Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981. fijálsl, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hejjur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haroldsson. Handrit: Asgrimur Pátéeon. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. 8igurflsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson og Sveinn Pormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. ■ Afgreiflsla, áskriftádeiid, auglýsingar og skrifstofur: Þvorholti 11. Aflalslmi blaðslns er 27022 (10 línur). 7ofrasprotinn verkarenn Hveitibrauðsdagar ríkisstjórnarinnar virðast engan enda ætla að taka. Kjós- endur eru enn með glýju í augum af töfrasprotanum, sem Gunnar Thorodd- sen brá á loft við stjórnarmyndun fyrir rúmum fimmtán mánuðum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Dagblaðsins styðja rúmlega tveir þriðju hlutar kjós- enda ríkisstjórnina, en aðeins tæplega einn þriðji er henni andvígur. Þetta er ótrúlega og óeðlilega mikið fyl^i, svona löngu eftir stjórnarmyndun. I beinum tölum sögðust 52% hinna spurðu styðja ríkisstjórnina, 24% vera henni andvígir, 20% óákveðn- ir og 4% vildu ekki svara. Af hinum ákveðnu voru 69% fylgjandi ríkisstjórninni og 31% andvígir henni. Þetta er nokkur samdráttur vinsælda síðan í janúar í vetur, þegar þrír fjórðu hlutar eða 75% hinna spurðu voru ríkisstjórninni hlynntir og 25% mótfallnir. Það mætti hugsanlega túlka sem svo, að hveitibrauðs- dögum muni um síðir ljúka. En þá þarf líka að hafa í huga, að útkoma ríkis- stjórnarinnar núna í maí er nokkru betri en hún var í hliðstæðri skoðanakönnun í september í fyrra. Þá studdu 61% stjórnina og 39% voru á móti, en nú styðja hana 69% gegn 31%. Hætt er við, að það vefjist fyrir öllum að útskýra þennan styrk ríkisstjórnar, sem hefur hrakizt úr einum bráðabirgðaúrræðum til annarra og aldrei haft kjark til að gera annað en aðrar ríkisstjórnir hafa gert á liðnum áratug. Hluta skýringarinnar má vafalaust finna í lands- föðurlegri framgöngu forsætisráðherra, sem veldur því, að margir telja hann af öðru sauðahúsi en karp- húsmenn stjórnmálanna, einhvern veginn svífandi yfir vötnum. Annar hluti skýringarinnar er sennilega, að hin sama framganga forsætisráðherra ber klæði á vopnin í fremur ósamstæðri ríkisstjórn og fær ráðherra til að neita sér um að stinga hnífum í hver annars bak, svo sem áður var siður. Alls staðar sjáum við pattið, sem ríkisstjórnin hefur teflt sér í. Varnarmálin hafa verið fryst og engin niður- staða hefur fengizt í virkjunarmálin, svo að nýleg dæmi séu nefnd. Slíkt ætti að grafa undan stjórninni innan frá. Á móti kemur, að undir áhrifum forsætisráðherra hafa aðrir ráðherrar yfirleitt tamið sér þvílíka kurteisi í umgengni hver við annan, að þeir yppta bara öxlum og segja kjósendum í sjónvarpi, að því miður nái þeir ekki májum sínum fram. Ástandið er svo elskulegt, að hinn annars mjög svo óvægni og samstarfserfiði formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins á varla orð til að lýsa aðdáun sinni á nýlegri framgöngu forsætisráðherra í lögfræðilegu deilumáli. Ef til vill voru kjósendur orðnir svo þreyttir á hávaða og látum innan ríkisstjórna; svo þreyttir á stöðugu karphúsi manna, sem allir starfa svo eins; svo þreyttir á uppgerðar ágreiningi, að þeir kjósa friðinn. Skýringar sem þessar verða þó samanlagt einkar fá- tæklegar. Blindur stuðningur kjósenda við hina maka- lausu ríkisstjórn virðist vera óhagganlegt og óskiljan- legt náttúrufyrirbæri, sem ekki verður skýrt hér, frekar en annars staðar. Hins munu margir íslenzkir stjórnmálaforingjar óska sér, að þeir næðu tökum á hinni óskýrðu for- múlu, sem liggur að baki áhrifamáttar töfrasprotans, er enn heldur verndarhendi yfir ríkisstjórninni. OFUIGIR SAMHERJAR V Mér er ókunnugt um hvort Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri er herstöðvaandstæðingur, en hann hef- ur þetta að segja um samskipti Bandarikjanna og tslands í œvúninn- ingum sinum: „Að fela stórveldi upp á sitt ein- dæmi öll öryggismál þjóðarínnar er einsdæmi i veraldarsögunni og jaðrar við afsal s jálf stæðis. ’ ’ Þarna er ekki töluð nein tæpi- tunga, og um þetta eru herstöðvaand- stæðingar Agnari sammála: dvöl bandarísks herliðs hér jaðrar við af- sal sjálfstæðis. Bandaríkin eru sem þjóðriki ekkert annað en harðsvírað stórveldi, við skulum gera okkur fulla grein fyrir þvi. í samskiptum við aðrar þjóðir leggja bandarísk stjórn- völd dóm á málin út frá ísköldum eig- inhagsmunum, engu öðru. t sam- skiptum við íslensk stjórnvöld hafa bandarísk stjórnvöld aðeins eitt leið- arljós: ískalda eiginhagsmuni. Þeir sem reynst gætu þessum bandarísku hagsmunum til trafala fá umsvifalaust stimpilinn „kommún- istar”. Við sjáum hvernig sá stimpill hefur verið notaður í E1 Salvador. Ekki alls fyrír löngu gaf bandaríska utanríkisráðuneytið út svonefnda hvita bók sem ber nafnið „Kommún- isk íhlutun í E1 Salvador”. Reagan-stjórnin styður nú með ráðum og vígbúnaði þá sem segjast berjast gegn þessari „kommúnisku íhlutun”. Bandarisk aðstoð rennur sem sagt til hersins í landinu og stór- eignamanna f E1 Salvador. Allir vita að nokkrar stóreignafjölskyldur ráða lögum og lofum i þessu litla landi og láta nú útrýma svo þúsundum skiptir þeim Salvador-búum sem berjast fyrir bættum kjörum, lýðréttindum, friði og þjóðfrelsi. Aftökusveitir vaða um myrðandi án afskipta stjórnvalda, þetta teljast ráðstafanir gegn hinni svonefndu „kommúnísku íhlutun”. Reyndar hefur nýlega verið komið Kjallarinn Jón Ásgeir Sigurðsson upp um þessar áróðurslygar banda- riska utanríkisráðuneytisins og verið bent á mýmörg atriði i þessari hvitu skýrslu þess sem eru hreinn tilbúning- ur. Ég nefni eitt dæmi: í bókinni er sagt að skæruliðar i E1 Salvador hafi drepið megnið af þeim 10.000 manna sem létu lffið árið 1980. Fyrrum sendiherra Bandaríkjanna i E1 Salva- dor, Robert White (sem Reagan- stjórninni þótti ekki nógu leiðitamur) hefur aftur á móti lýst því yfir að hægríöfgamenn og svonefndir örygg- isverðir hersins hafi drepið í það minnsta 8000 af þeim sem létu lifið á siðasta árí. Samskonar áróðursaðferðum og hér hefur verið lýst, beita íslenskir talsmenn bandariskra herstöðva. Við herstöðvaandstæðingar erum kall- aðir kommúnistar i bandariskri merkingu þéss orðs, og gott betur Moskvu-útsendarar. Þegar við vörum við hættunni sem stafar af bandariskum herstöðvum hér, þá segir Morgunblaðið að við séum að ala á grunsemdum hjá Varsjárbanda- laginu að hér kunni að leynast kjarn- orkuvopn. „Þetta er þjóðhættuleg iðja” segja skoðanabræður fólanna i ElSalvador. ^ „Við herstöðvaandstæðingar látum ekki deigan síga, þótt ískaldur stríðshrollur fari um hina íslenzku talsmenn bandarískra herstöðva. Við húkum ekki heima í vonleysi, vegna þess að þá gerist bókstaflega ekki neitt. Við öflum okkur upplýsinga og mætum þannig lygunum og blekkingunum.” Um sigur jafnaðar- manna íFrakklandi t Þjóðviljanum á þriðjudag segjr frá skeyti, sem Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins á íslandi, sendi Francois Mitterand, nýkjöm- um Frakklandsforseta og foríngja jafnaðarmanna í Frakklandi. Sam- kvæmt frásögn blaðsins var skeytið svofellt: „Til Sósíalistaflokks Frakklands og kjörins forseta, Francois Mitter- ands. Alþýðubandalagið, flokkur is- lenzkra sósíalista, færir frönskum sósialistum og kjörnum forseta Francois Mitterand og franskri al- þýðu innilegustu hamingjuóskir með stórkostlegan sigur. Þetta er sigur sem mun gefa vinstri hreyfingu í Evrópu byr undir báða vængi sem aldrei fyrr og gæti táknað upphaf að nýrri sókn til að bæta lifskjör verka- fólks i álfunni. Þetta var nauðsyn- legur og kærkominn sigur í heimi þar sem kaldir hægrivindar hafa blásiö um stund. Enn einu sinni beina sósíalistar og aðrir umbótasinnar augum sinum til Frakklands. Alþýðubandalagið á ís- landi óskar þess af einlægni að sigur Francois Mitterands, þess merka og virta stjórnmálaskörungs, verði tákn um djúptækar breytingar og opni nýjar leiðir baráttu fyrir friði, sam- vinnu og afvopnun. Virðingarfyllst, o.s.frv.” Kjallarinn Vilmundur Gylfason Mikill kuldi Það hlýtur að hvarfla að fleirum en mér að sá sem semur og sendir svona skeyti, honum sé ekki að öllu leyti sjálfrátt. Fyrir það fyrsta er það hinn fleðulegi tónn. Svona kjassa og kyss- ast forustumenn kommúnistaflokka fyrir austan járntjald — en ekki vest- an megin. En látum vera. Aðalatriðið er hitt að í þessu skeyti er að finna veigamikla fölsun. Hún er sú, að flokkur íslenzkra „sósíalista” er að senda skeyti til flokks franskra „sósialista”. Þetta er söguleg fölsun, og fölsun, hvernig sem á þau mál er litið. Sfðan fimmta lýðveldið franska var sett á laggirnar árið 1958 hefur hægri blökkin setið samfellt við völd, fyrst undir forystu Gaullista en siðast undir forustu Giscard d’Estaing. Á andstöðuvængnum hafa tveir flokkar barizt um forustuna, annars vegar flokkur kommúnista, sem er þraut- skipulagður og stendur á gömlum merg, hins vegar flokkur lýðræðis- jafnaðarmanna. Kommúnistar voru framan af sá sterkari þessara tveggja. Fylgi frönsku jafnaðarmannanna hefur hins vegar verið mjög sveiflu- kennt og um skeið fór það allt niður í um 10%. Um 1970 urðu hins vegar miklar breytingar á flokknum og smám saman hefur hann verið að síga á. Stundum hefur hann verið i sam- vinnu við kommúnista, en í annan tíma hefur sú samvinna verið mjög stirð. HinsvegarhefurFranskijafn- aðarmannaflokkurinn nú á síðustu árum verið að siga jafnt og þétt fram úr Kommúnistaflokknum, en aldrei hefur það þó verið eins afgerandi og í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.