Dagblaðið - 01.06.1981, Side 22
22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ1981.
g)
i
Menning
Menning
Menning
Menning
BATÍK SEM SLÍK
r
Um sýningu Katrínar Agústsdóttur
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Batík ætti varla að þurfa að kynna
fyrir fólki á íslandi á því herrans ári
1981; svo mjög sem hún hefur verið f
tisku hér undanfarin ár. Menn flytja
hana inn frá Austurlöndum, þar sem
hún er upprunnin, eða framieiða
hana hér heima í stórum stíl til að
selja útlendingum.
Ekki er þár með sagt að við eigum
okkur marga frjóa listamenn í grein-
inni því batík má nánast fjöldafram-
leiða eins og svo margt annað. Ein af
þeim fáu sem fengist hefur við ný-
sköpun í batík hér á landi og vinnur
af merkjanlegum metnaði er Katrín
Ágústsdóttir sem þessa dagana sýnir
með miklum myndarbrag að Kjar-
valsstöðum (til 31. maí).
Vax á dúk
örfá orð um tæknina: Batík er
ættuð frá Malasíu og byggist að
nokkru leyti á því að blöndu af par-
affínoliu og býflugnavaxi er hellt á
dúk. Dúkurinn er svo litaður en litur-
inn sest þá aðeins á þá hluta sem ekki
eru þaktir vaxi. Hins vegar springa
vaxfletirnir, liturinn rennur í gegn
og þá verða til hinar sérkennilegu æð-
ar sem setja svo mikinn svip á list-
greinina. Að lokinni litun er vaxið
fjarlægt með hita eða kemískum efn-
um og þá má byrja upp á nýtt með
öðrum litum. Þessu fylgir jafnan
heilmikið púl og stendur batíkfólk
heilu og hálfu dagana með handleggi
upp að öxlum í litasúpum.
Því hlýtur maður að undrast elju
Katrínar sem fyllt hefur stóran sal
með 70 verkum (sem hiýtur að vera
einhvers konar alþjóðlegt met í batík)
en auk þess hefur hún unnið fjölda
kjóla með svipuðum hætti.
Þótt áferðarfalleg sé hún hefur
batíkin ýmsa annmarka sem mynd-
list. í vinnslunni mýkjast nefnilega
allir litir sem notaðir eru, skil verða
ekki skörp og einfalda verður bygg-
ingu mynda. Menn hafa því freistast
til að spila sérstaklega á þá eiginleika
til að framleiða innantómt skraut.
Flest af því sem hér er til sölu í versl-
unum er einmitt af því tagi.
Mitt á milli
Aðrir, þ.á m. Katrín, hafa gert sér
far um að skapa marktæka og nú-
tímalega myndlist i þessum miöli,
m.a. með þvi að hvíla burstabæina,
álfana og búsmalann en fjalla þess i
stað um bílinn, borgarlif og há-
spennukapla.
Þessi þróun hefur verið mjög skýr
og áberandi í verkum Katrínar, frá
sýningu hennar árið 1973 og til þessa
dags. Nú gerir hún djarfa tilraun til
að hasla sér völi mitt á milli batikur
og málverks, utan við meginstrauma
skreytikenndrar batíkur. Gerir hún
þetta með þvi að tileinka sér nokkra
eiginleika afstraktmálverksins: hina
hreinu fleti, einfaldar áherslur og
umfangið. Sem fyrr er ísland sam-
tímans myndefnið — landslag, fólk á
ferð, bilismi, hestamenn, uppstilling-
ar.
Guðsgjöf
skreytimeistara
Hefur hún erindi sem erfiði? Satt
að segja er ég ekki viss um það. í
batfk er erfitt að koma í veg fyrir að
fletir mynda brotni upp í ótal eining-
ar sem dreifa athygli áhorfandans
frá þungamiðju hvers verks, sömu-
leiðis er erfitt að vinna litina með
öðrum hætti, þannig að þeir mýkist
ekki, bæði að styrk og i jöðrunum.
Þessi atriði takmarka óneitanlega
tjáningarmöguleika batíkur í alvar-
legri, hálffígúratífri myndlist eins og
þeirri sem Katrín leggur stund á, gerir
t.d. alla tjárungu „atmosferu”
næstum ómögulega. En þessir„gall-
ar” batíkur eru skreytimeisturum
náttúrlega mikil guðsgjöf.
Þar sem mér fannst Katrín komast
einna næst því að skapa marktæk
myndverk í batík — og þá með demp-
uðum litum og stífri myndbyggingu
— var í myndum eins og Vatnavextir
(nr. 27), Blástör (nr. 33), Undir jökli
(nr. 36), Haustkvöld (nr. 40) og
Hólafjöll (nr. 52). Þann mikla metn-
að sem fram kemur í risadúkum lista-
konunnar frá 60—67 ber.að þakka
fyrir. En þótt hér sé efast vona ég að
Katrín láti ekki deigan síga og taki til
athugunar fleiri möguleika, t.d.
hugsanleg tengsl batíkur og silki-
þrykks.
-AI.
' ..
Katrin Ágústsdóttir ásamt tveimur dúkasinna.
✓
Tónlist
Pianótónlolkar á vegum Tónlistarféiagsins í
Austurbœjarbfói 22. mal.
Ftytjandur: Gfsli Magnússon og Halldór Har-
aldsson.
Efnlsskró: Brahms: Sónata I f-moll op. 346;
Rachmaninoff: Fantasla op. 6; Ravel: Rapsodle
Espagnole.
Gísli Magnússon og Halldór Har-
aldsson eru landsþekktir fyrir sam-
leik sinn á tvær slaghörpur. Lítið
hefur heyrst frá hvorum um sig um
hrið, af eðlilegum orsökum, og því
var það ærið tilhlökkunarefni í þeirri
tónleikalægð sem myndast hefur við
brottför Sinfóníunnar að Tónlistarfé-
lagið skyldi bjóða upp á tónleika með
Gísla og Halldóri.
í Brahms sónötunni lögðu þeir alla
áherslu á glæsileikann. En einmitt í
þessari sónötu, millistigi á milli kvint-
ettanna tveggja, má svo auðveldlega
finna samsvörun með Brahms og
Grími Thomsen. Báðir hlutu að þola
samanburð við önnur skáld sem' létt-
ara var um mál og i minna stríði áttu
við að binda verk sín í endanlegt
form. En beggja verk standa líka
Halldór Haraldsson og
Gísli Magnússon.
jafnóhagganleg í endanlegum frá-
gangi.
Undir flosmjúku
yfirborði
í fantasíu Rachmaninoffs blés
rómantískur hnúkaþeyr verkið í
gegn. Sérstaklega tókst þeim félögum
vel upp í klukkuhljómshermunum í
lokaþættinum.
að lokum léku þeir kumpánar Rap-
sodie Espagnole. Píanóútsetning
Ravels er meistaraverk og þeir fóru
um hana höndum sem slíka. Leikur
þeirra var glæsilegur og hnitmiðaður
frá upphafi til enda. í þeim verkum
Ravels sem hann helgar sínum hálf-
spænska uppruna er ætíð að finna
þóttafullan og hörkulegan undirtón
undir flosmjúku yfirborðinu, sem er
sagður valda því að Spánverjum falli
þau vel í geð og telji sína músík.
Tvær slaghörpur eru vandmeð-
farin hljóðfæraskipan. Litið má út af
bera f leik til að ekki fari þær hreint
og beint að minna á tvær jarðýtur.
Leiki hins vegar tveir góðir píanistar,
sem finna samhljóm hvor með
öðrum, er sú skipan afar skemmtileg.
Þannig er því varið með Gfsla og
Halldór. Það er merkis listviðburður
í hvert sinn sem þeir halda tónleika
saman. -EM.
Tvær slaghörpur