Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 18
22
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1981.
Spéð er hœgri austanátt á landinu.
Vfða verður rigning eða súid og þoka
vlð ströndina.
Klukkan 6 voru austan 2, rigning
og 7 stlg f Roykjavfk, austan 4, rlgn-
ing og 4 stfg á Gufuskálum, norðaust-
an 2, aiskýjað og 2 stig á Galtarvita,
norðan 2, abkýjað og 4 stig á Akur-
eyri, norðaustan 2, þokumóða og 3
stig á Raufarhöfn, austan 2 þoka og 2
stig á Dalatanga, austan 5 súld og 6
stig á Stórhöföa.
í Þórshöfn var þoka og 8 stig, létt-
skýjað og 12 stig f Osló, lóttskýjað og
11 stig f Stokkhófmi, skýjað og 11
stig f London, léttskýjað og 12 stig f
Hamborg, léttskýjað og 9 stig f Parfs,
skýjað og 8 stig f Madrid, léttskýjað
og 10 stig f Lissabon og skýjað og 16
stigfNew York.
Aðalbjörg Jónsdóttir fv. símritari,
Kaplaskjólsvegi 55, lézt í Borgarspítal-
anum 13. maí.
Guðmundur Snæland, vistmaður á
Elliheimilinu Hlévangi, Keflavík, lézt í
Borgarspitalanum 12. maí.
Stefán Magnússon bókbindari verður
jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 16. maí kl. 14.
Hjörtur Þórðarson frá Hjörsey verður
jarðsunginn frá Akrakirkju laugardag-
inn 16. maí kl. 14.
Þórdís Gestsdóttir frá Hjarðarholti í
Kjós verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni laugardaginn 16. maí kl. 10.30.
Jarðsett verður að Reynivöllum í Kjós.
Katrín Árnadóttir frá Ásgarði, Vest-
mannaeyjum, Espigerði 4 Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 15. maí kl. 10.30.
Minningarathöfn um Ágústu I.
Sigurðardóttur, Ólafsvík, verður í
Fossvogskirkju föstudaginn 15. maí kl.
13.30. Jarðsett verður með bæn frá
Brimilsvallakirkju laugardaginn 16.
maí kl. 14.
Minningarathöfn um Ágúst Óskar
Sæmundsson rafvirkjameistara, Skóla-
braut 1 Seltjarnarnesi, verður í Nes-
kirkju laugardaginn 16. maí kl. 10.30.
Hann verður jarðsunginn frá Skarðs-
kirkju í Landssveit sama dag kl. 17.
Fundir
Leggjum mannróttindabar-
áttu IMorður-íra lið
í kvöld, fimmtudaginn 14. maí, vcrður haldinn
fundur um leiðir til stuðnings mannréttindabaráttu
Norður-íra.
Fundurinn vcrður haldinn að Skólavörðustíg 1A
og hcfst kl. 20.30.
Jöklarannsóknafélag fslands
Fundur verður að Hótel Heklu i kvöld, 14. maí, kl.
Spilakvöld
Fólagsvist
Spiluð verður félagsvist í kvöld kl. 21 í safnaðar-
heimili Langholtskirkju. Verða slík spilakvöld í
sumar öll fimmtudagskVöld á sama tíma.
Samkomur
Hvað er Bahaí trúin
Opið hús að Óðinsgötu 20 öll fimmtudagskvöld frá
kl. 20.30. Allir velkomnir.
Haustið í Prag —
Aukasýning í kvöld
í kvöld, 14. mái, kl. 20:30 verður aukasýning á tékk-
neskueinþáttungunum Haustið i Prag á Litla sviði
Þjóðleikhússins en húsfyllir varð á síöustu sýningu
verksins sl. fimmtudagskvöld.
Haustið í Prag er eftir Václav Havel og Pavel
Kohout sem eru vel kunnir andófsmenn en það er
hins vegar ekki oft aö okkur gefst færi á að kynnast
ritverkum þessara höfunda.
Leikendur í sýningunni eru Rúrik Haraldsson,
Erlingur Gislason, Guðrún Þ. Stephensen, Helga
Bachmann, Valur Gíslason og Tinna Gunnlaugs-
dóttir. Leikstjóri er Helgi Skúlason, leikmyndin er
eftir Baltasar en Jón Gunnarsson hefur þýtt leik-
þættina úr tékknesku.
Ráðstefna
norrænna iðjuþjólfa
Dagana 11.—17. mai verður haldin á Hótel Loft-
leiöum ráöstefna norrænna iðjuþjálfa. Aðalmark-
mið ráðstefnunnar er að fjalla um fyrirkomulag
skóla- og kennslumála við iðjuþjálfaskóla á Norður-
löndum, einkum tengsl hinna fræðilegu og verklegu
þátta námsins. Þá verður rætt um stöðu iðjuþjálfa-
námsins í niðurskurði fjárveitinga til heilbrigðis- og
menntamála á Norðurlöndum. Ráðstefnuna sækja
20 fulltrúar frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð sem
þar starfa við félags- og menntunarmál iöjuþjálfa.
Iðjuþjálfafélag íslands hefur annazt skipulagn-
ingu og fyrirgreiðslur vegna ráðstefnunnar en tekur
þátt í henni sem áheyrnarfulltrúi, þar sem ekki er
starfandi neinn iðjuþjálfaskóli eða námsbraut við
háskóla hérálandi.
í Iðjuþjálfafélagi íslands eru um 15 starfandi
félagar sem allir hafa hlotið menntun sina erlendis,
flestir á Norðurlöndum.
löjuþjálfun á íslandi er ung og fremur litt þekkt
starfsgrein hér, gagnstætt þvi sem er á hinum
Norðurlöndunum. Það er því mikilvægt fyrir
íslenzka iðjuþjálfa aö fá þessa ráðstefnu hingað og
fá þannig tækifæri til þess að fylgjast með þróun
mála í nágrannalöndunum.
Fundarefni: 1. Sigurður Þórarinsson bregður upp
myndum af ýmsum frostfyrirbærum og skýrir þær.
2. Kaffidrykkja. 3. Sýndar myndir af eldgosum
síðasta árs,
AA samtökin
1 dag, fímmtudag, verða fundir á vegum AA-sam-
takanna sem hér segir: Tjamargata 5 (s. 91-12010),
græna húsið, kl. 14 og 21 (ungt fólk), Tjarnargata 3
(s. 91-16373) rauða húsið kl. 21, Laugamcskirkja
safnaðarheimili kl. 21 og Kópavogskirkja kl. 21.
Akureyri, (96-22373) Geislagata 39.........21.00
Blönduós, Kvennaskóli......................21.00
Dalvík, Hafnarbraut 4......................21.00
Keflavík, (92-1800) Klapparstig 7..........21.00
Patreksfjöröur, Ráðhúsinu við Aðalstræti . .. 21.00
Sauöárkrókur, Aðalgata 3....................21.00
Seyðisfjörður, Safnaöarheimili............ 21.00
Staöarfell Dalasýsla, (93-4290) StaðarfeU .... 19.00
Vestmannaeyjar, (98-1140) Heimagata 24 ... . 20.30
Vopnafjörður, Hafnarbyggð 4.................21.00
Á morgun, föstudag, verða fundir i hádeginu sem
hér segir: Tjamargata 5, kl. 12ogl4.
Deiiiskipulag fyrir miösvæöi
Seljahverfis kynnt
Nú liggur fyrir tillaga að deUiskipulagi fyrir mið-
svæði Seljahverfís. Þar er ráðgert að risi ýmsar þjón-
ustustofnanir fyrir þetta hverfi. Meðal annars er
ráðgert aö þar verði reist kirkja svo og hjúkrunar- og
vistheimili aldraðra.
Skipulagsnefnd og borgarráö telja rétt að kynna
ibúum hverfisins þessa tUlögu og hafa faUð Borgar-
skipulagi að annast kynninguna. í kvöld, 14. maí,
kl. 20.30 verður þvi efnt til fundar i ölduselsskóla.
Verður tillagan þar til sýnis, uppdrættir og likan.
TiUagan verður útskýrð og fyrirspurnum svarað. Á
þessu stigi er mjög æskUegt að fram komi sjónarmið
ibúa um hlutverk þessa miðsvæðis hvað stofnanir og
þjónustu snertir svo og annað það sem snertir skipu-
lagsmál hverfisins.
fbróttir
Reykjavikurmótiö
íknattspyrnu 1981
FIMMTUDAGUR 14. MAÍ
Framvöllur
Fram—Leiknir 1. fl., kl. 20.
íslandsmótið
íknattspyrnu 1981
FIMMTUDAGUR14. MAÍ
Laugardalsvöllur
Víkingur—FH 1. deUd, kl. 20.
Ráðstefna um
barnavernd 15. maf
Samband íslenzkra sveitarfélaga efnir til ráðstefnu
um barnavernd að Hótel Esju i Reykjavik föstudag-
inn 15. mai.
Á ráðstefnunni mun Ármann Snævarr hæstarétt-
ardómari, kynna nýsamþykkt barnalög; Gunnar
Eydal, formaður bamaverndarráðs, kynnir lög og
reglugerðir um vemd bama og ungmenna og Sveinn
Ragnarsson, félagsmálastjóri, dr. Bragi Jósepsson,
formaður barnaverndarnefndar Reykjavikur og
Guðrún Kristinsdóttir, yfirmaður fjölskyldudeUdar
Félagsmálastofnunar kynna meðferð barnaverndar-
mála hjá Reykjavikurborg.
Prestarnir séra Jakob Hjálmarsson, formaöur fé-
lagsmálaráðs á ísafiröi og séra Vigfús Þór Árnason,
bæjarfulltrúi á Siglufirði hafa framsögu um bama-
vernd i kaupstöðum, kauptúnum og i strjálbýli,
Helgi Jónasson, fræðslustjóri ræðir um hlutverk
skóla i barnavemd og sálfræðingarnir Alfheiður
Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal kynna foreldra-
ráðgjöf.
I umræöuhópum verður m.a. fjallað um eftirlits-
hlutverk bamaverndarnefnda, reglur um útivist og
aðgang unglinga að samkomum og um framtiðar-
skipan barnavemdarmála í sveitarfélögunum.
Liðlega eitt hundrað manns hafa tilkynnt þátttöku
í ráðstefnunni.
Ráðstefna um
Reykjavfkurflugvöil
Miðvikudaginn 29. april sl. var af Flugmálafélagi
Islands, Félagi islenzkra atvinnufiugmanna-og flug-
málastjóm efnt til ráðstefnu um framtið Reykja-
vikurflugvallar. Tilefnið var sú umræða, sem nú
hefur verið vakin upp, um hugsanlega nýtingu flug-
vallarsvæðisins undir byggingalóðir. Ráðstefnuna
sóttu um 50 manns, fulltrúar frá aðilum, sem allir
em tengdir málinu á einhvern hátt. Framsöguerindi
fluttu: Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri. Einar
Helgason, forstöðumaður flutningsdeildar — Flug-
leiða hf. Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri,
Fjóröungssambands Vestfirðinga.
Fyrirlestrar
Ra ínsóknastofnun
lar dbúnaðarins,
fssburann8Óknadeild
æ Sui
Próf jsor Leena Rásánen flytur erindi um mann-
eldismál í Norræna húsinu í kvöld. Erindi hennar
heitir Barnaeldi i Finnlandi. Fyrirlesturinn hefst kl.
20:30.
Kennslustundir ísiðspillingu
Annar þáttur Dallas myndaflokks-
ins var sýndur í gærkvöldi. Eins og
við mátti búast reyndist þar allt vera
við sama heygarðshornið og i fyrsta
þættinum. Ewing fjölskyldan lifir, og
þrífst vel, í þeim anda að öll brögð
vænleg til framdráttar eigin hags-
munum og sérvizkitséu góð og gild.
Yngsti sonurinn, Bobby, er samt
sæmilega viðkunnanlegur, enn sem
komið er, en það mun áreiðanlega
standa til að bæta úr því. Kona hans,
Pamela, er mannleg, hlýleg og annt
um náungann en hefur nú þegar lært
að til þess að þrauka í Ewing um-
hverfinu er eins gott að temja sér að
beita hörku og kúgun, svo henni er
að fara fram. Hvað táningnum Lucy
viðvíkur, þá þurfum við vart að hafa
áhyggjur af henni. Lucy á nefnilega
fátt eftir ólært af lífsháttunum sem
hér tíðkast enda nýtur hún þess for-
skots fram yfír Pamelu að vera borin
og barnfædd Ewing.
Það verður ekki ofsagt að Dallas
myndaflokkurinn er svo sannarlega
eitthvað annað en uppbyggjandi leið-
indaþættir um listir og annað sið-
menntað efni, að maður minnist nú
ekki á vísindaþættina ógrátandi. Nei,
hér fáum við ótal kennslustundir í al-
mennilegri siðspillingu á hæsta plani
svo að börnin okkar geta nú kynnzt
aðferðum sem hafnar eru yfir smá-
vægileg skattsvik, búðahnupl og bar-
smíðar á varnarlausum gamalmenn-
um.
í Dallas gildir ekkert nema einhliða
túlkun á kenningu Darwins, nefni-
lega að sá sterkari lifir — og það í
allsnægtum — ef hann einungis hefur
rænu á því að vera nægilega svívirði-
legur. öll brögð eru vænleg til vel-
gengni og frama, nema þá geðsjúkar
tilhneigingar á borð við drengskap,
heiðarleika og einurð.
Enda kemur í ljós að fólk sem
brotið er á ber tæpast barr sitt eftir,
eins og t.d. faðir Pamelu sem við
sáum í fyrsta þætti. Allar hefndir
þessa fólks mistakast á herfilegasta
hátt, og varla við öðru að búast. Lítið
púður væri í því að slíkar bullur
kæmust áfram i þessari veröld.
Nei, þetta verða sældarkvöld og
óbærilegt til þess að hugsa að nú
þurfum við að þrauka, spillingarlaus
að mestu, allt sumarfrí sjónvarpsins
— gætum jafnvel gleymt hinum og
þessum ómetanlegum brögðum.
Ef einhverjum skyldi detta sú
fásinna í hug að efni af þessu tagi
hafi lengi verið aðgengilegt, bæði í
kvikmyndahúsum og í sjónvarpinu,
þá vil ég benda á að hér verða spill-
ingu gerð svo nákvæm skil að þetta
verður alltannað líf.
Mikið var annars gott að okkur
tókst að fá lokað fyrir Kanasjónvarp-
ið því að þeir hefðu getað gjöreytt
menningarlífí okkar með furðulegu
og ósmekklegu efnisvali sínu.
Franzisca Gunnarsdóttir
Nýtt bakarí í Kópavogi
7. maí sl. var opnað nýtt bakarí í Kópavogi og heitirl
það Bakarlið Kornið s/f og er að Hjallabrekku 2.
Eigendur eru Jón Þorkell Rögnvaldsson og Kári Ey-'
þórsson. Búðarinnréttingin er hönnuð eftir hug-'
myndum frá Schweitzer I Austurríki en innréttingar
Aðaifundur
Sambands íslenzkra
hitaveitna
Á aðalfundi Sambands íslenzkra hltaveitna, sem
haldinn var í Reykjavik mánudaginn 4. maí, var svo-
felld samþykkt gerð:
„Aöalfundur Sambands íslenzkra hitaveitna,
haldinn i Reykjavik 4. maí 1981, skorar á ríkis-
stjórnina að hlutast til um að stjórnum hitaveitna
verði aftur gefnar frjálsar hendur til þess að ákveða
hitaveitugjöldin hverri á sinu svæði.”
Formaður sambandsins, * Jóhannes Zoéga, hita-
veitustjóri, setti fundinn, sem síöan flutti Hjörleif-
ur Guttormsson, iðnaðarráöherra, ávarp. Fram-
söguerindi fluttu Gunnar Kristinsson, yfirverkfræð-
ingur, sem talaði um notkun hemla og mæla í hitfc-
veitukerfum, og Oddur Björnsson, verkfræðingur,
sem ræddi um val á efni i aðveitulagnir hitaveitna.
Urðu á fundinum miklar umræður um bæði þessi
mál.
Stjórn Sambands íslenzkra hitaveitna var endur-
kjörin til eins árs, en hana skipa Jóhannes Zoéga,
hitaveitustjóri í Reykjavík, formaður; Vilhelm
Steindórsson, hitaveitustjóri á Akureyri og Sigurður
Pálsson, sveitarstjóri i Hveragerði.
í lok fundarins var aðalfundarfulltrúum boðið að
kynna sér dælustöðvar og tölvubúnað hjá Hitaveitu
Reykjavikur.
Aðalfundinn sátu 56 fuUtrúar 24 af 25 hitaveitum,
sem i sambandinu eru, og 12 gestir.
eftir þeim hafa verið sérsmíðaðar hér á landi. Vinnu-
pláss er skipulagt og teiknað af Rósmundi Þorkels-
syni verkfræðingi. Eigendur leggja áherzlu á að veita
þjónustu alla daga vikunnar og verður opið laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 8—16.
DB-mynd Sig. Þorri.
Nýtt humarverð
Á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins 12. maí varð
samkomulag um eftirfarandi lágmarksverð á fersk-
um og sUtnum humri á humarver tið 1981:
1. flokkur, óbrotinn humarhali, 25 gr. og yfir,
hvert kg.......... ........kr. 56.00
2. flokkur, óbrotinn humarhaU, 10 gr. að 25 gr og
brotinn humarhaU lOgr og yfir,
hvert kg...................kr. 27.00
3. flokkur, humarhaU, 6 gr að 10 gr,
hvert kg...................kr. 11.00.
Verðflokkun byggist á gæðaflokkun Framleiðslu-
eftirlits sjávarafurða.
Verðið er miðað við að seljandi afhendi humar-
inn á flutningstæki viö hUð veiðiskips.
Fimmslógustog
einnláívalnum
Einn liggur í slysadeild og fjórir sitja
inni í Hverfissteini eftir slagsmál sem
urðu við Hollywood í nótt. Allir þessir
menn tóku þátt í slagsmálunum og einn
lá eftir 1 valnum. Segja sjónarvottar að
höfuð hans hafi skollið á gangstéttar-
brún. Þeir sem inni sitja bíða yfir-
heyrslu, sem ölvun kom í veg fyrir í
nótt. - A.St.
Átthagasamtök
Hóraðsmanna
halda vorfagnað sinn í Rafveituheimilinu v/Elliðaár
föstudaginn 15. maí Ýmislegt verður til afþrey-
ingar, svo sem upplestur óskars HaUdórssonar,
söngur Rósu Ragnarsdóttur, happdrætti og síðast en
ekki sizt dans eftir hljómlist Þorvaldar Jónssonar og
félaga. Húsið verður opnað kl. 20.30. Mætum öll.
og fyrirtældð. Þá hafa hönnuðir og blaðamenn
skoðað stólinn og farið lofsmlegum ummælum um
hann og skrifaö um hann í dönsk blöð. Þannig t.d.
benti JyUands Posten 7. mai sérstaklega á þennan
stól i ummælum sínum um sýninguna.
Tilkynitingar
fslenzkur stóll vekur athygli
á Scandinavian Furniture
Fair
íslenzki stóllinn STACCO, frá Stálhúsgagnagerð
Steinars hf., hannaður af Pétri Lútherssyni hús-
gagnaarkitekt, hefur vakiö verulega athygli á
Scandinavian Furniture Fair í Kaupmannahöfn
þessa dagana. Stálhúsgagnagerð Steinars hf. hefur
nú þegar selt í einu lagi alla stólana sem eru á sýning-
unni til bandaríska fyrirtækisins Scandiline, Los
Angeles, sem ætlar að sýna þá á stofnanahúsgagna-
sýningunni i Chicago i júni. Um leið hefur sami
aðUi pantað 500 stóla til afgreiðslu nú i sumar.
Fjöldinn aUur af öörum aðUum hefur skoöað stól-
inn og lýst áhuga á kaupum og umboðum fyrir hann
Aðalfundur
Samtaka aldraðra
Aðalfundur Samtaka aldraöra var haldinn i húsi
BSRB þriðjudaginn 28. april sl.
í skýrslu formanns, Hans Jörgenssonar, kom
fram að félagið er að hefja byggingar á íbúöum fyrir
aldraða við Eyrarlandsveg, — eöa austan við
Borgarspítalann. Þetta verða tveggja og þriggja her-
bergja íbúöir í eins og tveggja hæða raðhúsum og
félögum samtakanna verður gefinn kostur á að
kaupa þessar ibúðir á kostnaðarveröi.
Gert er ráð fyrir þvi að þjónustumiðstöð komi
þarna siðar en fyrst verður að ráða mann til eftirlits
og þjónustustarfa fyrir ibúana meðan þjónustumið-
stöðin er ekki komin i gagniö.
Á fundinum var gengið frá lögum um
„Byggingarsamvinnufélagiö Samtök aldraðra” og
þau samþykkt. Þeir félagsmenn, sem ekki voru á
fundinum, eiga svo kost á aö koma og staðfesta
þessi lög og þátttöku sina viö þau á skrifstofu
félagsiris.
Á síðastliðnum vetri fékk félagið fjárveitingu til
að starfrækja skrifstofu, sem reyndar er ennþá i
bráðabirgöahúsnæöi, að Skólavörðustig 12, 3.
hæð, en verður þar a.m.k. næstu tvo mánuði.
Þessi skrifstofa er starfrækt alla virka daga frá kl.
10—15 með matarhléi.
Stjórn félagsins skipa: Hans Jörgensson, Lóa
Þorkelsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Stefán Björns-
son og Soffía Jónsdóttir. Varamenn eru: Guðrún
Runólfsdóttir, ólafur Pálsson og Hafsteinn Þor-
steinsson.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
Nr. 89 - 13. maf1981 gjaldeyrir
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 8,828 6344 7328
1 Sterlingspund 14383 14321 16,763
1 Kanadadollar 6,888 6,701 6371
1 Dönsk króna 0,9491 03616 13468
1 Norskkróna 13069 13100 13310
1 Sœnsk króna 1,3988 1,4026 13428
1 Finnsktmark 1,5888 13927 1,7620
1 Franskur franki 13391 13424 13666
1 Balg. franki 0,1828 0,1832 03016
1 Svissn. frankl 3,2998 33083 33391
1 HoNenzk floripa 2,8858 2,6929 23622
1 V.-þýzkt mark 23856 33936 33929
1 Itöbklíra 0,00800 030601 030661
1 Austurr. Sch. 0,4223 0,4234 0,4667
1 Portug. Escudo 0,1130 0,1133 0,1246
1 Spánskur pesetí 0,0749 03761 03826
1 Japansktyen 033112 033120 0,03432
1 Irskt Dund 10,910 10338 12,032
SDR (sérstök dráttarróttindi) 8/1 BJ0S2B 83737
Sfrnsvari vegna gengisskréningar 22190.