Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 2
 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981. Samgöngur okkar við umheiminn: Hvenær fáum viö farþegaskip? —það verður varla þolað mikið lengur að eyþjóð á hjara veraldar eigi ekki lengur farþegaskip fyrir sjálfasig Sjósæklnn skrifar: Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir okkur Islendinga að koma okkur upp farþegaskipi á ný. Þrátt fyrir ítrek- aðar ábendingar og fyrirspurnir ýmissa aðila i greinaskrifum og les- endabréfum, svo og með samtðlum við þá aðila, sem helzt er að vænta framkvæmda af, hefur ekkert gerzt, sem bendir til þess að landsmenn fái að njóta siglinga á sjó i bráð. Að vísu heyrðist eitthvað um, að Hafskip væri með áætlun á prjónun- um um að kaupa farþegaskip eða bíiaferju, sem gæti sameinað hvort tveggja, flutninga fóiks og bíla —■ en því miður hefur ekkert nýtt frétzt um það mál. Þar sem svo erfiðlega virðist ætla að ganga með að útvega farþegaskip til siglinga milli landa legg ég hér með til að skipafélögin þrjú taki nú höndum saman og kaupi eitt gott far- þegaskip sem þau rækju þá sameigin- lega. Það er auðvitað hrein hneisa að þjóð sem er einangruð frá öðrum löndum sem eyþjóð skuli ekki hafa á að skipa a.m.k. einu góðu farþega- skipi. Það eru ekki allir sem hafa gaman af að fljúga og ekki eru það nú sér- stáklega traustar samgöngur, flugið, um þessar mundir og enginn veit hvaða stefnu íslenzk flugmál taka i framtíðinni. Auk þess er ferð á góðu og vel búnu farþegaskipi orlof í sjálfu sér. Þetta var a.m.k. þannig þegar Gull- foss var og hét, og sem var til fyrir- myndar í allri þjónustu og aðbúnaði, þrátt fyrir þá staðreynd að hann var upphaflega ekki kannski alveg sam- kvæmt nýjustu teikningum á þeim tíma. Gullfoss dugði þó vel meðan hann var og hét. Og fólk hafði valkosti, það gat siglt út og flogið heim, eða öfugt. Það var alltaf mikil eftirvænt- ing að koma um borð i Gullfoss, Frekar er það átakanlegt að eina farþegaskipið sem er i förum milli íslands og meginlandsins skuli vera gert út af Færeyingum. Myndin er af Smyrli á siglingu á Seyðisfirði. Frjálshyggjumenn hampa nú mjög Milton Friedman. Hægri stjórnir víða í heim- inum hafa margar hverjar kenningar hans að leiðarljósi við stjórn efnahagsmála. Má þar nefna Thatcher-stjórnina í Bretlandi sem reynt hefur kenningar Fried- mans við misjafnar undirtektir Breta. Þættir Friedmans um þjóðfélagsmál: Hafa sannfært mig um að sósíalismi farið um borð rétt fyrir hádegi á laugardegi. Þar beið farþeganna hlaðið borð dýrindis rétta rétt eftir að lagt var af stað. Síðan tók við hvað af öðru, stöðug þjónusta ferðina á enda. Úrvals starfslið í öllum grein- um, með færustu matreiðslumenn landsins og blómann úr stétt fram- reiðslumanna. Allt undir stjórn stór- brytans, Guðmundar Þórðarsonar. Og við áttum fleiri skip, Esju og Heklu, sem fluttu farþega jafnt og vörur. Á þessum skipum var þjónusta líka til fyrirmyndar, þótt skipin væru minni en Gullfoss. — Þetta er nú liðin tíð, því miður. Þegar Gullfoss var seldur úr landi hafði flugið náð yfirhöndinni í bili. Fólkið vildi hraðann, það var á árunum þegar spennan og streitan var að byrja. Nú hefur allt breytzt aftur, fólk vill slappa af frá spennu og streitu og hvílast í fríi. Það er engin afslöppun að fljúga. Fimm daga ferð á skipi til megin- landsins er hvíld og afslöppun. f dag er mikill og góður grundvöllur fyrir farþegaskipi hér. Það myndu verða langir biðlistar í ferð með farþega- skipi. Erlendis er það sama uppi á teningnum. Stóru farþegaskipin eru að komast í tízku á ný. íslenzkt farþegaskip mætti leigja til suðlægari staða á veturna, ef það ber sig ekki á þeim tíma hér, sem ekki er heldur að vænta. En íslenzkt farþegaskip verður að leggja upp frá íslandi, ekki vera stað- sett erlendis, eins og einhverjir hafa verið að ræða um, og fljúga út með farþegana. Þá getur fólk eins flogið út á eigin vegum og keypt sér far með hvaða skemmtiferðaskipi sem er erlendis. Auðvitað myndu flugfélög ein- hvers í missa, ef farþegaskip hæfi siglingar frá fslandi. En, hvað með það? Það er ekki hægt að halda landsmönnum í einangrun og fá- breytni í samgöngum vegna þess að halda þarf uppi einhverju sérstöku fyrirtæki öðru! Nú, ef Eimskipafélagið treystir sér ekki til þess að taka þátt í samvinnu við hin skipafélögin um rekstur far- þegaskips, t.d. vegna þátttöku þess félags (Eimskips) í rekstri Flugleiða, — þá verða hin skipafélögin, Hafskip og Nesskip að gera eitthvað upp á eigin spýtur. Það verður varla þolað mikið lengur að landsmenn sem eru eyþjóð á hjara veraldar eigi ekki farþegaskip fyrir sjálfa sig. Vonandi heyrist nú bráðlega í forráðamönnum skipa- félaganna um þessi mál. Það starfs- fólk, sem var í störfum á farþega- skipunum þremur, sem landsmenn áttu, er margt enn á góðum starfs- aldri og kann vel til verka. Hringiö í sA"a 2]0& Sigríður hringdi: Ég vil koma á framfæri þakklæti til sjónvarpsins fyrir sýningu myndarinnar Dagar vins og rósa, sem sýnd var sl. laugardagskvöld. Þessi mynd sýndi áfengisvanda- málið í allri sinni nekt, og vona ég að sem flestir hafi fylgzt með myndinni og lærtaf henni. Myndin sem dregin var upp af drykkjusýkinni var ekki ýkt, þvert á móti, vandamálin sem birtust i þess- ari mynd eru vandamál fiestra drykkjusjúklinga og fjölskyldna þeirra. Þessa mynd þyrfti sjónvarpið að endursýna, og hafa hana þá fyrr á, dagskránni, svo að þeir sem kannski voru að fá sér í ,,glas” sl. laugardags- kvöld missi ekki aftur af henni. L]S=DC£)Tr[^QDŒ)©cU^CÐ)ORí]i Laugalæk 2, Reykjavík, Sími 86511 er blekking frá upphafi til enda — eins og sá fræðilegi grunnur sem sósíalismi byggirá Fyrrverandi alþýðubandalagsmaður skrifar: Ég er einn þeirra sem taldi, eftir að hafa verið alþýðubandalagsmaður í mörg ár, að Milton Friedman, nóbelsverðlaunahafi i hagfræði, væri froðufellandi ofstækismaður sem styddi herforingjastjórnir víða um> heim. Smám saman hefur hins vegar verið að renna upp fyrir mér Ijós, ég sá smám saman í gegnum þá blekk- ingu og lygar sem Þjóðviljinn ber á borð fyrir lesendur sína. Trú min á Milton Friedman og þær kenningar sem hann fylgir hefur vaxið á siðustu tveimur árum, ég las m.a. eina af bókum hans, og ég hef einnig kynnzt kenningum hans fyrir tilstilli hins virka félags frjálshyggju- manna. Þeir tveir þættir um þjóðfélags- mál, eftir Friedman, sem nú hafa verið sýndir i sjónvarpinu hafa end- anlega sannfært mig um að sósíalismi er blekking frá upphafi til enda, ekki aðeins þær lausnir á samfélagsvand- anum sem sósíalistar bjóða upp á, heldur ekki síður sá fræðilegi grunnur sem sósíalismi byggir á. Það eina sem ég er ekki ánægður með er að sjónvarpið skuli ekki sýna alla þættina tíu, heldur aðeins fimm, en mér finnst það hneyksli þegar nóbelsverðlaunahafi á í hlut, ekki sizt þegar þess er minnzt, að sýndir voru á annan tug þátta um þjóðfélagsmál, fyrir örfáum árum, i sjónvarpinu eftir litið virtan hagfræðing, John Kenneth Galbraith að nafni. Er það von mín að sjónvarpið bregðist ekki og sjái til þess að islenzkir sjónvarps- áhorfendur fari ekki á mis við fimm af þessum frábæru þáttum. Ur Dagar vins og rosa. SJÓNVARP—Dagar víns og rósa: SYNDIAFENGISVANDAMALK)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.