Dagblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 23

Dagblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981. 31 Sjónvarp í) c* Útvarp KRISTJÁN MÁR FRA TONLISTARHATIÐ UNGRA NORRÆNA TONUSTAR- MANNA í KAUPMANN AHÖFN — útvarp kl. 21,10: ísland stóð sig með sóma rafvélaverkstæði. Simi 23621. Skúlagötu 59, í portinu hjá Ræsi hf. — IMOSKVU TEKUR ENGINN MARK A TARUM - sjénvarp kl. 22,10: Tónlistarhátíð ungra norrænna tónlistarmanna var haldin í Kaupmanna- höfn í janúar sl. ísland hefur tekið þátt 1 hátíð þess- ari síðan 1974, en þetta er árviss viðburður sem hald- inn er til skiptis á Norður- löndunum fimm. tsland var gestgjafi tón- listarhátíðarinnar árið ’77, og verður það aftur í september 1982. í þetta skipti voru flutt tónverk eftir Hjálmar Ragnarsson, Snorra Sigfús Birgisson og Áskel Másson. Flytjendur voru Manuela Wiesler, flautuleikari, Helga Þórarinsdóttir, víólu- leikari, Ásdís Runólfsdóttir, fiðluleikari, Guðrún Sig- urðardóttir, sellóleikari, og Unnur Sigurðardóttir, fiðluleikari. fslandi hefur vegnað mjög vel á þessari tónlistar- hátið, allar götur frá fyrstu þátttöku, og bæði flutningur og tónverk vak- ið miklaathygli. -FG. Meðal þeirra sem áttu verk á hátíðinni var Snorri Sigfús Birgisson. Hér er hann ásamt Manuelu Wiesler. Sovézk óskars-verðlaunamynd — þrjár vinkonur búa lengi að fyrstu gerð Þrjár vinkonur búa saman í heima- vist í Moskvu, eru ungar og ólofaðar og eiga sína framtíðardrauma eins og gengur. Ein er i byggingavinnu, önn- ur — aðalsöguhetjan, Katja — vinnur i efnaverksmiðju, en sú þriðja vinnur í brauðgerð og er ævintýra- manneskja, sem á sér þann draum að ná sér í ríkan mann, eða mennta- mann í versta falli. Vandamálið er hvernig góma eigi slík fyrirbæri. Tækifærið gefst og er gripið af mik- illi innlifun. Tíminn liður og einum fimmtán árum siðar fáum við að sjá hvað varð um æskudraumana. Katja býr nú ein með óskilgetinni dóttur sinni og er orðin forstjóri áðumefndrar efna- verksmiðju. Segja má að brauðgerð- armanneskjan, Ljúda hafi fengið bakstur, en sú þriðja, Tonja hefur spjarað sig einna bezt — hver veit nema byggingavinnan hafi kennt henni eitthvað um hornsteina. Þessi mynd hlaut óskars-verðlaun sem bezta erlenda kvikmynd ársins 1980. Leikstjóri er Vladimir Menskov og Vera Alentova fer með aðalhlut- verkið. Þýðinguna geröi Hallveig Thorlacius. -FG. Úr myndinni t Moskvu tekur enginn mark á tárum. INNAN STOKKS 0G UTAN - útvarp kl. 15,00: Vorverk, lánamál og tónlistamám bama Þrjú mál verða tekin fyrir í heimilis- þættinum Innan stokks og utan sem Kjartan Stefánsson ritstjóri og Sigur- veig Jónsdóttir blaðamaður annast i út- varpinu í dag kl. 15. Nýtt fyrirkomulag lánamála í bönk- um veröur kynnt. Húsbyggjendum hef- ur verið gefinn kostur á að breyta iausaskuldum í föst lán fyrir tilverknað ríkisstjórnarinnar og mun Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri Sam- bands islenzkra sparisjóða, útskýra i hverju þetta er fólgið og hverjir komi til með að njóta nýja fyrirkomulagsins. Tónlistarskólar landsins eru um þess- ar mundir að fara í sumarfri og verður rætt um tónlistarnám af þvi tilefni. Spjallað verður við Stefán Edelstein, skólastjóra Tónmenntaskóla Reykja- víkur, aðallega um tónmennt bárna og unglinga. Þriðja efnið er garðrækt. Garðeig- endur eru margir hverjir farnir að huga að görðunum sínum og mun áhuga- maður um garðrækt koma i heimsókn og ræða um vorverkin. Sá er örn Ise- barn. Hann fjallar sérstaklega um geymsluþol matjurta. -KMU. Örn Isebarn, áhugamaður um garðrækt, spjallar um vorverk I görðum i þættinum Innan stokks og utan. DB-mynd: S. FRELSITIL AÐ VEUA —sjönvarp kl. 21,15: Umdeildur hagfræð- ingur útskýrir kenningar sínar —margar ríkisst jómir hafa kenningar hansað leiðarljósi Sjónvarpið sýnir næstu þrjá föstu- daga þætti eftir hinn umdeUda hag- fræðing, Milton Friedman. Fjalla þeir um þjóðfélagsmál, rikisafskipti og rétt almennings gagnvart ríkisvaldinu. f kvöld verða tveir þættir sýndir og nefnast þeir Jafnbornir og Hvernig má ráða nlðurlögum verðbólgunnar? Milton Friedman hlaut nóbelsverð- launin í hagfræði árið 1976. Verð- launin fékk hann fyrir neyzlugreiningu, sögu peningafræðinnar og kenningar og fyrir lýsingu á óstöðugleika í efna- hagslifinu. Frjálshyggjumenn hafa löngum hampað Milton Friedman enda eru kenningar hans mjög i anda þeirra. Hægri stjórnir í heiminum hafa einnig margar hverjar haft kenningar Fried- mans að leiöarljósi við stjórn efnahags- mála. Má þar nefna Thatcher-stjórnina í Bretlandi og stjórn Reagans Banda- ríkjaforseta. Jón Sigurðsson, ritstjóri Timans, er þýðandi þáttanna. -KMU. Milton Friedman. Næstu þrjú föstudagskvöld útskýrir hann kenningar sínar fyrir sjónvarpsáhorfendum. Viö gerum við rafkerfið í bílnum þínum. 1

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.