Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981.
Kanntu brauð að baka?
KARTÖFLUR MJÖG HEPPI-
LEGAR í BRAUDBAKSTUR
Kartöfluuppskeran var meö ein-
dæmum góð á sl. ári. Ekki er því
ólíklegt að margir, sem eiga kartöflu-
garða sjálfir, eigi nokkrar birgðir
eftir af kartöflum frá í fyrra. Kartöfl-
ur eru tilvaldar í ýmsa matargerð. Má
t.d. með mjög góðum árangri beka
úr kartöflum. En þó betra að baka úr
gömlum kartöflum en nýjum vegr.a
þess að nýjar kartöflur innihalda of
mikinn raka. — Við höfum áður birt
hér á neytendasíðunni uppskrift að
kartöfluflatbrauði sem er alveg sér-
lega gott. Slíkt brauð hefur verið
bakað í fjölskyldu umsjónarmanns
neytendasíðunnar eins lengi og elztu
menn muna. Við hátíðleg tækifæri
hefur það verið borið fram með
hangikjöti, rúllupylsu eða kæfu. —
Við birtum uppskriftina aftur fyrir
þá, sem kynnu að hafa misst af henni
síðast:
Kartöfluflatbrauð
700grhveiti
450 gr soðnar stappaðar kartöflur
3 tsk. lyftiduft
1 peii mjólk (eða þar til deigið er
mátulegt).
Hnoðað deig. Rúllað upp í þykka
pylsu sem síðan er skorin í ca 15
hluta. Búnar til kringlóttar kökur,
flattar út með kefli en ekki of þunnt.
Hafið rakan klút yfir þeim hluta
deigsins sem verður að bíöa lengst.
Bakast á þurri pönnu, t.d. pönnu-
kökupönnu. Rétt er að taka fram að
pannan fer dálítið illa í þessum
bakstri þannig að ef þið eigið tvær er
gott að nota þá lélegri. Þó er auðvit-
að hægt aö hreinsa pönnuna á eftir
en það er dálítið vesen.
Kartöflubrauð
Við rákumst á eftirfarandi kar-
töflubrauðsuppskriftir i dönsku blaði
og látum þær fljóta með þótt við
höfum ekki prófað þær enn í til-
raunaeldhúsinu.
25 gr pressuger
2 dl mjólk
legg
1 msk. salt
250 gr soflnar kartöflur, fint stappað-
ar
ca 500 gr hveiti
50 gr ókrydduð svinafeiti eða smjör
Gerið er hrært út í volgri mjólk-
inni. Eggið er þeytt lítillega með salt-
inu, og feitinni er sáldrað saman við
hveitið. Geri og eggi bætt út í hveitið
og deigið hnoðað þar til það er orðið
glansandi og sleppir borði. Það er
síðan látið í skál, stykki breitt yfir og
látið hefast á hlýjum stað í einn og
hálfan klukkutíma. Þá eru búin til
tvö brauð, sem látin eru á smurða
plötu. Þau eru látin hefast aftur
undir klæði i 30—45 mín. Þá eru ofan í toppinn á þeim og þau bökuð í þar til brauðin eru fallega brún og
brauðin pensluö með eggi, skorið ca 25 mín. i 200°C heitum ofni, eða gegnbökuð.
Hægt er aö nota kartöflur í brauðbakstur. Kartöflubrauð eru alveg sérlega Ijúffeng. Það er einnig hægt að baka „fínna”
kafflbrauð úr kartöflum, en við látum brauðuppskriftirnar nægja í dag. ___.
Oskemmdar sumarkart
öflur til neytenda
unni til neytenda svo viðunandi geti
talizt,” sagði Eðvald B. Malmquist.
„Ég hefi beitt mér fyrir að reyndar
verði einhverjar úrbætur á næsta
hausti. Ég hefi lagt nokkrar tillögur,
er ég tel að megi verða til bóta, fyrir
framleiðsluráð landbúnaðarins,”
sagði Eðvald.
Tillögurnar eru eftirfarandi:
1. Tekið verði upp í kassa, eða í 25
kílóa fremur þéttofna poka.
2. Uppskerunni sé strax í garðlandi
raðað á vörupalla eða bretti og
helzt ekki meira en 500 kg á hvern
pall.
3. Kartöflunum sé ekki hróflað af
bretti fyrr en á áfangastað, þ.e. í
Grænmetisverzlun landbúnaðar-
ins eða annarri pökkunarstöð.
4. Viðpökkunséveginnfrájarðveg-
ur, smælki, skaddað og sýkt
o.s.frv.
5. Eftirpökkunséhinréttanettóvigt
framleiðslunnar færð til bókunar
framleiðenda.
6. Uppskerustörf séu eftir megni
framkvæmd í þurru veðri og
fyllstu varúðar gætt með rétta
stillingu upptökuvéla og annað er
lýtur að verndun og meðferð upp-
skerunnar.
7. Matsmenn ákveða hvort fram-
leiðslan er hæf til móttöku ef
ágreiningur verður milli framleið-
enda og umboðs þar um.
8. Uppskeran má ekki bíða dreifing-
ar lengur en brýn nauðsyn krefur
til aðvaran ryðjisig.
9. Rögun, vigtun og önnur þjón-
„Bændur virðast áhugasamir um
að bæta framleiðsluvörur sínar. Þeir
eru margir hverjir til í að pakka sum-
aruppskerunni sjálfir og þá á eigin
kostnað,” sagði Eðvald B. Malm-
quist yfirmatsmaður garðávaxta í
samtali við DB. Við spurðum hann
um hvort ekki væri hægt að bæta
eitthvað sumar- og snemmhausts kar-
töfluuppskeruna. — Eins og allir vita
eru þessar kartöflur oft mjög lélegar
þegar þær koma til neytenda, blautar
og illa farnar.
„Það hefur géngið mjög illa und-
anfarin ár að koma sumaruppsker-
Vflrmatsmaóurinn ieggur tii aö upptaka tarí ekki t'ram nema í þurru veðri. Mikils um vert cr að nýuppteknar kartöflur séu
þurrar og verði fyrir sem allra minnstu hnjaski á leið sinni til neytenda.
DB-m.vnd Ragnar Th.
Yfirmatsmaður
garðávaxta
leggurfram
tillögur
til úrbóta
Eðvald B. Malmquist, yflrmatsmaður
garðávaxta.
ustustörf samkvæmt framan-
sögðu greiðast af framleiðendum
eftir nánari reglum og samningi
við pökkunarstöðvar.
10. Kartöflur á sumarmarkað verða
að vera heilbrigðar og þokkalegar
útlits. Verði vart áberandi stöng-
ulsýki frá vissum framleiðendum
skal hætta móttöku frá þeim. Að
öðru leyti skal í framkvæmd farið
eftir matsreglum hverju sinni.
11. Á sumarmarkað skulu vera úr-
vals afbrigði svo sem rauðar ís-
lenzkar, gullauga eða Helgu kar-
töflur.
A.Bj.