Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981. 7 Vegarspotti undir Hafnarfjalii með nýrri slitlagstegund illa farinn: „Frumorsaka skemmdanna að leita f undirlaginu — segir Helgi Hallgrímsson forstjóri tækni- deildar Vegagerðarinnar—tilraunir með nýja slitlagið hafa gefið góðan árangur „Frumorsaka skemmdanna er frekar að leita í undirlaginu en sjálfri klæðningunni,” sagði Helgi Hall- grímsson, forstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar,erhann var spurður um illa farinn vegarspotta undir Hafnarfjalli í Borgarfirði. Vegfarendur sem átt hafa leið þar um hafa ekki komizt hjá því að taka eftir að slitlagið þar er á köflum mjög illa farið. Helgi Hallgrímsson sagði að árið 1978 hefðu hafizt þarna til- raunir með nýja slitlagstegund sem jafnan gengi undir nafninu klæðn- ing. Á sama tíma hefðu einnig verið lagðir, með sömu aðferð, spottar við Blönduós og á Þingvallavegi. ,,Við erum nokkuð ánægðir með tilraunina, teljum að hún hafi gefið góðan árangur. Við metum árangur- inn í ljósi þess að kostnaður við klæðningu er um það bil helmingur af kostnaði við lagningu olíumalar.” Helgi sagði að vegarkaflarnir við Blönduós og Þingvelli hefðu staðið sig mjög þokkalega. Hefði árangur- inn sýnt að fjárhagslega væri þessi aðferð við lagningu slitlags mjög for- svaranleg.' „Klæðning eri því fólgin að vegur- inn er jafnaður, sléttaður og styrktur ef með þarf og loks valtaður. Asfalti er sprautað yfir og bíll dreifir möl yfir asfaltið. Síðan er mölin völtuð en við það pressast asfaltið upp,” sagði Helgi. Hann sagði að venjulega væru lögð tvö lög en áður en það síðara kæmi væri umferð hleypt á um nokkum tíma til að þjappa enn betur. Árið 1980 var töluvert lagt af þessu slitlagi á þjóðvegi landsins. Norð- menn hafa notað þessa sömu aðferð með góðum árangri. -KMU. Samtök Psoriasis- og exemsjúklinga Aðalfundur SPOEX 1981 verður haldinn í dag, fimmtudaginn 14. rqaí, í Domus Medica kl. 20.30. Venjuleg’aðalfundarstörf. Fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. , - Stiórnin. / vörzlu óskiladeildar lögreglunnar er margt óskilamuna, svo sem: Reiðhjól, barnavagnar, fatnaður, lyklaveski, lyklakippur, seðlaveski, handtöskur, úr, gleraugu o.fl. Er þeim sem slíkum munum hafa glatað bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna,. Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14—16. Þeir óskilamunir sem búnir eru að vera í vörzlu lögreglunnar ár eða lengur verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7 laugar- daginn 16. maí 1981. Uppboðið hefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Eskifjörður: ÓLYKTIN ÆTLAR ALLA LIFANDI AÐ DREPA Eskfirðingar verða að flytja sig til Reyðarfjarðar og sofa þar ef áfram á að bræða kolmunna hér. Ólyktin frá bræðslunni er alveg hryllileg svo ég á engin orð til aö lýsa henni. Kol- munnabræðsla byrjaði á Eskifirði á mánudaginn. Þá var vindur hagstæð- ur. Á þriðjudaginn iagði hins vegar bræluna yfir bæinn. Fólk sem fór til vinnu eða útréttinga og skildi eftir glugga opna í íbúðunum sínum kom að þeim aftur þannig að ýldulyktina lagöi á móti þvi. Óvíst er að lyktin náist úr húsgögnunum. Reykurinn liggur yfir húsunum og ekki er hægt að opna glugga. Það er tómt mál að tala um að sofa við opinn glugga á meðan svona stendur á. Hér er logn og við sjáum ekki upp í himininn og tæplega á milli húsa. Loðnubræðslur um land allt skapa gjaldeyri og ráðherralaun fyrir þá sem þar vinna. En af hverju eru vís- indin ekki notuð til að eyða óþefnum sem fylgir? Regina, Eskiflrðl. Fannst látinn r m r m r I husi a Egilsstöðum Ungur maður, Unnar Brynjarsson frá Eiöum, fannst látinn í húsi á Egilsstöðum á mánudagskvöldið. Unnars hafði verið saknað siðan á föstudagskvöld og leit var hafin að honum á stóru svæði sem björgunar- sveitarmenn skipulögðu og stóðu að. Húsið sem Unnar fannst i er i eigu Landssímans en þar hafði hann eitt- hvað starfað. -A.St. Viö rýmum fyrir nýjum vörum og bjódum því 20% afslátt af ölSum SONY-hljómtækjum (árg. ’80). Ath.: Adeins í örfáa daga. JAPIS Brautarholti 2 Símar27192 og 27133. BMW 525 BMW 320 BMW 320 BMW 318 automatic Renault 20 TS Renault 20TL Renault 20 TL Renault 14 TL Renault 14 TL Renault 12 TL árg. 1974 árg. 1979 árg.1977 árg.1979 árg. 1980 árg.1979 árg. 1978 árg.1979 árg. 1978 árg. 1977 Renault 12 L Renault 12statíon Renault 5 TL Renault 5 TL Renault 4 TL Renault 4 Van F4 Renault Van F4 árg. 1975 árg.1974 árg. 1980 árg. 1978 árg. 1980 árg. 1978 árg. 1977 Vantar BMW bifreiðar á söluskrá. Opið laugardaga f rá kl. 1—6. KRISTIHN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 KRAIVJ ' \\X FYRIR DÖMUR POSTSENDUM K3AIVI STRANDGÖTU 31 HAFNARFIRÐI SÍMI53534

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.