Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981. Vegna jarðarfarar Úlafs Halldórs Þorbjörnssonar verða verzlanir okkar og skrifstofur lokaðar á morgun, föstudaginn 15. mai, frá kl. 14—17. Verzlanirnar verða opnar að nýju frá kl. 17—' 19. FÁLKINIM SUÐURLANDSBRAUT8 LAUGAVEGI 24 OG AUSTURVERI Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að 15% dráttarvextir falla á launaskatt fyrir fyrsta ársfjórðung 1981 sé hann ekki greiddur í síðasta lagi 15. maí. Fjármálaráðuneytið. Grindavík Umboðsmaður óskast í Grindavík. Uppl. í síma 92-8324 eða 91-27022. WMBIMIÐ Lausar stöður Við Menntaskólann á Akureyri er laus staða kennara i sálarfræði. Enn- fremur er laus til umsóknar staða fulltrúa á skrifstofu skólans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, ÍOI Reykjavik, fyrir 9. júní nk. — Umsóknarcyðublöðfást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 6. mai 1981. Laus staða Við Menntaskólann við Sund er laus staða kennara í eðlisfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu. Hverfisgötu 6, I0l Reykjavík. fyrir 9. júní nk. — Umsóknareyðublöðfást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 6. mai 1981. Frá Menntaskólanum vid Hamrahlíd Skólaslit og brautskráning stúdenta verður laugardaginn 23. maí kl. 14. Skráning nýrra nemenda í öldungadeild fer fram þriðjudaginn 19. maí kl. 17—19. Skráning eldri nemenda í öldungadeild fer fram laugardaginn 16. maí kl. 12.30 til 16.30 og mánu- daginn 18. maí kl. 17—19. Prófúrlausnir í öldungadeild verða sýndar laugardaginn 16. maí kl. 10— 12. fípiftnr Þrátt fyrir að framkvæmdum sé enn ekki lokið við brúna hefur hún verið i notkun meira og minna i heilt ár. Borgarfjarðarbrúin: Framkvæmdum lýkur ísumar „Meiningin er að klára verkið um mitt sumar,” sagði Helgi Hallgríms- son, forstjóri tæknideildar Vegagerðar ríkisins, er hann var inntur eftir stöðu framkvæmda við Borgarfjarðarbrúna. Vinna við hana hefur legið niðri 1 vetur en er að hefjast aftur um þessar mundir. „Það stærsta sem er eftir er að koma vegfyllingu í fulla hæð, ganga frá henni með grjótvöm og að leggja slitlag á veginn,” sagði Helgi. Samkvæmt skipulagi á vegurinn, Borgarnesmegin, að liggja meðfram ströndinni, utan byggðar, en Helgi sagði að sú framkvæmd væri ekki á döftnni á næstunni. Umferð um brúna mun því áfram fara um núverandi teng- ingu við Borgames. -KMU. Brottrekstrarmál Páls Björgvinssonar húsasmiðs enn fyrir bæjarráðsfund í Kópavogi: Kröfur Páls hlutu samþykki bæjmráðs —fullur uppsagnarf restur greiddur og bílastyrkur samkvæmt taxta Trésmiðaf élagsins Bæjaryfirvöld í Kópavogi féllust á kröfur Páls Björgvinssonar húsa- smiðs um að honum skyldi greiddur bílastyrkur samkvæmt taxta Tré- smiðafélags Reykjavikur en ekki taxta opinberra starfsmanna. Einnig var fallizt á að greiða honum fullan uppsagnarfrest sem í þvi tilfelli vom tveir mánuðir frá 1. april að telja. Bæjarráð ákvað á fundi slnum 5. mai að taka þannig á málum, að sögn Björns Þorsteinssonar bæjarritara i gær. Páli Björgvinssyni var sagt upp störfuin á trésmíðaverkstæði Kópa- vogsbæjar 4. marz í kjölfar deilna og samstarfserfíðleika við Sigurð Gísla- son, starfsmann tæknideildar bæjar- ins. DB skýrði frá máli þessu fyrri- hluta marzmánaðar, m.a. með ítar- legri úttekt 11. marz. Krafa kom frá Páli um bílastyrk- inn ekki alls fyrir löngu, að sögn bæj- arritarans. Útreikningar á upphæð styrksins em mismunandi eftir þvi hvort notaðir em hinir opinberu taxt- ar eða taxtar Trésmiðafélagsins. Tré- smiðafélagstaxtinn mæidi Páli u.þ.b. 5 þúsund krónum meira en hinn. „Við féllumst á þetta og þótti ekki ástæða til að rengja reikningana eða þrefa um þá,” sagði bæjarritari. Uppsögn Páls Björgvinssonar kom fyrir bæjarráðsfund i Kópavogi oftar en einu sinni. Meirihhiti ráðsins vildi ekki skipta sér af þeirri ákvörðun Sigurðar Gíslasonar að reka Pál úr starfi. Guðmundur Oddsson bæjar- ráðsmaður lét hins vegar bóka að brottreksturinn væri „vítavert at- hæfi”. Björn Ólafsson bæjarráðs- maður sagði það „lágmark að Páll fái greiddan fullan uppsagnarfrest” og að hann „verði formlega beðinn afsökunar á frumhlaupi starfsmanna bæjarins”. -ARH. Hugmyndir um nýjaogstæni Akraborg — skipið er fullnýtt vor, sumar og haust og vfsa verður fjölda bfla f rá þann bma „Við höfum löngun til þess að reyna að fá okkur nýtt skip en það tekur langan tíma og eflaust verða mörg ljón í veginum,” sagði Helgi Ibsen framkvæmdastjóri Skallagríms hf. i gær. Skallagrímur hf. rekur sem kunnugt er Akraborgina, bila- og fólksflutningaskip milli Akraness og Reykjavíkur. Aðalfundur Skallagríms hf. var haldinn á fimmtudaginn og þar kom fram að flutningar Akraborgar hafa aukizt mikið. Skipið flutti alls 222.504 farþega í fyrra og var aukn- ingin frá árinu áður um 45%. Þá voru fluttir rúmlega 60 þúsund bílar með skipinu í fyrra og jókst bílaflutn- ingur miili ára um 32.5%. Er nú svo komið að vor, sumar og haust er um fulla nýtingu Akraborgar aö ræða og verður daglega á þessu timabili aö vísa miklum fjölda bila og tækja frá skipinu. Margar raddir komu þvi fram á aðalfundinum um að brýnt væri að auka flutningsgetu bíla og tækja með skipakosti félagsins. Eigendur Akra- borgar og hluthafar eru m.a. Akra- neskaupstaður, Borgarnes, Reykja- víkurborg og rikissjóöur auk nokk- urra næriiggjandi hreppa. Þá eiga nokkrir einstaklingar og fyrirtæki hlut i félaginu. Stjórn Skallagrims hf. haföi til um- fjöllunar á síðasta ári aðstöðu skips- ins við hafnirnar, bæði á Akranesi og í Reykjavík. Tilgangurinn er sá að tryggja og bæta aðstöðu skipsins á báðum stöðum. Ýmis áform eru á prjónunum á vegum bæjarstjómar Akraness varðandi lendingaraðstöðu og umhverfið fyrir skipiö þar. Hins vegar mun aðstaða Akraborgarinnar i Reykjavíkurhöfn verða óbreytt í næstu framtíð. Stöðug og aukin um- ferð með skipinu og miklar biðraðir bíla valda þó miklum þrengslum sem skipinu eru búin í Reykjavík. -JH. Eskif jöröur: Eindæma góðri vertíð lokið hásetahlutur 109.423 eftirfjóra mánuði Þá er vetrarvertiö lokið. Togararn- ir hér hafa aldrei fiskað eins vel og á þessari vertið sem stóð frá 1/1 til 8/5. Gott fiskirí hefur leitt af sér mikla vinnu i landi. Húsmæður, skrifstofu- fólk og m.a. bakari staðarins hafa hjáipað til f mestu törnunum. Afli togaranna var sem hér segir: Hólmanes SU 1 1.821 tonn, aflaverð- mæti alls 6.078 þús. kr., hásetahlut- ur 107.336 kr. Hólmatindur SU 220 1.859 tonn, aflaverömæti 6.405 þús. kr., hásetahlutur 109.423 kr. Þess má geta að á hvorum togaranna er 17 manna áhöfn og alltaf tveir i frii þannig að enginn háseti hefur náö þeim hlut sem nefndur er hér að ofan. Minni bátar, sem eru bátar ca 150 tonn, hafa aflaö sem hér segir: Vött- ur 631 tonn, skipstjóri Þórir Björns- son. Votaberg 653 tonn, skipstjóri ísak Valdimarsson. Sæljón 570 tonn, skipstjóri Árni Halidórsson. Þess skal getið að hingaö til hefur Sæijón- ið alltaf verið aflahæst en að þessu sinni missti það úr bezta tíma vertfð- arinnar vegna bilana. Sæljóniö fer á troll 20. maf en Votaberg og Vöttur halda áfram á netum. -GSE/Regina Eskiflrðl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.