Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent Hreindýrahjörö hvarfsporlaust í Noregi: Voru þyrlur notaðar við að stela dýrunum? á því að „þjófurinn” htfur ekki náðst, því það hafi 'átið lögregluyfirvöld fá ónógar upplýsingar um manninn. Samkvæmt bréfi sem nefndin sendi landbúnaðarráðuneytinu telur hún að orsakir stuldsins megi rekja til nýrrar tækni sem hreindýraræktendur hafa tekið í notkun og auðveldi þeim að smala hreindýrunum saman. Meðal þeirra tækja má nefna þyrlur, snjó- sleða og torfærureiðhjól. Þykir nefnd- inni hart að vita til þess að þyrlur séu notaðar á sama tíma og notkun þeirra í þessum tilgangi er bönnuð með lögum. Verðgildi týndu hreindýrahjarðar- innar er áætlað jafnvirði 600 þúsund ís- lenzkra króna, en tekjur af veiðum hvert ár nema jafnvirði um 120 þúsund ísl. kr. Nefndin krefst þess nú að ríkis- valdið útvegi nýja hjörð og greiði skaðabætur vegna þess að engin dýr úr týndu hjörðinni verði veidd í ár. Þá krefst nefndin þess að stjórnvöld sjái til þess að hreindýraræktendur fari að landslögum og hætti að nota þyrlur. Heil hreindýrahjörð með um 350 dýrum er horfin sporlaust í Lærdal og Ardal í Noregi og telja yfirvöld að dýr- unum hafi hreinlega verið stolið. Eig- endur dýranna halda því fram að maður nokkur sem á tamin hreindýr hafi stolið dýrunum 350. í Noregi er það búgrein á borð við sauðfjárrækt að hafa hreindýr og eru það einkum Samar sem stunda þessa iðju. Maðurinn, sem nú er ásakaður um stuldinn, hefur áður verið ásakaður um að hafa stolið hreindýrum. Árin 1976, 1978 og 1979 hafði lögreglan tal af honum, en í öll skiptin var málið látið falla niður. Nefnd sú sem umsjón hefur með hreindýrunum í Noregi telur þó að landbúnaðarráðuneytið eigi sök Flugeldum verður Hyde Park, rétt við ace og mun öll sýningin kosta um milljón íslenzkra króna. Maðurinn sem á að sjá um að bera eld í flugeldana heitir David Cox og verður hann í sér- stökum asbest búningi meðan á sýning- unni stendur. Þess má geta að David Cox verður tryggður fyrir jafnvirði rúmlega 10 milljóna fslenzkra kr. David Cox íklæddur asbest búningt sinum vió hiiöina á mynd af Karii Breta- prinsi og Lafði Díönu, enmyndin erbúin tU úr púðurkeriingum. muigum Lundúnabúanum Drún mánudag einn fyrir skemmstu þeir horfðu upp i himininn. Ekki var annað hægt að sjá en þarna væru vænt- anleg brúðhjón Karl Bretaprins og Lafði Díana Spencer að springa í loft upp með hvelli miklum. Þeim hinum sömu til léttis voru brúðhjónin heil á húfi og aðeins var um flugeldasýningu að ræða. Sýning þessi var generalprufa fyrir sýninguna sem halda á fyrir brúðkaupið 29. júlí. Sketfingu lostið fólkið flúði undan uxunum, sem sjaffir virtust ekki minna hræddir við hávaðann og lætin íhinum tv'rfættu verum. Óðir uxar æddu Línudans í 2.692 metra hæö Flest gerir fólk sér til frægðar. Hið nýjasta í þeim efnum er til- raun Bandarikjamannsins Steve McPeak til að setja nýtt met í aö ganga á línu. Línan var strengd á milli Zugspitze, sem er 2.692 metra hátt og hæsta fjull V- Þýzkalands, og hryggs nokkurs i 300 metra fjarlœgð. Ofurhuginn Steve gekk síðan eftir línunni með jafnvægisslá í hendi og tókst að komast klakklaust á leiðarenda. Nú vonast Steve til þess að met hans verði skráð í heimsmetabók Guinness. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni hvort net hefði verið fyrir neðan Steve þá hann setti metið. um götur borgarinnar og sœröu einn mann hœttulega Þegar saman fer skaphiti hinna suðrænu þjóða, rauðvín og brjálaðir uxar er ekki von á góðu. Þvífengu íbúar Pamplona á Spáni að kynnast á dögunum, þegar hin árlega San Fermini há- tíð var haldin þar í borg. Hápunktur hátíðarinnar er nautaatið, en áður en það fer fram eru óðir uxar reknir um götur borgarinnar til nautaats- leikvangsins. Venjulega tekur reksturinn tvœr mínútur og gengur hratt fyrir sig, en í ár tók fjórar mínútur að reka uxana og rekstur þeirra olli mikilli skelf- ingu meðal borgarbúa. Flestir náðu þó að forða sér, en einum Spánverja tókst það ekki og náði uxi nokkur að sœra hann alvar- lega með hornum sínum. En þrátt fyrir það þótti hátíðin tak- ast hið bezta og Spánverjar jafnt sem ferðamenn skemmtu sér konunglega við reksturinn, og síðar við nautaatið. Hægt og variega mjakast Steve McPeak eftir línunni en fyrir neðan gín hengrflugið við honum. f*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.