Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 16.07.1981, Blaðsíða 18
1S DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1981. Veðrið Spáð er minnkandi norðanátt ogj björtu á Suðurlandi en rigningu austantil á Auatur- og Norðuriandi. Kalt verður fyrir norðan an hiýrra sunnanlands. Kiukkan 8 var norðnorðvastan 1, skýjað og 7 stig ( Reykjavlc, norð- austan 3, skýjað og 4 stlg á Galtar- vita, norðvastan 3, rigning og 6 stig á Akureyri, norðvestan 3, súld og 8 stig á Raufarhöfn, norðaustan 4, rigning og 7 stig á Daiatanga, norðaustan 4, alskýjað og 9 stig á Hðfn og norðan 8,' alskýjað og 9 stig á Stórhöföa. I Þórshöfn var aiskýjað og 10 stig,; skýjað og 14 stig í Kaupmannahöfn, ■ skýjað og 14 stig í Stokkhólmi, skýj-j að og 15 stig ( London og Hamborg, skýjað og 18 stig ( Par(s, heiösk(rt og 19 stig ( Madrid og heiðsktrt og 23 stigiNaw York. Ágúst Guðmundsson, Stóra-Hofi, sem lézt 11. júlí, fæddist 6. júnf 1906 að Hvoli í Mýrdal. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorbjarnarson og Ragn- hildur Jónsdóttir. Ágúst fluttist með foreldrum sínum að Stóra-Hofi árið 1910 og ólst þar upp. Árið 1927 hóf hann störf hjá Skarphéðni Gíslasyni og vann við byggingu rafstöðvar á Urriða- fossi. Næsta ár vann hann hjá Bjarna Runólfssyni við sömu verkefni. Árið 1940 fékk Ágúst meistararéttindi í iðn sinni. Hann tók við búsforráðum að Stóra-Hofi árið 1949 þar sem hann bjó til ársins 1975 er hann fluttist að Hvols- velli. Síðustu árin bjó hann í Reykja- vík. Árið 1950 kvæntist Ágúst Magda- lenu Guðmundsdóttur og áttu þau tvö börn. Þau slitu samvistum. Sigrún Anna Magnúsdóttir leikkona, sem lézt 17. júli, fæddist 24. nóvember 1904 á ísafirði. Foreldrar hennar voru Helga Tómasdóttir og Magnús Ólafs- son Árið 1928 hélt Sigrún til Kaup- mannahafnar og stundaði nám í Konunglega leiklistarskólanúm í tvö ár. Eftir heimkomuna lék hún í nokkrum leikritum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, um tíma var hún fastráðin hjá Þjóð- leikhúsinu. Einnig söng hún í óperett- um hjá Tónlistarfélagi Reykjavíkur. Sigrún var einn af stofnendum Félags íslenzkra leikara. Um fimmtugt fluttist hún til ísafjarðar og starfrækti þar hannyrðaverzlun og vann einnig um skeið á skrifstofu Skipasmíðastöðvar Marselíusar Bernhardssonar. Sigrún tók virkan þátt í starfi Leikfélags ísa- fjarðar og var þá oftast leikstjóri. Laufey S. Þorgrímsdóttir, Kársnes- braut 18 Kópavogi, lézt á Borgarspítal- anum 15. júlí. Jón Jónsson, Skipholti 38, lézt á Landakotsspítala 14. júlí. Haukur Érlendsson loftskeytamaður, Barmahlíð 19, lézt í Borgarspítalanum 14. júlí. Sigurður Sæmundsson frá Hallorms- stað i Vestmannaeyjum lézt að Hrafn- istu 15. júlí. Jónina Guðmundsdóttir, Breiðási 10 Garðabæ, lézt 15. júli á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði. Jóhannes Jóhannesson, Skipholti 46 Reykjavík, lézt að heimili sínu 11. júlí. Jarðsett verður frá Háteigskirkju föstudaginn 17. júlí kl. 15. Ingunn Jónsdóttir frá Ólafsvöllum á Skeiðum, Hjarðarhaga 60 Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju 17. júlí kl. 10.30. Jón Ásgeir Brynjólfsson sölumaður, Safamýri 42 Rvík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju 20. júlí kl. 15. Erlendur Þorsteinsson, sem lézt 10. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni 17. júlí kL 13.30. Svanborg Anna Jónsdóttir frá Björk, Hveragerði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 17. júlíkl. 13.30. Ágúst Leós kaupmaður, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðar- kirkju 17. júlíkl. 14. Söf nísi STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarfli við Suflurgötu: Handritasýning opin þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá kl. 14—16 fram til 15. september. Safn Jóns Sigurössonar að Hrafnseyri var opnað 17. júní og verður opið í allt sumar. IMorrœna húsið Bókasafn: Opið daglega kl. 13—19, sunnud. 14— 17. Kaffistofa: Opin daglega kl. 9—19, sunnud. 13—19. Sýningarsalir: Yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Skúlasonar, opin daglega kl. 14—19 alla daga vik- unnar. Lýkur 16. ágúst. í anddyri og bókasafni: Sýning á íslenzkum steinum (Náttúrufræðistofnun Islands) opin á opnunartíma hússins. AA samtökin í dag, fimmtudag, verða fundir á vegum AA-sam- takanna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010), jgræna húsið, kl. 14 og 21 (ungt fólk), Tjarnargata 3 (s. 91-16373) rauða húsið kl. 21, Laugarneskirkja safnaðarheimili kl. 21 og Kópavogskirkja kl. 21. Akureyri, (96-22373) Geislagata 39... 21.00 Blönduós, Kvennaskóli...................21.00 Dalvík, Hafnarbraut 4...................21.00 Keflavík, (92-1800) Klapparstíg7.........21.00 Patreksfjörður, Ráðhúsinu við Aðalstræti ... 21.00 Sauðárkrókur, Aðalgata 3.................21.00 Seyðisfjörður, Safnaðarheimili...........21.00 Staðarfell Dalasýsla, (93-4290) Staðarfell .... 19.00 Vestmannaeyjar, (98-1140) Heimagata 24 ... . 20.30 Vopnafjörður, Hafnarbyggð4...............21.00 A morgun, föstudag, verða fundir í hádeginu sem hér segir: Tjarnargata 5, kl. 12 og 14. Til sölu BMW520 Renault20 TL Renault 14 TL Renault 12 station Renault 4 TL érg. 1980 árg. 1979 árg. 1979 árg. 1977 árg. 1980 Renault 4 Van F6 Renault 5 TS árg. 1978 árg. 1980 Vantar BMW bifreiðir á söluskrá. Opið laugardaga frá kl. 1—6. KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 EIRlKURS. EIRlKSSON Iþróttagarpar ganga um gólf með betlistaf í hendi Það var endurtekið efni í útvarpinu í gærkvöld, enda engin ástæða til að sperra sig og eyða púðrinu á meðan „stóri bróðir”, sjópvarpið, er í fríi. Hinn ótæmandi 'nægtabrunnur endurtekins efnis bauð annars upp á Brynjólf Jóhannesson heitinn leikara sem las um mann og konu, sem eru útvarpshlustendum að góðu kunn og Þorgeir Ástvaldsson sem kynnti fjóra pilta frá Liverpool, sem allir þekkja. Sem sagt ágætt efni fyrir unga og aldna, en þar sem þetta var mér allt í fersku minni kaus ég að vera stikkfrí að þessu sinni. Af dagskrá útvarpsins valdi ég mér íþróttaþátt Hermanns Gunnarssonar til að hlusta á. Hermann var að vanda eldhress þó að þátturinn í gær hafi ekki verið einn af hans allra beztu. Það var nefnilega líka endur- tekið efni í íþróttaþættinum. Landsmót ungmennafélaganna á Akureyri var fyrst á dagskrá og í fjórða eða fimmta skiptið á einni viku gat Hermann þess að aðalatriðið á þeirri samkomu væri að vera með en samt sem áður snerist allt um að sigra í einstökum greinum og í stiga- keppninni. Að vera með — og sigra er takmarkið, hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki, og reyndar er alls ekkert rangt við það. Hið unga golfsamband á heiður skilið fyrir þróttmikið starf og nú um helgina verður haldið á Grafarholts- vellinum Evrópumeistaramót ungl- inga í þessari íþrótt. Forsvarsmaður kylfinga var hvergi banginn i íþrótta- þættinum hans Hermanns og það var a.m.k. ekki á honum að heyra að landinn stefndi að þvi að verða í neðsta sæti á mótinu. Þeir Guðni „kúluvarpari” Halldórsson hjá frjálsíþróttasambandinu og Axel Al- freðsson hjá sundsambandinu voru hins vegar ekki eins bjartsýnir á framtíð sinna manna og reyndar var ekki annað að heyra á þeim félögum en íslendinga biði það hlutskipti að verða alltaf síðastir í frjálsum og á bólakafi í sundinu. Guðni Halldórs- son endurtók kvartanir sínar úr ný- legum íþróttaþætti Hermanns, um skilningsleysi ráðamanna, og sem fyrr þótti Guðna þeir full fastheldnir á budduna. Guðni talaði annars tæpitungulaust um þessi mál og ég er honum sammála um að alltof litlu sé varið til íþróttamála, án þess að mér detti nokkru sinni í hug að þjóð- kjörnum fulltrúum okkar takist að koma þvl inn í heilabúið á sér. Nei, afreksmennirnir verða víst enn um sinn að vinna inni á hálendinu til þess að hafa efni á því að koma fram fyrir íslands hönd á erlendum vett- vangi. Því skyldu þeir ekki geta borgað fyrir það að bera hróður íslands víða um lönd, fyrst íslenzku þjálfararnir borga með sér fyrir að þjálfa frjálsíþróttamenn í frístundum sfnum? Þeir Guðni og Axel vöktu enn einu sinni athygli á því að mestur tími íþróttahreyfingarinnar fer í að ganga um gólf með betlistaf i hendi og á meðan svo er þá mun ísland verma botnsætin eða mara í háifu kafi í íþróttakeppnum við erlendar þjóðir. Þeir dagar eru liðnir að Danir og Sviar séu lagðir að velli í lands- keppnum á einum og sama deginum. Að lokum er full ástæða til að hvetja íþróttaunnendur til að fylgjast með kylfingum allra Evrópulanda lemja hvíta boltann út um grænar grundir í Grafarholtinu, fylgjast með íslenzkum áhugamönnum í keppni við fjórfaldan ólympíumeistarann á Reykjavíkurleikunum í frjálsum og fylgjast með því hvort íslenzkir sund- menn komi loksins ,,úr kafinu” á væntanlegu sundmeistaramóti. - ESE Fyririe$fr&? Njörflur P. Njarðvík flytur fyrirlestur í Norræna húsinu í kvöld Á dagskrá í opnu húsi í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30 verður fyrirlestur Njaröar P. Njarövík lektors um islenzkar bókmenntir eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Njörður flytur fyrirlestur sinn á sænsku, en dag skráin er aöallega ætluð ferðamönnum frá Norður- löndunum. Eftir stutt hlé verður sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsen, Vorið er komiö, en hún lýsir vorkomunni á Islandi. Myndin er 35 mín. löng og er tekin í lit. Mikil aðsókn hefur verið að Opnu húsi i sumar, en aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. I sýningarsölum stendur yfir Sumarsýning Nor- ræna hússins, en það er yfirlitssýning á verkum Þor- valdar Skúlasonar. Sýningin er opin dagiega kl. 14— 19 og verður til 16. ágúst. I anddyri og bókasafni hefur Náttúrufræðistofn- un íslands komið fyrir afar fallegri sýningu á ís- lenzkum steinum. Hér er um að ræöa sýnishorn af íslenzkum steintegundum víðs vegar af landinu. brótt fslandsmótifl íknattspyrnu 1981 Fimmtudagur 16. Júlí LAUGARDALSVÖLLUR Fram—UBK l.dcild, M. 20. KEFLAVÍKURVÖLLUR ÍBK—Víkingur, 2. n. B, kl. 20. FERÐAFOLK NJOTIÐ COÐRA OC ODÝRRA VEITINCA í FÖCRU UMHVERFI BORGARFJARÐAR. VEITINGASALURINN ÖLLUM OPINN FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS. Bifvöst BORGARFIRÐI v v TÆKJUM FYR- IR 50 ÞÚSUND KR. ST0LID Bíræfinn þjófnaður var framinn í bílaverkstæði Steinars Ragnarssonar við Flugvallarveg ofan Keflavíkur á mánudagsnótt. Var þar brotin upp stærðar hurð á húsinu, ætluð bílaum- ferð, og siðan tækjum stolið sem laus- lega áætlað kosta um 50 þús. kr. (5 millj. gkr). Þarna er um að ræða slípirokk, tvær borvélar, bæði fyrir rafmagn og loft, pússvél, tvær háþrýstisprautukönnur, stórt nýtt topplyklasett og fullri skúffu af toppum og tilheyrandi fram- lengingum, en í þeim hlutum felast mikil verðmæti. Auk þessara hluta hvarf mikið magn verkfæra af ýmsu tagi. Ekkert hafði i morgun fundizt af þessu þýfi og eru upplýsingar vel þegnar. Fullvíst þykir að þarna hafi fleiri en einn maður verið á ferð. -A.St. SELFOSSVÖLLUR Selfoss—Stjarnan, 2. fl. B, kl. 20. AKRANESVÖLLUR ÍA—Valur, 3.B. Akl. 20. KR-VÖLLUR KR-Leiknir, 3. fl. A, kl. 20. VÍKINGSVÖLLUR Víkingur—Stjarnan, 3. n. A, kl. 20. ÞRÓTTARVÖLLUR Þróttur—ÍR, 3. n. A, kl. 20. GRÓTTUVÖLLUR Grótta—UBK, 3. n. B, kl. 20. KAPLAKRIKAVÖLLUR Haukar—Selfoss, 3. fl. B, kl. 20. ÁRMANNSVÖLLUR Ármann—Njarðvik, 3. fl. C, kl. 20. HELLISSANDSVÖLLUR Reynir H.—ÍK, 3. fl. C, kl. 20. HORNAFJARÐARVÖLLUR Sindri-Huginn, 3. fl. E, kl. 18. EGILSSTAÐAVÖLLUR Höttur—Leiknir, 5. fl. E, kl. 18. Höttur—Leiknir, 4. fl. E, kl. 19. REYÐARFJARÐARVÖLLUR Valur—Þróttur, 5. fl. E, kl. 18. Valur—Þróttur, 4. fl. E, kl. 19. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna- NR. 131 — 15. JÚLf 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadotlar 7,422 7,442 8,186 1 Sterlingspund 13,942 13,980 15,378 1 Kanadadollar 6,166 6,182 8,800 1 Dönsk króna 0,9756 0,9783 1,0781 1 Norsk króna U181 1,2214 1,3435 1 Sœnsk króna 1,4392 1,4431 U874 1 Finnsktmark 1,6406 1,6450 1,8095 1 Franskur franki 1,2889 1,2903 1,4193 1 Belg.franki 0,1866 0,1871 0,2058 1 Svisan. franki 3,5717 3,5813 3,9394 1 Hollenzk florina 2,7457 2,7531 3,0284 1 V.-þýzktmark 3,0577 3,0660 3,3726 1 ítölsk líra 0,00613 0,00615 0,00677 1 Austurr. Sch. 0,4339 0,4361 0,4786 1 Portug. Escudo 0,1152 1,1155 0,1271 1 Spánskur peseti 0,0764 0,0766 0,0843 1 Japansktyen 0,03212 0,03220 0,03542 1 irsktDund 11,134 11,164 12,280 SDR (sórstök dráttarróttindi) 8/1 8,4607 8,4833 Símsvari vegna gengisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.