipptar burt. Ef notaður er leirpottur, er gott að setja leir- pottsbrot í botninn. Þar sem Hafsteinn hafði engin slík brot við höndina, sleppti hann þeim. I plastpotta þarf ekkert í botninn. Mold er sett í botn pottsins þannig að gott pláss sé fyrir ræturnar. Því næst er plantan sjálf snyrt og ræturnar settar ofaní. Þá er moldinni dreift yfir og gott er að greiða með fingrunum ofan í ræturnar þannig að moldin komist vel á milli þeirra. Plantan er vel skorðuð og skilin eftir brún fyrir vatn. Þegar búið er að vökva plöntuna vel og vatnið er runnið niður er sett örlitið meiri mold. Að lokum er plantan sett á skuggsælan stað þar til hún fer að vaxa, en þá má hún fara aftur á sinn gamlastað. DB-myndir Einar Ólason. Nú er sá tími sem huga ber að pottaplöntunum. Vafalaust kunna allir þeir sem eiga pottaplöntur að skipta um mold og pott, en þeir sem eru að byrja ræktunina eru kannski enn óklárir. Þess vegna leitaði Neytendasíðan á náðir Hafsteins Hafliðasonar garðyrkjumanns og bað hann um að leiðbeina Ies- endum DB. Hafsteinn tók mjög vel í að gera þetta fyrir okkur og við látum myndirnar ásamt myndatextum tala. -ELA ER PRINCE P0L0 MEGRUNARKEX? Kona hringdi til Neytenda- siðunnar og sagði: „Mig langar svo að vita hvort það er rétt að Prince Polo sé megrunarkex. Ég hef heyrt það oftar en einu sinni, að það sé notaður gervisykur í það og sé þess vegna ekki mjög fitandi. Getið þið komizt að þessu fyrir mig? Neytendasíðan hafði samband við heildverzlun Ásbjörns Ólafssonar sem er innflytjandi Prince Polo. Þar var okkur tjáð að enginn gervisykur væri í Prince Polo, hins vegar væri mjög lítið súkkulaði. Prince Polo byggist að mestu upp á kexi. Hins vegar vakti það athygli okkar, að innihald er ekki merkt á umbúðir Prince Polo. -ELA. Raddir neytenda Ert þú búin aö skipta um moíd á pottaplöntunum? — nokkur góð ráð ef svo er ekki

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.