Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAl 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent Erlendar fréttir Skotárásin á páfa var Reagan mikið áfall: Forsetafríun afboö- aði fímleikasýningu —Bandaríkjamem biðja fyrir páfanum Ronald Reagan Bandaríkjaforseti, sem sjálfur varð fyrir skotárás fyrir hálfum öðrum mánuði, sagði að skotárásin á páfa væri sér mikið áfall. Sendi hann páfanum þau boð að Bandaríkjamenn myndu biðja fyrir lífi hans. ,,Ég var rétt í þessu að fá hinar hörmulegu fréttir um árásina á þig,” sagði í kveðju Reagans til páfans. „Allir Bandaríkjamenn eru samhuga mér í von og bænum um að þér batni fljótt af sárunum sem þú hlauzt. Við erum með þér í bænum okkar. ” Alexander Haig utanrikisráðherra, sem sjálfur hitti páfa fyrir tíu dögum, sendi páfa kveðju þar sem hann sagðist vera miður sín vegna frétt- anna um hina „ragmennskulegu og svívirðilegu árás á líf þitt. ” Frú Nancy Reagan afboðaði fyrir- hugaöa fímleikasýningu á grasflöt- inni við Hvíta húsið vegna fréttanna um tilræöið við páfa. Nancy Reagan. ÞUSUNDiR MANNA Á BÆN m VATÍ- KANIÐ í NÓTT Þúsundir manna söfnuðust saman fyrir utan Vatíkanið í nótt og báðu fyrir páfa en alþýðleg og vingjarnleg framkoma hans hefur áunnið honum óteljandi aðdáendur bæði utan og innan kaþólsku kirkjunnar sem telur 750mi!ljónir manna. Jóhannes Páll páfi fæddist í Wad- owice í Póllandi 18. mai 1920 og verður því 61 árs í næstu viku. Hið pólska nafn hans var Karol Wojtyla. Hann var kjörinn páfi í október 1978 og var fyrsti páfinn í 456 ár sem ekki er ítali. Páfinn hefur verið mjög á faralds- fæti síðan hann tók við embætti og alls staðar hefur opinská og vingjarnleg framkoma hans áunnið honum mikla hylli. Hann hefur reynzt óþreytandi boðberi kristinnar trúar og friðarhug- sjónar kristindómsins. Hann virti öryggisráðstafanir að vettugi til að geta komizt í nánari snert- ingu við alþýðu manna og þannig var því einmitt farið í gær. ítalskir stjórnmálamenn létu í Ijós djúpa hryggð yfir tilræðinu sem Arnaldo Forlani forsætisráðherra kall- aði „djöfullegt ofbeldi” sem væri tilræði við heiminn. Agostino Casaroli, forsætisráðherra Vatíkansins flaug strax frá New York er hann frétti af tilræðinu. Dagleg stjórn Vatíkansins verður nú í höndum Paolo Bertoli kardínála. Vingjarnleg framkoma páfans hefur áunnið honum mikla h.vlli hvar sem hann hcfur komið. Hér lætur hann vel að ungu barni. „Táknum hnignun menningar okkar” Viðbrögð manna um allan heim voru mjög á eina lund við fréttinni af tilræðinu við Jóhannes Pál páfa. Menn létu í ljós reiði sína og hryggð sem síðan breyttist i feginleika þegar fréttist að páfinn hefði lifað af tilræðið og vonir stæðu til að hann næði fullum bata á ný. Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg, yfirmaður ensku biskupakirkjunnar, sagði að allir kristnir menn hlytu að biðja fyrir lífi páfa. Hann minnti á ræðu sem páfinn flutti á trlandi í fyrra þar sem hann kvaðst knékrjúpandi biðja menn að skilja að vegur ofbeldisins væri ekki vegur Krists. í Rómönsku Ameríku, þar sem íbúarnir eru langflestii rómversk- kaþólskrar trúar, voru útsendingar sjónvarps- og útvarpsstöðva rofnar til að koma að fréttinni um tilræðið við páfa og fátt annað komst að í dag- skránni í gær. Erkibiskupinn í Brasilíu, Avelar Brandao Videla, sagði að tilræðið væri „tákn um hnignun menningar okkar.” Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að heimur- inn væri í mikilli þörf fyrir andlega leiðsögn páfa og baráttu hans fyrir friði. Palestínska upplýsingastofnunin i Bandaríkjunum sagði í yfirlýsingu: „Jóhannes Páll páfi er maður friðar- ins. Hann talaði um réttlæti til handa hinni palestínsku þjóð. Við biðjum fyrir öryggi hans og fordæmum þessa atlögu að lífi hans.” Bandarísk vopntil upp- reisnarmanna í Angóla? Utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandarikjaþings samþykkti í gær með 10 atkvæðum gegn 2 að aflétta banni á aðstoð Bandaríkjamanna við upp- reisnarmenn í Angóla. Nefndin sagði að slík aðstoð yrði þó að vera tengd því að birti til í Namibíudeilunni. Áður hafði utanríkismálanefnd full- trúadeildarinnar lýst því yfir að hún væri andsnúin því að banninu yrði aflétt. Frægðinni fylgja hættur: Lífvörðurgætir Foster allan sólarhringinn Leikkonan Jodie Foster er i hópi mikils fjölda heimsfrægs fólks sem hefur lifvörð sér til varnar allan sólarhringinn. Siðan John Hinckley reyndi að myrða Rcagan forseta i þcim tilgangi, aö þvi er hann sagði, að sýna ást sina á Jodie Foster hefur lífvörður fylgt henni allan sólarhringinn. Eftir tilræðið við Reagan var hótað að sprengja I loft upp heimavist við háskólann þar sem Foster stundar nám. Þá var einnig handtekinn maður sem grunaður var um að hafa ætlað sér að myrða Reagan og hafði ritað bréf þar sem hann sagðist gera það af sömu ástæðu og Hinckley; vegna ástar á Foster. Jóhannesi Páli páfa öðrum sýnt banatilræði á Péturstorgi: Batahorfur páfans eru sagðar góðar —Læknar segja hina fjögurra klukkustunda skurðaðgerð, sem gerð var á páfa, hafagengjðvel Jóhannes Páil páfi annar gekkst undir fjögurra klukkustunda skuröaögerð í gær eftir að honum hafði verið sýnt banatilræði af tyrkn- eskum öfgamanni. Læknar segjast vongóðir um aö páfinn muni ná sér að fullu. Hinn sextíu ára gamli páfi, sem fékk skot I kviðarholið, hægri hand- legg og vinstri hönd, komst til meðvitundar í nótt. Hann var þó enn i nokkurs konar svefni eftir skurðað- gerðina og hafði ekki talað neitt. Strax að lokinni aðgerðinni sagði Giancarlo Castigliori prófessor á Gemelli sjúkrahúsinu í Róm: „Hann komst vel frá aðgerðinni og við erum vongóðir um bata hans.” Læknar sjúkrahússins segja að mesta hættan sem heilsu páfans sé búin felist í sýkingarhættu i þörmun- um eftir skuröaögerð á kviöarholi hans. En þar sem engin liffæri heföu skaddazt alvarlega kváðust læknarnir vongóðir um að páfinn gæti náð fuliri heilsu. Pertini forseti Ítalíu kom á einka- sjúkrastofu páfa strax að lokinni að- gerðinni. Páfinn bar kennsl á forset- ann og kinkaði kolli. Jóhannes Páll páfi annar vará ferö um Péturstorgið í opnu ökutæki síð- degis í gær (kl. 15.19 að islenzkum tíma) þegar vopnaður maður sem leyndist i mannfjöldanum hóf skotár- ás. Páfinn féll i hendur fylgdarmanni sinum og hvít klæði hans voru alblóðug. Er hann var i ofboöi fluttur til Gemelli sjúkrahússins misstu pila- grímar á Péturstorgi gjörsamlega stjórn á sér. Margir féllu á jörðina og grétu hástöfum. Tilræðismaðurinn, Mehmet Ali Agca, 23 ára gamall Tyrki, var fljótlega yfirbugaður af nærstöddum, afvopnaður og fenginn lögreglunni í hendur. Tveir ferðamanna á Péturstorgi urðu fyrir skotum. Annar þeirra, Anne Odre, 60 ára gömui kona frá Buffalo í New York, særðist ábrjósti og sögðu læknar ástand hennar „mjög alvarlegt”. Rose Hall, 21 árs gömui stúlka frá Jamaica, fékk skot 1 vinstri handlegg og var líðan hennar sögðeftir atvikum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.