Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 28
Kjallarínn mældur inn undir hús nágrannans —„Mistök í mælingum” fækkar bflageymslum í nýja Miðbæjarhúsinu Er gröftur hófst fyrir kjallara nýbyggingarinnar í miðbænum, Pósthússtræti 13, eða húsinu bak við Hótel Borg, kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í mælingum fyrir grunni hússins. Verða nú allir upp- drættir að húsinu að fara aftur fyrir bygginganefnd. „Vonazt er til að það verði 30. júlí nk. og þá hljóti málið endanlega afgreiðslu”, sagði Gunnar Sigurðsson byggingafulltrúi í morgun. Mælingamistökin fólust i því að Borgin lét lóðarhöfum í té mjóa lóðarspildu austan við þá lóð sem lóðarhafar í Pósthússtræti 13 höfðu keypt. Gegn lóðarsölunni létu lóðar- hafar borginni í té bilastæði í kjallara hins nýja húss. Er byrjað var að grafa eftir teikningunum á austurkanti nýju húslóðarinnar reyndist kjallar- inn eiga að ná innundir húsið nr. 6 við Lækjargötu. Höfðu þarna átt sér stað mistök af hálfu borgarstarfs- manna sem kippa þarf í lag. „Mistökin” leiða hins vegar endanlega til þess að bílageymslum þeim sem borgin átti að fá í kjallara nýja hússins fækkar eitthvað úr 14 eins og þau áttu að vera. Auk borgar- bilastæðanna í kjallara verða níu bílageymslur fyrir níu íbúðir hins nýja húss. 1 sambandi við nýja húsið hefur einnig verið óskað eftir deiliskipulagi eða yfirlýsingu varðandi nýtingu hús- lóða við Kirkjutorg. Vinnur lögfræð- ingur að þeim málum fyrir börn Valdimars Þórðarsonar kaupmanns. Hefur erindinu verið vísað til borgar- skipulags. -A.St. Utí móa á leið til fæðingardeildar Verðandifaðir var ígœr áfleygiferð á leið tilfœðingardeildar með konu sína sem komin var nálœgt fæðingu. Hann átti skammt eftir á varanlega slitlagið við Móa á Kjalarnesi þegar hann missti stjórn á bílnum í lausamölog hafnaði utan vegar. Ekki varð um alvarlegt slys að ræða, að sögn lögreglu, en aðrir urðu að flytja konuna síðasta spölinn í sjúkrahús. DB-mynd S. Kröfu Time-Life Corp. hnekkt: LÍF FÆR AÐ HALDA NAFNISÍNU ÁFRANI Bæjarþing Reykjavikur úrskurð- aði í gær að Frjálsu framtaki væri heimilt að nota nafnið Lif á tfzkublað sitt en bandariska útgáfufyrirtækið Time-Life Corp. taldi Frjálsu fram- taki óheimilt að nota það nafn þar eð það væri skrásett eign Time-Life Corp. Bandaríska fyrirtækið höfðaði mál á hendur Frjálsu framtaki skömmu eftir að fyrsta eintak Lif kom út en dómur féll þó ekki fyrr en í gær. Þá var í dómnum einnig tekið fram að Time-Life Corp. skytdi greiöa allan málskostnað. Dómsformaður i málinu var Hrafn Bragason og þeir Gaukur Jörundsson prófessor og Knútur Hallsson deildarstjóri meðdómendur. Hjörtur Torfason hrl. var lögmaður islenzka fyrirtækisins en Sigurgeir Sigurjóns- son hrl. hins erlenda. -SA. Tillögur vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins: 100 færrí langreyðar veiddar við Island Href nu- og sandreyðakvóti óbreyttur Visindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins hefur lagt til við ráðið að leyft verði að veiða 159 langreyðar hér við land á næsta ári og að veiðikvóti á sandreyðum og hrefnum verði óbreyttur. Eru þessar tillögur að langmestu leyti byggðar á rannsókn- um Hafrannsóknastofnunarinnar, en vísindanefndin varð ekki sammála um veiðikvótaá búrhvölum. „Það eru flestir sammála um að það mat sem Hafrannsóknastofnunin hefur lagt á stærð hvalastofna við fsland sé mjög heiðarlegt,” sagði Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunarinnar í samtali við DB, en Jón dvelur nú i Englandi þar sem hann tekur þátt í störfum vís- indanefndarinnar. Jón sagði að samkvæmt rannsókn- um Hafrannsóknastofnunarinnar væri stærð langreyðastofnsins nú um 60% af því sem hann var er hval- veiðar hófust að nýju við ísland 1948 og væri talið að um 159 dýr bættust við stofninn á hverju ári. Talið væri að stofninn væri nýtanlegur og því lagt til að fslendingar mættu veiða jafnmargar langreyðar á hverju ári og næmi viðbótinni, þannig að stofn- inn héldist í jafnvægi. Ef tillögur vís- indanefndarinnar verða samþykktar á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins, þá þýðir það að veiðikvótinn á langreyð- um minnkar um sem svarar 30% frá fyrri árum en eins og áður segir þá leggur visindanefndin til að aðrir kvótar hér við land verði óbreyttir, með þeim fyrirvara að búizt er við „pólitískri ákvörðun” um veiðar á búrhvölum. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að tekið verði fullt tillit tU tillagna visindanefndarinnar enda ekki völ á betri og heiðarlegri upplýs- ingum um stærð hvalastofna við ís- land,” sagði Jón Jónsson. -ESE frjáJst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1981. Færeyska togskipið: ,,Góð von umleyfi stjórnvalda” — segirBorgþór Pétursson „Við höfum góða von um að fá leyfi stjórnvalda til að kaupa þetta skip þó að engin staðfesting Uggi ennþá fyrir,” sagði Borgþór Pétursson, fram- kvæmdastjóri Búlandstinds hf. á Djúpavogi, í samtali við DB en eins og skýrt hefur verið frá þá hefur fyrirtæk- ið fest kaup á togskipi frá Færeyjum. Kaupverð er 9—9,5 mUljónir króna. Borgþór sagði að þeir hefðu gömul loforð stjórnvalda til skipakaupa og væru því eiginlega með rUcisábyrgð upp á vasann, þó að heimildin hefði ekki verið nýtt á sínum tíma. „Við ákváðum sem sagt að láta uppbyggingu frysti- hússins ganga fyrir skipakaupum en nú vantar okkur skip til hráefnisöflunar.” Að sögn Borgþórs verður sótt um lán tU fiskveiðasjóðs vegna kaupanna á skipinu þó að vel mætti vera að skipið teldist of gamalt samkvæmt ströngustu skUgreiningu fiskveiðasjóðs. „Nú, ef við fáum ekki lán úr sjóðnum þá er bara að leita fyrir sér um lán erlendis,” sagði Borgþór Péturs- son. . ESE IVIKUHVERRI IDAG ER SPURNINGIN: í hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er þessi smáauglýsing i blaðinu í dag? Kawasaki Z 1000 ZIR til sölu árg. ’78, skráð ’80, ekið aðeins 12 þús. km. Fallegt hjól. Uppl. i sima 22685 eftirkl. 19. Ilver er auglýsingasimi Dagblaðs- ins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á M0RGUN Vinningur vikunnar er Útsýnarferð til Portoroz Vimúngur I þessari viku er Útsýn- arferð til Portoroz meó Ferðaskrif- stofimni Útsýn, Austurstrœti 17 Reykjarik. 1 dag er birt ú þessum stað l blaðinu spuming, tengd smúauglýsing- um blaðsms, og nqfh heppins úskrif- anda dregið út og birt I smúauglýs- ingodúlkum ú morgun. Fylgizt vel með, úskrtfendur, fyrir næstu helgi verður emn ykkar glœsBegri utan- landsferð rikari c ískalt Sewmip. pf hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.