Dagblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1981.
mánuð. Þetta er náttúrlega makalaus
slóðaháttur og hefur í för með sér, að
ég veit ekki nákvæmlega, hvað ég hef
í raun unnið mikið, né hve mikið ég á
inni hjá vinnukaupanda mínum. En
ég segi þér það seinna.
Segðu mér annars, hvernig ferð þú
að því að lifa af 3052 krónum á mán-
uði? Hvað er fjölskyldan stór? Ertu í
leiguhúsnæði? Áttu bíl?
Ég verð vist að viðurkenna, að
vegna leti minnar höfum við hjónin
orðið að snapa lán hjá vinum og
vandamönnum, auk víxils vegna bíla-
kaupa.
Þetta er nú orðið allpersónulegt
hjá mér, en eins og danskurinn segir,
þá er það persónulega líka pólitiskt
og öfugt.
Stóttabarátta
Og fyrst ég er nú farinn að minnast
á pólitík þá get ég alveg eins potað
því út úr mér að ég lft á yfirstandandi
kjaradeilu lækna og rikisvalds (og
borgar) sem stéttabaráttu. Þá á ég
ekki við læknastéttarbaráttu, því hún
er ekki til. Það er bara um að ræða
eina stéttabaráttu og þannig hefur
það lengi verið. Barátta launavinnu
og auðmagns, milli verkalýðsstéttar
og auðvalds, nei afsakið, vinnuveit-
enda átti ég að segja („Fínt skal það
vera”, sagði Þorgrímur Starri).
Barátta okkar lækna er stéttabar-
átta, barátta fyrir því að við og fjöl-
skyldur okkar geti lifað við mann-
sæmandi kjör. Og hvað er nú það?
Það veit ég ekki. En hitt veit ég, að
gjarnan vildi ég sjá fjölskyldu mína
meira og oftar, og öðru vísi en sof-
andi. Er ekki eitthvað mannsæmandi
við það?
Ég er þeirrar skoðunar, að læknar
eigi samstöðu með öðru launafólki i
baráttu gegn afturhaldssömum at-
vinnurekendum og ríkisvaldi þeirra.
Auðherrarnir hafa þrátt fyrir allt
töglin og hagldirnar í okkar sam-
félagi. Þessi samstaða er ekki bara si
sona í orði, heldur líka á borði. Að-
gerðaborði, ef því er að skipta.
Finnst þér ekki ábyrgðarleysi af
yflrvöldum að láta útslitinn mann
eftir hugsanlega stanslausa sólar-
hringsvinnu, eða jafnvel meira, taka
á móti þínu barni eða móður þinni
sem leitar til okkar með meiri eða
minni háttar meiðsl?
„Ég er nú bara
öskukarí"
PS Kæri Hugi. Ég ætlaði annars að
segja þér söguna af öðrum verka-
manni hjá Reykjavíkurborg, sem
kom til min vegna bakveiki. Hann
sagðist vinna að jafnaði 34 klst. á
viku og fyrir það fengi hann u.þ.b.
8000 krónur á mánuði. Ég held að
þetta sé rétt, föðurbróðir minn er í
sama starfi.
Þegar ég spurði sjúklinginn hvað
hann starfaði, svaraði hann: ,,Ég er
nú bara öskukarl”. Þegar viðtali
okkar lauk spurði ég hann, hvort
honum þætti það ekki frekja í okkur
læknum að krefjast hærri launa en
7.500 kr. í fastalaun. Þá svaraði
hann: Nei, ég styð ykkur í þessari
baráttu. Hann hafði hresst allur við
og sló á bakið á mér.
Hugsaðu þig dálítið um, Hugi, og
þá er ég nokkurn veginn viss um þinn
Kjallarinn
Sveinn Rúnar
Hauksson
stuðning líka, félagi verkamaður. Ég
er núbara læknir.
Jöfn laun
PPS Af því að ég var að lesa síðustu
fréttir í Tímanum (27/5), þar sem er
viðtal við félaga vorn (en stéttarand-
stæðing?) Ragnar Arnalds fjármála-
ráðherra, þá verð ég að fá að bæta
nokkrum orðum við, þótt þetta sé
þegar orðið of langt til þess að
nokkur maður nenni að lesa það.
Ragnar segir: „ . . . um störf sem
eru þess eðlis að menn í föstum
stöðum hljóta að gegna þeim.”
Ég vil gjarnan gegna og ég er viss
um að megnið af félögum mínum í
„kommaklíkunni” (Sameignar-
félaginu LÞ) vilja það líka. En ég er
ekki i fastri stöðu meðan ég er ráðinn
hjá Sameignarfélaginu.
í öðru lagi: Við erum ekki að
„liðast upp”. Það ríkir nokkurn veg-
inn full samstaða, hjá læknum a.m.k.,
og baráttuhugurinn er góður.' Þaö
kom i ljós á sfðasta fundi okkar, sem
haldinn var í Domus Medica (27/5).
Menn verða að vita hvað þeir eru
að segja, sérstaklega þegar þeir eru í
ábyrgðarstöðum og eru að fjalla um
mál sem varða líf og limi þegna okkar
þjóðfélags. Það eru alvarleg mál.
Ef menn vita ekki hvað þeir eru að
segja þá eiga þeir að hvíla sig, hugsa
málið og tala svo. Þá verður j>eim
gegnt og þá geta þeir lika gegnt sjálfir
(vinur!).
Og svo ég þreyti þig nú enn meira
þá máttu vita að ég er jafnlaunasinni.
En til þess að jöfn laun geti orðið að
veruleika í þessu auðvaldsþjóðfélagi
(fyrirgefðu dónaskapinn), þá verður
t.a.m. að koma á öðruvísi námslána-
kerfi og helst námslaunum.
Þinn sameignarsinni
Sveinn Rúnar Hauksson
læknir
^ „Þó að laun mín séu of lág, að okkar
mati, til að framfleyta fimm manna fjöl-
skvldu í leiguhúsnæði og til að halda bíl gang-
andi, þá hafa tekjurnar verið eða öllu heldur
átt að vera miklu hærri...”
Jón bendir réttilega á í grein sinni
að kartöflur séu viðkvæm vara.
En hættir hún að vera viðkvæm
þegar kartöfluræktendur skila af sér
á flutningabíla?
Jón biður mig um að upplýsa neyt-
endur um þær breytingar sem gerðar
voru á flokkunarreglum kartaflna
£ „Hætta kartöflur að vera viðkvæm vara,
þegar kartöfluræktendur skila af sér á
flutningabíla?”
eftir að hafa hlustað á erindi hans,
sem bar yfirskriftina „Uppskera og
markaðssveiflur”.
Ég gagnrýndi yfirmatsmanninn
vegna þess að hann fjallaði i erindi
sínu að mestu leyti um kartöflurækt
Þykkbæinga og gaf í skyn að þeir
væru þess valdandi, með stórrækt
sinni, að kartöflugæði væru í lág-
marki.
Þegar hann fullyrti að 5—6 ha.
'lands nægðu hverjum bónda sagði
ég hann ekki dómbæran. Jón I.
Bjarnason sér ekki ástæðu til að taka
það fram, þegar hann fræðir lesend-
ur um hvað ég hafði skrifað. vísvit-
andi slitur Jón skrif mín úr samhengi
til að tortryggja málflutning minn.
Jón fer nokkrum orðum um afrek
forfeðranna í þessu harðbýla landi og
er það vel. Einnig segir hann það
hollt að skiptast á skoðunum, setja
fram ný sjónarmið, ræða nýjar leiðir.
Það er í raun kjarni málsins. Yfir-
matsmaðurinn hefur í flest skipti not-
að tíma sinn í fjölmiðlum til að gagn-
rýna kartöfluræktendur og gefa þeim
Kjallarinn
. Tryggvi L Skjaldarson
holl ráð. En hvað með aðra þætti á
leiðinni til diska neytenda.
Eru geymslur Gfænmetisverslunar-
innar fulinægjandi og meðferðin þar
rétt?
Eru geymslur kaupmanna full-
nægjandi og meðferðin þar rétt?
Eru geymslur neytenda fullnægj-
andi og meðferðin þar rétt?
Er rétt staðið að dreifingu kart-
aflna?
Því miður fer minna fyrir ábend-
ingum yfirmatsmanns þar og ekki
kemur orð frá Jóni : Bjarnasyni, því
miður. Er ekki hollt að skiptast á
skoðunum, ræða nýjar leiðir, setja
fram nýsjónarmið?
hér um árið og hvort harðærisverð-
bæturnar sem settar vour á, hafi
veriðfelldarniður.
að lokum spyr hann hvort neytend-
ur hafi borgað harðærisverðbætur í
Kjallarinn
Marteinn Sk^ftfells
legu efnum að bráð, bætast í biðraðir
sjúkrahúsa eða hæla, og í vítahring
lyfjaneyslu.
Árlega kostar þetta þjóðfélagið
stórfé, sem sótt er í vasa skattþegn-
anna.
Er handhöfum iyfjamála ætlað að
vinna gegn heilbrigði? Nei, en það
gera þeir með banni á hollefnum.
Hvað segðu þeir, ef við réðumst inn á
heimili þeirra og bönnuðum þeim,
t.d., að neyta skaðlegra efna, sem er
þó skynsemi nær, en bann á vita-
mínum? Þeir myndu áreiðanlega telja
afskipti okkar fruntaleg og gróf og
það væri rétt.
En þetta er einmitt það, sem þeir
hafa gert. Þeir hafa ráðist inn á hvert
heimili í landinu og bannað fólki val
hollefna til að rækta eigin heilsu.
Lífefni
Vítamín eru lífefni, öllum nauð-
synleg, og þau eiga að vera frjáls hér,
eins og með öðrum þjóðum. En hand-
hafar lyfjamála hafa bannað —
bannað — innflutning á fjölda teg-
unda. Og líklega á almenningur að
skilja bannið þann veg, að verið sé að
bjarga þjóðinni frá alvarlegri hættu.
Miklu meiri hættu en af viðurkennd-
um skaðlegum efnum, sem þeir
skipta sér harla litið af.
Þetta bann er brot á 69. gr. stjórn-
arskrárinnar. „Engin bönd má leggja
á atvinnufrelsi manna nema almenn-
ingsheill krefji, enda þarf lagaboð
til”.
Þetta er svo skýrt orðað, að ekki
verður misskilið. Og þeir vita ofur-
vel, að bannstefna þeirra er alvarleg
skerðing á atvinnufrelsi, þar sem
margar tegundir, sem áður voru
fluttar inn og voru eftirspurðar, ekki
vegna auglýsinga heldur að fenginni
reynslu neytenda, eru nú bannaðar.
En áður en þær voru bannaðar bar
þeim skýlaus skylda til að færa rök
fyrir því, að bann á þeim „varðaði al-
menningsheill”. Á þeim rökum áttu
svo þau lög að hvíla sem staðfestu
bann. — Kröfu um, að þeir sinntu
þessari skyldu, hafa þeir hunsað.
Ósköp
En hvaða ósköp valda því, að
menn af þessum lærdómsgráðum, í
ábyrgðarstöðum, fremja slík glöp?
1977 var skipuð nefnd til að semja
lyfjareglugerð. í hana voru skipaðir 2
leikmenn, auk próf. við læknadeild
Háskólans, og apótekara. En hvor-
ugur þeirra var skipaður form.,
heldur annar ieikmannanna. En ekki
hefur hann treyst „fræðingunum”
vel til verksins þar eð hann kvaddi
form. lyfjaeftirlitsins sér eða nefnd-
inni til ráðuneytis. En þótt 3ji
fræðingurinn bættist í hópinn, bætti
það ekki úr skák. Reglugerðin braut í
bága við lögin og var mótmælt sem
slíkri. Og annar leikmannanna gagn-
rýndi gerðir „sérfræðinganna”
skarplega í bréfi til ráðherra, og
skýrði frá því, að sérfræðingarnir
hefðu haldið því fram, að sterkari
skammtar vítamina en 1 1/2 svokall-
aður dagskammtur, „teldust hættu-
legir og yrðu því að teljast til lyfja”.
Og þessi viðmiðun var síðan sett inn í
lyfjalögin 1978. — Veikir skammtar
vitamína „hættulegir” og gerðir að
lyfjum,—-að lyfjumt
Hafi „fræðingarnir” trúað þessu
sjálfir, er ljóst, að þeir hafa virt hags-
muni lyfsala meira en heilsuspjöll af
„hættuskömmtunum”, því að apó-
tekin máttu selja „hættuna” resept-
laust, hverjum sem hafa vildi.
En hafi þeir ekkl trúað eigin
orðum, fóru þeir með vísvitandi
blekkingar. En frá hvaða hlið sem
málið er skoðað er það alvarlegt þar
sem bannstefnan snýr gegn hagsmun-
um og heilbrigði almennigns, því að
vítamín eru hollefni, en ekki hættu-
efni, í þeim skömmtum, sem þau eru
bönnuð íslendingum.
Alvarlegast er þó kannski það að
bannstefnan á dygga stuðningsmenn
meðal kennara verðandi lækna þótt
flestir séu henni, án efa, fjærri.
„Dauðaskammtar"
Hingað kom 1979 H.L. Newbold,
bandarískur læknir, og hélt fyrir-
lestra. — í bók sinni „Meganutrients
for your nerves” skýrir hann frá eigin
vítamínneyslu.
Það er fróðlegt að bera saman
neyslu Newbolds við „hættumörk”
fræðinganna, sem sömdu reglugerð-
ina:
Newbold Hættumörk: höf. reglu-
A-vítamín 30000 ein. gerðar 7500ein.
D-vitamín 4000 ein. 4000 ein.
Níasín 250 mg 1 x í viku 30mgdagl.
Nú reseptsl.
C-vítamin 20.000 mg óháö magni 90 mg
Thíamin(Bj) 25-500 mg 2,25 mg
Ríboflavin B2 600 mg 2,55 mg
b12 lOOOmíkróg. 9,00 mg
Pyrídoxín (Bg) 600 mg 3,00 mg
E-vítamín 2000 mg 45,00 mg
E-vit. mun nú frjálst að 300 eining-
um, og C-vit. 500 mg, en aðrar breyt-
ingar svo litlar að engu skipta. En
fagna ber því, sem í áttina miðar. En
samanburðurinn sýnir ljóslega hversu
„Vítamín, sem frjáls eru öörum þjóöum,
^ eru bönnuð íslendingum. En okkur er
frjáls fjöldi heilsuskaðlegra efna.”
fyrra í góðærinu og ef svo væri
hvursu lengi slík ölmusa skuli látin af
hendi.
Að öllu jöfnu hafa flokkunar-
reglur verið þannig (miðað við net-
sigti):
1. flokkur 33-40 mm og 40 mm og
þar yfir
2. flokkur 30-40 mm
3. flokkur 28-33 mm
Haustið 1977 fékkst það samþykkt
að 2. flokkur væri 28-40 mm. Féll
það svo niður strax árið eftir.
Kartöfluræktendur ganga ekki
fyrir harðærisbótum, svo ölmusan er
ekki af hendi látin.
Mér datt í hug þegar ég sá grein
Jóns I. Bjarnasonar þar sem hann
tekur upp hanskann fyri yfirmats-
manninn (reyndar í a.m.k. annað
sinn í vetur).
Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi.
Með vinsemd
Tryggvi L. Skjaldarson
Þykkvabæ.
\
fráleit bannstefnan er. En sagan er
ekki nema hálfsögð.
Lyfsalar yfirleitt hafa aldrei haft
annan áhuga á náttúrlegum víta-
mínum og lyfjum — en að banna
þau. Og lyfjavaldið mætti langþráð-
um óskum þeirra, og bannaði inn-
flutning á meira en helmingi þeirra
tegunda, sem frjálsar voru, fyrir
gildistöku laganna, er veittu víðtækt
geðþóttavald, sem löggjafinn hefur
áreiðanlega ekki ætlast til en beitt
hefur verið í framkvæmd laganna
þann veg að engum sem kynnir sér
dylstgróf misbeiting.
Og væri bannlistinn birtur í erlend-
um blöðum myndi hann vekja orð-
lausa undrun fagmanna, er þeir sæju,
að hann er saminn af kennara við
læknadeild Háskólans og sam-
þykktur af æðstu mönnum lyfja-
mála.
Schjelderup, sem i bók sinni
Læknavísindi á nýjum leiðum, 1974,
líkti lyfjavaldi Svia og Dana við of-
sóknir miðalda, yrði líklega samlík-
ingarvana fengi hann listann í
hendur. Og sennilega myndi lyfjalist-
inn, sem búinn var til handa apótek-
um, ekki vekja minni undrun. Og
hlegið myndi um Evrópu, Bandaríkin
og austur í Japan, að sjá Sana-sol
gert að lyfi og bannað utan apóteka.
— Nú leiðrétt.
En hvaðan kemur „sérfræðing-
um” lyfjavaldsins réttur til að skipta
sér af hverra vítamína við neytum og
hvort þau eru veik eða sterk? Að
sjálfsögðu kemur þeim ekki frekar
við hvers við neytum en okkur hvers
þeir neyta — þeir láta sig engu varða
þótt við neytum heilsuskaðlegra efna.
Og vilja þeir ekki líka vera svo elsku-
legir að láta sig engu skipta neyslu
okkar á hollefnum?
Marteinn Skaftfells.
/V