Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Tilræðinu var spáð ígærdag —tímarit í Kólumbíu spáði tilræðinu ígærmorgun Tímarit í Kólumbíu sem kom út í gærmorgun hafði að geyma grein þar sem tilræði við líf Jóhannesar Páls páfa var spáð. Tímaritið Cromos hafði það eftir Marcellusi nokkrum sem sagður var sérfræðingur í dulspeki að lófi páfans sýndi að atlaga yrði gerð að lífí hans. Fyrirsögnin á greininni hljóðaði svo: „Ritað í lófa hans. Páfinn kann að verða myrtur”. Tímaritið hvatti páfa og lífverði hans til að sýna aðgát í fólksfjölda því þar kynni að leynast einhver úr öfgakenndri trúar- eða stjórnmálahreyfingu sem vildi ráða hann af dögum. Þá var að rifjað upp á Ítalíu síðast- liðinn föstudag að Nostradamus, franskur stjörnuspekingur sem uppi var á 16. öld, hefði spáð því að páfinn yrði í lífshættu þegar „franska rósin væri í blóma”. En rósin er tákn Jafn- aðarmannaflokksins undir forystu Mitterrands sem kosinn var forseti á sunnudaginn. Túlkandi þessa spádóma sagði í blaðaviðtali síðastliðinn fðstudag að samkvæmt þessu mætti páfinn „ekki hreyfa sig eða ferðast þegar franska rósin eríblóma.” Tilræðismaðurínn flúði úr tyrknesku fangelsi: „Hanneróvinurtyrk- neskuþjóðarinnar” — sagði sendiherra Tyrklands í Bandaríkjunum Sendiherra Tyrklands í Bandaríkjun- um sagði í gær, að Tyrkinn sem sakaður er um að hafa skotið Jóhannes Pál páfa hefði sett svartan blett á ímynd tyrknesku þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Sendiherrann, Sukru Elekdag, sagði að hinn gfunaði tilræðismaður, Mehmet Ali Agca, hefði sloppið úr tyrknesku fangelsi þar sem hann sat inni fyrir morð á kunnum ritstjóra. Sendiherrann sagði í samtali við blaðamenn, að Agca hefði framið „óþokkalegt athæfi sem hefði sett svartan blett á imynd tyrknesku þjóðarinnar og væri því enn einu sinni óvinur tyrknesku þjóðarinnar.” Sendiherrann sagði að áherzlan á að endi yrði bundinn á hryðjuverk og morð yrði að fá algjöran forgang meðal siðmenntaðra þjóða. Til þess yrði að beita öllum tiltækum meðulum. Wyszynski kardináli, yfirmaður pólsku kirkjunnar, og hinn pólski páfi, Jóhannes Páll annar. Kaþólska kirkjan í Póllandi fékk tvöfalt tilefni í gær til aö hryggjast enda mun ekki ofmælt að segja að þjóðarsorg hafi verið i Póllandi í gær. Wyszynski kardí- náli í lífshættu Tilræðið við hinn pólska páfa, Jó- hannes Pál annan, er hinni strangka- þólsku pólsku þjóð mikið áfall. Það er ekki til að draga úr harmi pólsku kirkjunnar að yfirmaður hennar heimafyrir, Stefan Wyszynski kardí- náli, er nú þungt haldinn eftir lang- varandi veikindi og er óttazt um líf hans. Fréttin um tilræðið við Jóhannes Pál páfa kom aðeins fáeinum klukkustundum eftir að kaþólska kirkjan í Póllandi hafði sent út til- kynningu þess efnis, að heilsu Wyszynskis kardínála hefði hrakað mjög. PAP, hin opinbera pólska frétta- stofa, skýrði frá því að pólska stjórn- in hefði boðizt til að senda lið sér- fræðinga á sviði læknisfræðinnar til Rómar til að annast um páfann. Fréttastofan sagði að Pólland vonaði að páfinn næði fullri heilsu á ný þannig að hann gæti haldið áfram sínu mikla og lofsverða hlutverki. Jaruzelski forsætisráðherra og Jablonski forseti sendu frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem beðið var fyrir skjótum bata páfa og hryggð pólsku þjóðarinnar lýst. Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sem nú er staddur í Japan, sagði að páfinn hefði verið með pólskum verkamönnum á erfiðleikatímum. „Núna erum við með honum. Ekkert er okkur mikilvægara en líf hans og heilsa.” Talsmaður japönsku verkalýðs- samtakanna sagði að Walesa og aðrir fulltrúar í pólsku sendinefndinni sem er i heimsókn í Japan hefðu allir brostið í grát er þeim barst fréttin um árásina á páfann. PierreTrudeau: „Villimann- legur heimur” Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem er kaþólskrar trúar, er væntanlegur í heimsókn til Rómar næstkomandi þriðjudag. Hann sagði í skeyti til Vatíkansins: „Maður hlýtur að spyrja sig hvort heimurinn sé orðinn svo villimannlegur að hann sé ekki fær um að virða friðarboða Guðs sjálfs. ” Brady er á batavegi James Brady, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sem fékk skot í gegnum höfuð- ið í tilræðinu við Reagan forseta fyrir hálfum öðrum mánuði, hefur tekið miklum framförum að því er sagt var í tilkynningu Hvíta hússins í gær. Læknar hafa ekki áður látið 1 ljós jafnmikla bjartsýni með að Brady ætti eftir að ná góðri heilsu á ný. Hann hefur gengizt undir þrjár mismunandi skurðaðgerðir eftir skotárásina. Jóhannes Páll páfi annar. LOGREGLUVERND FYRIR KENNEDY Edward Kennedy. Sérstakur lögregluvörður var fyrir- skipaöur um Edward Kennedy öld- ungadeildarþingmann þegar fréttist af tilræðinu við páfa. Eins og allir vita féllu bræður hans, John forseti og Robert, báðir fyrir morðingja- hendi. Allt frá þeim tíma hafa menn óttazt að sömu örlög kynnu að bíða yngsta bróðurins. Edward Kennedy, sem er róm- versk-kaþólskrar trúar, sagði í öid- ungadeild Bandaríkjaþings í gær: „Stærsta friðartákn heimsins hefur orðið fyrir árás sálarlauss of- beldis . . . Þetta skot hefur hitt sál heimsins. Við skulum biðja fyrir páfanum ogokkursjálfum.” Jóhannes Páll páfi hefur virt allan öryggisviðbúnað að vcttugi þegar um það hefur verið að ræða að komast i sem nanasta snertingu við alþýðu manna. ítölsklög: LÍFSTÍDARFANGELSI FYRIR ÁRÁS Á PÁFA Refsing fyrir árás á páfann er lífs- tíðarfangelsi að ítölskum lögum. Nær fullvíst er talið að það verði á Ítalíu sem dómur verður kveðinn upp yfir til- ræðismanni páfa. Samkvæmt sáttmála frá 1929 sem gildir um samskipti Vatíkansins og Ítalíu hefur páfinn samkvæmt bók- stafnum vald til að ákveða refsingu fyrir glæpi sem framdir eru á yfirráða- svæði hans. í reynd eru hinir seku nær undantekningarlaust færðir ítölskum yfirvöldum í hendur. Biskupinn í Róm, þ.e. páfinn, er lagður að jöfnu við forseta Ítalíu og árás á annan hvorn þeirra, jafnvel þó hún leiði ekki til dauða, felur í sér lífs- tíðarfangelsi að ítölskum lögum. Lög og reglu í Vatíkaninu eiga hinir litskrúðugu svissnesku öryggisverðir að tryggja ásamt lögregluliði páfagarðs.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.