Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 1
IMjálSly úháð dagmað 7. ÁRG. —FIMMTUDAGUR 14.MAÍ 1981 — 107. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍILA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOI.TI 11.—AÐALSÍMI 27022. Hlóeinsogtmll íklukkutíma -sjáFÓLKábls.16 BATAHORFUR PAFANS ERU SAGDAR GÓDAR — eftir banatilræðið sem honum var sýnt á Péturstorgi í gær Jóhannes Páll páfi annar gekkst i gær undir fjögurra klukkustunda langa skurðaðgerð eftir að tyrknesk- ur öfgamaður sýndi honum banatil- ræði á Péturstorgi í gær. Læknar segjast vongóðir um að hinn sextíu ára gamli páfi nái fullri heilsu á ný. Tilræðismaðurinn slapp úr fangelsi í Tyrklandi þar sem hann sat inni vegna morðs sem hann hafði framið. Hann mun áður hafa hótað að ráða páfann af dögum. Um allan heim hafa menn látið í ljós hryggö sína og reiði vegna tilræöisins við páfa og viða hafa verið haldnar sérstakar bænaguðs- þjónustur þar sem beðið hefur verið fyrir heilsu páfa. — sjáerl. fréttirbls. 6-7 Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: „Auðvitað hlýtégað fagna undir- tektum fólksins” „Rikisstjórn sem nýtur stuðn- ings meira en tveggja af hverjum þremur sem taka afstöðu getur ekki kvartað,” sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra í morgun er úrslit skoðanakönn- unarinnar voru borin undir hann. „Auðvitað hlýt ég að fagna undirtektum fólksins og stuðn- ingi þess viö tilraunir stjórnarinn- ar til viðnáms gegn verðbólgunni. En niðurstöðurnar sýna einnig að stjórnarandstaðan hefur ekki haft erindisemerfiöi.” -JH ÓlafurG. Einarsson, formaðurþingflokks Sjálfstæðisflokksins: Fleiriog fleiri átta sig á blekkingu stjórnarinnar „Könnunin sýnir minnkandi fylgi við stjórnina frá janúar- könnun. Með öðrum orðum: fleiri og fleiri átta sig á blekking- unni sem fólst í svokölluðum efnahagsráðstöfunum um siðustu áramót,” sagði Ólafur G. Einars- son, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, í morgun. „Stuðningsmönnum stjórnar- innar hefur fækkað um 15% og hópur andstæðinga og þeirra sem neita að svara hefur vaxið um 24%. Þegar kjósendur hafa áttaö sig á siöustu sjónhverfingunum í efnahags- og orkumálum verður gengi stjórnarinnar enn minna. Það mun næsta könnun sýna.” -JH Átökin harðna í Miðaustur- löndum Fjarstýrð ísraelsk eftirlitsvél var skotin niöur af sovézkum SAM-6 loftvarnaeldflaugum yfir Bekaa dalnum í austur Libanon. öfugt við það sem gerðist í gær hafa ísraelsmenn viðurkennt að þessi atburður hafi átt sér stað. Óttazt er að ísraelsmenn grípi til hefndaraðgerða, jafnvel þegar í dag, og að friðarumleitanir Philips Habibs sendimanns Bandaríkjanna beri ekki árangur. Vmsir óttast nú að spennan í Miðausturlöndum sé komin á það stig aö styrjöld ísraels og Sýr- lands sé óhjákvæmileg. -GAJ Skoðanakönnun Dagblaðsins á fylgi ríkisstjómarinnar. DREGUR ÚR FYLGI STJÓRNARINNAR —ennýturáfram fyigjs yfirgnæfandi meirihluta Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur minnkað siðustu mánuði samkvæmt skoðanakönnun sem Dagblaðið gerði um síðustu helgi. Ríkisstjórnin nýtur þó enn fylgis yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem taka afstöðu. 52,3 prósent af heildinni segjast nú fylgjandi ríkisstjórninni, 23,7 prósent segjast andvígir henni, 20% eru óákveðnir og 4% vildu ekki svara spurningunni. Þetta þýðir að 68,9% af þeim sem taka afstöðu eru fylgj- andi stjórninni en 31,1% andvígir. Fylgi stjórnarinnar var meira í könnun sem DB gerði í janúar síðast- liðnum. Þá sögðust 61,5% af heild- inni fylgja stjórninni, 20,8% voru andvígir en 17,7% voru óákveðnir eða vildu ekki svara. Af þeim sem tóku þá afstöðu fylgdu 74,7% stjórn- inni en 25,3% voru andvígir henni. Fylgi stjórnarinnar er þó meira nú en það var í september í fyrra sam- kvæmt skoðanakönnun DB þá. -HH.' —sjá nánar um skoðanakönnunina á bls. 5 „Við kunnum illa við að hafa svo fá börn i kringum okkur,” sögðu fóstrurnar Krist- jana Karlsdóttir og Erna Sigurðardóttir á Sólbakka, dagvist Landspitalans, við Sigurð Þorra Ijósmyndara DB sncmma i morgun. Foreldrar höfðu ekki áttað sig á að kjaradeilan væri leyst og fá börn mætt i morgunsárið. Með fóstrunum, Kristjönu til vinstri og Ernu, eru Örvar, Agnes, Marta, Kristin, Margrct og Snorri. . ARH — Sjá baksíðu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.