Dagblaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ1981.
Mikflarbirgðir
tilaf
kartöflumfrá
ífyrrasem
sjálfsagt
eraðreynaað
nýtaá
einhvern hátt
Sigtibrauö
Margir kjósa að nota sigtimjöl eða
heilhveiti í staðinn fyrir eintómt hvitt
hveiti. Hér er uppskrift þar sem sigti-
mjöl er notað ásamt hveiti.
25 gr pressuger
2 dl vatn
1 matsk. salt
200 gr soðnar kartöflur
250 gr slgtlmjöl
250 gr hvelti
Hrærið gerið út í volgri mjólkinni.
í uppskriftinni stendur að rífa eigi
kartöflurnar á finasta rifjámi heimil-
isins. Það er sennilega erfitt verk,
þánnig að betra er að stappa kartöfl-
urnar með kartöflustöppu. Þær eru
66. skoðanakönmm Dagblaösins: Ertþú fylgjandi eða andvígur nkisstjóminni?
5
Dregur úr fylgi
ríkisstjórnarinnar
—nýtur þó fylgis rúmlega tveggja af hverjum þremur af þeim sem taka af stöðu
Rikisstjórnin nýtur áfram fylgis yfir-
gnæfandi meirihluta landsmanna sam-
kvæmt skoðanakönnun sem DB gerði
um siðustu helgi. Fylgi ríkisstjórnar-
innar hefur þó minnkað talsvert síðan
DB gerði könnun í janúar síðastliðn-
um.
Samkvæmt könnuninni nú segjast
52,3 af hundraði vera fylgjandi ríkis-
stjórninni. 23,7 af hundraði segjast
andvígir ríkisstjóminni. 20 af hundraði
kveðast óákveðnir í afstöðu til ríkis-
stjórnarinnar og 4 af hundraði vildu í
þessari könnun ekki svara spuming-
unni.
Þetta þýðir að af þeim, sem taka af-
stöðu með eða á móti, styðja 68,9 af
hundraði ríkisstjórnina en 31,1 af
hundraði eru hénni andvígir.
Fylgi ríkisstjórnarinnar var mun
meira í janúar síðastliðnum, fyrst eftir
áramótaaðgerðirnar í efnahagsmálum._
Þá sögðust 61,5% af heildinni styðja
stjórnina, 20,8% voru henni andvígir
og 17,7% óákveðnir aö meðtöldum
nokkmm sem vildu ekki svara. Bæði
andstöðumönnum stjórnarinnar og
hinum óákveðnu hefur því fjölgað
síðan um nokkur prósentustig í hvomm
hópi. Ef eingöngu er litið á þá sem tóku
afstöðu kemur út að í janúar studdu
74,7% ríkisstjórnina og hefur því
fækkað í þeim hópi um nærri 6 pró-
sentustig, miðað við 68,9% nú. f
janúar voru 25,3% andvigir ríkisstjórn-
inni af þeim sem tóku afstöðu en nú
eru 31,1% andvígir stjórninni í þeim
hópi.
Meira fylgi en f
september í fyrra
Þótt fylgi ríkisstjórnarinnar hafi
minnkað síðan í janúar er það meira en
var í september á síðasta ári þegar DB
gerði könnun.
Þá voru af heildinni 41,3% fylgjandi
ríkisstjórninni, 25,8% andvígir og 33%
óákveðnir að meðtöldum nokkrum sem
ekki vildu svara spurningunni. Ef litið
er á þá sem tóku afstöðu í september
sést að 61,4% studdu stjórnina eða 7,5
prósentustigum færri en nú en 38,6%
voru henni andvígir.
DB hefur í enn eitt skipti kannað af-
stöðu landsmanna til ríkisstjórnarinn-
ar. Það var fljótt eftir myndun
stjórnarinnar, í febrúar 1980. Fylgi
stjórnarinnar var þá með eindæmum
mikið og hefur ekki verið nándar nærri
eins mikið síðan.
í skoðanakönnuninni nú kom fram,
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu
þessar:
FYLGJANDI....................314 eða 52,3%
ANDVÍGIR.....................142 eða 23,7%
ÓÁKVEÐNIR ...................120 eða 20%
VILJA EKKI SVARA............ 24eða 4%
Ef aöeins eru teknir þeir, sem tóku afstöóu, veróa nióurstöðurnar eftirfarandi. Til
samanburóar eru nióurstööur úr fyrri könnunum DB um afstöðu til núverandi
rlkisstjórnar:
Nú Jan. '81 Sept. '80 Feb. '80
FYLGJANDI 68,9% 74,7% 61,4% 89,9%
ANDVÍGIR 31,1% 25,3% 38,6% 10,1%
látnar út i hveiti, salt og ger og deigið
hnoðað þar til það sleppir borði. Lát-
ið hefast á hlýjum stað í eina tvo
klukkutíma. Þá eru búin til tvö brauð
(eða eitt stórt) úr því, látin á smurða
plötu og hefast aftur í 45 mín. Þá
eru þau pensluð með eggi, skorið
aðeins ofan í toppinn og brauðin
bökuð í 200°C heitum ofni i ca 25
mín. (fer þó eftir stærð brauðanna).
Brauðin eiga að vera fallega brún og
gegnbökuð.
-A.Bj.
Kartöflur
með
kotasælu
og
sýrðum
rjóma
Á dögunum fengum viö stappað-
ar kartöflur sem voru alveg sérstak-
lega góöar. Ástæðan var sú að í
réttinn var notaður sýröur rjómi,
ásamt rifnum osti. Fer hér á eftir
uppskrift af sýrðum, stöppuðum
kartöflum meö sýrðum rjóma og
rifnum osti.
6 meðalstórar kartöflur, soðnar og
flysjaðar.
1 bolll sýrður rjómi
1 bolli kotasæla
1 matsk. saxaður graslaukur
1/2 tsk. hvitlauksduft
1/2 tsk. salt
1/8 tsk. pipar
1/3 bolli riflnn ostur.
Kartöflurnar eru soönar, flysjaö-
ar og stappaðar og öllu hrært
saman við nema rifni osturinn.
Látið i smurt eldfast mót og rifna
ostinum stráð ofan á. Bakað i ca
180°C heitum ofni í um það bil 45
min., eða þartil kartöflurnar eru
orðnar fallega ljósbrúnar.
Þessi kartöfluréttur er alveg sér-
lega Ijúffengur og má hafa með
ýmsum réttum, bæði fiski og kjöti.
Nefna má t.d. steikta lifur sem
þetta fer sérlega vel með.
A.Bj.
-
eins og í fyrri könnunum, að fylgi
stjórnarinnar er hlutfallslega langmest
úti á landsbyggðinni. Þó hefur stjórnin
einnig drjúgan meirihluta af þeim sem
taka afstöðu á Reykjavíkursvæðinu.
Fylgishlutföllin eru nú svipuð meðal
karla og kvenna en öllu fleiri konur
eru óákveðnar í afstöðunni.
Úrtakið í skoðanakönnuninni voru
600 manns eins og í fyrri könnunum.
Þar af er helmingur af hvoru kyni,
helmingur af Stór-Reykjavíkursvæðinu
og hinn helmingurinn af landsbyggð-
inni. Eins og fyrri kannanir DB er um
símakönnun að ræða.
- HH
«€
Rikisstjórn Gunnars Thoroddsen: Lið-
lega helmingur segist nú styðja stjórn-
ina en rúmlega tvelr þriðju þeirra sem
afstöðu taka. Fylgið fer þvi minnkandi
frá þvi i ársbyrjun.
DB-mynd: Gunnar Orn.
Ummæli folks í könnuninni:
„SKÁSTIK0STURINN”
,,Ég vil gefa þeim tækifæri til að
sýna hvað þeir geta,” sagði kona á
Akureyri, þegar hún svaraöi spuming-
unni um ríkisstjórnina. „Ríkisstjórnin
er ekki algóð, en ég veit þó hvað ég hef
en ekki hvað ég fengi í staðinn,” sagði
karl á Akureyri, sem kvaðst fylgjandi
stjórninni. „Betra er aö hafa stjórnina
en ekkert eða stjórnarkreppu,” sagði
karl á Reykjavíkursvæðinu, sem
sagðist fylgjandi stjórninni. Margir
aðrir svöruðu á sömu lund. ,,Ég vil, að
stjórnin sitji. Ekki kemur betra í
staðinn,” sagði kona á Reykjavíkur-
svæðinu.
„Já, ég styð hana, annars höfum við
enga stjórn,” sagði kona í Hveragerði.
„Fylgjandi, því engin önnur væri
betri,” sagði karl á Norðurlandi eystra.
,,Ég vildi helzt, að Gunnar Thor stýrði
meirihlutastjórn slns flokks. Ég styð
þessa stjórn, meðan ekki er völ á öðru
betra,” sagði karl á Suðurlandi. „Ég
fylgi henni ennþá, en ástin er nú tölu-
vert farin að kulna,” sagði kona á
Vesturlandi. „Ég fylgi stjórninni, bezt
að hún fái að spreyta sig í nokkur ár,”
sagði kona á Vestfjörðum. ,,Ég held,
að þessi stjórn sé að reyna eitthvað.
Bezt er að bíða og sjá,” sagði kona í
Norðurlandskjördæmi vestra.
„Þetta er skásta lausnin eins og er,”
sagði kona i sveit. „Það er engin önnur
stjórn hugsanleg eins og stendur. Það
er ekki um neitt að velja annað en að
styðja þessa stjórn. Hún tryggir að
minnsta kosti almennan vinnufrið og
atvinnu,” sagði kona á Reykjavíkur-
svæðinu. „Ég er ekkert að æsa mig á
móti einhverju bara til að vera i and-
stöðu. Það verður eitthvað betra aö
standa til boða. Getur þú bent mér á
eitthvað skárra, væni minn?” sagði
kona á Reykjavíkursvæðinu.
„Lifum á víxli"
„Rikisstjórnin gerir ekkert frekar en
aðrar ríkisstjórnir. Hún á að stjórna í
stað þess að plata fólkið,” sagði karl
úti á landi. „Kaupið mitt endist sifellt
verr. Það eru mín stjórnmál. Ég var
fylgjandi þessari stjórn. Hef linazt í því
og tel mig nú óákveðinn gagnvart
stjórninni,” sagði karl á Reykjavíkur-
svæðinu. „Ég styð ekki ríkisstjórn,
sem kommúnistar sitja í. Ég hef megn-
ustu vantrú á íslenzkum stjórnmála-
mönnum sem ganga í sæng með komm-
únistum. Það er einhvers konar pólitísk
kynvilla, þegar stuöningsmenn vest-
rænnar samvinnu eru í félagi með
kommúnistum um stjórn landsins,”
sagði karl á Reykjavíkursvæðinu.
„Ég er alveg hættur að styðja rikis-
stjórnir. Þær byrja svo sem allar vel en
reynast allar eins,” sagði karl á Vest-
fjörðum.
„Stjórnin frestar bara vandræðun-
um. Við lifum á víxli, sem alltaf ér
framlengdur. Ef við værum ekki á
þessum stað á hnettinum, væri búið að
gera okkur upp fyrir löngu,” sagði karl
á Reykjavíkursvæðinu. „Það eru ekki
hugsjónir, heldur græðgi, sem stjórna
landinu,” sagði karl á Reykjavikur-
svæðinu. „Hvernig ætti að vera hægt
að styðja þessa stjórn?” spurði karl í
sveit. „Ég vil alltaf vera í stjórnarand-
stöðu,” sagði karl á Reykjavíkursvæö-
inu. „Það er alveg sama, hvaða stjórn
situr,” sagði kona í sveit.
-HH