Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1981.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Edward Gierek rekinn úr pólska Kommúnistaf lokknum:
RAKOWSKIVARAR VK>
HÆTHJNNIÁ BLÓDBAU
—flokksformaðurinn verður kosinn með leynilegri kosningu
Mieczyslaw Rakowski, aðstoðar-
forsætisráðherra Póllands, varaði við
því á aukaþingi pólska Kommúnista-
flokksins i gær að frávik frá umbóta
stefnu stjórnvalda kynni að leiða til
blóðbaðs.
Rakowski hvatti hina 1955 þing-
fulltrúa til að standa gegn harðlínu-
mönnum sem enn gegndu mikil-
vægum valdastöðum. Hann sagði að
þeir hefðu lamað flokkinn og komið f
veg fyrir að hann hefði brugðizt rétt
við hinum nýju aðstæðum í landinu
efdr verkföllin síðastliðið sumar.
Aðvörun forsætisráðherrans, sem
er í hópi líklegra keppinauta um emb-
ætti flokksformanns, kom í kjölfar
þeirrar ákvörðunar þingsins að kjósa
flokksformann með leynilegri kosn-
ingu.
Þetta verður í fyrsta sinn sem leið-
togi i kommúnistarikjum A-Evrópu
er kosinn með leynilegri kosningu.
Eftir ræðu Rakowskis, sem var
fagnað mjög, undirstrikaði þingið
þann vilja sinn að segja skilið við for-
tíðina með því að reka Edward
Gierek, fyrrum flokksformann, og
sex nána samstarfsmenn hans úr
flokknum.
Hin opinbera PAP-fréttastofa
sagði að þingfulltrúar teldu að þessir
sjö menn væru persónulega ábyrgir
fyrir pólitískum og efnahagslegum
erfiðleikum Póllands.
Brottreksturinn kemur ekki á óvart
því endurteknar kröfur höfðu verið
settar fram af hálfu hinna óbreyttu
þingfulltrúa um að stjórn Giereks
yrði refsað fyrir misbeitingu valds og
spilUngu sem komið hefði í ljós eftir
að Gierek hrökklaðist frá völdum í
kjölfar átakanna síðastliðið sumar.
í hópi þeirra sem reknir voru með
Gierek var Edward Babiuch, sem
gegndi embætti forsætisráðherra í
átta mánuði á síðastliðnu ári.
Rakowski, frjálslyndur blaða-
maður sem var aðalsamningamaður
stjórnarinnar í viðræðunum við
Einingu, hvatti þingið tíl að fylgja
fram þeirri stefnu í átt til aukins lýð-
ræðis sem mörkuð hefði verið eftír
að Gierek lét af embættí.
„Annar valkostur en umbótastefn-
an er átök mUIi stjórnvalda og ibú-
anna, blóðbað,” sagði hann.
Enn kom til götuóeirða i Englandi i gær og er það f tólfta skipti á þrettán dögum sem óeirðir brjótast út. Myndin var tekin f Moss-hverfinu f Manchester á dögunum þegar
eldar loguðu þar cftir óeirðir.
Óeiröir hófust að nýju í London ígær
—eftir að lögregtan hafði gert húsleit í mörgum húsum í Brixton-hverfinu
Til nýrra óeirða kom í Brixton-hverf-
tu i London i gærkvöldi eftir að lög-
reglan hafði gert húsleit f hverfinu í von
um að geta gert bensfnsprengjur upp-
tækar.
Tíu lögregluþjónar særðust, einn
Úrvals dekk — Einstakt verö
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
Vörubíladekk
1100X20 14 pl. Roadstonc kr. 3.280,-
1100X20 14 pl. General l'ramdekk kr. 4.109,-
1000X20 14 pl. Roadstone kr. 3.140,-
825X20 12 pl. Roadstonc kr. 2.240.-
1100X20 Búkkadckk, góð kr. 1.300.
Jeppadekk
F R 78 X 15 Lada Sport kr. 670.
I R 78X15 Lada Sporl á felgum kr. 1050.
HR 78X15 Bronco, Scout, Willys kr. 730.
LR 78X 15 Bronco, Scout, Willys kr. 750.
.1 78X15 (700) Bronco kr. 810.
10X15 kr. 1050.
750X16 kr. 1520.
Sendibíladekk
LR 78X 15 8 pl. kr. 850.
875X16,5 kr. 1030.
950X16,5 kr. 1080.
750X16 kr. 1520.
Samyang - - sumardekk
600X12 i Daihatsu, Corolla kr. 350,-
560X13 Cortina, Lada kr. 375.-
590 X 13 Cortina, Lada kr. 395.-
VAN8PL
Frábær
ending
við
íslenzkar
aðstæður
Meðmæli
fyrir hendi
615X13 Mazda, Datsun kr. 350.-
645X13 C'orlina, Mazda kr. 435,-
600X15 Sttab, Volvo kr. 600.-
Sumardekk ;
A78 X 13grófSubaru kr. 560,-
A78 X 13 kr. 580.-
AR60 X 13breið kr. 560,-
BR78 X 13 Mazda, BMW kr. 670.
C78 X 14(695) kr. 640,-
E78 X 14(735,700) kr. 670,-
F 78 X 14 kr. 650.
G 78 X 14 kr. 660.-
H 78X14 kr. 690.
195/75 R I4(ER 78 X l4)Fairmonl kr. 600,-
205/70 R 14 Fairmont kr. 600,-
205/75 R 14 (FR 78 X 14)Malibu kr. 610,-
225/75 R 14 (HR 78 X 14) kr. 750,-
245/60 R 14 breið kr. 720.-
165 RX 15Volvo, Saab kr. 550.-
195/75 R 15(Volvo.Saab) kr. 610.-
205/75 R 15(FR 78X 15)Oldsmobile kr. 640,-
225/75 R 15 (HR 78X15 H 78X15) kr. 710.-
235/75 X 15 (LR 78 X 15 L 78 X 15) kr. 690,-
235/60 X 15 breið kr. 545,-
255/60 X 15 breið kr. 545,-
265/60 X 15 breið kr. 555,-
J 78 X 15(700 X 15) kr. 840,-
Sólaðir vörubíla og fólksbílahjóbarðar í flestum stærðum
Sendum gegn póstkröfu um land allt
GÚMMÍVINNUSTOFA N
Skipholti 35. Sími 31055.
þeirra alvarlega, er mörg hundruð
unglinga hópuðust út á göturnar og
vörpuðu bensínsprengjum að lögregl-
unni og kveiktu í bifreiðum. Sex ungl-
inganna voru handteknir.
Til óeirðanna kom eftir að lögreglan
hafði ráðizt inn í ýmis hús í Brixton-
hverfinu fyrir dögun í gær. Lögreglan
lokaði hluta hverfisins meðan á leitinni
að bensínsprengjunum stóð.
Sjö manns voru handteknir í þessari
aðgerð lögreglunnar, sem hleyptí mjög
illu blóði í íbúa hverfisins. Héldu þeir
því fram að lögreglan hefði unnið
skemmdir bæði á íbúðum og verzlun-
um.
Gagnrýni kom fram á þessa aðgerð
lögreglunnar í brezka þinginu og tals-
maður lögreglunnar viðurkenndi að
ekki heföi náðst verulegur árangur með
húsleitinni.
Spánn:
Hægrimenn
réðustáhóp
skólabama
baska
Árás hægrisinnaðra ungmenna á hóp
skólabarna úr héruðum baska sem var í
heimsókn í Madrid hefur aukið mjög á
spennu á Spáni. Hægrisinnaðir öfga-
menn undirbúa nú hátíðarhöld tíl að
minnast 45 ára afmælis uppreisnar
Francos hershöfðingja.
Árásin á máriudag áttí sér stað er
hópur tuttugu barna úr héruðum baska
var í skólaferðalagi í Madrid. Ungir
öfgasinnaðir hægri menn réðust á bif-
reiðina sem börnin voru í með grjót-
kasti og bensínsprengjum. Nokkrar
rúður brotnuðu l bifreiðinni. Ekkert
barnanna særðist en nokkur þeirra
fengu taugaáfall.
REUTER
Robert
Kennedy
yngri
fékk
nrf
Robert F. Kennedy yngri hefur veriö
arfleiddur að glæsilegri íbúð á
Manhattan sem hann hefur búiö í síðan
eigandi hennar, Lemoyne Billings, lézt f
mai síðastliðnum. Billings þessi var
skólabróðir og náinn vinur Johns F.
Kennedy fyrrum forseta og bræðra
hans. Billings þessi var 66 ára jvegar
hann lézt og voru eignir hans metnar á
850 þúsund dollara. Stærsti partur
eignanna kom í hlut frænku hans.
Ágrein-
ingur
um aldur
forseta-
frúar
Nancy Reagan forsetafrú hélt upp á
afmæli sitt 6. júlí síðastliðinn. Einhver
ágreiningur er uppi um aldur frúar-
innar. Sjálf segist hún vera 58 ára. En
skrár við Smith College í Northampt-
on, þar sem Nancy stundaði nám, sýna
að hún sé fædd 6. júlí 1921 og ætti
samkvæmt því að vera 60 ára. NBC-
fréttastofan komst yfir Ijósrit af
fæðingarvottorði í bókasafni í New
York. Það sýnir einnig að hún sé fædd
1921. Þrátt fyrir þessari upplýsingar
segir blaðafulltrúi forsetafrúarinnar að
enginn vafi leiki á þvi að hún sé fædd
1923.
Brady
komí
heimsókn
í Hvíta
húsiö
James S. Brady, blaðafulltrúi
Reagans forseta, kom 1 stutta heimsókn
til Hvíta hússins á þjóðhátíðardegi
Bandarikjanna, 4. júlí. Brady kom í
hjólastól í fylgd með konu sinni, Söru.
Hann hitti ekki Reagan forseta þar sem
hann var í afmælisveizlu i Virginiu.
Sem kunnugt er særðist Brady mjög
alvarlega á höfði í skotárásinni á
Reagan, 30. marz síðastliðinn. Honum
var í fyrstu ekki hugað líf en bati hans
síðan hefur þótt ganga kraftaverki
næst þó útilokað sé talið að hann eigi
nokkurn tima eftir að hafa full not af
vinstri hluta Iíkama síns.
Sotelo
sœkir
Mexíkana
heim
Leopoldo Calvo Sotelo, forsætisráð-
herra Spánar, er kominn í opinbera
heimsókn tíl Mexíkó. Þetta er fyrsta
heimsókn hans til Rómönsku Ameríku.
Reiknað er með að hann muni meðal
annars ræða við Mexíkana um aukin
olíuviðskipti þjóðanna.