Dagblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 32
Dansad af krafti í lokin
Lokatrimmið í hinni norrænu lands-
keppni fatlaðra fór fram í gær í blfði
veðri. í Reykjavík mættu um 60 manns
að Hátúni 12 og tóku þátt í síðustu
göngunni. Þá var einnig trimmað í
Hafnarfirði, á Akureyri og víðar.
Eftir klukkustundar göngu frá
Hátúni var öllum boðið upp á pylsur og
kók.' Sfðan var dansað af fullum
krafti. Stemmningin var afbragðsgóð
og dönsuðu allir sem gátu fram eftir
kvöldi.
Flestir voru sammála um að keppnin
hefði gengið framar öllum vonum.
Stigin í keppninni verða reiknuð saman
fljótlega en verða síðan innsigluð fram
á haust. Er það gert vegna þess að Dan-
mörk og Noregur hafa fengið frest
fram í september til að keppa. Úrslit
keppninnar munu því ekki liggja fyrir
fyrr en i október.
-ELA.
Smjörkflóið úr 49 krónum í63,60:
Landbúnaðarvörur hækkuðu
um 15-30% í morgunsárið
— laun, olía, rafmagn og áburður aðalorsakir verðhækkananna
Smjörkilóið hækkaði í morgun um
kr. 14,60, eða um 29,8%. Kostar það
nú kr. 63,60 1 stað kr. 49,00 áður.
Hvert kiló af kartöflum 1 2,5 kg pok-
um hækkaði 1 morgun um 29,6%,
eðaúrkr. 3,38 ikr. 4,38.
Ofangreindar hækkanir á landbún-
aðarvörum eru mestar þeirra sem til
framkvæmda koma frá og með 1.
júní. Svokallaður verðgrundvöllur til
bænda hækkar um 14,08%. í honum
vega þyngst launaliður bóndans, nýtt
áburðarverð, hækkun á rafmagni og
oliu.
Mjólkurlltrinn í pökkum kostar nú
kr. 5,60, hækkun 23,7%, rjómapel-
inn kostar nú kr. 9,75, hækkun
22,6%, kiló af skyri kostar nú kr.
9,15, hækkun 26,2%, 45% ostur 1
heilum stykkjum kostar nú kr. 57,60
pr. klló, hækkun 24,5%, 30% ostur
hækkar úr kr. 38,95 í kr. 48,05 hvert
kiló í heilum stykkjum, hækkun
23,2%.
Kindakjöt í 1. veröflokki 1 heilum
skrokkum hækkar úr kr. 30,30 1 kr.
35,35. Kiló af kótilettum hækkar um
kr. 6,40 og kostar nú kr. 48,40. 1.
verðflokkur af nautakjöti í heilum og
hálfum skrokkum hækkar um kr.
10,50 hvert kiló og kostar nú kr.
45,95. Kiióið .af miðlæri hækkar úr
kr. 66,90 ikr. 77,80 hvert kUó.
Fullt samkomulag varö i sex-
mannanefndinni um ofangreind
verð. Niðurgreiöslum mUli tegunda
var lftiö breytt. Ekki voru þær aukn-
ar.
- BS
Var gripinn löngun til sundaf reka við Lækinn:
Synti á nærbuxunum
einum yfír Kópavog
—Kom kaldur og hrakinn að landi en varð ekki meint af
Ungur aðkomumaður í Reykjavík
brá heldur betur á leik í gær. í blíð-
viðrinu við Lækinn í Nauthólsvík,
greip hann löngun til stærri afreka en
að synda í heitum læknum.
Lagði hann til sunds út á Kópa-
voginn og linnti ekki sprettinum fyrr
en á athafnasvæði Vitamálastjórnar-
innar í Fossvoginum. Þar beið hans
heil móttökunefnd, með Kópavogs-
lögregluna í broddi fylkingar. Þar var
og komin sjúkrabifreið frá Reykja-
vík.
Þó maðurinn væri kaldur orðinn
og hrakinn, þótti ekki ástæða til að
nota sjúkrabílinn en í lögreglubUnum
var maðurinn fluttur i slysadeUd.
Ekki varð honum meint af volkinu.
Á sundsprettinum klæddist kapp-
inn einungis nærbuxum sínum.
-A.St. / DB-mynd: S.
Dansad af miklum krafti eftir lokatrimmið í gœr. Fremstur er Sigurður Guðmundsson, framk væmdastjóri keppninnar, sem lét sitt ekki eftir liggja. DB-mynd: Einar Ólason.
Norræn landskeppni fatlaðra:
frjálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1981.
íslandsmótið íhraðskák:
Jóhann varði
íslandsmeist-
aratitilinn
Jóhann Hjartarson sigraði örugglega
á {slandsmeistaramótinu i hraðskák
sem fram fór í gær. Þetta er annað árið
f röð sem Jóhann hlýtur íslands-
meistaratitilinn í hraðskák.
Jóhann hlaut 15,5 vinninga af 18
mögulegum. I 2. sæti varð Jóhannes
Gísli Jónsson með 13,5 vinninga og í 3.
sæti varð Jón L. Árnason með 13 vinn-
inga.
Keppendur á mótinu voru alls 42.
-GAJ.
10%hækkuná
tóbakiogáfengi
Áfengi og tóbak hækka í dag um
10% að meðaltaU. Sem dæmi um nýju
verðin má taka að slgarettupakki
kostar nú kr. 15,60, flaska af islenzku
brennivíni kr. 152, vodkaflaska ca 217
og viskíflaskan ca 211. Verðin á vodka
og viskU eru breytUeg eftir tegundum
en þau framangreindu eru algengustu
verðin. ^
- ARH
IVIKUHVERRI
Vinningur
vikunnar er
Apple tölva
Vinningur í þessari viku er
Apple-tölva frá Radtóbúðinni,
Skipholti 19, Reykjavlk. 1 vikunni
vcrður birt á þessum stað I blaðinu
spurning, tengd smáauglýsingum
blaðsins, og nafh heppins áskrif-
anda dregið út og birt í smáauglýs-
ingadálkum. Fylgist vel með,
áksrifendur, fyrir nœstu helgi
verður einn ykkar glœsilegri tölvu
ríkari.
c ískalt
Seven up.
p
hressir betur. |