Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAl 1981. Gefum hvergi eftir Við herstöðvaandstæðingar látum ekki deigan síga, þótt ískaldur stríðs- hrollur fari um hina íslensku tals- menn bandariskra herstöðva. Við húkum ekki heima í vonleysi, vegna þess að þá gerist bókstaflega ekki neitt. Við öflum okkur upplýsinga og mætum þannig lygunum og blekking- unum. Við látum ekki hugfallast frammi fyrir hernaðarmaskínunni, heldur eflum með okkur samheldni því að við viljum varðveita sál, vit- und og vilja þjóðarinnar. Ég vil biðja alla herstöðvaand- stæðinga að gjalda alveg sérstakan varhug við tillögu til þingsályktunar, sem Jón Baldvin Hannibalsson og herfífl annarra flokka hafa lagt fram á Alþingi. Þessir kumpánar vilja láta stofna sérstakt embætti ráðunauts ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varn- armálum hjá utanríkisráðuneytinu, eins og þeir orða það. Rökstuðningur fyrir fylgi Sjálf- stæðisflokksins við þessa tillögu eru meðal annars þessi orð Bjarna Bene- diktssonar, en hann mælti þau sem forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins: „Úrlausnarefnið er þá í raun og veru, hvort íslendingar eigi að taka upp eigin hermennsku eða ekki. Slíkt þarf ekki að vera nein fjarstæða, en ef menn vilja það, þá er nauðsynlegt að segja það berum orðum, svo að allir geti áttað sig á, um hvað sé að ræða.” Og rökstuðningur Jóns Baldvins fyrir þessum herfræðiáhuga alþýðu- flokksmanna er sá, eins og hann orð- ar það ,,að Islendingar eigi að krefj- ast fullgildrar þátttöku í störfum her- málanefndar NATO”. öll greinargerðin með þingsálykt- unartillögunni verður ekki skilin á annan veg en þann, að nú eigi að stofna sérstakt íslenskt hermálaráðu- neyti, — og ekki nóg með það, ísland á að eiga herforingja í hermálanefnd NATO. Er hægt að nota öllu skýrari orð um það, að hér er verið að leggja grunninn að stofnun íslensks hers? Já, það stendur fleira í tillögunni: „Embætti af því tagi, sem þessi þingsályktunartillaga gerir ráð fyrir, yrði að hafa á að skipa starfsliði, sem bæði hefði herfræðilega (strategiska) Hernámsandstæðingar mótmæla 28. marz si þekkingu og almenna hernaðarþekk- ingu.” Það vita allir sem vilja vita, að fyrsti starfsmaður þessa hermála- ráðuneytis bíður þegar fullmenntað- ur eftir að það verði sett á stofn, maðurinn heitir Arnór Sigurjónsson (er fyrrverandi menntaskólanemi Jóns Baldvins Hannibalssonar) og er herforingi í norska hernum. Hið nýja islenska hermálaráðu- neyti á að mati Jóns Baldvins og hinna herfíflanna að annast „öll samskipti {slands við Atlantshafs- bandalagið og varnarliðið á sviði her- mála- og öryggismála. . . og. . . vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um hvað eina sem snertir þjóðaröryggi og varnarmál íslands.” Andspyrnan stóreflist Á sama tíma og svonefndir lýð- ræðisflokkar — eða öllu heldur „hernaðarsérfræðingar” þeirra á þingi — reyna að smeygja á okkur síðasta og afdrifaríkasta helsinu — íslensku hermálaráðuneyti — stórefl- ist andstaða gegn stríðsundirbúningi í Evrópu og ekki síst á Norðurlöndum. í Evrópu eru menn unnvörpum að gera sér ljóst að öll sú mergð kjarn- orkuvopna sem þar hefur verið komið fyrir, býður hættunni heim. Vestur-Þjóðverjar flykkjast nú út á götur til að mótmæla kjarnorku- vopnunum þar, og menn fyllast ugg út af yfirlýstum áformum Banda- ríkjamanna um svokallað takmarkað kjarnorkustríð sem felur í sér að ein- skorða skuli stríðsátök við Evrópu. Á þessu sumri verða haldnir fjöldafundir um alla Evrópu og risa- vaxin krðfuganga fer af stað frá ýms- um stöðum á meginlandi Evrópu þann 21. júní og kemur saman í París í ágústbyrjun. Þessum aðgerð- um teneiast aðgerðir Samtaka herstöðvaandstæðinga, sem hefjast 20. júní næstkomandi. Það er ekkert launungarmál að þessi andófshreyfing er tekin mjög al- varlega hjá stjórnvöldum í Vestur- Evrópu og jafnvel hjá stjórnvöldum í Washington. Ástæðan er sú að mjög margir hafa komið til liðs við þessa hreyfinguáundanförnum mánuðum. Við eigum núna öfluga samherja um alla Evrópu, og við munum sér- staklega tengjast Norðurlöndum í sameiginlegri kröfu um kjarnorku- vopnalaust svæði á ölium Norður- löndum. Af þessum sökum og mörgum öðrumt' fyllsta ástæða til bjartsýni. Við hölum fulla ástæðu nú, eins og samherjarnir fyrir 30 árum, til að vera bjartsýn. Við ætlum jú að varð- veita enn um sinn líf þjóðarinnar, sál hennar, vitund og ekki síst baráttu- viljann. Jón Ásgeir Sigurðsson blaðamaður. A „Þegar Svavar Gestsson sendir w Mitterand skeyti og segist vera flokks- bróöir hans á íslandi, þá er þaö með ólíkind- um. fyrri umferð forsetakosninganna nú um daginn. Franski jafnaðarmannaflokkurinn hefur átt í erfiðleikum eins og sam- bærilegir flokkar alls staðar annars staðar þar sem til hliðar eru sterkir kommúnískir eða hálfkommúnískir flokkar. Pólitísk herfræði Mitterands hefur hins vegar verið einföld. Hann hefur sagt, að óbreytt valdshlutföll í frönskum stjórnmálum (eins og þau voru), sterkur Kommúnistaflokkur, tryggi hægri blökkinni völd til eilífð- arnóns. Aðeins ótvírætt forustuhlut- verk jafnaðarmanna á vinstri væng stjórnmálanna geri mögulegt að sigra í frönskum kosningum. Þetta tókst í þessum kosningum. Fyrst fengu jafn- aðarmenn ótvíræða forustu fram yfir kommúnista í fyrri umferðinni og sigruðu síðan í þeirri síðari. Herfræði Mitterands hefur því byggzt á því að einangra kommúnista, gera hinum -franska fjölda það kirfilega ljóst að stefna þeirra muni ekki ríkja, hvorki í utanríkismálum né innanríkismálum. Aðeins með þessum hætti var mögu- legt að vinna meirihluta í frönskum kosningum. En bvaö með stefiumálin? Þegar Svavar Gestsson sendir Mitt- erand skeyti og segist vera flokks- bróðir hans á íslandi, þá er það með ólíkindum. Frönsku lýðræðisjafnaðarmenn- irnir eru eindregnir stuðningsmenn Atlantshafsbandalagsins. Þeir styðja Efnahagsbandalag Evrópu. Mitter- and margendurtók i kosningabarátt- unni, að samvinna við kommúnista kæmi ekki til greina, nema þeir létu af Sovétþjónkun sinni, hættu til dæmis að styðja innrásina í Afganist- an. Með öðrum orðum, stefna Mitt- erands i utanrikismálum er I grófum dráttum hliðstæð stefnu Alþýðu- flokksins, en í algerri andstöðu við stefnu Alþýðubandalagsins. Látum liggja milli hluta hvort þetta er góð stefna eða vond, rétt eða röng. Þetta eru hins vegar staðreyndir, og á þessum staðreyndum byggist sigur jafnaðarmanna i kosningunum um síðustu helgi. Það er hins vegar Kommúnistafiokkur Frakklands sem er andvigur samvinnu Frakka við At- lantshafsbandalagið. Hins vegar mun Mitterand væntanlega leggja meiri og aukna áherzlu á móralpólitík i utan- ríkismálum, aukna aðstoð við þriðja heiminn og stuðning við frelsishreyf- ingar. En hann er hiklaus og afdrátt- arlaus andkommúnisti. í innanríkismálum mun Mitterand væntanlega leggja áherzlu á hefð- bundin verkefni jafnaðarmanna á sviði félagsmála og menntamála. Hann hyggur á aukna þjóðnýtingu banka og stórfyrirtækja, en þess ber að gæta að i Frakklandi, eins og hér á landi, er mjög mikil þjóðnýting fyrir á þessum sviðum. Þá mun hann reyna að draga úr atvinnuleysi með því að skapa ný störf hjá ríkinu. Hann ætlar að koma á nýjum eigna- skatti, stytta vinnuviku og lækka eftirlaunaaldur. Hann ætlar að auka atvinnulýðræði, svo nokkuð sé nefnt. Auðvitað verður mjög lærdóms- ríkt að fylgjast með framvindu mála, úrslitum í þingkosningum, sem verða í júní. Mesta hættan, sem við Mitter- and blasir er að stefnumið hans feli í sér verðbólguhættu. Á hinn bóginn hafa verið innan franska jafnaðar- mannaflokksins nýkratar, sem haft hafa vaxandi fylgi, menn sem leggja áherzlu á hagstjórnarleg markmið jafnframt hinum félagslegu og leggja áherzlu á endurbætur og aukið lýð- ræði innan markaðskerfisins. For- ustumaður þessara afla, Michel Roc- ard, er einmitt nefndur sem líklegt forsætisráðherraefni hjá Mitterand. Kaldrifjuð fölsun Þegar hvort tveggja er skoðað, sagan og stefnumiðin, verður auðvit- að hverju barni ljóst, hversu kaldrifj- uð fölsun það er þegar „flokkur ís- lenzkra sósíalista” sendir flokki franskra sósíalista fleðuskeyti á borð við það, sem að framan greinir. Með sanni skal það auðvitað sagt, að nú í seinni tið verður Alþýðubandalaginu á islandi ekki auðveldlega markaður bás á hinu pólitíska litrófi. öðru hverju gagnrýna þeir Sovétrikin, en þá eins og feimnir skólastrákar sem eru að reykja í fyrsta skipti. En þetta hefur Kommúnistaflokkur Frakk- lands einmitt gert öðru hverju líka, slegið úr og í í þessum efnum. Alþýðubandalagið íslenzka hefur tekið þátt í borgaralegum samsteypu- stjórnum og fórnað stefnuskrá sinni í verulegum atriðum. Þetta hefur t.d. Kommúnistaflokkurinn á Ítalíu einn- ig gert. En lærdómurinn af þróun mála í Frakklandi er sá, fyrst og síðast, að meðan Kommúnistaflokkur Frakk- lands var stærri og hafði forustu launþegamegin í stjórnmálum, þá tryggði það hægri blökkinni varanleg völd. Mitterand tókst að brjótast út úr þessari stöðu, og þá fyrst hlaut hann nægilegt traust til þess að stjórna Frakklandi næstu sjö árin. Vilmundur Gylfason. Mitterand — litið skylt við Svavar, segir greinarhöfundur. ✓ N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.